Fálkinn - 25.07.1941, Blaðsíða 10
10
F Á L K I N N
VNCSSVtf
U/GNbUKNIR
Eyjan konsúlsins.
Niðurlag.
Loksins komust þeir heiin að hús-
inu. „Þetla er víst setustofan," sagði
Erlendur og gœgðist inn um einn
gluggann.
„Og hjerna er eldhúsið 1“ sagði
Viktor, sem hafði gægst. á aðra ríiðu
skamt frá. „En hvað er þetta? Þarna
logar þá á prímus, ekki sje jeg bet-
ur! Erlendur! Erlendur. Komdu hing-
að og sjáðu!.
En Erlendur benti niðureftir vell-
inum. „Líttu á. Þarna kemur ein-
hver.“ Og þetta var liverju orði
sannara. Þarna neðan frá hryggjunni,
sem var alveg eins og sú, sem dreng-
irnir höfðu lagt að liinumegin á eyj-
unni, komu einhverjir gangandi upp
að húsinu og báru stóra pinkla.
Drengirnir flýttu sjer eins og eld-
ing að fela sig undir stóru trje, en
þaðan gátu þeir sjeð, hvað mönn-
unum leið.
„Þetta eru smyglarar," sagði Er-
lendur upp úr eins manns hljóði.
„Heldurðu það? Er þjer alvara?“
sagði Viktor hræddur. Smyglarar?
Jú, auðvitað voru það smyglarar!
Smyglarar, sem liöfðu Iesið um, að
konsúlshjónin væru farin til útlanda
og ætluðu sjer nú að liafast þarna
við á meðan þau væru burtu.
Báðir mennirnir hurfu inn í lnisið
og nú var kveikt dauft ljós þar inni
i stofunni, sem Erlendur hafði talið
vera setustofuna. Og í sama bili var
gluggatjaldið dregið niður.
„Viktor!“ hvíslaði Erlendur. „Mjer
dettur nokkuð í hug. Við skulum taka
bátinn þeirra, róa heim og láta lög-
regluna vita. Smyglararnir geta ekki
komist undan á meðan.“
Nokkrum sekúndum síðar voru
drengirnir komnir að bryggjunni,
losuðu bátinn og rjeru hljóðlega frá
landi og stefndu inn að bænum.
Lögreglustjórinn rak upp stór augu
þegar Erlendur og Viktor komu til
hans lafmóðir eftir róðurinn og
lilaúpin frá bryggjunni heim til hans
og sögðu honum frá, hvað á dagana
liefði drifið. En þegar þeir liöfðu
lokið 'sögunni sagði hann: „Þetta er
talsvert merkilegt, drengir, en eruð
þið nú alveg vissir um, að ykkur
hafi ekki skjátlast?“
„Já, herra lögreglustjóri,“ sögðu
þeir báðir í senn, „við sáum þá koma
gangandi frá bátnum, hvorn um sig
með stóran böggul, og svo sáum við
síðar, að það var kveikt ljós í lnis-
inu.“
„Nú, jæja, jæja,“ sagði lögreglu-
stjórinn hægt og bítandi og þrýsti
um leið á bjölluhnapp á skrifborðinu
sínu. Eftir augnablik kom grann-
vaxinn lögreglumaður iiin til lians.
„Heyrið þjer, Ólsen,“ sagði lög-
reglustjórinn og sneri sjer að lög-
regluþjóninum, „hjerna eru tveir
drengir, vsem segja mjer heldur en
ekki lygilega sögu, en samt sem áð-
ur getum við ekki látið hjá líða að
rannsaka, livort hún er sönn. Viljið
þið Jensen og Hansen tygja ykkur
og féíra með mjer út í eyjuna kon-
súlsins. Á meðan ætla jeg að hringja
til Monsens formanns og biðja liann
um að liafa bátinn sinn tilbúinn.
Rúmu kortjeri síðar rann vjelbát-
urinn hans Monsens frá bryggjunni.
Aftur í skut sátu þeir Erlendur og
Viktor, sem höfðu fengið að fara
með.
Samkvæmt skipun lögreglustjóra
var lagst við sömu bryggjuna, sem
drengirnir liöfðu lagst við og nú
var báturinn forsvaranlega bundinn
og Monsen sjálfur látinn lialda vörð
um liann. Svo var haldið af stað.
Þegar þeir konni að liúsinu sást
enn ljós bak við gluggatjaldið.
„Verið þið nú ekki nærri,“ sagði
lögreglustjórinn við drengina, „með-
an við liinir heimsækjum gestina
þarna inni — það er ekki gott að
vita, hvernig tekið verður á' móti
okkur. Þið verðið við aðaldyrnar, 01-
sen og Jensen, en Hansen og jeg
tökum eldhúsdyrnar að okkur.“
Olsen og Jensen flýttu sjer að að-
aldyrunum, eins og þeim liafði verið
sagt, en lögreglustjórinn og þriðji
lögregluþjónninn læddust á tánum
inn um ólæstar eldhúsdyrnar. Það
átti að koma smyglurunum að óvör-
um. Drengirnir voru ekki ánægðir
með að fá ekki vera nærri. Þeir
læddust að húsinu, lijeldu niðri i
sjer andanum og hlustuðu.
Hvað var nú þetta? Var ekki skelli-
hlegið þarna inni. Jú víst, hátt og
hjartanlega. Og röddin, sem dreng-
irnir heyrðu nú, var einmitl rödd
Bömlers konsúls! Þetta voru nú
galdrar. Konsúllinn og konan hans
voru erlendis .... en samt var þetta
yöddin lians!
„Lítið þjer á, herra lögreglustjóri,“
heyrðu þeir konsúlinn segja, „konan
inin og jeg höfðum ásett okkur að
komast lijá öllu tilstandi í tilefni af
silfurbrúðkaupinu okkar á morgun.
Þessvegna stalst jeg til að biðja vin
minn, ritstjóra Þjóðviljans, til þess
að segja í blaðinu, að við hjónin
værum farin til útlanda og mundum
verða að heiman í þrjár vikur. En
svo var það meining okkar að verða
lijerna i kyrþei í þessar þrjár vikur,
meðan fólk hjeldi, að við værum
erlendis .... Við fórum með járn-
brautinni til Fjordby og vorum eina
nótt þar á gistihúsinu, en i kvöld
fengum við formann jiar til þess að
flytja okkur á bátnum sínum hing-
að. Við komum hingað eftir að farið
var að skyggja, og Ijetum róa okkur
að bryggjunni í kænunni, sem við
höfðum með okkur aftan i vjelbátn-
um. Svo fór konan mín heim til að
liita á katlinum, en á meðan hjálpaði
formaðurinn mjer til að koma far-
angrinum okkar undir þak. Jæja,
herra lögreglustjóri, svona er þessu
nú varið,- en segið mjer: hvar eru
þessir ungu „smyglaraveiðarar" yð-
ar?“
Nú var kallað á drengina inn og
nú urðu jjeir að segja alla söguna
á ný. Konsúlnum datt ekki í hug að
reiðast, l)ó að þeir liefði farið í land
á eyjunni hans. „Þarna eru þá Col-
umhusarnir", sagði liann og skellihló
svo það glumdi i öllu. Svo fór hann
með þá báða inn í útvarpsstofuna
sina og sýndi þeim leyndardóma út-
varpsins. Þetta ])ótti þeim nú merki-
legt, en ennþá betra þótti þeim liitt,
að konsúllinn sagði þeim, að þeir
mættu koma út i eyjuna eins oft og
þeir vildu.
Adamson notar kraftæfingabönd.
S k r í 11 u r.
— Skelfiny er aS sjú hárið ú þjer,
maðurl
— Jeg úiti ekki þennan túkall, sem
það kostar að láta klippa sig, svo að
jeg varð að láta duga að lúta klippa
mig fyrir krónu og fimtiu.
—- Þessu skeifu hefi jeg altaf i
hanskanum mínum. Það er lukku-
merki — jeg hefi margreynt það.
— Þegar þú hreinsar á þjer negl-
urnar, Ágúst, ætla jeg að l/iðja þig
nm að ínuna, að blómin min vantar
áburð.
— Ltttu á hann, Gunsa, þennan
háa, Ijóshœrða, með bláu augun og
litla yfirskeggið. Það er unnustinn
minn!
Útbreiðið „Fálkann"