Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Síða 5

Fálkinn - 11.10.1940, Síða 5
5 F Á LKINN Atvinnuleysismálin voru líka deiluatriði. Konungur vildi gera eitthvað í þeim málum, en það vildi Baldwin ekki. Loks sauð upp úr. Það hyrjaði með þvi að Blunt biskup flutti aðfinsluræðu á prestastefnu í Bradford. Líklega liefði hún enga athygli vakið liefði ekki íhalds- blaðið „Yorksliire Post“ tekið hana upp í leiðara stað einn daginn. „Yorkshire Post“ er mjög tengl Anthony Eden, því að ættfólk konu hans á blaðið. -— Eftir þetta komst málið inn í önnur blöð. En síðan tóku utanríkismálin að snúast í þá átt, sem Edward konungur hafði ráð fyrir gert. Tæpu ári síðar vingaðist Neville Chamberlain við Mussolini, og varð það til þess að Eden veltist úr ráðherrastóli sínum. Nokkru siðar var samningur gerður við Tyrki og þeim veitt breskt miljónalán. Og Haile Sel- assie, vesalingurinn, situr nú um- komulítill í Englandi, — en hann er orðinn bandamaður Breta. Gaman er líka að veita því at- hygli, segir Mackenzie, að eigi alk fyrir löngu ljet Eden til sín taka aðaláhugamál Edwards, at- vinnuleysismálin í Englandi, og hjelt um þau ræðu mikla í kjör- dæmi sínu. Það er eins og liann hafi síðar lært af konunginum í þvi efni ...... Þetta er nú skoðun Compton Mackenzie um tildrög þess, að Edward VII. afsalaði sjer kon- ungdómi. Hann heldur þvi ský- laust fram, að Anthony Eden liafi átt mikla sök á þvi. En það geta liðið mörg ár þar til úr því verður skorið hvað rjett er í þeim málum. Ef það þá verður nokkurn- tíma. Cary Grant er að skifta afmælis*- tertunni fyrir nýjan inótleikanda sinn, Jean Arthur. Það fylgir ekki sögunni, hve gömul sú fríða mær er við það tækifæri. □ rekkiö Egils-öl 3 - Úr náíiurunnar píki - ij 3 3 Heimurinn er fullur náttúrufyrir- brigða, sem enn hefir engin lausn fundist á. Svo er t. d. um trjásöngv- arategund eina i sumum hlutum Ameríku. Æfiferill hennar er ákaf- lega merkilegur. Skordýr þettá lifir ekki nema h. u. b. 5—6 vikur eftir að það hefir náð lullum þroska, en það er eigi skemur en 10 ár og 11 mánuði að ná þessum þroska. Það er ölluni skordýrum langlífara. Vís- indamennirnir geta nákvæmlega sagt til um það, hvenær dýr þetta kemur fram á sjónarsviðið, þeir geta það jafnvel með eins mikilli vissu og stjarnfræðingarnir geta sagt til um gang himintunglanna. Eng’in lausn hefir fundist á gátunni. 17 ár -f- 1 mánuð leynist skordýr þetta í jörðu, það er aðeins síöasta mánuð æfinnar, sem það nýtur sól- arinnar. — Karldýrin verja sinni skömmu æfi til að syngja, svo að skógarnir, sem áður voru liljóðir og kyrrir, bergmála nú af söngv- um þeirra, eða hvað sem maður á nú að kalla hin livellu liljóð trjá- söngvaranna. Kvendýrin sjá hinsveg- ar fyrir þvi, að tegundin deyi ekki úl. — Þau verpa eggjum í þúsunda tali. Þegar kvendýrin hafa lokið móður- skyldum sínum, deyja þau — .Þau verpa eggjum sínum á laufblöð, en þegar lirfan kemur úr egginu lætur hún fallast ofan úr trjenu og byrjar slrax að grafa sig í jörðu, en þar býr hún næstu sautján ár. Oss virðist þetta skordýr fremur ómerkilegt í sjálfu sjer og eigum því erfitt með að skilja, hvers vegna náttúran ver svo löngum tíma til þess að fullskapa það, og eigi hvað sist, þegar litið er á það, að jafn- stórt dýr og fíllinn er fullvaxinn um tvítugt, og að það lifa fjórar kyn- slóðir gíraffa og þrjár kynslóðir bjarna, meðan þelta skordýr er að vaxa. Á þeirri gátu finst líklega aldrei lausn. Það væri a. m. k. hægt að búast við þvi, að á eftir svo löngum uppvexti kæmi löng æfi. En svo er ekki. Er þetta ómaksins verl fyrir einn mánuð? Tvö lifandi dýr vc.rða að einu. Þegar lirfan liefir látið fallast of- an úr trjenu stefnir hún niður að þeirri rót trjesins, sem næst er. Hún grefur hausinn inn í rótina og sýgur úr lienni næringu næstu sautján ár- in. Og þarna er annað dularfult fyrir- brigði; trjeð bíður ekker’t tjó'n við að hafa þetta snýkjudýr á sjer. Ef til vill færa dýrin sig til, þau hafa nefnilega góð graftæki. Eftir sextán ár og einn mánuð lætur náttúran þeim skiljast, að nú verði þau að búa sig undir hina miklu breytingu, og fara þau nú að grafa sig upp. Siðan breytist lirfan i púpu. Púp- urnar krifra upp eftir trjánum með sterkum klóm. Fjöldi dýranna er svo mikill, að oft ern 25 holur á einu ferfeti. Um leið og hvert dýr liefir komið sjer fyrir á berkinum rifnar húðin á bakinu og fallegt fiðrildi með hvíta vængi skriður út úr liýðihu og tekur að þurka sig í sólinni. Gamli hamurinn, með aug- um, þreifurum og fótum, fellur dauð- ur og einskisverður til jarðar. Nú getur. liið þýðingarlausa og skamma líf hafist. Það er ennþá merkilegra, að þessi mikla og skammvinna skor- dýraviðkoma skeður aðeins 17. hvert ár. Það úir og grúir af öðrum trjá- söngvurum í skógum Norður-Amer- íku, en þessi sjaldgæfa tegund kemur aðeins fram á sautján ára fresti. Siðast kom hún fram árið 193G. Litli snáðinn, Marie Wilson og James Cagney. Skopleikarinn James Cagney hefir nú, eftir langa hvíld, leikið í nýrri mynd frá Warner Bros. Heitir sú mynd „Piltur og stúlka hittast“ (Boy meets Girl). Er bún gerð eftir leik- riti, sem var geysivinsælt, var t. d. leikið í tvö ár samfleytt í New York og af farandleikflokkum í ekki færri en 235 borgum. James Cagney leikur á móti Pat ()’ lirien, og þarna leikur líka Maríe Wilson, ljóshærð leikkona, ný af nálinni. James Cagney vill annars helst liafa hægt um sig. Hann á lystisnekkju og dvelst oft á henni i tómstundum sínum til að vera laus við gesti og annan átroðning. Robert Taylor og Maureen O’Sullivan. Robert Taylor hefir reynt sitt al' liverju. í síðustu kvikmynd sinni leikur hann hnefaleikara. Sú mynd heitir Hnefaleikameistarínn, og var liún sýnd hjer í Gamla Bíó s.l. vetur. Þegar Robert Taylor átti að leika í þessari mynd mátti ekki eyða löng- um tíma í hnefaleikanáminu. Hann hafði haft aðeins 3 vikur úr að spila, og enda þótt hann stundum liefði. iðkað hnefaleika smávegis af gamni siiiu, þá varð hann auðvitað að æfa af óðakappi nú. Hann varð að æfa sig 8 klst. og hlýtur það að vera bága dagsverkið! Sagt er, að ýmsir miklir hnefaleikarar hafi bara orðið hrifnir af hnefaleikfimi R. T. i myndinni. Hvað skeður á einum klukkutíma? Þó að sumir kvarti undan því, að „ekkert gerist“, er það samt ekki neitt smáræði, sem við ber í heim- inum á hverjum einasta klukkutíma. Samkvæmt liagskýrslum fæðast á hverjum klukkutima 5440 börn, en 4630 manneskjur deyja. 1200 hjón eru gefin saman, en 85 skilja. Á liverjum tíma eru 15 manneskjur myrtar. Og hjer er aðeins talið það, sem gerist í hinum siðmenta heimi, en engar skýrslur eru til um fædda, dána etc. lijá fjölda þjóða. Á hverjum klukkutíma eru unnir dúkar úr 10.000 vættum af bómull og 3000 vættum af ull og á sama tíma eru framleidd 99.600 tonn af sykri. Á hverjum klukkutíma eru vindlar og sígarettur gerðar úr 176 tonnum af tóbaki og tóbak reykt fyrir 1 % miljón dollara. Á sama tima eru druknar 1,5 miljón lítrar af víni og tæp liálf miljón lítra af öli, nálægt 500 miljón bollar af kaffi og' jetin 25 miljón tonn af kartoflum og 3,6 miljón tonn af keti. Sömu- ieiðis 30 miljón tonn af brauði og 2,4 miljón tonn af eggjum. Og á sama tima eru 122.000 tonn af steinkolum grafin úr jörðu og gull fyrir 10 miljón krónur, en silfur fyrir 30 miljónir. Á hverjum tíma eru drepin 35.000 loðdýr og 156.420 tunnur af jarðoliu teknar úr jörðu, og er þriðj- ungur af henni gerður að bensíni. Bifreiðasmiðjurnar smiða samtals 700 bíla á klukkutima, en þeir, sem eru í notkun, aka yfir 17 manns og drepa þá. Tímakaupið er breytilegt, alt frá því, sem kinverskur kúli fær i kaup, en það eru nálægt 8 aurar og upp i 96 dollara, sem forstjórinn í raf- inagnshringnum í New York fær. Annárs er ekki gott að reikna út tímakaupið og það getur verið breytilegt. Spánska tónskáldið Jose Padilla var t. d. hálftíina að búa til lagið „Valencia“ og fyrir það fjekk hann miljón franka. Á einum tíma eru send 114.000 simskeyti, þar af er helmingurinn viðvíkjandi verslun. Á sama tíma af- greiða pósthúsin 1.141.600.000 brjef og brjefaspjöld, sem eru frimerkt með 25 miljón dollurum samtals. Kvikmyndafjelögin nota um 50 kilómetra af negalivfilnni .á klukku- tima, en af þeirri filmu kemur ekki nema tíundi hlutinn fyrir almenn- ingssjónir. Pappírsgerðirnar fram- leiða á sama tima 1900 tonn af papp- ír, en 1.600 þúsund blöð og tímarit lcoma út. Meðan þessu fer fram lireyfist jörðin 106.200 kílómetra og jarð- skjálftamælarnir mæla tvo jarð- skjálfta .... Alt á einum 60 mín- útum. „í dag rak jeg Krists erindi, í kvðld rek ég mitt.“ Einu sini var prestur í Innhlið- inni, sem messaði i Teigi að útlið- andi sumri. Við kirkjuna var liann fenginn til að skíra barn í sókninni og fór liann þangað. Eftir skirnina var hann góðglaður og fer heim i besta skapi, og var ])á farið að skyjggja. Á leiðinni mætir liann kvenmanni, staldrar við hjá henni og vildi vera góður við hana. Þá segir stúlkan: „Ósköp er á þjer, prestur minn. Öðruvísi kendir þú i dag“. Þá svarar prestur: „í dag rak jeg Krists erindi, i kvöld rek jeg mitt“.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.