Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 ýmislegt gamalt, sem jeg þarf að Ijúka við líka.“ „Þjer komið þá. Þjer skuluð ekkert gefa um að hafa fataskifti, ef tíminn er naum- ur.“ „Jeg þakka yður fyrir, það er ágætt. Jeg kem þá klulckan hálfníu, og jeg skal koma með dálitlar frjettir handa yður.“ Blyth lagði frá sjer símtólið og sneri sjer að Martin. „Hversvegna eruð þjer svona súr á svipinn?“ spurði hann. „Þjer munduð bara verða reiður, ef jeg segði yður það,“ svaraði lögregluþjónninn blátt áfram. „Bull,“ sagði Blyth. „Látið þjer það ' koma. Hvað er það?“ „Mjer er illa við, að þessi Marrible sje að sletta sjer fram í þetta mál. Þessir hómópatar eru allir eins. Hann reynir bara að veiða upp úr yður, Blyth, og svo ætlar hann sjálfur að hafa æruna af öllu saman.“ Barry brosti, svo að andlitið skældist. „Veiða upp úr mjer,“ át hann eftir. „Já, svei mjer, ef jeg' held ekki, að það sje far- inn að minka í mjer innmaturinn. Ónei, það er þvert á móti. Það er eins gott að jeg segi yðlir þetta eins og það er, Martin. Þetta mál hefir farið í taugarnar á mjer. Jeg hefi leitað aðstoðar Marrible upp á eigin spýtur. Hann vinnur fyrir mig, en ekki fyrir „Yardinn“, en mr. Dale veit um þetta. Hvernig sem alt fer, þá endar það líklega með því að jeg verð rekinn úr lög- reglunni, en jeg get ekki að því gert. Svona er þetta nú lagað. Jeg vil koínast að, hver drepið hefir Cluddam, og það er sannfær- ing mín, að Marrible geti hjálpað mjer til að kornast að þvi. Jeg veit vel, að yður t'inst þetta heimska, og það getur vel verið, að svo sje, en — sem sagt — jeg get ekki að því gert. Mr. Dale þótti þetta ekki betra en yður þykir það.“ Hann tróð í pípuna sína og hrukkunum fjölgaði á enninu á honum. Martin hafði gát á hverri lireyfingu hans. Svo kveikti hann á eldspýtu og hjelt henni yfir pípu Barrys. „Mr. Blyth,“ sagði hann hægt, „má jeg segja við yður það, sem mig langar til að segja?“ „Já, vitanlega megið þjer það, Martin, við höfum unnið samán, guð veit livað lengi, og við skiljum hvor annan. Og jeg gleymi þvi aldrei, að jeg heyrði ekki einu sinni umla i yður, þegar jeg var gerður hærri í metorðunum en þjer.“ „Hvað það snertir, þá gerði mjer það ekkert til. Þjer hafið fengið uppeldi, sem jeg hefi ekki fengið. Jeg neita þvi ekki, að sumir menn eru öfundsjúlcir, en jeg er ekki einn af þeim. Þjer hafið komist áfrani og jeg óska yður til hamingju með það; og þjer hafið ekki orðið stórbokki fyrir því. Þjef heyrið, að jeg tala eins og mjer faýr i brjósti. En það, sem mig langaði til að segja yður er þetta: látið þjer vera að kreysta svampinn, þegar hann er þur. Það er einmitt það, sem þjer gerið núna. Nú, við þornum allir öðru hvoru. Litið á mr. Dale og mr. Merton og allan söfnuðinn. Þeir hafa verið heppnir stundum, en stund- um gengur alt á afturfótunum hjá þeim. En það er nokkuð, sem þjer megið ekki láta villa yður. Þjer eruð á rjettri leið og jeg vona að fá að sjá yður sem forseta grenslanalögreglunnar eða í einhverju enn Myndin hjer að ofan er af orustuskipinu Hood, sem talið var stœrsta herskip veraldar, 42.100 smá- lestir að stærð. Eins og öllum er í fersku minni var þessum mikla bryndreka sökt suðvestur af ís- landi seint í maí, af þýska herskipinu „Bismarck", sem hæfði skotfæralest „Hoods“ og fórst öll áhöfn skipsins, 1340 manns, að fáum mönnuin undan- teknum. En tveimur dögum siðar var „Bismarck" lika kominn á sjávarbotn. — Hood kostaði 6 miljón sterlingspund og meðal vopna hans voru átta 15 þuml. fallbyssur. æðra embætti — áður en þjer hættið hjerna. En þetta verður aldrei, ef þjer látið eitt morðmál setja yður út af laginu. Jeg er eldri en þjer, og það er af velvild til yðar, sem jeg segi þetta, þó að yður finnist kanske jeg segja of mikið.“ „Alls ekki,“ tók Barry fram í. „Þjer er- uð drenglyndur, Martin, og jeg get vel sett mig inn í, hvað þjer hugsið og hvernig yð- ur er innanbrjósts, út af þessu máli. Það getur vel verið, að jeg hefði ekki átt að snúa mjer til Marrible, en nú liefi jeg gerl það, og það þýðir ekki að sakast um orð- inn hlut. Hann er bráð-sjeður, skal jeg segja yður.“ „Mjer dettur ekki í hug að neita því. En mjer fellur bara ekki að sjá, að óviðkom- andi maður sje með nefið ofan í málum „Yardsins". Jæja, skeð er skeð, og það sit- ur ekki á mjer að fetta fingur út í það, sem yfirboðarar mínir gera. Bara að þjer látið ekki hugfallast. Málið er eklci flóknara en svo, að við getum greitt úr því, hvort sem Marrible er með okkur eða eklci. Og úr því að þjer hafið beðið hann hjálpar, getið þjer látið hann keppast við það. Þjer getið reynt að hafa þau not af honum, sem hægt er. En það éruð þjer, sem jeg styð, og jeg þori að veðja fimm á móti fimm um, að það verðið þjer, sem berið sigurinn úr být- um áður en lýkur. Barry hló. „Þakka yður fyrir það, Mar- tin, það er faljegt af yður að segja þetta, og mjer er ljúft að segja, að þjer hafið blásið í mig nýjum þrótti. Jeg veit ekki, hvernig þetta fer. Það getur farið svo, að þeir reki mig, eins og jeg sagði; en hvernig sem það fer og hvernig sem það endar, þá pil jeg nú samt fá upplýst, hver drepið hefir Cluddam. Jafnvel þó að það kosti mig það, sem eftir er æfinnar, að komast að því.“ Martin stóð upp. „Svona á það að vera,“ sagði hann lágt. „Og þjer skuluð sanna, að yður tekst það.“ Svo fór hann út. Nokkrum mínútum síðar tók Bany hatl- inn sinn og fór út á götuna. Og þá var það, sem dálítið merkilegt bar við, ein af þess- um tilviljunum, sem maður á svo bágt með að trúa, að sje tilviljun í raun og veru. Hann gekk um Whitehall og þaðan gegn- um byggingar riddaralifvarðarins inn í James Park. Honum fanst hann hressast við hreyfinguna og þegar hann sneri nið- ur að Adelphi, einsetti hann sjer að sýna Martin, að trú hans á honum væri verð- skulduð, og jafnframt sýna Merton og Dale, að Robert Arbuthnot Barry Blyth væri ekki alveg af baki dottinn. Og þá var það sem það skeði. Hann steig út af gangstjettinni, sem hann fór, til þess að komast yfir götuna við Admiralty Arch, þegar hann heyrði, að einhver kallaði til hans. Hann leit við og sá stóra bifreið rjett hjá sjer; hann hljóp úr vegi, en hjólhlífin rakst i hann og skelti honum. Hann lenti með höfuðið á stjettarbrúninni og svo varð alt dimt kringum hann. Hann heyrði vingjarnlega rödd. „Liggið þjer bara kyr, ofurlitla stund, sir,“ og þeg- ar Barry barðist við að fá meðvitundina aftur sá hann, að lögregluþjónn stóð á linjánum yfir honum. Einhver liafði sett svæfil úr bifreiðinni undir höfuðið á hon- um, og dálítill hópur af áhorfendum liafði safnast í kring. Hann sagði, hálf rugiaður: „Það rakst bifreið á mig og feldi mig.“ „Alveg rjett, mr. Blyth,“ sagði lögreglu- þjónninn. „Þessi maður þarna horfði á það. Og hann benti á sendil, í einkennisbúningi f lotamálastj órnarinnar. „Já,“ sagði sendillinn, „það er rjett. Jeg stóð þarna hinumegin við götuna, en jeg sá það greinilega. Það var mjög stór bif- reið, ein af þessum, sem ekkert heyrist í, þegar þær koma. Jeg sá ekki bifreiðarstjór-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.