Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.06.1941, Blaðsíða 5
5 unum sæmilega vel, í öðrum ver; í sumum fangabúðunum var ástandið hörmulegt, hvort sem þetta stafaði af kunnáttuleysi hjá yfirvöldunum, af trassaskap og dugnaðarleysi eða af hreinu miskunnarleysi og grimd, eða kanske af öllum þessum orsökum í senn. Sumstaðar gat dauðatalan kom- ist upp i 60% og meira. Langverst sýnist ástandið hafa ver- ið i fangabúðunum í Stretensk, en þangað koinu þær Elsa Brandström ög Ethel v. Heidenstam um jólaleytið 1915. Þegar þangað kom fengu þær að vita, að fangabúðirnar voru ein- angraðar vegna mjög mannskæðrar farsóttar, sem geysaði meðal fang- anna. Sú farsótt reyndist vera út- brotataugaveiki, en sem kunnugt er dreifist smitun hennar með lúsum, og ekki vantaði þær i þessum fanga- búðum. Hinum sænsku hjúkrunarkonum tókst samt að komast frm lijá vörð- unum og inn á hið einangraða svæði en þar mætti þeim hryllileg sjón. Elsa Brándström hefir lýst ástandinu sem var þá ríkjandi í Stretensk, og segir hún meðal annars svo: „Gólfin voru troðfull af sjúklingum, sumir næstum naktir, aðrir í einkennisbún- ingum og stigvjelum. Á víð og dreif lágu menii með viðarbúta fyrir höfða- lag. Á nokkrum stöðum voru rúm úr járni, en i þau vantaði hálm, ofan á rúminu gátu legið tveir menn og undir því aðrir tveir; enginn koddi, ekkert ullarteppi var til í öllu „sjúkrahúsinu“. Við livert fet sá mað- ur þar æskufjör og ótímabæran dauða i návígi.“ Læknar voru meðal stríðsfanganna, eh þéir áttu blátt áfram ekkerl til að hjálpa veikum fjelögum sínum, engin rúmföt, engin meðul, engin læknistæki, ekki einu sinni vatn að géfa sjúklingum að drekka. Það varð að sækja vatn í fljót, spölkorn frá fángabúðunum, en kuldinn var svo ægilegur að þá, sem sóttu vatnið, skaðkól á handleggjum, höndum og fótum á leiðinni. Læknir einn, sem þar var, hafði beðið um leyfi að einangra sjúklinga í tómum brakka, en hinn rússneski forstjóri fangabúðanna neitaði að verða við bón læknisins, sem for- stjóranum fanst lireinasti óþarfi. Þegar liinar sænsku, hjúkrunarkon- ur höfðu fengið þessar upplýsingar fóru þær beina leið til forstjórans og kröfðust þess, á vegum Rauða Kross- ins, að liann fylgdi þeim til fanga- búðanna. En hann þverneitaði; bann- að væri að fara þangað, af þvi að þar geisaði útbrotataugaveiki. Hinar sænsku konur svöruðu því, að þær væru þegar búnar að heimsækja fangana, og ætli forstjóranum væri ekki heimilt að fara hvar sem hann vildi innan umsjónarsvæðis síns? Þetta endaði svo að forstjórinn fylgdi þeim til fangabúðanna, þó mjög nauð- ugur. En þegar inn kom, varð maður- inn náfölur í andliti — og hljóp eins og fætur toguðu út úr húsinu. Hann hafði ekki haft hugmynd um hvernig þarna var umhorfs! En þar varð skjót breyting. Hjúkrunarkonurnar tvær fengu leyfi hans til að skipuleggja og stjórna breytingum eins og þeim sýndist. Þær fengu hesta til að láta sækja vatn, og þær keyptu efni í rúmfatnað. Dýnur og kodda varð að sauma úti undir beru lofti, en þetta gerðu þessar tvær konur og heil- brigðir fangar. Var þá brýn þörf að hafa hanska á höndunum til þess að nálin tyldi ekki við húðina vegna frosta. Innan hálfs mánaðar tíma var nýji sjúkrabrakkinn útbúinn og varð tek- inn til notkunar. Sjúklingarnir voru einangraðir frá þeim lieilbrigðu og þeir voru aflúsaðir eins vel og kostur var á. Hver sjúklingur var tekinn úr óhreinindum þeim er bann F Á L K 1 N N lá í, fjekk bað og var færður í hrein föt úr forðabúri Rauða Krossins. Auk þess var honum gefin ný undir- dýna, einn koddi og tvö ullarteppi í rúmið. Mörgum sjúkum föngum fanst þessi breyting líkust því að koma úr hel- viti beint inn í himnaríki. Eftir tvo mánuði hafði þeim kon- unum tekist að bæla niður farsóttina í Stretensk. Síðan fóru þær báðar að skoða aðrar fangabúðir og hreinsa til í þeim eins og í Stretensk, bráðum veiktist þó Elsa Brandström sjálf af útbrotatugaveiki og barðist lengi við dauðann. En það lá fyrir henni að lifa og geta haldið áfram starfi sínu í þágu stríðsfanganna. Eftir borgarastyrjöldina í Rúss- landi fóru örðugleikarnir ört vaxandi og ioks varð Elsa að starfa ein síns liðs, því að sendifulltrúar Rauða Krossins voru þá kallaðir lieim úr Síberíu, og fóru þeir allir nema Elsa Brándström; hún neitaði að yfirgefa vini sína í fangabúðunum. Starfhenn- ar þeim tii björgunar er löng saga og æfintýraleg, en lnin skal ekki 'f’akin lengra lijer. Björgunarstarfi sínu hjelt hún áfram þar til um vorið 1920, en oft var hún á því tímabili að leggja líf sitt í hættu fyrir velferð stríðs- fanganna, í sífeldri baráttu gegn far- Hann sá morðið fjrir. Eftirfarandi dularfullu sögu segir stærsta blað Svíþjóðar, „Dagens Ny- heter“ í Stokkhólmi". Siðdegis einn sunnudag i júlí 1940 sat skrifstofumaðurinn Hans Kratzer við gluggann i íbúðarherbergi sínu á 4. liæð í húsi í Stokkhólmi. Það var molluveður og hann sat við glugg- ann opinn, ef ske kynni að hafrænu- golu kynni að bera til hans utan af Eystrasalti. Hann var ekki að hugsa^ um neitt sjerstakt þegar athygli lians beindist að herberginu beint á inóti honum. á fjórðu liæð handan við götuna. í herbergi þessu sat sjerstaklega fríð, ung kona og var að lesa í bók. Hans Kratzer tók vel eftir henni. Ilún var vel klædd og hárið fallega liðað. Iíratzer leist vel á konuna og einblindi á hana, ef ske kynni að henni yrði litið til hans á móti. Alt i einu gerðist sorglegur atburð- ur. Kratzer sá miðaldra mann koma inn í herbergið til konunnar. Hún varð afar lirædd. Misti bókina og rak upp óp. Augnabliki siðar sá Kratzer langt hnífsblað blika í loftinu. Mað- urinn hafði rekið hnífinn í bakið á konunni. Annað skerandi óp heyrðist og konan lineig ofan af stólnum og datt á gólfið. Hún var auðsjáanlega dáin. í fyrstu gat Kratzer hvorki hreyft legg eða lið. Atburðirnir, sem hann hafði sjeð svo skýrt voru svo fljótir að gerast, að liann gat ekki einu sinni hrópað á hjálp. En að vörmu spori æddi hann út úr herbergi sínu og niður stigann og tók þrjú þrep í hverju spori. Hann hljóp sem fætur toguðu yfir götuna og inn í liúsið á móti og bað húsvörðinn að lijálpa sjer til að handsama morðingjann — hann hlyti að vera i húsinu ennþá. Fyrst var húsvörðurinn orðlaus, en þóttist svo skilja hvernig i öllu lægi. Hann þóttist viss um, að Krat- zer væri brjálaður. Því að lierbergið, sem um hlaut að vera að ræða, tald- ist til íbúðar, sem lengi liafði verið óleigð. íbúðin hafði verið lokuð í sjö vikur. Og þar hafði engin lifandi sál komið síðan seinustu leigjendur fóru þaðan. Hvað hafði viljað til? Hafði hann dreymt? Húsvörðurinn hringdi á lögregluna. Kratzer se.gði lögregluþjóninmn sögu sóttum og hverskonar eymd þeirra, og ekki síst gegn yfirgangi og ofsa rússneskra valdhafa, hvort sem þeir kölluðust „hvítir“ eða „rauðir“. Fyr- ir Elsu Brándström skifti það engu máli, fyrst þeir á annað borð beittu grimd og miskunnarleysi í garð þeirra er minna máttu. Hún var si- felt hin frjálsborna liefðarkona i allri framkomu sinni gagnvart yfir- völdunum — en vinur og góður fje- lagi fanganna — og fylgdi fast sínu máli fram gegn ofbeldi og grimd vald- hafanna, án tillits til þess, hvað það gæti kostað hana sjálfa. Ábyggilega hefir liún bjargað stríðs föngum frá dauða svo þúsundum skiftir, og mörgum frá þeirri eymd sem er verri en dauðinn. Og öðrum varð dánardagurinn Ijettari, þegar hún lofaði þeim því, að leita uppi hin munaðarlausu börn þeirra i heimalandinu og sjá þeim fyrir heim- ili og uppeldi. En þetta var uppruni barnaheimilis þess, er hún stofnaði síðar í Neusorge í Þýskalandi. Enginn gctur Ííka sagt annað, en að Elsa Brandström hafi efnt þau loforð vel, sem hún gaf til þess að gera bjartari liinar síðustu stundir deyjandi manna í fangabúðum Síb- eríu. Anna Z. Osterman. sina aftur. Lögregluþjónninn rann- sakaði ibúðina vandlega. Það hafði ekki verið átt neitt við lásana og rykið á gólfunum var með ummerkj- um, að undanteknu því, að húsvörð- urinn og Kratzer höfðu gengið þar um. Lögregluþjónninn símaði eftir sjúkravagni og Hans Kratzer var fiuttur á geðveikrahæli til skoðunar. Ef hann gæti sjeð morð, sem aldrei höfðu verið framin og lýst fólki, sem hann aldrei hafði sjeð, þá hlaut liann að vera brenglaður á sinninu. Viku siðar komu hjón ein lil þess að skoða íbúðina. Þau liöfðu farið þangað samkvæmt tilvísun fasteigna- Tsala i nágrenninu, sem vísaði á i- búðir. í svipinn fanst húsverðinum að konan mundi vera alveg eins og hin töfrandi kona, sem hinn brjálaði Hans Kratzer liafði lýst, og eins að maðurinn svaraði til lýsingarinnar. Jafnvel fatnaður konunnar svaraði til lýsingarinnar. En Kratzer var brjálaður og liúsvörðurinn vísaði hugsun sinni á bug. Hjónin leigðu íbúðina. Þremur mánuðum síðar sögðu einhverjir af leigjendum liúsverði, að þeir hefðu heyrt nístandi óp innan úr íbúðinni á fjórðu liæð. íbúðinni, sem hjónin höfðu tekið á leigu. Húsvörðurinn hljóp upp og braut upp dyrnar. I herberginu með gluggunum beint á móti gluggum Kratzers fann hann konuna dauða, rekna í gegn í bakið. Maður hennar stóð í stofunni og hrærði hvorki legg nje lið. Hann gerði enga tilraun til að verjast, er liann var handtekinn. Hann játaði siðar fyrir lögreglunni, að hann liefði myrt konu sina i af- brýðisemikastL Morðið liafði i öll- um atriðum verið framið á þann hátt, sem Hans Kratzer lýsti þvi þremur mánuðum áður. Nú er nefnd læknisfróðra manna að reyna að fá Hans Kratzer látinn lausan af geðveikrahælinu, til þess að láta sálfræðilegar rannsóknir fara fram á honum. Var framskygni hans á morðinu stafandi af óvenjulegri sálfræðilegri gáfu. Vísindamenn liafa að svo stöddu ekki gefið neina skýr- ingu á fyrirbrigðiiiu. Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. Bókafregn. TVÆR SKEMTILEGAR BÆKUR. Það er óþarft að endurtaka þá staðreynd að aldrei hefir verið gefið út annað eins af bókum og nú, en hitt er næstum því ótrúlegt að flest- ar þær bækur, sem gefnar liafa ver- ið út síðast á fyrra ári eða þær þeirra, sem verðmætar hafa verið, eru nú með öllu ófáanlegar eða al- veg að hverfa af markaðnum. Svo mun t. d. vera um Gösta Berlings sögu, Æfisögu Winston Churchils forsætisráðherra Breta, færeyisku skáldsöguna Far veröld þinn veg. Of- vitann eftir Þórberg og nýjustu skáld sögu Kiljans: Fegurð liiminsins. Þessa dagana eru að koma út tvær bælcur, sem vafalaust verða skammlifar i bókaverslunum, en það er „Baráttan um heimshöfin“ eftir Taffrail og Ameriska sagan „Á hverfandi liveli“. Það hefir verið sagt um „Baráttuna um heimshöfin" að hún flytti les- andann óhjákvæmilega yfir á sjálf- an orustuvöllinn. Taffrail er heims- frægur fyrir lýsingar sínar á sjó- orustum og hefir flutt fyrirlestra fyrir Londonarútvarpið um flestar sjóorustur á hafinu. í þessari bók lýsir hann baráttunni við Narvik og i öðrum norskum fjörðum, orustun- um við Graf von Spee, Altmark o. fl. þýsk skip af svo ótrúlegri nákvæmni og lífi að lesandinn er bókstaflega kominn á orustuvöllinn. Karl Isfeld hefir þýtt þessa bók. Um bókina „Á hverfanda-hveli“ er varla unt að segja meira en gert liefir verið. í enska blaðinu Daily Mirror eru nýlega birtar tölur, sem sýna hve aðsókn að filmunni er ótrú- leg. Þar er meðal annars getið um ‘ konu, sem hafði farið 14 sinnum að sjá hana. Önnur eins aðsókn hefir aldrei þekkst í heiminum. Á islenskunni inun seiðmagn bók- arinnar síst liafa minlcað i höndum eins af okkar ágætustu pennum, Arn- órs Sigurjónssonar. Á hverfanda hveli kemur út í heft- um og kostar hvert, 6 arkir, kr. 5.50 en þeir, sem vilja munu geta pantað sjerstakt bindi fyrir alla bókina þeg- ar hún er komin út, en það mun verða siðari hluta sumars. í bókinni er fjöldi heilsíðumynda. Francis Bacon lávarður mun hafa verið fyrsti maðurinn, sem reyndi að nota frystingaraðferð til jiess að geyma nýtt kjöt án þess að það skemdist. Hann hafði það fyrir venju, er hann ók um London, að rabba við konu eina í Highgate, sem seldi egg og átti mikið af fallegum svörtum hænsnum, sem hún var mjög upp með sjer af. Einn dag, er Bacon stóð i snjónum og rabbaði við kerlinguna, datt honum i hug, að hægt mundi vera að nota snjóinn til þess að hindra rotnun i keti. Keypti hann þegar hænu af konunni, ljet drepa hana og taka úr henni innýflin. Síð- an fór hann lieim með hænuna, fylti liana með saltblönduðum snjó og lagði hana i kassa, sem fullur var af snjó. Hænan lijelst óskemd í marga daga, — en Bacon kvefaðist svo heiftarlega við tilraunina, fjekk lungnakvef, að hann dó skömmu síð- . ar — 9. apríl 1626. Og tilraunin, sem kostaði hann lífið, gleymdist öllum. Flugmenn sem flugu yfir Wyom- ing-fylki í Bandarikjuin, til þess að reyna að kasta tölu á stórgripina í fylkinu, fundu af tilviljun 400 yilli- hesta i hóp. Vissi enginn um þessa hesta áður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.