Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Francis D. Grierson: Framhaldssaga. "I L. Tóma liúisið. Leyuilögreglusaga. 22. pg 3BEE^q Hún studdist við hann og þau fóni inn í vagninn. „Akið eins og skrattinn væri að elta yð- ur,“ sagði hann við bifreiðarstjórann. Hún titraði enn, er þau komu til Russel Square, en liarkaði þó af sjer. Jaclc tók í liendina á henni, þegar þau komu inn í stofuna, þar sem frú Vane sal og beið þeirra, en hún kipti að sjer hend- inni og beið átekta. „Þetta er mamma,“ sagði Jack, „og mamma, þetta er Eva.“ Frú Vane slarði stundarkorn á föla and- litið á stúlkunni. „Góða mín,“ sagði hún.“ Ósköp eruð þjer þreytuleg. En nú skuluð þjer ekki liafa neinar áhyggjur. Við skulum liugsa ósköp vel um yður.“ Eva gekk að henni og faðmaði hana. XIII. KAPÍTXJLI. Þegar Barry hafði afgreitt Evu og Jack, fór hann aftur inn í skrifstofu yfirboðara síns, Merton, sem sat í djúpum hugleiðing- um, leit upp þegar Barry kom inn. „Jæja,“ sagði hann napurt. „Jeg býst við, að þjer hafið rekið upp hlátur, þegar þjer komuð út, ýfir að sjá viðkvæmnina i hús- bónda yðar.“ „Nei,“ svaraði Bany spakur, „alls ekki. Ef jeg má segja það, þá voruð þjer fram- úrskarandi alúðlegur við stúlkuna.“ Merton rjetti úr sjer. „Jeg leik ekki fífl nema sjaldan,“ murraði hann, „en það er eitthvað sjerstakt við stelpuna — hvað haldið þjer um hana, Blyth?“ „Jeg lield, að hún viti meira en hún vill segja, en hinsvegar er jqg á því, að hún hafi nokkurn rjett til að þegja yfir því.“ „Auðvitað veit hún meira. Það getur hvert flónið sjeð. Jeg hefði kanske átt að fangelsa hana. En hver veit nema hún verði okkur að meira gagni, ef hún gengur laus. Þjer verðið að hafa gát á henni.“ Barry kinkaði kolli. „Er það tilfellið, að hún eigi bróður? Þá verður alt málið í öðru ljósi, finst yður ekki?“ „Já, jeg frjetti það ekki fyr en þjer vor- uð farinn. Þjer tókuð vist eftir, að jeg lagði ekki mikla áherslu á það. Jeg var svo var- kár að spyrja hana aðeins, hvort hún hefði sjeð hann þennan morgun.“ „Jeg tók eftir því.“ „Segið þjer mjer nú alla Parísar-ferða- söguna, að svo miklu leyti, sem þjer sögð- uð mjer hana ekki í símanum.“ Og svo sagði Barry honum alt, sem gerst hafði og endursagði samtal sitt við Evu. Merton hlustaði á með athygli. „Hún er óvitlaus, telpan,“ sagði hann. „En þar með er vitanlega ekki sagt, að hún sje sek. En það er sannarlega ósvikið efni í lienni, að hún skyldi liafa varist yð- ur eins lengi og hún gerði. Hún studdi á veikan blett, þegar hún sagði, að þjer hefð- uð í rauninni ekki nokkurn snefil af gögn- um gegn sjer.“ „Já, ef það svo í tilbót er bróðirinn, sem hún er að verja — ekki rjett?“ „Jeg held nú að vísu elcki, að hún viti —“ Hann þagnaði og sat um stund í þönk- um. „Hvað þennan bróður annars snertir,“ lijelt liann áfram, „þá lieitir hann Richard og er kallaður Dick. Hann er um tvitugt, svarthærður, með brún augu. Það er alt, sem jeg veit um hann að svo stöddu.“ Barry skrifaði hjá sjer lýsinguna. „Ef það væri þessi bróðir, sem leynist á kvistinum í „Carriscot“, þá væri það full- nægjandi skýring á heimsókn stúlkunnar þar.“ „Vissulega — að því tilskyldu, að mr. Cluddam hefði sent Evu Page boð um, að það væri nýbúið að myrða sig, og að það væri best, að hún skryppi þangað og ráð- legði bróður sínum að hypja sig á burt liið allra fyrsía,“ sagði Merton og glotti. „Það voru ekki mín orð, að hún vissi það fyrirfram, að Cluddam hefði verið myrtur,“ lijelt Barry áfram. „Jeg á við það, að hún hefði getað farið þarna út lil að hitta bróður sinn, lcomist að raun um, að liann var þar ekki, og síðan sjeð lík Clud- dams.“ „í hvaða tilfelli er það hugsanlegt, að maður að nafni Richard Page sje morðingi Samuels Cluddams? Þjer eruð gersemi, Blyth. Ef þjer haldið svona áfram er lög- reglustjóranum hollast að afhenda yður stöðu sína undir eins, áður en hann verður rekinn. Snautið þjer nú út sem fljótast og standið ekki lijer og tefjið mig. Þjer ættuð að tala dálítið við Martin. Hann hefir snuðrað þetta uppi með bróðurinn, meðan þjer voruð að skemta yður í París.“ Barry brosti laumulega, hann vissi af reynslu, hvað það þýddi, þegar yfirmaður hans fór að ygla sig. Hann sagði ekki ann- að en „allright sir“ og fór svo inn á skrifstofuna sína, og þangað kom Martin skömmu siðar. „Svo að þjer hafið grafið upp, að Eva Page á bróður,“ byrjaði hann og Martin kinkaði kolli og svaraði: „Jeg talaði betur við Peters, sem var skrifari hjá Cluddam, það var ekki mikið, sem liann vissi, en það vai* eftirtektarvert. Þessi Dick Page kom einu sinni til Cluddams, — aðeins einu sinni, eftir því sem Peters vissi best til, — en annars telur hann, að hann geti hafa komið oftar til hans. Hann sagði, að Dick Page væri mjög laglegur piltur, dökkur á brún og brá. Hann áleit, að hann væri tals- vert uppstökkur og segir, að liann liafi komist á þá skoðun, af því að hann — það er að segja Dick Page — hefði hnakk- rifist við Cluddam.“ „Um hvað?“ ) „Það vissi Peters ekki. Page kom á skrif- stofuna og Cluddam tók á móti honum inm hjá sjer. Þeir töluðu ekki lengi saman, en Peters heyrði, að Page hrópaði, eins og menn gera, þegar þeir reiðast. Og þegar Page kom út, virtist vera mikill móður í honum. Cluddam virtist vera reiður lika, hann skelti aftur hurðinni, sem Page hafði skilið eftir opna, þegar hann fór út.“ „Hvað hafðist Eva Page að rneðan á þessu stóð?“ „Hún var ekki viðstödd. Hún var farin að borða.“ „Þetta er eftirtektarvert,“ sagði Barry. „Þessi Dick Page kemur þegar systir hans er ekki við, talar við Cluddam og lendir i skömmum við hann. Svo fer hann aftur, áður en systir hans kemur. — Segið þjer mjer — livenær gerðist þetta?“ „Það er líka eftirtektavert,“ sagði Martin. „Það gerðist nefnilega daginn áður en Cluddam fanst dauður.“ „Er það satt? Jú, þetta er stórmerkilegt. Vitið þjer, hvort Peters sagði.ungfrú Page, að bróðir hennar hefði komið á skrifstof- una og talað við Cluddam?“ „Já, jeg spurði liann einmitt um þáð. Hann sagðist hafa sagt stúlkunni það, þeg- ar hún kom aftur úr matnum, og það virt- ist angra hana og liún fór inn til Cluddams til að tala um það,við hann. Peters veit ekki, hváð þeirra fór á milli, því að hún lokaði á eftir sjer hurðinni að innri skrif- stofunni.“ „Hversvegna hefir Peters ekki sagt frá þessu fyr?“ „Hann sagðist hafa verið hálf ringlað- ur út af morðmálinu og hafði steingleymt þessu atviki. Jeg held -nú, að hann sje hræddur um, að við höldum, að ungfrú Page sje eitthvað við þetta riðin.“ „Jeg skil það. Þjer verðið að hafa nán- ar gætur á Peters. Hann virðist vita meira en við liöfum haldið hingað til. Og reynið svo að . afla yður upplýsinga um Dick Page.“ Hann þagnaði, því að síminn hringdi og svo svaraði hann: „Já — nú, er það dr. Marrible. Já, látið mig tala við hann.“ „Halló, Blyth,“ heyrðist rödd Man-ibles í símanum. „Eigið þjer mjög annríkt?“ „Ekki svo annríkt, að jeg geti ekki talað við yður.“ „Þjer eruð kux-teis og alúðlegux-. Mig langar dálítið til að rabba við yðui\ Eruð þjer við nokkuð bundinn i kvöld? Gætuð þjer ekki komið og borðað hjá mjer?“ Bari-y hló. „Þetta virðist eiga að komast upp í vana. Hvei-svegna getið þjer ekki borðað með mjer, í klúbbnum eða annax-s- staðax\ „Þakka yður fyrir, jeg tek því nxeð þökk- um í annað skifti, en þjer verðið að hafa mig afsakaðan í kvöld. Jeg hefi verið beð- in um að gei-a efnarannsókn, og henni get jeg ekki farið frá; en jeg býst við, að lienni vex-ði lokið um klukkan átta. Þykir yður of seint að borða klukkan hálfníu?“ „Það kemur mjer ágætlega, jeg hefi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.