Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjári: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. AUar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura millim. HERBERTSprent. Skraðdaraþankar. íslendingar hafa á þessu vori tek- ið þá ákvörðun í sjálfstœðismálinu, sem af ýmsum er talin sú mikilvæg- asta í allri sjálfstæðisbaráttu þeirra. Hjer skal eigi út í það farið, hvort það sje rjett, en hitt er víst, að ýms- ir teija, að hjer sje um síðasta skref- ið að ræða. Og svo er það einnig ef alt fer að óskum. Hitt er vist, að á þeim tímum sem nú standa yfir færir reynslan okkur svo oft óþægilegar áminningar um, live rjetturinn má sin lítils gegn ofurmagni og ofbeldi. Og eflaust hefði það allra hluta vegna verið heppilegra, að geta stígið síð- asta sporið á öruggari tímum en nú eru, og farið þá öruggu leið, sem op- in stóð samkvæmt sambandslögunum. Einmitt þessvegna hvarflar senni- lega hugur fleiri Islendinga til hetj- unnar miklu, Jóns Sigurðssonar, nú á 130 ára afmæli hans en ella. Marg- ir munu spyrja sjálfan sig: Hvað hefði Jón Sigurðsson gert, ef hann væri uppi nú. Svörin kunna að verða mismunandi. En einmitt spurningin sýnir, hversu rík eru enn áhrif hans og liversu lifandi hann er enn hjá þjóðinni. Nú á dögum viðurkenna allir, hver styrkur það er þjóðinni að eiga sonu eins og Jón Sigurðsson. Minning hans og starf, lýsir þjóðinni -enn á sama liátt og vitinn skipi í myrkri eða eldstólpi i eyðimörkinni. Og með- an sá viti brennur er þjóðinni vor- kunnarlaust, að verða ekki áttavilt í þeim málum, sem henni mega til vel- farnaðar verða, jafnvel þó villuljós verði á veginum eða segulskekkja trufli suma „áttavitana“ í stjórnmála- heiminum. Á þeim tímum sem nú líða er ekki vanþörf á, að minna á, að Jón Sig- urðsson var ekki eingöngu hetjan sem barðist fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði, lieldur sá maður, sem ekki ljet sjer óviðkomandi neitt það, sem þjóðinni mátti að gagni verða í öðr- um greinum. Skólamál, verslun og viðskifti, landbúnaður og útgerð — allstaðar lagði hann eitthvað nýtt til málanna, af hinni víðtæku söguiegu reynslu .á þvi liðna gat hann altaf markað stefnuna fram. Þeir, sem ekki þekkja reynslu fortíðarinnar geta átt á hættu að fara óafvitandi afturábak, og „ganga þá móður sína ofan í jörð- ina“ eins og Jón komst sjálfur að orði i einni ritgerð sinni. En stefnan sem hann markaði i ýmsum málum heldur enn fullu gildi. Ef menn þekkja hana, er þeim óþarft að „ganga móður sína ofan í jörðinaa." Við eigum itarlega æfisögu Jóns Sig- urðssonar, en þess væri full þörf, að |ón Siönrösson forsetl Sj ómannadagurinn síðasti. Sjómenn i Reykjavík og víða úti um land hjeldu minningardag sinn há- tiðlegan síðastliðinn sunnudag við afarmikla þátttöku og með mikilli viðhöfn. Enda eru ýmsir þeir við- burðir frá vetrinum enn í fersku minni, sem valda því, að lnigur al- þjóðar er bundnari sjómannastjett- inni nú en nokkru sinni áður. At- burðirnir hafa talað svo skýru máli um, hvað sjómennirnir leggja í söl- urnar, ekki síst á tímum grimmilegs sjóhernaðar, að engum er ofvaxið að skilja. í Reykjavík hófust sjálf hátíðar- höldin með skrúðgöngu frá Stýri- mannaskólanum, en frá því snemma morguns höfðu liús borgðarinnar og islensk skip á höfninni verið fánum skreytt og fólkið á götunni keypt sjer merki dagsins i hnappagatið. Skrúðgangan lijelt um ýmsar götur bæjarins út á íþróttavöll og var þar skipaður heiðursvörður hvitklæddra stúlka við ræðustólinn. Þar stóðu og inerkisberar hinna ýmsu fjelaga. En bak við ræðustólinn drúpti hvítur fáni með gyltum stjörnum, einni fyrir livern íslending, sem Ægir hef- ir heimtað í fórn siðan á siðasta Sjómannadegi. En stjörnurnar eru 121. Jón Bergsveinsson framkvæmda- stjóri talaði fyrstur en næstur hon- um flutti herra Sigurgeir biskup ræðu. Á eftir talaði Guðmundur Haga- gefa út stutta æfisögu hans og starf hans, er öllum unglingum á Islandi væri skylt að kynna sjer áður en þeir ganga út á lífsbraut fullorðins- áranna. lin fyrir hönd sjómanna en þá Gisli Jónsson framkvæmdastjóri og loks Ólafur Thors atvinnumálaráðherra. Lúðrasveit ljek ýms lög í skrúðgöng- unni og á milli ræðanna. — heitir nýjasta skip íslenska flotans og komst það undir íslenska fánann á laugardaginn var. Skipið er keypt frá Sviþjóð og smíðað í Noregi 1938, úr furu og eik; 111 smálestir og með ------- Árdegis hafði kappróður sjó- manna farið fram á fjórum nýjum bátum, sem skírðir voru við þetta tækifæri, af Geir Sigurðssyni skip- stjóra, þessum nöfnum: Gammur, Dreki, Jötunn og Hraðfari. Ilefir Pjetur Ottason skipasmiður smíðað bátana. . Ivept var í tveimur flokkum, öðr- um frá skipshöfnum togara en hin- um af vjelbátum, og voru margar sveitir í hvorum flokki. Verðlaunin í fyrra flokki voru standmyndin „Fiskimaðurinn“ eftir Ásmund Sveins son, vann hann sveit af „Arinbirni hersi“ á 4 mín. 54,8 sek. en næstir urðu skipsmenn af „Gyllir“. Skips- höfnin af „Karlsefni“ varð að róa samkepnislaust og náðist ekki tími hennar, en hann var af áhorfendum talinn með þeim bestu ef ekki bestur, og fjekk því þessi sveit lárviðarsveig að heiðurslaunum. — í vjelskipaflokk- inum varð hlutskörpust sveit af „Sæbjörgu" á 5 mín. 3 sek., en næst- ar sveitir af „Hlíf“ (5 mín. 5,8) og „Vestra“ (5 mín. 6,2 selc.). — Verð- launin í þessum flokki voru June- Munktellsbikarinn, gefinn af Gísla J. Johnsen í fyrra. Vegalengd kapp- róðursins er 1000 m. 1 stakkasundinu var kept um bikar Sjómannafjelags Reykjavíkur og vann Ingþór Guðmundsson frá Keflavík á 3 mín. 6,3 sek. Vegalengdin er 100 metrar. Næstur varð Erlingur Klem- ensson og þriðji Markús Guðmunds- son. Loks var reipdráttur á íþróttavell- inum, að loknum ræðuhöldum þar. Keptu 8 manna sveitir af bv. Jón Ól- afssyni (þaðan voru vinnendurnir i fyrra) og af bv. Garðari. Sigruðu þeir síðarnefndu í báðum lotunum, á 2% og 2 mínútum. Á sunnudagskvöldið höfðu sjómenn samsæti í Oddfellowhöllinni og á Hotel ísland. Var útvarpað skemtiat- riðunum frá Oddfellow, söng og ræð- um. Og kvöldskemtun var haldin i Iðnó. í Keflavík, Akureyri, Akranesi, Vestmannaeyjum, ísafirði, Önundar- firði og viðar voru hátíðahöld og merkjasala þennan dag, útiskemtanir og inni. Tókust skemtanir þessar yfirleitt prýðilega, og er það mælt, að eigi hafi í annað skifti verið hald- inn sjómannadagur, sem betur hafi tekist á alla lund en þessi. 150/220 ha. „Union“-hreyfli, og hefir 8 milna ferð. Hefir Óskar Halldórs- son haft það á leigu síðan snemma á síðastliðnu ári og kom lieim með Frh. á bls. lf. „Þórður Sveinsson“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.