Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N Frank Bunce: Theodór Árnason: — Merkir tónsnillingar lífs og Iiðnir, — MÚSIN jRlJRGESS starði í eldinn sannfærð- ur um að dauðinn væri nálægur. Það var tvent, sem hræddi liann: Ótt- inn við óvissuna og fyrirlitningin á á- kveðnum manni. Því fyrra reyndi hann að gleyma en það siðara ergði hann og ruglaði hann. Þó að hann væri, sem vísindamaður, vanur að líta á smæstu skorkvikindi með fullri sarnúð, fann hann til stakrar andúð- ar á manninum, sem sat á mói hon- um við bálið. Hattrið logaði upp i honum þegar honum varð litið á hundsaugun í þessum aumingja. Hann leit upp. Hann var svo mátt- farinn að hann verður að taka á því, sem hann átti til, svo að hann gæti rjett úr sjer. Hann tók andann á lofti og hvislaði: „Heyrið þjer, Slater. Getið þjer ekki látið eldinn loga ofurlítið bet- ur“ Litli maðurinn skalf. Hann stóð upp, silalega eins og hann langaði að malda í móinn í lengstu lög. „Já, sir“, tautaði hann og fór að fálma ú viðarkestinum, sem var eina vörn þeirra gegn óargadýrum umnóttina. Hann lagðist á hnje, safnaði saman sprekum og reikaði að bálinu. Kvist- arnir duttu í hrúgu ofan á eldinn. „Nei, elcki svona. Lítið þjer nú á —“ Burgess skreið að eldinum og lagði sprekin betur að. „Getið þjer ekki einu sinni lagt sprek á eld?“ spurði liann kaldranalega. Slater stóð þegjandi skjálfandi og liorfði á hann. Hann var svo ónýtur að koma fyrir sig orði, svo ónýtur og óframfærin að þetta fór í taugarnar á Burgess og hann öskraði hamslaus af reiði: „Hversvegna getið þjer ekki sest?“ „Já, sir,“ svaraði Slater og hallaði sjer upp að trjestofniinum. Burgess hafði komist á þá skoðun, að þessi manngarmur var ekki ann- að en brúða. Ef hann væri látinn sjálfráður mundi hann sitja og skjálfa þangað til hann tryltist. Eða hann mundi hlaupa þangað til hann dytti skjálfandi og uppgefinn og yrði villi- dýrunum að bráð..................... Örlögin höfðu verið kaldhæðin, að leggja Burgess til annan eins förunaut á leiðinni til tortímingar- innar. Maður með ofurlitlu liugrekki og skapgerð liefði getað gert síðustu stundirnar ljettbærari. Burgess var, ekki romantiskur úr hófi en honum fanst, að virkilegur maður ætti lilca að geta dáið eins og maður. En Slater inundi deyja án þess að hreyfa litla- fingur til að liindra það. En eftir því sem tímarnir liðu varð vísindamannsáhuginn yfirsterk- ari gremjunni. Hann hallaði sjer aft- ur á bak og skoðaði förunaut sinn með endurnýjuðum áhuga. „Slater", sagði hann og tók and- köf. „Eftir dálitla stund er úti um okkur háða.“ Hinn opnaði augun alt í einu; þau voru starandi og dimm af skelfingu og hatrið vaknaði aftur í Burgess. „Það er máske ein tilvilj- un af miljón til þegs, að við lifum það að sjá næstu sólaruppkomu.“ „Það eru fjórir dagar síðan við viltustum í skóginum. í þrjá daga liöfum við verið matarlausir. Þetta er annar dagurinn sem við höfum ekki fundið drekkandi vatn. Fæturnir á okkur eru orðnir ónýtir, og við erum með blóðeitrun eftir skordýrabit. Ef við finnum ekki neina slóð í fyrra- r.iálið þá er úti um okkur. En áður en svo fer Iangar mig að minnast á dá- lítið. Jeg hefi myndað mjer kenningu um, að sjerhver lífsvera, jafnvel sú LJóNie. ómerkilegasta og fyrirlitlegasla sje ofurlítið hjól i lieildarkerfi náttúr- unnar. Þjer, Slater, getið sannað mjer þessa kenningu — eða hrund- ið henni.“ Slater mjakaði sjer upp á olnbog- ann. Undrunin skein úr rauðum aug- unum á lionum. „Jeg, sir?“ „Já, þjer. Og það blátt áfram með því að segja mjer, hvort þjer hafið nokkurntíma á æfinni gert nokkuð það, sem -geti rjettlætt tilveru yðar hjer i lífinu. Hugsið þjer yður svo lítið um!“ Slater engdist eins og maðkur. „Nei, sir — jeg skara ekki fram úr í neinu.“ „Þjer komið mjer þannig fyrir sjónir, Slater — afsakið þjer hrein- skilnina. Þegar við hirtum yður í Peso voruð þjer alveg afvelta, ef svo mætti segja. Jeg hefi aldrei sjeð aum- ari ræfil. Og síðan liefir alt farið í handaskolum, sem yður liefir verið sagt að gera. Það er þetta sem vekur forvitni mína. Ef þjer gætuð sýnt mjer eitthvað, þó ekki væri nema lítilfjörlegasta smáatriði, sem gæfi yður tilverurjett, þá væri þetta sönn- un á kenningu minni um, að alt hafi sitt hlutverk í tilverunni. Ef ekki — þá liefir mjer skjátlast.“ Væskillinn hristi höfuðið. „Jeg veit að jeg er ræfill,“ sagði hann. „Jeg hefi aldrei haft tækifæri til að kom- ast áfram — aldrei fengið neina mentun.“ Hann þagnaði eins og lion- um væri um megn að tala. Burgess horfði á hann og komst að þeirri niðurstöðu, að það sem haldið hefði í lionum lífinu i leið.angrinum væri, hve vanur hann væri að svelta. „Svo það er víst fátt sem jeg er Ieikinn í-----nema að finna vindlingastúfa.“ Burgess þagði og Slater hjelt áfram hikandi: „Koma auga á vindilstúfa, . skiljið þjer. Þeir sem jeg var með niðri í Peso sögðu að jeg væri heimsmeistari i því. Þeir sögðu, að jeg hefði hetri sjón en nokkur mörður Jeg fór fram úr þeim öllum í að finna vindilstúfa." Burgess kastaði höfði og hló. „Förunautur minn á leiðinni til eilifðarinnar,“ æpti hann og bandaði eins og vitfaus maður til Slaters. „Vindilstúfaheimsmeistari .... ha, ha, ha ....“ Morguninn eftir var Burgess orð- inn mállaus en benti Slater að hann skildi skilja við sig og halda áfram. Þegar hann opnaði augun aftur var hann ekki með fullu ráði. Honum fanst þak úr sapodilla-greinmn vera yfir liöfðinu á sjer. Þarna voru marg- ir menn, meðal annara Hooker og Davies, fjelagar lians, og í horninu lá Slater og svaf. „Þakkaðu honum en ekki okkur,“ sagði Davies þegar Burgess ætlaði að fara að lýsa tilfinningum sínum. „Það var hann sem komst að tjöld- unum okkar og áður en hann fjell í ómegin gat hann gefið okkur vís- bendingu um hvar þig væri að finna.“ Burgess lagði aftur augun og skalf. Það var hart að eiga líf sitt að launa manni, sem hanii fyrirleit. Vindilstúfa-heimsmeistaranum! Davies skýrði nú frá. „Þetta er ein af ótrúlegustu tilviljununum, Burgess. Það sýnir sig að afdrifarik- ir viðburðir geta verið háðir smá- mununum. Skömmu eftir að þú hafð- ir mist rænuna og hann var sjálfur kominn að niðurlotum, sá hann hann Hann tók hann og gat á þann hátt rakið spor okkar að tjöldunum. Hann skreið á fjórum fótum, en ef Henry 1658—’95. Englendingar eru hreyknir af að hafa átt þenna rnerka ög atkvæða- mikla landnema í ríki tónlistarinnar. Telja þeir liann, — og með rjettu — föður enskrar tónlistar og liafa sýnt minningu hans mikla virðingu. En liróður lians nær lengra. Því að þó að Purcell væri ekki veitt mikil at- hygli meðan hann var lífs, eða miklií minni en hann verðskuldaði, þá er það þó löngu viðurkent, að hann liafi verið eitt liið merkasta tón- skáld sinnar tíðar. Ýmsir tónsnilling- ar á meginlandinu vissu þó um Pur- cell. Eftir Gorelli, liiiium fræga ítalska fiðlara og tónskáldi, er t. d. haft, að í Englandi væri ekkert það til, sem væri þess virði, að hann langaði til að sjá það, — nema Pur- cell. Og einn listbróðir Purcells, sem lionum var gagnkunnugur, seg- ir um hann: „Honum var ákaflega mikið kappsmál, að verða fremri öll- um samtíðardistbræðrum sínum, og tvímælalaust tókst lionum það, því að í Englandi, og raunar livergi annarsstaðar, var til nokkurt tón- skáld, sem lionum stæði jafnfætis." Að vísu var nú Lully uppi um svipað leyti og Purcell, og er ekki gott að vita, livort reiknað er með honum í þessum dómi. En skáldið Dryden, sem uppi var samtímis Purcell seg- ir um hann: „Sometimes a liero in an age appears, but scarce a Purcell in a thousand years.“ Henry Prucell er talinn fæddur um 1658 í Old Gye street í Westminst- er i Lundúnum, og var faðir lians í konunglegu „kapellunni" (Cliapel Royal), og talsvert kuiinur tónlista- maður á sinni tið. Hjet liann lika Henry. Hann fjell frá, þegar Henry yngri var sex ára gamall, og skömmu síðar var snáðinn tekinn í drengja- kórinn i Chapel Royal. Naut hann þar tilsagnar í tónfræði og orgelleik, fyrst hjá Henry Cooke, en síðan hjá Humfrey. Drengurinn hafði þótt sjer- staklega vel gefinn og reyndist brátt ótrúlega glöggur á alt, sem að tónlist laut. Samdi þegar nokkur nothæf kirkjulög ú meðan hann var í drengja kórnum. Úr kórnum mun hann liafa farið, þegar hann fór í mútur, en haldið þó áfram tónfræðinámi hjá eftirmanni Humfreys, dr. John Blow, og lagt þá aðallega stund á „kompo- sition". Mun það síðar liafa þólt mik- ill vegsauki þessum dr. Blow að liafa verið kennari Purcells, þvi að á minnisvarða, sem dr. BIow var reistur siðar, er höggvið: „Hann var keþnari liins fræga mr. Purcells“. Um æfi Purcells vita menn raun- ar liarlg litið — að minsta kosti er ekki hægt að relcja æfiferil hans frá ári til árs. Hinsvegar eru til margar munnmælasögur um hann, sem lítið er byggjandi á. Mun hann liafa verið „kátur karl“ og gjarnan viljað vera þar, sem glatt var á hjalla, t. d. á vínstofum, og verið hrókur alls fagn- aðar. Sögurnar eru flestar dryklcju- sögur og alt svæsnar sumar. En ólík- legt er þó, að lieldra fólk og menta- hann hefði ekki fundið hann þá vær- uð þið báðir dauðir núna.“ „Hann? Hvaða hann?“ spurði Burgess ákafur. „Einn vindilstúfinn okkar. Hann var ofan í þjettu grasi og dautt í honum — en hann kom auga á hann. Hann hlýtur að sjá betur en mörður, þessi Slater. Hvað er að .... þú ert svo fölur. Meira vatn ....?“ Purcell. P’ menn hefðu haft umgengni við liann J og jafn miklar mætur á honum og raun var á, ef hann liefði verið sá drykkjusvoli, sem sumar þessar sög- % ur gefa í skyn. Og það er öðru nær en að verk hans beri það með sjer, að hann liafi að nokkru leyti verið „skemdur" maður. Þau sýna hitt öllu íremur, að liann átti hvorttveggja til, að vera gamansamur og glettinn, og eins gat liann verið liá-alvarleg- ur, djúphugsandi og viðkvæmur. — Hvorttveggja kemur fram í tónsmíð- unum, og lætur lionum jafn vel að túlka hvora hliðina sem er á fagr- an og frumlegan liátt. Það var fjarri því, að mikið væri eftir lionum tekið alment, jafnvel lieima á Englandi, á meðan hann var lífs, að fáll eitt af verkum hans kom fyrir almenningssjónir fyr en nokkru eftir að hann var látinn. Dr. Blow, sá sem /yr er nefndur, sem var mikils virtur söngstjóri og org- anisti og miklu ráðandi, reyndist Purcell góður vinur, og þegar Purcell þurfti að fara að sjá fyrir sjer sjálf- ur, útvegaði hann lionum fyrst at- vinnu í Westminster Abbey við nótna- skriftir, og nokkru síðar, þegar dr. Blow ljet af embætti, mælti hann eindregið með því að Purcell yrði eftirmaðui’ sinn og honum yrði veitt organistaembættið. Varð það að ráði og þótti liin mest býsn, því að Pur- cell var þá aðeins liðlega tvítugur, og hafði annars verið venja, að í þessu virðulega embætti sætu að- eins rosknir, þjóðfrægir lista- og kunnáttu-menn. Gerðist Purcell nú afkastamikill sem tónskáld og samdi margt andlegra tónsmiða, sönglaga og nokkrar sónötur. Var einkum til þess tekið, live aðdáanlega vel lög hans fjelli við tekstana, sem hann Valdi sjer. Það, af þessum tónsmíðum sem kom fyrir almenningssjónir eða komst á framfæri á annan hátt, þótti bera mjög af fleslu því sem áður þektist liliðstætt. Var stundum all djúpt tekið í árinni, þegar fyrst var farið að veita tónsmíðum Purcells verðuga athygli- að honum látnum. T. d. segir sagnfræðingurinn (og organistinn) Cliarles Burney (1726— 1814): „To my mind Purcell’s vocal music was somtimes as superior to Hándel’s, as an original poem to a translation!“ (Að mínu áliti tóku sönglög Purcels svo fram sönglögum Handels, stundum, eins og frumsam- ið kvæði í samanburði við þýðingu). Skönnnu eftir að Purcell varð org- onisti í Westminster Abbey (1680) birtist söngleikur eftir hann, Dido and Æneas, og var það fyrsti enski söngleikurinn, sem liægt var að nefna því nafni. Og þó að Purcell hefði ekkert samið nema þennan söngleik, þá hefði hann með lionum áunnið sjer virðulegt sæti með hinum merk- ustu tónskáldum Breta. Það, liversu vel var tekið þessari frumraun, var Purcell hvöt til þess að gefa sig nú um nokkurt skeið því nær eingöngu að því, að semja drama- tistkar tónsmíðar. Aðeins einn söng- leikur hans kom út á prenti, á með- an Purcell var lífs. En alUr voru þeir leiknir og þeim tekið vel. Þó hefir öllu meira verið um þá rætt síðan, eins og um aðrar tónsmíðar Purcells. En til þess að sýna, að leiksviðs- lónsmiðarnar hefði ekki skert hæfi- leika hans til þess að semja alvar- legar tónsmiðar, samdi liann stór- brotið, alvöruþrungið og heillandi tónverk, í tilefni af andláti Maríu drotningar. Og ef til vill er það ó- rækastur og ánægjulegastur vottur Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.