Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1940, Side 12

Fálkinn - 11.10.1940, Side 12
12 FÁLKINN Leyndardómar — s________MATSÖLUHÚSSINS SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. ekki veitt mjer þann heiður að bjóða mjer inn.“ „Jeg var þar sjálf uppi góða stund áðan,“ sagði frú Dewar, „og jeg sýndi lögreglu- stjóranum fram á, að það er alls kostar ó- mögulegt að sjá morðstaðinn úr neinum glugganna. Hann var alveg sömu skoðunar.“ „Það gerir frásögn jómfrú Súsönnu liættu- minni,“ sagði Bernascon. „Jeg veit ókki, hvað hún liefir sagt lög- reglustjóranum,“ sagði frú Dewar. „Mjer er mjög umhugað um, ef til vill fremur en öðr- um, að komast til botns í þessu hræðilega máli, en frá upphafii hefi jeg ekki almenni- lega lagt trúnað á upplýsingar hennar. Jeg er sannfærð um að enginn kviðdómur mundi trúa orðum hennar án frekari sannana. Hún er orðin sjóndöpur, sem er mjög eðlilegt fyrir konu á hennar aldri, tunglskinið var dauft og staðurinn sjest alls ekki úr glugga hennar.“ „Mjer datt í hug“, sagði Reginald Barstove, „að ef henni hefði tekist að sannfæra lög- reglustjórann, hefði handtaka farið fram fyrir löngu.“ „Já, áreiðanlega,“ sagði Luke. Roger helti rauðvíninu, sem eftir var frá miðdegisverðinum í glas sitt. Hann var ein- mitt að ljúka við að segja Audrey Pocke frá þvi, sem gerst liafði við rjettarhöldin. „Við urðum meira en lítið hissa, j>egar jómfrú Clewes stóð ósköp rólega á fætur og sagðist geta bent á morðingjann." „Jeg skil ekki hversvegna dómarinn vildi ekki leyfa henni það,“ sagði Audrey. „Ekki jeg heldur, en jeg liefi nú líka ekki minsta vit á öllum þessum lagaflækjum viðurkendi Roger. „Jeg held samt að lög- reglan hafi viljað fá frásögn jómfrú Clewes staðfesta með vitnaframburði, áður en liand- takan færi fram. Það er miklu auðveldara að fresta rjettarhöldum en handtaka mann, ákærðan fyrir morð. Hvað hafið þjer fyrir stafni í kvöld, Audrey?“ „Ekkert.“ „Þá gætum við fengið okkur bifreið seinna í kvöld og ekið okkur til skemtunar,“ sagði hann eftir stundar umhugsun. „Já. það væri gaman,“ sagði unga stúlkan glöð í bragði. „Þó að jeg vilji ógjarnan bregðast frú Dewar, er ekki hægt að bera á móti því, að ástandið hjer er næstum óþol- andi. Veslings Dennet gamli. Jeg get varla afborið að horfa á hið auða sæti hans. Og svo Clewessysturnar — síprjónandi — þær sitja þarna eins og afturgöngur. Mjer finst ekkert af þessu fólki vera mannlegt eða raun verulegt. Hvernig stendur á því, Roger?“ „Jeg held, að það sje okkar sök,“ sagði hann hugsandi. „Þau eru eins og fólk er flest.“ „Hvað áttuð þjer við með því, að við gæt- um tekið bifreið seinna?" spurði hún. Hann hikaði. „Jeg fjekk miða frá ungfrú Quayne,“ ját- aði hann. „Hún bað mig að líta til sín eftir miðdegisverð.“ Audrey leit forvitnislega á hann. „Það virð- ist svo sem ungfrú Quayne þyki mikið til yðar koma,“ sagði hún. Hann roðnaði. Það var hreint ekki svo auðvelt að vera eðlilegur og hreinskilinn á svip, þegar Flora Quayne var annars vegar. „Jeg vildi óska að hún færi burt,“ sagði hann. Þetta er ekki staður fyrir taugaveikl- aða unga stúlku. Jeg ætla að leiða henni það fyrir sjónir i kvöld.“ Audrey sat og horfði í gaupnir sjer. Óró- leikinn í augum hennar undanfarna daga var komin aftur. Hún sagði rólega: „Það er auðvitað illa hugsað, einkum þeg- ar tekið er tillit til þjáninga hennar, en jeg vildi að hún færi sina leið.“ Hr. Ollivan, sem með naumindum hafði komist hjá fangelsi fyrir smávægilegt laga- brot, var mjög kaldranalegur í garð lögregl- unnar. Hann sat við borð með hr. Lashwood, og þeir höfðu rætt morðmálið frá upphafi til enda. „Mjer finst lögreglustjóri taka málið röng- um tökum,“ sagði hann. Mjer er sagt að hann víki ekki hjeðan. Hann reynir að finna tilefnið til morðsins.“ „Dennet var rændur, er það ekki nægi- legt tilefni “ „Rændur? Hverju svo sem?“ spurði Olliv- ant. „Hefir yður virkilega dottið í liug, að hann ætti peninga? Hann lifði á eftirlaunum sínum, og jeg er viss um, að hann var verst stæður okkar allra, sem hjer erum. Jeg full- vissa yður um, að sá sem myrti Dennet, hefir haft sínar ástæður til þess, og lögreglan reyn- ir að grafast fyrir þær. Þeir finna aldrei neitt með því að róta í moldinni bak við húisð.“ Lashwood brosti „Yður skjátlast alveg. Þeir fundu lítinn skinnpoka i brenninetlu- runna nokkra metra í burtú. Hann var vit- anlega tómur.“ „Hver sagði yður það?“ spurði Ollivant. „Jóseph.“ „Hvaða þýðingu liefir tómur skinnpoki?“ tautaði Ollivant. „Það er ómögulegt að segja, hver hefir átt hann.“ XVIII. Flora Quayne lá á legubekknum þegar Roger kom í kvöldheimsóknina. Kaffið stóð ósnert við hlið liennar og sígarettan hafði reykt sig sjálf í öskubakkanum. Hún hallaði höfðinu svo langt aftur á hak, að það var líkast því, að hún horfði beint upp í loftið. Handleggirnir hengu máttlausir niður með hliðunum. „Verið svo vænn að loka hurðinni,“ sagði hún. Færið stól yðar að hlið mjer. Segið mjer sannleikann. Eruð þjer trúlofaður ung- frú Packe.“ Hann hugsaði sig örlítið um. „Ekki enn- þá,“ sagði hann. „En samt ætla jeg að giftast henni.“ „Og þjer komið hingað til að segja mjer þetta,“ sagði hún og þrýsti höndinni að hjarta sjer örvæntingarfull á svip. „Það get- ur ekki verið satt, Roger.“ „Jú,“ sagði Roger. „Mjer þykir vænt um hana. Mjer geðjast æ betur og betur að henni og það er henni að þakka að jeg hefi haft hepnina svona með mjer.“ „Góði besti,“ sagði hún þreytulega. „þeg- ar jeg hugsa um yður sem giftan finst mjer dauðinn næstum betri.“ „Við ætlum ekki að gifta okkur strax,“ sagði hann. „Við skulum ekki tala meira um það, Flora. Jeg kom hingað vegna þess að jeg hafði lofað því, en við erum bæði þreytt i kvöld og ættum því lieldur að tala um eitthvað annað.“ Hún virtist ekki heyra hvað hann sagði. „Roger,“ sagði hún, „jeg get hjálpað yður um peninga i fvrirlækið yðar, ef þjer þarfn- ist þess.“ Hann liristi höfuðið. Mig skortir ekki pen- inga. Þetta er samt vel boðið. Mallocy leggur fram peningana í fyrirtækið. Hlutafjelag hefir verið stofnað til að framleiða vjelarn- ar, og jeg verð forstjóri þess.“ „Þjer lítið ekki út fyrir að vera hamingju- samur,“ sagði hún hugsandi. „Ekki þessa stundina,“ viðurkendi hann. „Jeg þoli ekki að vita yður þjást.“ „Yður er þá ekki alveg sama um mig?“ „Nei, síður en svo. En þjer standið mjer langtum framar. Þjer vitið vel, að þjer lifið í heimi, sem jeg ekki þekki. Jeg er ekki mentaður maður. Þjer yrðuð leiðar á mjer eftir vikuna.“ Hún brosti. „Það er ekki hætt við, að jeg yrði þreytt á vður Roger. Jeg vil með engu móti, að þjer gangið að eiga þessa stelpu, Roger. Jeg vildi óska, að þjer yrðuð maður- inn minn. Þjer eruð fyrsti karlmaðurinn, sem jeg segi þetta við. „Þjer yrðuð leiðar á mjer eftir nokkra daga. Segið mjer nú heldur, livað yður finst um það sem á gengur hjer í húsinu. Ætlið þjer að búa lijer lengur?“ „Jeg vil ógjarnan flytja.“ „Það getur orðið óþægilegt að búa hjer. Lögreglan heldur endilega að við hýsum glæpamann. Það hlýtur líka að vera sann- færing jómfrú Súsönnu. Vitanlega grunar enginn frú Dewar um græsku, en jeg er samt hræddur um, að hjer verði óskemtilegt að vera.“ „Mjer dettur ekki í hug að flytja,“ sagði Flora . „Hverjum hefði svo sem verið hagur að dauða aumingja Dennets? Hann átti ekk- ert til. Það vissu allir hjer.“ „Jeg er hættur að velta því fyrir mjer,“ sagði Roger. „Setjist þjer á legubekkinn,“ sagði hún biðjandi. Hún færði sig. Hann gerði eins og hún hað. Hún vafði handleggjunum um háls hon- um. Hann ællaði að slíta sig lausan, en tindr- andi augu liennar hjeldu honum föstum. „Flora, kæra Flora,“ sagði hann. „Ef að- eins — „Berið mig,“ sagði hún skipandi. Hann hlýddi. Hann bar hana um lierberg- ið eins og væri hú lítið barn. „Jeg held, að ef þjer hefðuð kynst mjer á undan þessari afgreiðslustúlku, liefðuð þjer borið þær tilfinningar i brjósti til mín, sem jeg þrái svo mjög. En yður er ekki alveg

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.