Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNGfW L&f&N&URNIR Sjóræningjaheliirinn. Þið getið nærri, að þau urðu glöð hún Gerða og hann Knútur, þegar brjefið kom frá múðursystur þeirra i Svíþjóð. Hún bauð þeim nefnilega að koma til sín í sumardvöl, en sjálf áttu þau heima í Kaupmannahöfn. — Hugsaðu þjer að vera i Sviþjóð hjá sænskum frænda! sagði Gerða og augun i henni tindruðu. — Engin af stelpunum í mínum bekk fær það, nema jeg. — Og heldur enginn af strákun- um i mínum bekk! sagði Knútur, og svo fóru þau að tala saman um alt það merkilega, sem þau mundu sjá og reyna í þessari ferð — en þau grunaði ekki, að reynslan mundi verða miklu merkilegri en það, sein þau gerðu sjer i hugarlund. Það var ijómandi fallegt í sveit- inni, sem Gösta frændi og Agnes mömmusystir áttu heima i. Og þau áttu telpu, sem var nokkru yngri en dönsku systkinin; hún hjet Malin og var ósköp góð og eftirlát og þeim þótti mikið gaman að leika sjer sam- an. Það sem dönsku börnunum þótti merkilegast var vitanlega fjöllin og klettarnir — sjóinn þektu þau af eigin reynd — en fjöllin höfðu þau aldrei sjeð. — Hjerna er einhversstaðar sjó- ræningjahellir, sagði Malin einu sinni þegar þau voru úti að ganga. — Gamla fólkið hefir sagt frá sjóræn- ingja, sem rændi kaupskipin í Eystra- salti og faldi svo alla fjársjóði sína í helli hjerna á þessum slóðum. En jeg veit bara ekki hvar hellirinn er. — Þið verðið að gæta þess að hætla ykkur ekki út á ókunna stigu, þvi að þá getið þið vilst! sagði Agnes mömmusystir; hún átti nefnilega ekki hægt um vik að fara út með þeim, því að hún varð að vera hjá honum litla bróður hennar Malínar og auk þess að sjá um alt heimilið. Enda var þarna nóg af stöðum sem börnin gátu leikið sjer á, án þess að þeim væri hætta búin. Einn daginn höfðu þau farið inn i skógi vaxið fjalllendi, og þar fundu þau sæg af sætum, litlum jarðarberj- um, sem Malín og allir Svíar kalla „smultron“. Þau fóru lengra og lengra inn í skóginn og loks komu þau á götu, sem var að lieita mátti orðin vallgróin. — Eigum við að sjá hvert hún liggur? spurði línútur ákafur, og telpurnar voru til í það. Stigurinn lá i ótal krókum upp fjallshlíðina og sumstaðar var ómögulegt að sjá hann — hann hlaut að vera gamall og gleymdur fyrir löngu. Malín vissi ekki að hann var til. Loks kom hann fram eins og mjó rák undir fjalls- egginni, uppi i hengju, en þau sundl- aði ekki, og svo .... — Hjerna er hellir! hrópaði Knút- ur! Lítið þið á! Hvað ætli þetta geti verið? — Jú það var auðsjeð að þetta var liellir, og fyrir utan hellismunnann stóðu nokkrar gamlar skrínur, leð- urfóðraðar og járnbentar, þarna var lika gamall hnífur og bútur af hlekkjafesti — hverju sætti þetta? — Heyrið þið, sagði Malín. — Svei mjer ef jeg held ekki, að þetta sje hellir sjóræningjans! En einhverhlýt- ur að hafa fundið hellirinn og borið þessar skrínur út! — Eigum við að fara ínn og vita, hvort við finnum nokkuð? sagði Gerða. — Knútur hefir vasaljós og við þurfum ekki að fara langt inn Það var ómögulegt að neita sjer um það, þvi að þetta var reglulegur hellir, sem náði langt inn í fjallið. Hann var mjórri og þrengri efiir því sem innar kom, og alt í einu heyrðu þau að einhver kallaði: — Hæ, hver er þarna? Komið þið og lijálpið mjer! Þau hrukku öll i kuðung og þau voru ekki burðug meðan Knútur var að stynja upp úr sjer liver þau væru. —Þið komið eins og þið væruð kölluð, heyrðist röddin segja, þvi að jeg er fastur. Komið þið og reynið að losa mig. Jeg rann og festi mig i gjótu og get ekki losnað. Börnin komu nær og við bjarmann frá vasaljósinu gátu þau sjeð hvar maðurinn var og hvernig hann hafði fest sig, og nú hjálpuðust þau að þvi, að mjaka til stórum steini og toga i doktorinn — því að þessi maður þarna í hellinum var doktor. Og loksins tókst þeim að losa hann. Doktorinn var vísindamaður, sem starfaði við þjóðmenjasafn og hafði verið að rannsaka hellirinn til þess að ganga úr skugga um, hvort þar væri nokkuð merkilegt að finna. Börnin fóru nú út úr hellinum með honum og hann sýndi þeim ým- islegt, sem hann hafði fundið í hell- inum. — Það er alveg rjett, að þarna hafa verið sjóræningjar eða ef til vill annað fólk, þvi að þarna hefir margt skrítið verið skilið eftir, sem injer þykir gott að ná i á safnið, sagði hann. — Bara að það væri ekki klett- ur þarna inni, sem byrgir fyrir leið- ina inn, svo að jeg komst ekki lengra. En jeg verð að reyna að láta sprengja hann burt. — Ætli jeg geti ekki troðið mjer inn með honum? sagði Knútur. — — Það er gott ráð! sagði doktor- inn. — Við skulum reyna. Nú fóru þau aftur inn í hellirinn og Knútur reyndi að komast áfram inn með klettinum. Það tókst og nú fór hann bráðlega að rjetta ýmislegt út um glufuna, af því, sem hann fann þarna inni. Loksins sagði liann, að hann gæti ekki fundið fleira. En hann hafði fundið bæði kerta- stjaka, skeiðar, föt og skálar úr silfri, sem var orðið svart af elli, en fallegt smíði. Vopn fann hann líka og ýmsa skartgripi úr gulli og silfri með ein- kennilegum gimsteinum í. Þetta var afar merkilegt. Þau urðu nú öll samferða heim til Gösta frænda og Agnesar frænku og þið getið nærri, að þau ráku upp stór augu þegar þau lieyrðu frásögn dokt- orsins og barnanna. — Það var mjer mesta mildi, að börnin skyldu koma, þvi ekki veit jeg hvort jeg hefði nokkurntima losn- að annars! sagði doktorinn hlæjandi. — Jeg er hræddur um, að þau eigi björgunarlaun inni hjá mjer, blessuð börnin! Nokkrum dögum siðar kom send- ing til þeirra. úlfliðsúr handa Iínút og sitt hálsmenið handa hvorri telp- unni. Siðar fengu þau að koma á safnið og skoða munina, sem þau höfðu hjálpað til að ná i. Adamson flýtir fyrir gróðrinum. - Fálkinu er besta helmUisblaðið. - S k r í 11 u r. — Nú verö jeg aö hætta. Jeg er lokaöur inni i símaklefanum. — Jeg leyfi mjer aö tilkynna skip- stjóranum, aö þaö er kominn leki aö skipinut sbSs- — SegÖu mjer: Hvernig er eigin- lega fariö að opna svona fallhlíf? — Eruö þjer viss um aö bekkur- inn veröi orðinn þur kl. 10 í kvöld. Mig langar nefnilega til að faru snemma aö sofa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.