Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.07.1941, Blaðsíða 6
G FÁLKINN Mark tÍEllinger: Þjófarnir. CyLVESTER GILL þrammaði inn ^ í verksmiðjuna. Sólin var a'ð koina upp fyrir handan járnbraut- ina, gullin og ljómandi. Sylvester fór inn í skrifstofuhúsið, tók fast í stiga- riðið og beinlínis dró sig upp á aðra liæð. Hann fór inn um dyrnar, gegnum tvær skrifstofur og stal vindlinga- öskju í leiðinni, eins og liann var vanur. Sylvester liataði þjófnað. Hann var i rauninni heiðarleg sál, en hann var fátækur. Og ekki hætti það um, að konan hans var glysgjörn og eyðslusöm. Á hverjum mánudags- morgni voru vikulaun Sylvesters upp- jetin, 22 dollarar. Það varð aldrei neitt afgangs fyrir vindlingum handa honum. Þetta kom sjer afarilla vegna þess að. Sylvester var óviðráðanlegur reykinganiaður. Hann hafði oft rcynt að venja sig af tóbaki; hann liafði reynt að draga úr reykingunum — fjóra vindlinga í dag, þrjá á morgun og svo framvegis. En það dugði ekki. Þegar annar dagurinn var liðinn, reykti liann meira en nokkurntima áður. Þessvegna stal Sylvester. Hann stal frá yfirmanni sínum og velunnara, John Franklin Murphy. Murphy var aðalgjaldkeri i Brixton & Gompany og besti maður í alla staði. Allir, sem þektu hann, vildu skrifa undir það. Það var Murphy, sem hafði útvegað Sylvester stöðuna. Það var Murphy, sem stundum gaf honum skyrtur, sem voru svo gott sem nýjar. Eða liáls- hnýti. Og Murphy liafði einu sinni gefið honum miða að leikhúsinu. En Murpliy var eini maðurinn á skrif- stofunni, sem hafði altaf vindlinga- öskjur standandi i skápnum sínum. Og Sylvester stal af þeim. Á hverjum morgni áður en Murphy kom, skaust Sylvester inn á skrifstofuna hans og greip öskju .... og bötvaði breysk- leika sínum um leið. Hann kallaði sig þjóf og svikara í huganum. Hann fyrirleit sjálfan sig. „Jeg e? skitmenni,“ hugsaði Sylv- ester. „Jeg er þjófur.“ En samt stal liann vindlingaöskju á hverjum morgni. Klukkuna vantaði þrjár mínútur í níu. Drifreimarnar í verksmiðjunni voru á fullri ferð, ungar stúlkur í hvítum samfestingum stóðu við vjel- arnar! Þær urðu að kalla til þess að heyra gegnum vjelaskröltið. Verk- sljórarnir gengu fram og aftur og litu eftir. Og svo kom Frank Murphy. Allir sem hann fór framhjá, kölluðu góð- an daginn og hann kinkaði kolli á móti. Murphy var máske sá maðurinn sem mest valt á, og hann liafði margt að hugsa allan daginn. Hann rjetti skrifaranum liattinn og frakkann. Settist við borðið og raðaði póstbrjef- unum fyrir framan sig. Kíkti á hrjef- in, ypti öxlunum og ýtti svo öllu til ritarans. Hann var eins og amerískir kaup- sýslumenn eiga að vera, þarna sem hann sat, herðabreiður og með stál- grátt hár — eða kanske líktist hann lögreglustjórunum, sem maður sjer á kvikmyndum. Hann var alvarlegur, myndugur og rjettlátur. Undirmenn hans vissu, að hann var strangur, og að þeir yrðu að passa sitt. Hvað var Murphy nú að hugsa um, þarna sem hann sat við borðið? Undirmenn hans hefðu aldrei getið þess, því að það voru persónulegar áhyggjur, sem Murphy liafði í huga. Hann hafði kallað sig þjóf! Hann hafði ágæta stöðu, sem gaf honuni 7.50Ö dollara árstekjur. Fal- legt heimili og yndislega fjölskyldu. Og þó hafði hann stolið — frá J. B. Brixton, verksmiðjustjóranum, mann- inum, sem treysti honum. — Þessi staðreynd var svo ljós — svo hræðilega ljós. Brixton hafði veitt honuin stöðuna, trúað honum fyrir mestu stöðunni í firmanu. — Brixton hafði hækkað kaupið hans úr 1500 upp í 7500 dollara. Brixton liafði verið svaramaður, þegar Murp- hy giftist og skírnarvottur að fyrsta barninu. Auðvitað liafði Murphy aldrei ætl- að sjer að stela frá Brixton. Því að Murpliy var ráðvcndnin sjálf (alveg eins og Sylvester Gill). En frú Mur- phy lieimtaði nýja bifreið á hverju ári, frú Murpliy þurfti nýja kjóla og frú Murpliy hjelt samkvæmi. Þau urðu að eiga hús í miljónamæringa- hverfinu, en sá, sem hefir 7500 doll- ara tekjur er samt ekki miljónamær- ingur. Og svo gerðist gamla sagan. Þegar Murphy lánaði fyrstu 500 dollarana lofaði hann sjer því hátíðlega að endurgreiða þá með 25 dollurum á viku. En svo koniu nýir og stærri reikningar og hann varð að lána nýja 500 dollara og smámsaman varð ómögulegt að snúa við. Murphy stal ósjálfrátt. Stundum tók liann ekki nema 100 dollara, stundum 600. Og í hvert skifti varð hann að gera smábreytingar á höfuðbókinni, svo lævíslega, að enginn endurskoðandi gat sjeð það. Murphy vissi, að liann var kominn út á hálan ís. Þessvegna kvaldi sam- viskan liann, meðan ritarinn var að eiga við morgunpóstinn. En eigin- lega var Murphy ekkert hræddur við fangelsið. Og auðmýkingin, sem svo margir óttast, snerti hann ekki lieldur. Nei, það eina, sem liann óttaðist var þetta, að liúsbóndi hans kæmist að, hvað hann liefði ’gert. Hann gat ímyndað sjer andlitið á J. B. Brixton, undrunina, fyrirlitninguna, viðbjóð- inn. Murphy strauk á sjer grátt hárið. Hann virtist ofur rólegur, en með sjálfum sjer hugsaði liann: „Jeg er ekki annað en ómerkilegur þjófur“. Irma lagaði á sjer eilífðarliðina í hárinu með mjóum fingrunum. Svo opnaði hún dyrnar. Gesturinn snar- aðist inn eins og þjófur, leit kring- um sig í stofunni, eins og liann væri hræddur. „Það er víst enginn heima?“ spurði hann órólegur. „Enginn nema jeg,“ kvakaði Irma. „Komdu innfyrir, vinur minn.“ Þau settust á divaninn og hún tók báðum höndum um hálsinn á hon- um. Ilann ætlaði að losa sig var- lega, en hún vildi ekki sleppa. Svo stakk hann hendinni ofan í innri vasann. „Heyrðu, I. B.“ sagði Irma, „mjer finst þú vera svo undarlegur. Geng- ur nokkuð að þjer?“ Maðurinn liikaði dálítið. Svo sagði liann: „Irma, jeg kom til að segja þjer, að jeg get víst ekki heimsótt þig eins oft eftirleiðis og jeg hefi gert. Það verður sífelt hættulegra. í sið- ustu viku kom það fyrir tvivegis, að konan mín hringdi á skrifstofuna til að spyrja eftir mjer.“ „Heldurðu, að hana gruni eitt- hvað?“ Maðurinn ypti öxlum. „Jeg veit það ekki. En það getur verið að hana gruni eitthvað og þá gerir hún út njósnara til að hafa gát á mjer. Líttu á hjerna ....“ Hann tók eitthvað upp úr vasanum. Hjerna er dálítið af peningum. En farðu var- lega. Og umfram alt — láttu ekki manninn þinn gruna neitt. „Þakka þjer hjartanlega fyrir .1. B.“ sagði Irma. Hún stakk seðlunum niður á brjóstið á sjer. Svo stóð hún upp og fleygði sjer aftur um hálsinn á honuni. „Ef þú þorir ekki að koma eins oft og áður, þá getum við kanske hitst einhversstaðar annarsstaðar? Þú veist livaða yndi jeg hefi af að hitta þig.“ „Já, já, jeg veit það. Og þú mátt lieldur ekki gleyma hve vænt mjer þykir um’ þig.“ Hann flýtti sjer niður i stóru bif- reiðina og ók svo i verksmiðjuna. og á leiðinni ávítaði hann sjálfan sig. Hann var þjófur, liann hafði stolið ástuni giftrar konu. Hann hjet sjálf- um sjer þvi, að hann skyldi aldrei hitta Irmu framar. En hann hafði lofað því fyr .... og svikið lof- orðið. .1. B. Brixton vissi með sjálfum sjer að hann var ómerkilegur þjófur. Hann vonaði bara, að maðurinn henn- ar Irmu, Sylvester Gill, mundi aldrei komast að því ...... Hvíta húsið - húsið, sem Sam frændi bygði. Hvíta húsið, forsetabúsaðurinn i Washington, á sjer ekki alveg eins langa sögu og stjórn Bandaríkjanna. Hornsteinn þess var lagður 1792 í mýrarjaðri, cn þingið var tregt á fjárveitingar og húsið varð ekki í- búðarliæft fyr en átta árum siðar. Georg Wasliington, hinn fyrsti for- seti Bandaríkjanna, átti aldrei heima í Hvíta lnisinu (eða „The Mansion“, eins og það var kallað í þá daga), en liann liafði álirif á gerð þess og til- högun. Þangað til hann dó fylgdist hann með lífi og sál með hinni hæg- fara smíði forsetabústaðarins. í júní árið 1800 hafði bygginga- meistarinn, James Hoban, gert sex herbergi í liúsinu íbúðarhæf og flutti Jolin Adams forseti þá i þau. En hann kunni ekki við sig þar og flutt- ist hið bráðasta á jarðeign sína hjá Quincy í Massachusetts. Thomas Jefferson, sem var liúsa- meistari, var þolinmóðari. Hann ljet gera ýmsar endurbætur á „The Man- sion“ og gerði húsið að miðdepli i skipulagsáætlun hinnar nýju borgar, Washington. Þó að hann bærist lítið á hafði liann árum saman mikla um- gengni við Dolly Madison, sem var einskonar ráðskona á heimilinu. Hún var gift James Madison, svo að þegar hann varð forseti hafði frúin átt2 ára æfingu í því, að vera húsmóðir á lieimilinu. Þingið veitti frú Madison 1500 dollara til að gera húsinu til góða. En árið 1814 dundi ógæfan yfir. í ófriðnum við Bandaríkin komu ensk- ai hersveitir æðandi suður yfir ríkin frá Canada og tóku Washington og flýðu þá forsetahjónin, Madison og frú hans. Enska lierliðið át og drakk það sem það fann ætilegt og drekk- andi í liúsinu og kveikti síðan í því. Eldarnir átu í sig ofnu veggfóðrin og sleiktu sig upp stigann mikla, sem Jefferson liafði látið gera. Bráðlega höfðu þeir jetið gat á þakið og log- arnir teygðust hátt á loft. Hið svonefnda „áttstrenda hús“ Taylors ofursta, sem stóð skamt frá „The Mansion“ varð því næst forseta- bústaður fram til 1818. En á þeim árum var forsetabústaðurinn endur- hygður eftir gömlu teikningunum og annaðist James Hoban verkið eins og áður. Þegar Andrew Jackson varð forseti hafi Ilvíta húsið þegar lifað við- burðaríka sögu. En eftir Jackson rjeð enginn sterkur forseti liúsum í Ilvíta húsinu þangað til 1861. Það þurfti sjálfan Abraham Lincoln til þess að vekja athygli á forsetabú- staðnum á ný. Við fyrstu móttökurn- ar þar hafði vistastjóri frá New York verið fenginn til þess að framkvæma skipanir frá Lincoln en bráðlega var allri slíkri viðhöfn slept. Frúin sjálf tók aðeins á móti gestum á þriðju- dagskvöldum og kom þá kvenfólk. En forsetinn var viðstaddur siðdegis á laUgardögum til að taka í hendina á gestum. Stór-móttaka var aðeins einu sinni á ári: á nýjársdag. Annan júní 1886 gerðist sá einstæði viðburður í Hvita húsinu, að forset- inn, Grover Cleveland ljet gifta sig þar, fyrstur allra foKseta. Hann var þá fjörutiu og níu ára, en brúður hans, Frances Felsom, var 22 ára. Meðan hinn athafnaríki Theodore Roosevelt var forseti mynduðust margir nýir siðir í „Tlie Mansion" og það var ekki fyr en á hans árum, að byggingin fjekk opinberlega nafnið Ilvíta húsið. Á þeim árum var ]>að einnig, sem Hinrik prins, bróðir Wilhjálms II. Þýskalandskeisara, var gestur í Hvíta húsinu og var lionum sýnd mikil viðhöfn. Það var fyrir atbeina forsetans scin þingið veitti hundrað þúsund dollara árið 1902, til þess að end- urböeta Hvíta liúsið. Nú var það alt xlubbað upp, stækkað og fært til nýj- ustu tísku. En húsameistararnir gættu þess vel að láta hina uprunalegu mynd þess lialda sjer, eins og Iloban bafði gengið frá henni. Að frátekn- um nokkrum smábreytingum er hús- ið í dag í alveg sama liorfi eins og það var eftir viðgerðina á dögum Theodores Roosevelts. Loks kom svo annar Roosevelt, og það átti fyrir lionum að liggja að dvelja lengur í Hvítahúsinu en nokk- ur forseti á undan honum. Störfin i Hvjjtahúsinu jukust og nýr vöxtur hljóp í alt. Pósturinn til Hvíta húss- ins varð um 40.000 sendingar á dag, um það leyti sem fjöldi fólks var að fara á húsganginn og vissi ekki ann- að ráð betra en taka sjer penna í liönd og skrifa forsetanum kunn- ingjabrjef. Öllum þesum brjefum var svarað. — En Roosevelt hinn annar flytur einhverntíma. Forsetarnir dvelja um stund en fara síðan. En Hvítahúsið stendur áfram, sem mikilsverður lilutur í stjórn og tilveru ameríkönsku þjóðarinnar. Mikið af ljóma forsetaembættisins byggist á valdi forsetans, en raun- verulegt vald hans byggist á persónu þess manns, sem gegnir embættinu þá stundina. Selökróm-filmnr Seldar i næstn btið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.