Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N HENRY PURCELL. Frh. af bts 6. um það, hve mikið þótti í þetta verk spunnið, að kafli úr því: „Thou knowest Lord, the secret of our heart“, hefir verið sunginn síðan og alt til þessa dags við allar viðhafnar- jarðarfarir, sem fram hafa farið í Westminster Abbey. Auk söngleikjanna og kirkjutón- smíðanna, samdi hann og feldi inn í fjöldann allan af sjónleikjum ýmis- konar tónsmíðar. Purcell var alla tíð fremur heilsu- veill og viðkvæmur og fór heilsa hans versnandi eftir því sem hann varð fullorðnari, vegna þess að hann lagði mikið á sig og varð oft að vinna fram á nætur. Aldrei lá hann þó neinar legur, — og síðast aðeins örfáa daga, og andaðist 21. nóvem- ber árið 1695. í Westminster Abbey er minningar- skjöldur, þar sem á er letrað þetta: „Hjer hvilir Henry Purcell, sem kvaddi þetta líf og hvarf til hinna blessuðu heimkynna, þar sem hann fær fyrst notið hljóma, sem fullkomn- ari eru en hinir fögru hljómar, sem hann skapaði sjálfur.“ SARA MIKLA. Frh. af bls. 11. tuttugu og sex ára og hann fimtíu. Sambúð þeirra stóð í tuttugu ár, tutt- ugu ár, sem frú Sara kallar „unaðs- leg“. Maður hennar dó, þegar Frank- lin var nýkominn á háskólann í Har- vard. Síðan hefir hún átt heima þarna i Hyde Park, og sjeð fimm’ barnabörn og tíu barnabarnabörn vaxa og dafna og hún hefir fylgst með þeim frægðarferli, sem sonur hennar hefir farið úr skuggadal löm- unarveiki upp í forsetastól hins mikla lýðveldis, þrívegis í röð. ^//%//%/^/%/^//%//%//%//%//%/ /*»/i****i/+/f<*/**n*/+'i**f+'r+*'*' „ÞÓRÐUR SVEINSSON“. Frh. af bls. 3. Þannig líta þær út hinar Ijettu brynreiðar Breta, sem mest er framleitt af. Þarna er ekki hugsað um straumlinur eða svipfegurð, heldur hitt, að brynjan standist kúlur og sprengjur og að brynreiðin kom- ist óhindrað leiðar sinnar yfir sem flestar torfær- ur. Myndin er tekin í einni brynreiðaverksmiðj- unni í Englandi, en þær starfa dag og nótt. ENSK SJÚKRAFLUGVJEL. flugvjelum. Geta þœr flutt tvo sjúk stoðarfólk. Merki Rauða krossins er Þetta er ný gerð af enskum sjúkra linga og auk þeirra lœknir og að- greinilega málað á vjelina. þvi í fyrra vor skömmu áður en Dan- mörk og Noregur voru hernumin. Síðan hefir skipifr verið í fiskflutn- ingum til Englands fyrir Óskar og siglt með sænskri skipshöfn þangað til i fyrra haust, en síðan hefir ís- lensk áhöfn verið á skipinu, að ein- um Svía undanteknum. Nú hefir Óskar keypt þetta skip i fjelagi við nokkra aðra menn. Það hjet áður „San Tooy“ en hefir fengið nafnið „Þórður Sveinsson" eftir Þórði heitnum bankaritara. Er skip þetta í alla staði hið ágætasta, traust og gott sjóskip og ekki nema 5 miss- ira gamall. 1 Hollywood urðu karlmaður og kvenmaður atvinnulaus vegna þess, að þau kystu ekki nógu fallega. Þau höfðu starfa á snyrtistofu og áttu að sýna, hve varastifti eitt væri „kosshelt“, með því að kyssast fast og innilega. Þetta gekk vel í fyrstu, en eftir nokkra hrið fór áliuginn að dvina og þau kystust eins og fyrir siðasakir og svo laust, að kossinn þótti ekki geta sannað, að varalitur- inn smitaði ekki. Eigandinn ljet i staðinn gera sjer kyssingaráhald með vörum úr gúmmí og hafði það þann kost, að það mældi þrýsting kossins, um leið og gúmmívarirnar mættust. Á venjulegum kossi er 5 kilóa þrýst- ingur, en við einstaka mjög innilega kossa kemst þrýstingurinn upp í 12 kíló. Reykjavikur ogíslandsmeistarar í sundknattleik. Dagana 23.—28. maí fór fram Meistaramót íslands í sundknattleik í Sundhöllinni í Reykja- vík. 4 sveitir keptu. 1 frá Glímufjelaginu Ármann 1 frá Knattspyrnufjelagi Reykjavikur og 2 frá Sundfjelaginu Ægir. Úr- slit urðu þau að sveit Ármanns vann alla sína leiki og lilaut Sund- knattleiksbikar íslands og nafnbótina „Súnd- knattleiksmeistarar Is- lands“. Ármann vann K.R. 11—0, B-lið Ægis vann hann 11—1 og A-lið Ægis 1—0. í febrúar í vetur var húð Reykjavíkurmót i Sundknattleik og vann Ármann þá einnig með miklum yfirburðum, A-lið Ægis þá með 4—1. Ármenningar eru vel að þessum sigrum sinum komnir þvi þeir sýndu mjög mikla yfirburði og samleikur þeirra var með ágætum. í Ármannssveitinni eru, talið frá vinstri á tnyndinni. Efri röð: Guðm. Guðjónsson, Magnús Kristjánsson, Stefán Jónsson og Þorsteinn Hjálm- arsson, sem einnig er þjálfari fjelags- ins í sundi. Neðri röð: Sigurjón Guð- jónsson, Ögmundur Guðmundsson og Gísli Jónsson. /^/>//S//%//%//S//^/l%//%//%//S//S//%//>//S//%//%-^//%//%//%//%//%//%/^ Dýralæknir einn í Seneca Falls í New Yorkfylki bjargaði fyrir aldar- fjórðungi lífi kattar eins, sem hestur hafði sparkað í. Tók hann ketling- inn heim með sjer og dekraði við liann á allar lundir, en þó eftir ,kúnstarinnar‘ reglum“ heilsufræðinn- ar. Þegar kötturinn var 21 árs hjelt dýralæknirinn stórveislu í tilefni al' því, að nú væri kötturinn orðinn „myndugur", og fór hann nú að vona, að liann mundi setja heimsmet í elli. Þáð met var 27 ár, og átti það kött- ur suður i Ástralíu. En kötturinn i Seneca Falls varð ekki svo gamall. Hann drapst 24 ára — og dýralækn- irinn var óhuggandi. Það gefur góða hugmynd um hví- líkum hörmungum eldgos geta valdið þeim, sem nærri þeim búa, að bráð- ið hraun rennur stundum með alt að 50 kílómetra hraða á klukkustund niður fjallshlíðarnar. Þegar svo stend- ur á er engum undankomu auðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.