Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Ou/en Oliver: SENDIBOÐI KONUNGSINS Hann kom metS sólarupprás, há- vaxinn sterklegur maður, ríðandi á gráum hesti. Hesturinn var dauð- þreyttur, en maðurinn vatt sjer Ijetti- lega af baki. „í nafni konungsins,“ hrópaði hann og ætlaði að skunda gegnum hallarhliðið, en varðmaður- inn liefti för hans og augnabliki síðar gekk brúnaþungur ráðsmaður i veg fyrir liann og sagði: „Viö er- um þjónar jarlsins af Lanst ....:. Ekkert annað nafn veitir aðgang hjer!“ Ólcunni maðurinn virti hann fyr- ir sjer með svip þess manns, sein vanur er að skipa, og ráðsmaðurinn sá á sporunum, að hjer var riddari á ferð. „Konungurinn sendir ekki boð að óþörfu,“ sagði riddarinn. „Segðu húsbónda þinum tafarlaust frá komu minni, annars ber jeg ekki ábyrgð á afleiðingunum.“ Hann settist á gamlan bekk, i skugga hallarmúranna, og beið eftir boðunuin frá jarlinum. Þjónn færði iionum mat og drykk og hann bor'ð- aði og drakk, eins og hann hefði ekki smakkað mat lengi. „Hefir þú verið á ferð í alla nótt?“ spurði ráðsmaðurinn. „Já, og líka í gær,“ svaraði riddarinn í styttingi. Ráðsmaðurinn horfði forvitnislega á hann: „Þú hefir eflaust leiðsögu- menn?“ „Nei, jeg er aleinn.“ „En það eru ræningjar á fjöllunum?" sagði ráðsmaðurinn spyrjandi. „Tveim ur færri í dag en í gær,“ sagði ridd- arinn og leit á sverð sitt. Öðrum spurningum ráðsmannsins svaraði hann aðeins með því að hrista höf- uðið. Hann gekk óþolinmóðlega fram og aftur. Hann var ungur, á að giska milli tvítugs og þritugs, fallega vax- inn, fríður og kraftalegur. Nokkru síðar var hann' færður fram fyrir jarlinn, sem tók á móti honum sitjandi í útskornu öndvegi við gaflinn á stórum sal. Þetta var gamall, gráhærður maður, með dökk leiftrandi augu. Hann hafði verið valdamikill ráðgjafi gamla konungs- ins, og yfirmaður hersins í striðinu við Frakka. Það var sagt að metorða- deila hefði risið milli þeirra og að jarlinn hefði tapað. Þessvegna hafði hann horfið til óðals síns, sem lá á landamærum Englands og Skot- lands. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir dró .hann sig algjörlega út úr sam- kvæmislífinu og liafnaði ölluni af- skiftum af opinberum málum. „Hvers óskar konungurinn af mjer?“ spurði liann hryssingslega. „Óskir konungsins eru skipanir," sagði sendiboðinn djarflega. Augu gamla mannsins tindruðu. „Talaðu með orðum konungsins,“ sagði hann, „og varaðu þig á því að þurfa ekki siðar að gjalda fyrir orð þín með lífi þínu.“ „Orð mín eru orð konungsins," sagði riddarinn, „og hvað líf mitt á- hrærir, þá htefi jeg varið það sjálfur síðastliðinn sólarhring." Jarlinn kinkaði kolli og reyndi að grandskoða þennan mikilláta, unga mann, með sínu hvassa augnaráði. Svipur hans mýktist örlítið, því að hin karlmannlega framkoma sendi- boðans var honum mjög að skapi, og honum kom ekki í hug að beita ókunnan mann ofríki innan liallar- múra sinna. „Þú ert aðeins þjónn konungs þíns,“ sagði hann. „Hvers óskar kon- ungurinn?“ „Hann skipar þjer að fara til London, með dóttur þinni, Lady Mary og fylgdarliði þínu. Ef Lady Mary er eins fögur og orð er á gert, er ekk- ert líklegra en það, að hann geri lienni þann heiður að giftast lienni, því að hann hefir ekki gleymt þjón- ustu þinni við land og kórónu á stjórnarárum föður hans.“ Jarlinn stóð upp til hálfs og blóts- yrði lirökk af vörum hans. Svo hló hann, háan fyrirlitningarhlátur og sagði: „Dóttir mín þarf ekki að fara biðilsför til nokkurs manns, jafnvel þó að sá konungur væri hundrað konunga ígildi. Ef hann vill taka hana sjer fyrir drotningu, verður hann að koma liingað og biðja lienn- ar. Hann skal fá leyfi mitt til þess.“ „Konungurinn þarf ekki að fá leyfi hjá neinum af þegnum sinum,“ svar- aði sendiboðinn. „Þú hefir boðið honum byrginn í þau fimm ár, sem liðin eru síðan hann, ungur og ó- reyndur steig upp í hásætið. Nú eru þeir tímar liðnir. Utanríkisdeilurn- ar eru á enda og konungurinn getur gefið þegnum sínum meiri gaum en áður .... Nú býður hann þjer að koma með stúlkuna og standa honum skil gerða þinna.“ „Hann skal fá dóttur mina, ef hann kemur hingað og sækir hana, livert sem hann kemur einn eða í fararbroddi herfylkinga sinna. Ef hún óskaði þess myndi jeg jafnvel leyfa henni að fara með þjer. En hafðu það hugfast, að móti hennar vilja gef jeg hana engum manni .... Færðu konungi þínum þessi boð frá mjer og segðu honum jafnframt, að í þessum hluta landsins sje jeg konungur, og jeg viðurkenni ekkert konungsvald yfir mjer.“ Sendiboðinn beit á vörina augna- blik, svo sagði hann: „Jeg slml færa konunginum hið yfirlætisléga svar þitt. Hann mun svo svara þjer .... En leyfðu mjer að hvíla mig áður en jeg fer. Jeg er þreyttur og á erf- iða ferð fyrir höndum.“ „Hvíldu þig eins lengi og þjer þóknast,“ sagði jarlinn. „Jeg skal senda sveit manna með þjer lil landamæranna. Jeg myndi eklci vilja að neitt óhapp kæmi fyrir þig inn- an landareignar minnar, því að þú ert liraustur og hugaður maður, þó að þú sjert nokkuð djarfur í orðum.“ Sendiboðinn hneigði sig djúpt: „Jeg þakka þjer velvild þína, herra,“ sagði hann. „En viltu nú ekki veita mjer þann heiður að jeg fái að sjá og tala við dóttur þína, eða mælist jeg til of mikils með þvi?“ Augu gamla jarlsins skutu gneist- um. „Heldur konungur þinn ef til vill að jeg versli með dóttur mína og hafi hana til sýnis, frammi fyrir hverjum hjúskaparmiðlara? Ef kon- ungurinn vill tala við hana, þá get- ur hann komið sjálfur og flutt mál sitt.“ „Með allri virðingu fyrir dóttur þinni, herra, vil jeg enn minna þig á, að þetta er einlæg ósk konungsins." sagði sendiboðinn. „Athugaðu herra, að það er ekki heppilegt fyrir unga konu að ráða yfir slikri landareign sem þín er. Þegar þín missir við mun hún verða drotning i þessum landshluta, og það er ekki gott að eiga konunginn fyrir óvin .... Jeg held að best yrði, fyrir alla aðila, að svo tiginn biðill, sem konungurinn er, fyndi náð fyrir augum liennar.“ „Dóttir mín þarf ekki að fara langt til þess að fá biðla,“ sagði járlinn, „ef sá sem liún velur sjer, er henni samboðinn hvað ættgöfgi snertir, þá mun jcg ekki skifta mjer af vali hennar. Konunginum er frjálst að freista liamingjunnar þegar liann óskar þess; en ef jeg þekki konu- hjartað rjett þá er það ekki hliðliolt biðli, sem felur öðrum að tala máli sínu.“ „Leyf mjer a. m. k. að sjá dóttur þína. Augu mín þrá að sjá hana, sem jeg hefi heyrt svo mikið talað um. Leyf mjer að færa lienni boð- skap konungsins; þó að það verði á- rangurslaust fyrir hann, þá fæ jeg þó að reyna hvort hjer leynist sú fegurð, sem hundruð manna gera að umtalsefni sínu.“ Jarlinn hringdi lítilli bjöllu og skipaði þjóninum, sem inn kom, að sækja Lady Mary. Skömrnu síðar kom hún inn í sal- inn i fylgd með tveimur þernum. Ef Lady Mary hefði ekki verið ná- lægt hefðu þær báðar þótt eftirtekt- arverðar sakir fegurðar, en þegar hún var nálægt var eins og fegurð þeirra hyrfi í skugga hinnar óvið- jafnanlegu og dásamlegu fegurðar hennar. „Þessi riddari kemur hingað í nafni konungs,“ sagði jarlinn. „Hann hefir farið aleinn yfir landamærin. Hann óskar eftir að þú veitir lionum áheyrn stutta stund í nafni konungs hans, sem sendi hann hingað .... En hvert er nafn þitt?“ spurði hann og vjek sjer að riddaranum. Sendiboðinn kraup fyrir framan stúlkuna og kysti liönd hennar með lotningu. „Nafn mitt skiftir engu máli,“ sagði liann. „Jeg er aðeins sendiboði konungsins og tala í hans nafni; þó er nafn mitt ekki þannig að jeg þurfi að bera kinnroða fyrir að nefna það. — — — Heiðraða ungfrú. Konung- inn hefir heyrt sagt frá hinni sjer- lcennilegu fegurð þinni, og í hjarta hans hefir tendrast ást til þín. En ef þú lætur nú að óskum hans og kemur til hirðar hans, veit jeg að ást hans mun verða að tilbeiðslu.“ Stúlkan leit yfirlætislega á liann og svaraði kuldalega: „Áður en hjarta mitt funar upp af ást lil konungsins, færi jeg lionum það ekki. Ef faðir minn leyfir það vil jeg að þú, ridd- ari, færir konungi þínum og hús- bónda þau boð frá mjer, að hjarta mitt sje mín eign og hlýði aðeins minum skipunum, en ekki óskum konunga.“ „Já, segðu honum þetta,“ sagði jarlinn samsinnandi. „Stríðsher konungsins telur 40,000 hermenn, tigna ungfrú, og þeir eru vel þjálfaðir. Konungurinn hefir svarið að sækja þig með valdi, ef þess gerist'þörf.“ Dóttir jarlsins liló og hlátur henn- ar hljómaði eins og lækjarniður. „Striðsher hefir aldrei liertekið konuhjarta, og gerir það tæplega i framtíðinni. Þú ert sjálfur riddari; hve mörgum mannslífum myndir þú vilja fórna til þess að vinna þjer konu?“ „Jeg mundi vilja fórna lífi mínu þúsund sinnum, ef konan væri eins fögur og þú!“ „Lifi þínu! Það virðist ekki vera þjer mikils virði, fyrst þú vogar þjer í svona hættulega ferð án þess að hafa fylgdarlið." „Tigna ungfrú, jeg hlýddi skipun konungs mins, og auk þess gafst mjer hjer gott tækifæri til þess að svala forvitni augna minna og sjá hina margumræddu fegurð þína. Veit mjer nokkura augnabíika áheyrn, þá er mjer fullkomlega launuð hættu- lega ferðin, sem þú mintist á áðan.“ Dóttir ’jarlsins laut brosandi fagra liöfðinu sínu. Henni fanst þessi ó- kunni riddari vera óvenju fríður, og hún gat ekki annað en dáðst að því að hann skyldi bjóða hættunum svo liraustlega byrginn, til þess að færa henni skilaboð annars manns. Með þeim tókust von bráðar fjörugar um- ræður og um kvöldið söng/hún fyrir hann fallegar þjóðvísur og liann ljek á gítar og söng nokkra ástarsöngva, sem hann hafði lært í Frakklandi. Morguninn eftir gengu þau saman fram með hallarmúrunum, og hún spurði liann margs, m. a. spurði liún hvernig fötum hirðmeyjar klæddusl venjulega, hvort þær væru fallegar, live lengi hann hefði verið í her- ferðum konungsins og hvernig um- horfs væri í Frakklandi. „ Það er sagt, að frönsku konurn- ar sjeu mjög fagrar,“ sagði lmn bros- andi, „og að fleiri liermenn falli fyrir augum þeirra heldur en fyrir frönskum vopnum. Heldur þú að það sje satt?“ „Þó að jeg liafi einhverntíma orð- ið hrifinn af stúlku, þá hef jeg gleymt henni nú,“ svaraði sendi- boðinn. „Eru þessir gullhamrar þín eigin orð, eða segir þú þetta einnig í nafni konungsins?“ „Nei, fagra ungfrú, konungurinn á líf mitt, en jeg á hjarta mitt sjálfur, þ. e. a. s. jeg átti það en á það ekki lengur.“ Lady Mary draup liöfði, svo leit hún á riddarann og gletnin skeið úr augum hennar. „1 gær sagðir þú að þú ættir ekkert nafn og að orð þín væru háð vilja konungsins. Nú skilst mjer á orðum þínum að þú eigir ekk- ert hjarta .... Þú finnur það ef til vill hjá einhverri franskri stúlku —“ Sendiboðinn greip fram í fyrir henni: „Nei, það er----------á jeg að segja þjer hvar það er?“ Hún hristi höfuðið: „Það er óþarfi; þú átt ekkert nafn, enga ætt, enga' tungu og ekkert hjarta —, ekkert nema konung. En nú ætla jeg ein- mitt að tala um liann við þig. Mynd- 4r þú vilja að jeg giftist honum?“ „Já, fyrst hann vill það, vil jeg það líka. Jeg veit að liann elskar þig heitt, tigna frú. Af tilviljun eignaðist hann litla mynd af þjer, sem liann á enn. Jeg liefi sjeð hann virða hana fyrir sjer, eins og hann vildi læra fögru drættina í andlitinu þínu, og konungurinn andvarpaði. Hann vissi þá ekki hver þú varst, en nafn mál- arans stóð ó liorni myndarinnar. Hann fól mjer að leita að þessum málara og spyrja hann hver þú vær-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.