Fálkinn - 25.07.1941, Blaðsíða 2
2
F Á L K 1 N N
- GAMLA BÍÓ -
LÆKNIRINN.
(The Couraseous I>r. Christian).
Það er þjóðfjelagsins mein sem
tekið er til meðferðar í þessari
mynd: hinar gjöróhæfu ibúðir, sem
fátækt fólk verður að sætla sig við
í stórborgunum. Fátækrahverfi
margra borga eru langt fyrir neðan
|>að að þau geti talist mannabústaðir
og fjöldinn allur af þvi fólki, sem
l'æðist þar og elst þar upp er l'yrir-
fram dæml til æfilangrar örbirgðar
og heilsuleysis og lil þess að lifa
sjálfu sjer til skapraunar og þjóð-
fjelaginu til einskis gagns. Þessi
meinsemd er með vaxandi skiiningi
heilsufræðinga og annara orðin svo
bersýnileg, að það er hvarvetna tal-
in sjálfsögð skylda bæjarfjelaga og
liins opinbera að konia upp ilnið-
um t'yrir fátækt fólk en leggja giimlu
grenin i eyði.
Það er þessi umból sem dr. Christ-
ian (Jean Hersholt) söguhetjan í
talmyndinni „Læknirinn" berst fyrir.
Ffni þessarar myndar var kunnugt
um alla Ameriku, áður en farið var
að kvikmynda það, því að því hafði
verið útvarpað frá einni merkustu
sliið Bandaríkjanna, í leikritsformi.
Kn svo tók RKO Radio Picture við
og hefir gert kvikmyndir eftir úl-
varpsleikritu num.
Læknirinn helgar sig því slarfi að
bæta aðbúð fátæklinganna. Hann má
ekkerl aumt sjá, og er hann hittir
Dave (Tom Neal) sem er hálfgerð-
ur auðnuleysingi og elur önn fyrir
tveimur systkinum sinum, þá tekur
hann þau öll á heimili sitt, eftir að
kofi Raves hefir brunnið og þau
'systkini standa uppi húsnæðislaus.
Þau dvelja j>ar þangað til ráðskona
læknisins getur útvegað jjeim hús-
næði hjá ekkjunni Stewarl (Vera
Lewis).
Þella atvik hefir slyrkl læknirinn
i þeim ásetningi að koma upp góðum
bústað fyrir umkomulausa fátækl-
inga. Hann fer til bæjarstjórnarinn-
ar og hún lofár að greiða l'yrir mál-
inii, ef lækninum takisl að fá ókeypis
lóð lijá frú Stewart undir liúsið.
Læknirinn tekur jiað að sjer og frú-
in lætur lilleiðast — með vissum skil-
yrðum. Þessi vissu skilyrði setur
luin fram i brjefi, sem hún sendir
með afsalsbrjefinu fyrir lóðinni. Iin
|)au eru |)essi: að læknirinn heiti frú
Stewart eiginorði. Nú vill svo til að
brjefið týnist en afsalsbrjefið kemst
í liendur læknisins og tekur hann
gjöfinni jiakksamlega, án |)ess að
hafa hugmynd um að nokkur böggull
fylgi skammrifi. En hann er illa
svikinn er hann frjettir um skilyrðin,
og einselur sjer að gera afsalsbrjefið
afturreka. Hins vegar hrýs honum
hugur við að láta mesta áhugamál sitt
níður falla.
Hver verða úrslitin af þeirri miklu
deilu sem læknirinn heyir við sjálf-
an sig'? Um það er best að láta mynd-
ina sjálfa tala. Hinum ágæta danska
skapgcrðarleikara Jean Hersholt tekst
prýðilega að lýsa ])ví stríði, sem
læknirinn á í.
William Stepliens hefir sjeð uin
töku myndarinnar ásamt Monroe
Shaff, en Dorothy Bastow samið
handritið. Tónlistin í myndinni er
eftir William Lava en er stjórnað af
Bakaleinikoff.
KAUPIÐ »FÁLKANN«
Þrjár íslenskar doktorsritgerðir
við Hafnar-háskóla.
Hinn 22. apríl siðastliðinn varði
Óskai• Þorb. Þórðarson doktorsrit-
gerð við Hafnarháskóla. Heitir rit-
gerðin „Undersögelser over- Proth-
rombin hos sunde og syge“ og fjall-
ar um rannsóknir doktorsins á
prothrombini (blóðstorknunarefni)
Óskar Þorb. Þórðarson.
eigi aðeins hjá sjúklingum heldur
einnig heilbrigðum. Eins og allir
vita er blóðstorknunarefnið ómiss-
andi, ])ví að ef það er ekki í blóð-
inu er líll mögulegt að stöðva blóð-
rás þó ekki sje nema úr sináskeinu.
Sonur hins síðasta Rússakeisara var
haldinn þessum kvilla og Rasputin
þóttist ætla að lækna hann og komst
á þann hátt í mjúkinn hjá Rússa-
drotningu. Sama kvilla hafði og einn
af sonum Alfons Spánarkonungs.
Óskar Þórðarson er fjórði íslend-
ingurinn á þessari öld, sem varið
hefir doktorsritgerð í læknisfræði.
Hann er Reykvíkingur að ætt og 34
ára gamall. Hann varð stúdent frá
Reykjavíkúrskóla 1928 og kandidal
frá Háskóla fslands 1934, hvorttveggja
með fyrstu einkunn. Framhaldsnám
hel'ii' liann slundað bæði í Noregi
og Danmörku og dvelur enn í Dan-
mörku.
Jóhannes Djörnsson
Þá hefir Jóhannes Djörnsson lækn-
ir fengið viðurkenda doktorsritgerð
hjá læknadeild Khafnarháskóla í
apríl síðasliðnum. Ritgerðina hafði
hann afhent háskólanum á síðast-
hðnu sumri áður en liann .hvarf
heim til íslands, en frjettir um af-
drif hennar bárust lionum ekki fyr
en í maí síðastliðnum. Er hún um
æðakölkun og hefir verið gefin út
á ensku og heitir þar „Arterioscle-
rosis, a chemical and statistical
Study“. Er hún árangur af starfi og
athugunum doktorsefnisins á árun-
uin 1937—40, og efniviðurinn feiig-
inn bæði í Reykjavík, Kaupmanna-
höfn og Vínarborg, en aðalrannsókn-
irnar gerðar á Biokemisk Instilut í
Kaupmannahöfn.
Jóhannes Björnsson er 34 ára,
fæddur í Laufási við Eyjafjörð. Hann
tók stúdentspróf í Reykjavik 1928
og embættispróf við Háskóla íslands
1934, hvorttveggja með I. einkunn.
Eftir það hefir liann lengstum dvalið
erlendis, einkuin í Danmörku og
Vínarborg, en fluttist heim á sí'ðast-
liðnu hausti og setlist að í Reykjavík,
sem sjerfræðingur í meltingarsjúk-
dómum.
Þá hefir Óli IJjaltested læknir
fengið viðurkenda (loktorsritgerð
sína sem fjallar um rannsóknir á
gildi magaskolunar við rannsókn
fullorðinna berklasjúklinga. Á dönsku
heitir ritgerðin „Diagnostisk og
prognostisk Betydning af Tubercelba-
cil-paavisning i Ventrikal-skyllevand-
et hos voksne“. — Hjaltested starf-
aði að þessum rannsóknum á sjúkra-
húsum og visindastofnunum í Dan-
mörku árin 1930—39 og hjer heinra
fram á ársbyrjun 1940. Ritgerð hans
var samþykt verðug af Hafnarhá-
skóla í september í fyrra, en síðan
Óti IJjaltésted.
an hefir staðið á því, að ákveða
hvort munnleg vörn skuli fara fram.
Vegna þess ástands sem nú ríkir má
lelja vist, að þeir báðir Hjaltested
og Jóhannes verði kjörnir doktorar
án munnlegrar varnar.
Óli Hjaltested er yngstur doktor-
anna þriggja, 32 ára. En þeir eru
allir stúdentar og Kandídatar frá
sama árinu. Hjaltested fluttist heim
að loknu sjernámi hausið 1939, og
settist að í Reykjavík sem sjerfræð-
ingur í berklasjúkdómum og er
fastur læknir „Berklavarnarstöðvar
Reykjavíkur.
— — Það er eftirtektar viðburður,
að þrír íslenskir læknar frá sama
ár.inu, skuli allir verða doktorar i
læknisfræði nær samtímis og það
við ])ann háskóla, sem mun vera
með ihaldssömustu háskólum heims
á doktorsnafnbætur. Þetta sannar ó-
tvírætt að lijer hefir veri'ð framúr-
skarandi árgangur á ferðinni og eins
er þetta mikill sómi læknadeild hins
unga íslenska háskóla.
Eineygður maður mætir manni með
stóran lierðakistil snemma morguns
og segir: — Snemina ert þú á fótum
með baggann þinn.
— Þú heldur víst að það sje sneint,
því að sólin skín ekki nema gegnum
ann gluggann þinn.
Þórarinn KristjánssOn, hafnar-
stjóri, verður 55 ára 27. þ. ni.
Ernest Hemingway
hefir i nokkur ár verið talinn einn
af fremstu ungum, rithöfundum
Bandaríkjanna. Og nú í ár hafa
tvær bækur eftir hann komið út á
islensku. En hann er fleira en ril-
höfundur, liann er æfintýramaður,
íþróttamaður og kraftajötunn, sem
m. a. er frægur l'yrir það, að berja
niður hnefaleikameistara og drepa
naut á nautaati, þó að hann telji
sig ekki neinn „sjerfræðing“ í jiess-
um greinum. — Jlemingway er
læknissonur frá lllinois, fæddur 21.
júlí 1898. Af löðiir sínum lærði liann
að elska útilíf og nátlúruna. Fyrslu
byssuna sína eignaðist Iiann þegar
liann var tiu ára. 15 ára gerði liann
tilraun til að strjúka að heinian, en
var kyrsettur. Tók liann svo stúd-
entspróf og gcrðist bjaðamaður og
þá lærði liann að nota pennann og
lýsa því sem hann sá. Hann fór í
heimsstyrjöldina sem sjálfboðaliði
og liefir síðan verið í styrjöldum,
hvenær sem hann liefir komist liönd-
uni undir, en kunnust er jiátttaka
liaiís í' horgarastyrjöldinni á Spáni,
j)ar sem hann barðist með stjórnar-
liernum. En annars starfaði hann
sem frjettaritari, og ferðaðist viða
nm veröldina.
Þegar hann var 25 ára gaf liann úl
freniur óásjálega bók, sem hjel
„Þrjár sögnr og tiu kvœöi". Þessa
bók hefir liann aldrei viljað láta
endurprenta, enda er útgáfan kom-
in í geypiverð síðan liann varð fræg-
ur. En þarna koma fram lielstu ein-
kenni lians: markviss stíll og af-
burða raunsæisgáfa. — Spánn dró
hann að sjer, land hinna heitu á-
stríðna. Þar samdi liann liina fyrstu
stóru skáldsögu sína, „Og sótin fer
sina leið“, sem kom út 192(S. Þetla
var bókin sem gerði Iiann frægan.
Árið 1929 kom úl sú bók, sem tal-
in er best þeirra er hann liefir skrif-
að: „Farewetl to Arms“ (Vopnin
kvöild), sagan' um særða sjálfbóða-
liðann og ensku hjúkrunarkonuna.
Næsta fræga bókin var „Fimta lier-
deildin“ — um nioldvörpustarfsemi
nasislastefnunnar á Spáni. Eina bók
enn er rjett að nefna: ,,.4<)' eiga eða
eiga ekki“, sem gerist á Cuba, og er
aðalpersóna liennar ferjumaðurinn
Morgan, sem berst fyrir tilverunni,
og bíðúr lægra hlut í baráttunni.
Þessi bók kom út 1937, en þá hafði
liann átt heima i Key Wesl í Flor-
ida og oft komið til Cuba. Bókin
snýst hatramlega gegn ameríkanska
auðvaldinu, enda er Hemingway
kommúnisti.
Ernest Hemingway er tvígiftur.
Fyrri kona lians var Hadley Rich-
ardson, barndómskunningi lians, en
Frh. ú bts. 15.