Fálkinn


Fálkinn - 25.07.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 25.07.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N isr Þessir 6 komust lífs af: SÍK'mundur Guðbjartss. Sifrurður Ólafsson. Ingibergur Lövdal. Sigmundur Pálmason. Kiistján B. Kristóferss. Vladimiras Kuopfmileris Þrumuveður. Miljónir hestafla af orku leysast úr læðinyi við þriimu- veðrin oy enyinn mannleyur kraftur yetiir iiiið lil vjelar, sem framleiða nokkuð buí likl, bó að eðlisfræðinyarnir yeti búið lil „þruinuveður í smútim stíl“ ú rannsóknar'stofum sinum. Frh. af bls. 3. Hjer fara á cltir nöfn liinna fjórt- án manna, sem fórusl með „Heklu": Einar Kristjánsson, skipstjóri, Iteyni- inel 44, f. 23. des. 1895. Kvæntur, 1 barn. Kristján Bjarnason, I. stýriinaður, Hrefnugötu 3, f. 3. janúar 1902. Kvæntur, barnlaus. Jón H. Kristjánsson, 2. stýrimaður, Framnesvegi 56, f. 13. sept. 1911. Ókvæntur. Jón Erlingsson, 2. vjelsljóri, Karla- götu 21, f. 25. apríl 1908. Kvæntur, 1 barn. Ásbjörn Ilagnar Ásbjörnsson, aðstoð- arvjelstjóri, Brekkustíg 6 A, f. 19. janúar 1917. Ókvæntur. Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytamað- ur, Laugavegi 137, f. 5. okt. 1915. Ókvæntur. Hafliði Ólafsson, báseti, Freyjugötu 35, f. 5. maí 1894. Kvæntur, 1 barn. Bjarni Þorvarðarson, liáseti, Vestur- götu 38, f. 1. júlí 191G. Kvæntur, 1 barn. Sigurður Eiríksson Þórarinsson, liá- seti, Mánagötu 21, f. 7. nóv. 1915. Kvæntur, barnlaus. < Viggó Þorgilsson, háseti Hringbraul 132, f. 2. mars 1919. Ókvæntur. Haraldur Sveinsson, liáseti, Grundar- stíg 12, f. 30. okt. 1907. Ókvæntur. Karl Þ. Guðmundsson, kyndari, Eski- firði, f. 24. janúar 1922. Það var hann sem dó á leiðinni Iil lands. Matthías Rögnvaldsson, kyndari, Hjalteyri, f. 1. september 1915. Sverrir Símonarson, kyndari, Holts- götu 12, f. 27. sept. 1921. Einhleyp- ur, fyrirvinna móður sinnar. Iíii jjessir sex komust lífs af: Sigumundur Guðbjartsson, 1. vjel- stjóri, Túngötu 43, f. 10. ágúst 1908. Ókvæntur. Ingibergur Lövdal, loftskeytamaður, Hringbraut 78, f. 8. sept. 1921. Ókvæntur. Sigmundur Pálmason, matsveinn, Þverholt 5, f. 3. ntaí 1900. Kvæntur, 4 börn. Kristján B. Kristófersson, kyndari, Vífilsgötu 19, fæddur 9. jan. 1913. Kvæntur, 1 barn. Sigurður Ólafsson, aðstoðarmatsveinn, Baldursgötu 28, f. 5. mars 1920. Ókvæntur. Vladimiras Kuopfmileris, f. í Kiev í Ukraine 15. apríl 1916. —kvæntur. Hinn 27. f. m. lagði „Hegla“ úr „MAMMÚT-FLUGVJELAR“ BANDARÍKJANNA. Þetta er mynd af stærstu flugvjelategundinni sem framleidd er í Bandarikjunum, og kölluð eru Mammút í daglegu lali, en annars gengur undir verksmiðjuheitinu Douglas B19. Er joetta þungsprengjuflugvjel með fjórum hreyflum og vegur 82 tonn fullfermd. Er nú sem óðast verið að smiða þessar flugvjelar og eru nokkrar þeirra þegar komnar til Englands. Bretar hafa pantað fjölda af þessum flugvjelum lianda loftlier sínum. Bókaíregn. „Síldveiðar og síldariðnaður" heitir lagleg bók og nytsamleg, sem Ástvaldur Eyland Kristinsson hefir samið og gefin er út með styrk frá ýinsum aðilum, sem riðnir eru við síldarútveg, ríkisstofnunum, lilutafje- lögum og einstökum mönnum. Það var gainan að fá þessa bók. Ilún er ekki stærri en svo, (rúmar níu arkir), að enginn þarf að fælast hana þessvegna. En hinsvegar flyt- ur hún fróðleik um flesl ltað, sem við, hinn ófróði hluti þjóðarinnar í síldarmálum, höfum mest gaman af að vita. Þarna segir frá síldinni sjálfri, háttum hennar og heimkynn- um, að svo miklu leyti sem það er kunnugt. En næst kemur yfirlit um síldveiðar hjer og erlendis, bæði sögulegt og um leið lýsing á hinum- mismunandi veiðiaðferðum, en um þær veit mikill meiri hluti harla lít- ið, og kemur eins og álfur úr hól þegar blöðin eru að tala um herpi- nót, reknet og því um líkt, hvað þá að fólk viti hvaða veiðiaðferð á við í hverju sjerstöku tilfelli og á liverri árstíð. Þá tekur næst við lengsti kafli bókarinnar, um saltsild. Er þar sagt gjörla frá mismunandi verkunarað- ferðum síldarinnar, en allar bygjast þær á söltun, jió að heitin verði ým- isleg á framleiðsluvörunni. Er þessi kafli að ýmsu leyti fróðlegaslur, enda ér hann itarlegastur. Þar segir og frá 'síldarsölu og löggjöf um af- rakstur liins opinbera af síldveiðun- um. Fjórði kaflinn er um sildariðn- aðinn: bræðslu síldarinnar í verk- smiðjunum og framleiðslu síldarlýs- is og síldarmjöls. Þessi kafli hefði gjarnan mátt vera talsvert ítarlegri og greina les. gjörr frá tilhögun nýtísku síldarverksmiðju og umbreyt ingu sildarinnar, frá því lnin kemur í þróna og liangað til hún er komin i mjelpokann eða olíugeymirinn. Hinsvegar segir þar greinilega frá cfnasamsetningu síldarinnar og frá markaðsskilyrðum og framleiðslu síldariðnaðaarins hin síðustu ár. Hjer er um að ræða eina stóriðnað- inn, sem rekinn er i verksmiðjum hjer á Iandi og þá framleiðslu, sem undanfarin ár hefir hjargað jijóð- inni frá vandræðum, svo að henni er ekki skammlaust að vita nokkur deili á þessari stórmcrkilegu og á- ríðandi atvinnugrein. Iiftir að liafa lesið bókina er sá ekki alls ófróður um síld og síldar- útveg, sem lesið hefir með eftirtekt. Þvi að það er furðu mikið og margt, sem liöf. hefir tekist að segja frá i ekki lengra yfirliti. Nokkrar myndir og teikningar (m. a. alhnörg línurif) fylgja textanum, til glöggvunar. Þessa litlu bók ættu sem flestir að lesa, ef þeir láta sig nokkru skifta þann atvinnuveg þjóðarinnar, sem orðið hefir dropadrýgstur síðustti árin. Selókróm-filmur Seltlar i næstn hiíd Útbreiðið „Fálkann"

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.