Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Qupperneq 6

Fálkinn - 11.10.1940, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N Ást við fyrstu sýn. Smásaga eftir F. Jackson, /^UNNINGHAM var nýsestur ^ inn í bílinn, þegar hann tók eftir töskunni. Hún lá í aftursæt- inu. Lítil, draumfögur laska úr bláu leðri. Það var einhver óendanlega glæsilegur og kvenlegur blær yf- ir þessari tösku. 'Cunningham kitlaði í fingurgómana eftir að athuga hana nánar, hann gaf bíl- stjóranum hornauga. Jú, hann gat vel gert það, bílstjórinn var með alla athygli sína við bílinn og hina miklu umferð. Taskan var fóðruð með bláu silki. Það var ekki mikið í hénni: Lítill sjálfblekungur, púðurdós og varalitur, ennfremur lítil, rauð budda með tveim krónum og laus pappírsmiði, áritaður með fínni kvenhönd: Síma til Jaclc. Síma til Helen. Kaupa ilmvatn. Te hjá Renton. Elisabeth. Kl. átján. I vasa innan í töskunni lágu þrjú nafnspjöld með mjórri sorg- arrönd. Frú Jolinny Hingham — og svo heimilisfangið. Cunningham sat með nafn- spjöldin í liendinni. Hann brann í skinninu eftir að sjá þessa frú Johnny Hingham, sem eftir tösk- unni að dæma, hlaut að vera ó- venjulega glæsileg og hrífandi kona. Hann hafði að vísu lofað að borða miðdegisverð í klúbbn- úiii með Hoagland, en það var ljúfur og geðgóður náungi, sem tók það ekkert illa upp þótt hann yrði að bíða svolítið. Cunningham gaf bílstjóranum merki og bað hann að aka til frú Hingham. Hún bjó í nýju hverfi, í glæsi- legri íbúð, sem var sjálfsagt mjög dýr. Þegar Cunningham ljet stúlkuna, sem opnaði, fá nafn- spjaldið sitt, lá við að hann iðr- aðist eftir alt saman. Hún er líklega gömul! liugð- aði hann. En hún var ung. Ung og skin- andi fögur. Hin dásamlegasta kona, sem hann hafði nokkru sinni sjeð. Hún var há og grönn, dökk- hærð, í samkvæmiskjól, sem var blátt áfram óviðjafnanlegur. — Herra Cunningham? sagði hún brosandi. — Jeg bið yður að fyrirgefa byrjaði hann stamandi, — það er náttúrlega alveg ófyrirgefan- legt, en jeg fann töskuna yðar í bíl, og þá langaði mig til .... til .... — .... til þess að sjá hvernig eigandinn liti út? Það var elsku- legt af yður. Ef einhver hefði sagt Cunn- ingham, að hann hefði roðnað eins og skóladrengur, þá hefði hann mótmæll því kröftulega. En hann gerði það nú engu að síður, og auðvitáð tók hún eftir því og hló! — Þjer eruð auðsjáanlega draumlyndur, herra Cunning- liam. Það erum við raunar öll, inn við beinið. Viljið þjer reykja? Þakka yður fyrir . . en . . —Jú, jú, reykið þjer bara og fáið yður sæti. — Jeg vildi ógjarna gera yður ónæði. — So—o? sagði hún brosandi og fjekk sjer vindhng. Þegar hann hafði kveikt hjá henni hjelt hún áfram. — Það mundi sjálfsagt valda yður vonbrigðum ef þessu æfin- týri yðar væri lokið nú þegar! — Já, en frú mín, jeg .... — Jeg er yður reyndar mjög þakklát fyrir að hafa fengið töskuna mína aftur. Hvað get jeg gert fyrir yður í staðinn. — Komið út og borðað með mjer miðdegisverð. — Það get jeg því miður ekki, jeg á von á gestum, en .... get- ið þjer ekki verið kyr? Jeg skal segja yður hvernig á stendur. Jeg liafði boðið þrem kunningj- um, en á síðasta augnabliki sendi einn þeirra afsökun sína, svo nú erum við bara þrjú og getum ekki spilað almennlegt Bridge. Svo að þjer sjáið, að þjer gerið mjer greiða með því að vera kyr. — Það geri jeg með mestu á- nægju, sagði Cunningham. Og það varð óblandin ánægja. Miðdegisverðurinn var framúr- skarandi, hinir tveir aðrir herr- ar viðkunnanlegir gestir, og frú Hingham indælis liúsmóðir, sem Cunningham að sjálfsögðu liafði til borðs. í stuttu máli, Cunningham var í sjöunda himni þótt hann tapaði um þrjú hundruð krónum í Bridge. Cunningliam hafði aldrei nokkru sinni spilað svo hátt, og hann hafði heldur aldrei setið i annari eins samfleyttri og stöð- ugri óliepni, en hann huggaði sig við að óhepni í spilum þýðir beppni í ástum, og hin dásam- lega frú Johnny Hingham lofaði líka að snæða með honum há- degisverð straks á morgun, svo alt ljek í lyndi. Næsta morgun símaði hún samt, eða rjettara sagt ljet stúlk- una sína síma, og fjekk hádegis- verðinum frestað þangað til á laugardag. Cunningham bölvaði dálítið, en tók það þó ekki sjer- lega nærri sjer. Hann huggaði sig við það, að það var hin venjulega aðferð kvenkynsins, þegar það hafði áhuga fyrir ein- hverjum manni, og vikutími var þó engin eilífð. Daginn eftir tók hann bíl frá skrifstofunni til klúbbsins, og liann var rjett sestur inn, þegar hann fann tösku í aftursætinu. Litla, draumfagra tösku úr bláu leðri. Cunningham opnaði liana hálf skömmustulegur. Allur vafi var útilokaður. Það var ekki mikið í lienni: Litill sjálfblekungur, púðurdós og varalitur, ennfrem- ur lítil, rauð budda með tveim krónum og laus Pappírsmiði, áritaður með fínni kvenhönd: Sima til Jack. Síma til Helen. Þelta var sú ægilegasta nótt, sem jeg hefi nokkru sinni lifað. Angistin, sem greip mig þá var svo gífurleg, að jeg hefi altaf veigrað mjer við að segja frá þessum atburði, enda þótt liðin sjeu 17 ár síðan hann gerðisl. En tíminn græðir alt, og því get jeg rólegur hugsað um þessa ógnanótt, — núna eftir að jeg hefi sest í helgan stein í bæ feðra minna. Það gengu miklar rigningar árið 1920, og viða eyðilögðu þær uppskeruna. Jeg átti að fara til bæjarins Carson, og á reið minni gegnum Sierra Nevada ollu fljót í vexti mjer miklum farartálma. Þetta var eitt kvöld, þegar húma tók. Allan daginn hafði regnið streymt niður og jeg var á glóðum um, að jeg yrði að liggja úti um nóttina. En til allr- ar hamingju kom jeg alt í einu auga á nokkur ljós fram undan. Það var auðsjáanlega nýbýla- hverfi og jeg fagnaði því að fá þak yfir höfuðið. Þegar jeg kom í þorpið sá jeg, að þarna voru nokkur lág timb- urhús og lítil kirkja og á eitt húsið var letrað: „Herbergi fyrir ferðamenn". Þar fór jeg inn, og tók þar á móti mjer kraftalegur náungi, sem sýnilega var gesl- gjafi og þjónn í senn. Jeg bað hann um gistingu og kvað hann hana fáanlega, en var fremur ó- mjúkur á manninn. Jeg kom hesti mínum fyrir í skúr einum í húsagarðinum, gaf honum tuggu og' vatnaði lionum. Síðan gekk jeg inn í matstofuna og tókst með erfiðismunum að fá lítilfjörlegan kvöldmat. Siðan vísaði gestgjafinn mjer á lítið herbergi. I því var ekki annað húsgagna en ljelegt trje- rúm og tunna, og stóð vatnsfal á henni; auk þess stóll á þrem- ur löppum. En jeg var svo þreyttur, að jeg ljet mig þetta engu skifta. Mjer tókst að toga það út úr veitingamanninum, að þorp þetta hjeti Le Diabolo. En liann var eklcert skrafhreyfinn og bauð jeg honum síðan góða nótt og svo fór hann og skildi Kaupa ilmvatn. Te lijá Renton. Elisabeth. Kl. átján. — og svo náttúrlega nafnspjöld- in með sorgarröndinni. Cunningham lagði frá sjer töskuna og brosti. Það var varla bros, nánast glott, sem sýndi að hann hafði fengið nóg af „ást við fyrstu sýn“. Óneilanlega sniðug aðferð til þess að veiða gesti í spilaklúbb- inn .... Því hver gat nú líka reiknað með því að sami maður- inn mundi finna þessa dásam- legu tösku .... tvisvar? því, að engin læsing var á hurð- inni. Jeg hafði heyrt, að þetta bygðarlag hefði miðlungi gott orð. á sjer, og því rannsakaði jeg herbergið gaumgæfilega. Síðan ljet jeg stólinn fyrir dyrnar og skammbyssuna undir koddann, til að hægt væri að grípa til hennar, ef þyrfti. Siðan fór jeg i rúmið. En þótt jeg væri syfjaður gat jeg ekki sofnað strax. Myrkrið og hið ólmgnanlega umhverfi vöktu upp í huga minn ýmislegl, sem jeg hafði heyrt um glæpi og illvirki í þessum afskektu hjer- uðum. Loks fjell jeg i einhverskonar dvala. En skömmu síðar vaknaði jeg við það, að mjer fanst eitt- livað hreyfa sig í herberginu. Jeg lyfti liöfðinu litið eitt til að geta betur litast um. Og i hinni daufu skímu frá g'lugganum sá jeg greinilega 10 fingur á fóta- gafli rúmsins. Það var dauðaþögn i herberg- inu og jeg þorði varla að draga andann. Það var ekki um nema eitt að gera fyrir mig. Hægt og varlega stakk jeg liægri liend- inni undir koddann og dró fram skammbyssuna. .Teg leit ekki af höndunum, sem virtust ríghalda um rúm- gaflinn, og jeg miðaði sexhleyp- unni á staðinn, sem jeg bjósl við að jeg sæi liöfuð gægjasl upp fyrir innan skamms. Jeg lá lengi i þessari stellingu og bjóst við óvininum, er virtist ekkert vera að hraða sjer. Loks ákvað jeg að láta kylfu ráða kasti. „Standið upp og rjettið upp hendurnar!“ sagi jeg rólega. En það var enn dauðaþögn. Nú ætlaði jeg að rísa upp og •dró að mjer fæturna. í sama vetfangi hurfu hinir dularfullu fingur. Jeg snaraðist fram úr og aftur fyrir rúmið. Þar var enginn. Svo leit jeg undir rúmið, þar sást lieldur ekkert. Jeg hafði verið kominn á fremsta hlunn með að skjóta af mjer tærnar. HRYLLILEG NÓTT Eftir Alexix Krause. mig eftir. Þá fyrst tók jeg eftir

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.