Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 2
 2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - DÝRLINGURINN SKERST í LEIKINN. MaCur er nefndur Simon Templar, en hjá iögreglunni í tveimur heims- álfum gengur hann undir nafninu „Dýrlingurinn“ og þekkir lögreglan hann þó ekki að góðu. Þegar sagarr hefst er hann að koma heim til New York úr Lundúnaférð. Þá stendur svo á þar, að lögreglumaðurinn Fer- nack, sem Dýrlingurinn þekkir bæði að góðu og vondu, er í vandræðum. Það hafa fundist 50.000 dollarar í peningaskápnum lians og Fernack getur enga grein gert fyrir þvi, hvern- ig hann hafi fengið þessa peninga. Hann hefir tekið mann einn að nafni „Rocks“ Weldon fastan, en út af því máli liefir einn af aðilunum, Jolin Summers, sem var aðalvitni hins op- inbera, verið myrtur. Þykir það senni legt, að einhver hafi mútað Fernaclc til þess, að fá Rocks Weldon dæmd- an, hvort sem hann sje sekur eða sýkn. Á íeiðinni frá London hefir Dýrl- ingurinn kynst stúlku einni, sem heitir Ruth. Hefir lnin lent í æfintýri við komu sína til New York, því að tilraun hefir verið gerð til þess að nema hana á burt. Dýrlingurinn af- stýrir þessu og ræðsf á mennina, en meðan á áflogunum stendur þá hverf- ur Ruth út i buskann. Það eru bófar undir stjórn Big Ben Egans, sem liafa gert samsæri um, að koma Fernack lögreglufull- trúa í bölvun. Einn í þessu samsæri er Rocks Weldon sjálfur. Egan safn- ar 90.000 doilurum i „reksturskostn- að“ við þetta fyrirtæki. En þeir sam- særismennirnir eru ekki meira en svo trúir hverir öðrum og hefst nú langur vefur allskoriar refja og leyni- hragða, sem ekki er rjett að segja frá lijer. Það er heldur ekki rjett að fara að ljósta þvi upp hvaða afskifti Dýr- lingurinn hefir af þessum málum en hitt má taka fram, að Ruth — stúlk- an, sem hvarf honum á skipsfjöl kemur jiarha mikið við sögu. Það eru George Sanders og Wendy Barrie, sem leika aðalhlutverkin: Dýrlinginn og Rutli, en utan um þau er heil glæpamannanýlenda og einstaka heiðvirður maður, svo sem Fernack fulltrúi (Jonathan Hale), Myndin er gerð eftir skáldsögu samnefndri, eftir Leslie Carteris, af RKO-Radio Pictures. Hljómleikarnir í myndinni eru eftir Röý Webb en leikstjórinn er Howard Benedict. Þetta er fimta myndin sem RKO hefir tekið eftir sögum Charteris um Simon Templar. Skrúðganga Sjómannadagsins á Tjarnarbrúnni. Sjá grein á næstu síðu. E Allt ineð íslenskmn skipuni! __________________________________________________ GERIST ÁSKRIFENDUR FÁLKANS HRINGIÐ í 2210 Guðmundur Vilhjálmsson, fram- kv.stj. Eimskipafjelags íslands, varð 50 ára 11. f>. m. Jáhannes Hjartarson, fijrv. af- gr.m., verður 75 ára 19. þ. m. Magnús V. Jóhannesson, yfir- framfærslufulltrúi, Nýlendug. 22 varð fimtugur 8. þ. m. Borgarstjórinn i Birmingliam fjekk eitt sinn brjef frá manni einum, sem óskaði að fá keypta 4(3. stjettarhell- una í ákveðinni götu í borginni, vegna þess, að „yndislegasta stúlkan í heimi“ hefði staðið á þessari liellu þegar hún lofaði að giftast honum.“ Borgarstjórinn varð við þessari ósk og seldi manninum helluna fyrir tíu shilllings, en það var kostnaðurinn við að taka upp helluna og kaupa aðra í skarðið og koma lienni fyrir. Það er sagt 8 af hverju liundraði hvítra manna hafi augu, sem ekki eru eins á litinn. -nýjabTó- MlLJÓNAÞJÓFURINN heitir næsta kvikmyndin á Nýja Bíó. Aðalpersónuna í myndinni leikur George Raft’. Hann lieitir í mynd- inni Joe Laurick og kann best við að gera það, sem honum dettur í hug, en skeyta livorki um almenningsálit eða lög og mannasetningar. En þetta kemur honum illilega í koll. Örlögin eru svo napurleg við hann, að hann kemsl undir ákæru um, að liafa stolið sinum eigin pen- ingum. Þetta er sjaldgæft og býsna lýgilegt, en myndin segir frá hvernig þetta megi verða. En þegar liann er handtekinn fyrir verknaðinn kemst hann undan með liandjárn um anii- an úlfliðinn, en þá tekur ekki betra við. Hann verður að aka bifreið fyrir foringja bófaflokks, sem er á leið til að ræna banka (Victor Jory), til þess að losna við hándjárnin og fá 1500 dollara. Enn sleppur hann frá rjett- visinni og getur leynt sjer hjá manni í Sacramento, en liar hittir. hann svo Lauru Benson (Claire Trevor), sem er afgreiðslustúlka í blómabúð hjá Nick (Henry Armetta). Jói Lourik verður bráð ástfanginn af henni og einsetur sjer að ná í atvinnu og ger- ast nýr og betri maður, til þess að ná ástum hennar og gerast verðugur þeirra. En Laura er nú ekki alveg laus. Dick Carver, sem er málaflutnings- maður, er nefnilega bálskotinn í henni líka, og vill ekki sjá, að Jói sje að dingla við hana. Ilvernig skyldi svo þetta alt fara? Það er best að hafa sem fæst orð um það. En það reynir mikið á Lauru veslinginn áður en líkur, svo að Claire Trevor hefir nóg að hugsa meðan hún er að sýna allar geðs- hræringar hennar. En mikið gerir hún það Vel. Og Raft 'er samboðinn mótleikari. Myndin er tekin af Universal Film og auk þeirra aðalleikenda sem nefnd- ir Voru má sjá þarna ýmsa góðkunna leikendur í ýmsum smærri hlutverk- um. , t næsta blaði Fálkans: Aðalgreinin í nœsta blaði heitir: ,,Brjefdújur á flugskóla". Hún segir frá hvernig vissar tegundir brjef- dúfna eru æfðar og aldar upp við að læra ratvisi, og hvernig þær voru notaðar til sendiferða í siðustu styrjöld. Lengri sagan gerist einnig í síð- ustu styrjöld og er eftir Quentin lieynolds. Aðalpersónurnar. eru Þjóðverji og Englendingur, sem eru gamlir vinir. En örlögin haga þvi þannig, að öðrum er skylt að ráða niðurlögum hins, því að báðir erti hermenn. Litla sagan er eftir vinsælasla smásögnhöfund Fálkans: Mark Ilell- inger. Hún heitir ,,Áslarbrjefið“. Þá verða i blaðinu greinar um ýmisleg efni, m. a. tinkonunginn Simon Patino, sem fyrir einbera tilviljun varð mesti tinnámueigandi veraldar. Hann var rukkari fyrir verksmiðju og tók gamla náma upp í skuld, en var rekinn úr vistinni fyrir bragðið og sat uppi með nám- una. Þannig byrjaði velgengni hans. O. Clausen skrifar um dætur Steins biskups á Ilólum. Ennfremnr er í blaðinu Listers prjónadálkur, barnasaga, fjöldi mynda og margt fleira. Flýtið ykkur að ná í Fálkann, þvi að liann selst oftast upp á útkomu- daginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.