Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ELSA BRANDSTRÖM og stríðsfangarnir i Síberíu. Eílir flnna. Z. DstEpman. Elsa Brándström í búningi hjúkrun- arkvenna Rauda Krossins. Á þessum tímum, þegar öll vond öfl sýnast að liafa verið látin frjáls og villimenskan fær að leika lausum hala í heiminum, á þessum niðurlæg- ingartima menningarinnar, getur ver- ið holt að hugsa stundum um það sem segir i gömlu máltæki: „Þegar neyð- in er stærst er hjálpin næst.“ Sagan hefir oft sannað þetta, bæði saga einstaklinga og saga mannkynsins. Sama er að sgja um sögu mannúðar- innar. Oftar en einu sinni hefir litið út fyrir að sá hæfileiki mannsálar- innar sem nefnist mannúð væri að iiða undir lok og miskunnarleysið komið í hennar stað. En einmitt þá getur svo farið, að við fáum að sjá kraftaverk. Og kraftaverkið er það, að einstaklingur rís upp á móti öld- um vonskunnar og segi ofur rólega: „Hingað og ekki lengra! Hjer verða hinar vondu öldur að lægja. Einu sinni var ung og falleg kona — — — en nú ætla jeg að segja ykkur frá konu einni, sem stóð upp og skipaði öldunum að lægja — ekki með ákveðnum orðum kanske, en með aðgerðum sínum. Þegar hin evrópska styrjökl braust út árið 1914, bjó ung sænsk kona í höfuðborg Rússlands, sem þá var St. Petersburg. Hin unga sænska kona hjet Elsa Brandström og var þá 26 ára gömul. Var hún af hesta bergi brotin. Faðir hennar var Edvard Brandström, herforingi og sendiherra Svía í Rússlandi. En kona hans og móðir Elsu var Anna Esclielsson, systir liinnar fyrstu konu sem tók sænskt doktorspróf í lögfræði, Elsu Eschelsson dósent, og var dóttir þeirra hjónanna látin heita eftir henni. Elsa Brandström kom 20 ára gömul til rússnesku höfuðborgarinn- ar og tók fyrst um nokkurra ára skeið • fjörugan þátt í hinu iðandi skemtunarlifi „diplomatisku“ stjettar- innar í St. Petersburg. En hún var öðrum hæfileikum gædd en einungis að skemta sjer, og þegar frá leið varð samkvæmislífið henni ónógt. Hún fór þá að leita uppi fátæka Svía, sein bjuggu viða í hinni rússnesku höfuð- borg, og reyndi að hjálpa þeim eins og hún gat best. En bráðum víkkaði athafnasvæði hennar. Þegar styrj- öldin brautst út, gerðist sú tíska í St. Petersburg, eins og víða í stór- borgum styrjaldarlandanna, að ung- ar hefðarkonur gáfu sig fram sem sjálfboðaliða i sjúkrahúsum til þess að hjúkra særðum hermönnum, en mörgum þeim lítt reyndu hjúkrunar- konum fór bráðum að leiðast líknar- starfið, og gáfust þær þá upp. Öðr- um þótti ilt að þurfa að sjá ljótu sár- in, en þær kusu helst að sitja við hlið sjúklinganna og halda í hönd- ina á þeim. Meðal þeirra, sem gáfu sig að stríðshjúkrun i St. Petersburg voru þær Elsa Brandström, dóttir sænska sendiherrans, og Ethel von Heidenstam, kona þáverandi sænska sendiráðsins Carl von Heidenstam. Þessar tvær konur fóru að hjúlcra særðum mönnum fyrst í St. Georgs- spitala en siðar i sænskri lijálpar- stöð i sömu borg. En þeim leiddist ekki starfið og þær gáfust ekki upp. í St. Georgsspítala gafst þeim fyrst tækifæri að kynnast særðum þýskum og austurrískum stríðsföngum, þegar rússneskur herlæknir spurði einu sinni, hvort þær langaði ekki til að sjá „dýrasýninguna“, en svo nefndi hann stríðsfgangadeild spitalans. Af- leiðingin af þessari sýningu varð sú, að hinar sænsku konur langaði mjög mikið til að geta hjálpað einmitt stríðsföngunum, því að nógu margar konur voru til þess að hjúkra þeim sem lágu særðir i heimalandi sínu. En hvernig átti að hjálpa föngunum? Það var nú spurningin! — Fyrst fóru þær að safna peningum meðal borg- ara hlutlausra þjóða, til þess að geta fullnægt brýnustu þörfum stríðs- fanga, sjerstaklega þurfti oft að út- vega þeim föt sem gátu veitt. nokk- urnveginn gott skjól i hinum rúss- nesku vetrarkuldum. Veturinn 1914—1915 var, sem kunn- ugt er, mjög harður, helst þó í Aust- ur-Evrópu. Þá var einmitt byrjað að senda stríðsfanga til Síberíu í fanga- búðir. En ástand þeirra var oft hörmulegt: umfram alt vantaði marga fanga hin nauðsynlegustu fataplögg. Skyrtugarmar eða buxnatætlur þeirra voru tæpast álitleg hlífð gegn þeim gríðarmikla kulda, sem getur rikt austur í Síberíu. Hinar sænsku kon- úr fóru nú að útvega bakpoka, sem þær fyltu síðan með ýmislegum nauð- synjahlutum handa stríðsföngum. Loks tókst þeim með -ýmsum brögð- um að fá að vita um tímann er fanga- lestunum var ætlað að leggja af stað. Þannig gátu þær svo skilað útbún- aðinum á rjettum stað og tímá. Innan skamms kom spurning frá þýska Rauða Krossinum, livort þær gætu fundið einhver úrræði til auk- innar hjálpar handa stríðsföngum. En fyrst um sinn var ekkert hægt að gera að því og síst að fara til Þýska- lands til þess að ræða jnálið, eins og stungið var upp á. En á meðan þetta gerðist, var sænski Rauði Krossinn, undir stjórn Prins Carls, að skipuleggja skifti á óvígfærum stríðsföngum á milli Þýskalands, Austurríkis og Rússlands. Með fyrstu járnbrautarlest sem fór hlaðin særðum og fötluðum mönn- um frá Rússlandi yfir Torneá og Haparanda til Þýskalands fylgdu þær Elsa Brándström og Ethel von Heid- enstam sein hjúkrunarkonur. En í Frankfurt am Main fóru þær úr lest- inni og hjeldu áfram til Berlínar- borgar. Þó var þessi ferð þeirra aug- sýnilega ekki alveg áhættulaus, þar sem þær voru klæddar einkennis- búningi hinnar rússnesku St. Georgs- systra. En það fór alt vel. I Berlín sýndu þær yfirmönnum Rauðakrossins sýnishorn úr bakpoka- sendingum sínum og kröfðust þess jafnframt, að hætt væri að senda stríðsföngum einkagjafir, af þeirri einföldu ástæðu að fæstar þeirra komust yfirleitt á áfangastaðinn! Þeim fanst því hentugra, ef Rauði Krossinn í einhverju hlutlausu ríki gæti tekið að sjer að koma skipu- lagi á þessar sendingar til stríðsfanga. Eftir þetta hófst fjársöfnun i öllu Þýskalandi, og eftir fjórar vikur var fengið nóg i 100.000 böggla — „l'.ie- besgaben“ eins og þeir kölluðust — en það varð sænski Rauði Krossinn, sem tók að sjer að koma gjöfunum á rjettan stað. Þetta var nú sarnt ekki eins ljett og maður kynni kan- ske að halda. Fyrst drógst lengi að koma sam- komulagi á milli stjórnaraðilja í Ber- lín og Petrograd, eins og hin rúss- neska höfuðborg var þá látin heita. En loksins, þann 5. október 1915, gat fyrsta járnbrautarlestin með „kær- leiksgjöfum" lagt af stað frá Sassnitz um Svíþjóð og Finnland áleiðis til Siberiu. En þangað, það er að segja til Irkutsk, kom lestin 11. nóvember eftir fimm vikna ferð. Þá voru þær Elsa Brandström og Ethel Heiden- stam ásamt nokkrum öðrum sendi- fulltrúum sænska Rauða Krossins með lestinni. Þetta var sú fyrsta sending af því tagi, en þær urðu nokkuð margar sendingarnar þegar frá leið. Fulltrúar Rauða Krossins þurftu altaf að fylgja lestunum og hafa gæt- ur á öllu sein fram fór — þvi ella gæti vel svo farið að lestin hefði losnað við einn eða fleiri vagna áður en á áfangastaðinn náðist. Stundum stoppaði lestin af óskiljanlegum á- stæðum einhversstaðar í hinu við- áttumikla Rússlandi. En þá varð að koma henni af stað aftur með ýms- um skrítnum brögðum, sem aðstoðar- konur Elsu Brandström hafa sagt frá. Hverskonar sjón mætti nú auga þeirra fulltrúa Rauða Krossins þeg- ar þeir fengu loksins að sjá fanga- búðir Siberíu? Samkvæmt ýmsum lýsingum þeirra manna, sem voru með, var þar fyrst að sjá ógrynni af gaddavír, háir múrar og rússnesk- ir hermann á verði. En þar fyrir inn- an sást heil borg af moldarbrökkum — og óendanlega breiður múr af inönnum sem biðu þegjandi. Og þeg- ar inn var komið í einn af brökk- unum, var dimt og því mjög erfitt að sjá. Fyrst varð að láta augun venjast myrkrinu. En ekki var þar vistlegt umhverfi: þröngt og lágt undir loft og fult af andlitum á mannlegum verum, er reyndu allar að sjá sem mest af því óvenjulega sem var að gerast. Andrúmsloftið var mjög slæmt, og þungt að anda. Fulltrúi Rauða Krossins varð nú að reyna að sjá og heyra og skilja sem mest, án þess að láta mikið á þvi bera í viðurvist hins rússneska varðmanns, sem var í fylgd Tneð honum. Fangabúðirnar voru af mjög inis- munandi gerðum og stærðum, í sum- um bjuggu aðeins nokkur liundruð manns, í hinum stærstu hátt upp í 40.000. í nokkrum þeirra leið föng- Elsa Brandström og faöir hennar, sendiherra Svía / Petrograd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.