Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 gat ekki gift sig, látið skírast, ekki dáið — nema með þvi að borga liús- bóndanum fyrir. Veiði og fiskrjett- indi voru eign liúsbóndans. Bóndinn varð að taka því þegjandi l>ó að veiðidýr spiltu ökrum lrans. Hann varð að sætta sig við að ljensherr- ann svæfi hjá konu hans og dætrum brúðkaupsnóttina. Og refsingar þær sem liann fjekk fyrir litlar eða eng- ar yfirsjónir voru grimmilegar. Allar miðaldirnar eru megn and- úð gegn ijensherravaldinu. Hún kem- ur fram í ýmsu, m. a. göldrum, villu- trú og berum uppreisnum. í byrjun 16. aldar voru þrír aðalflokkar í liverju þjóðfjelagi: kaþólskt íhald, sem vildi láta alt vera í sama horf- inu. Þar voru margir furstarnir, hinn ríkari aðall, prestarnir og hroddborgararnir í bæjunum. Borg- araleg hægfara umbótastefna, sem flyktist um kenningar Lúters. Það var lágaðallinn, borgarar og sumir furstarnir, sem gerðu sjer von um að verða ríkir, er eignirnar yrðu teknar af kirkjunum. Loks var hinn eiginlegi öreigaflokkur, bændurnir, sem voru byltingarsinnaðir, eins og kom fram i bændastyrjöldinni miklu í Þýskalandi. Það var samskonar hreyfing, sem Skipper Klement kom af stað í Danmörku. — — Árið 1517 hóf Lúter bar- áttu sína gegn kaþólsku kirkjunni með því að fest upp 95 setningar sínar í Wittenberg. Á þeim tíma var lireyfing hans ekki komin í neitt fast mót. Fyrst var að sameina alla l)á ánægðu gegn rómversku kirkjunni. Lúter var mjög ofsafeng- inn í baráttii sinni framan af. „Mað- ur verður,“ segir liann „að ráðast á þessa skaðlegu menn, sem eitra all- aji heiminn og gera enda á þeim, ekki með orðum heldur vopnum .... Hversvegna ráðumst við ekki á þessa skaðlegú kennara siðspilling- arinnar, páfa, kardinála og biskupa og alt úrþvætti hinnar rómversku SÓdóma með allskyns vopnum og þvoum ekki hendur vorar úr blóði þeirra?" Þetta er annar Lúter en sá, sem nokkru síðar afneitar bænda- uppreisninni ákveðið og vill aðeins útbreiða orðið með „friðsamlegu móti.“ En eldingunum sem Lúter slengdi frá sjer sló niður og þýska þjóðin vaknaði. Boðskapur Lúters um kristi- legt frelsi var herör almennrar upp- reisnar. Bændur hjeldu að nú væri sá dagur kominn, að þeir gætu gert upp reikningana, ekki aðeins við klerkdóminn lieldur líka áþján að- alsins. Borggrar og sumir aðals- menn hölluðust líka að Lúter og hann varð að velja um hverja hann vildi hafa. Lúter, sem var orðinn prófess- or í Wittenberg og alt í einu fræg- ur maður, var undir vernd kjör- furstans af Saxlandi. Hann var ekki í vafa um hvar hann ætti að lialla sjer að. Hann afneitaði bændunum og hallaði sjer að borgurunum og aðlinum. Hann át í sig stóryrðin um vopnabaráttu og fór að prjedika neikvæða andstöðu — friðsamlega þróun. Það var guðfræðidoktorinn Tomas Múncer, sem hjelt áfram stóryrð- um Lúters og æsti fólkið til vopn- aðrar uppreisnar gegn páfakirkunni. Hann hjelt að þúsund ára rikið væri í nánd, taldi ókyrðina eigi aðeins fyrirboða siðaskifta heldur alveg nýrra þjóðfjelagsumbóta. Hann neit- aði óskeikulleika biblíunnar. Bók- stafurinn mátti ekki kæfa andann, skynsemin var grundvöllurinn, sem bygt skyldi á. Hejlagur andi var samkvæmt skýr- ingu lians ekki annað en skynsem- in. Himinínn var ekki liandan við dauðans dyr heldur í þessu lífi. Enginn djöfull var til nema í mann- inum sjálfum. Kristur var maður, spámaður og kennari og kvöldmál- tíðin aðeins helgisiður en ekki yfir- náttúrleg. Hann heimtaði að þjóð- fjelagið væri án stjetta, án ríkis- valds og viðurkendi ekki eignarrjett einstaklingsins. All land og vinna átti að vera sameiginlegt. Til þess að koma þessu í framkvæmd stofnaði hann leynifjelag og gaf út fjölda áróðursrita. Lúter taldi Múncer í fyrstu samherja sinn en síðar varð fjandskapur með þeim. Skrifaði Lút- er furstunum í Saxlandi brjef þess efnis, að Múncer væri máltól djöf- ulsins og bað þá um að berja liann niður. Og Múncer sendi Lúter ó- þvegnar kveðjur í staðinn. Öldina áður höfðu smávegir upp- þot orðið víðsvegar í Þýskalandi og má þar einkum nefna uppreisn Paukers í Franken 1475 og byltinga- fjelagið „Bundschuh“ við Rín. Þetta gróf um sig. Bændur risu allstaðar gegn kúgurunum og uppreisnir urðu í Swaben, Austurriki, Tyrol og Elsass. Aðalsmennirnir voru reknir á flótta og hallir þeirra brendar. Árið 1525 náði þessi ókyrð hámarki og ýmsir lágaðalsmenn svo sem Götz frá Berl- ichingen gengu í lið með bændum. Allstaðar var þetta trúarleg og vers- leg bylting i senn, en nú sncrist Lúter gegn uppreisnarbændunum og gaf út ritið „Gegn hinum myrðandi og rænandi bændum“ og hvatti að- alsmenn til að „berja þá niður eins og óða hunda. Merja þá, kæfa þá, leynt og ljóst,“ skrifaði hann. Að- alsmennirnir máttu enga miskunn sýna, umfram alt. Þeir gerðu það heldur ekki. Upp- reisnin var bæld niður með dæma- fárri grimd. Foringjarnir voru bein- brotnir, brendir lifandi og píndir á annan hátt. Stærsta bylting Þýska- lands kafnaði í sínu eigin blóði. Alls voru um 200.000 bændur brytj- aðir niður og augu stungin úr þús- undum, nef skorin af mörgum o. s. frv. Það voru siðiskiftin sem líka ýttu undir politískar rjettarkröfur i Dan- mörku. í Greifastriðinu, þegar aðall og borgarar börðust urn Danmörku varð jarðvegurinn búinn undir upp- reisn bændanna. Skipper Klement var ungur sjóliðsforingi, sem í sept- ember 1525 gerði uppreisn með tveimur herskipum, i þeim tilgangi að berjast fyrir Kristján II. sem sat í fangelsi. Bændur töldu Kristján vinveitan sjer. Þetta var einmitt sama árið, sem „eitur siðaskiftanna læstist gegnum Jótland“, eins og Povl Helgesen skrifaði. Skipper Klement sigldi skipum sínum i viking nokkur ár og á freifastríðstímunum lenti liann i laborg, 14. september 1534, og fylktust bændur á Vendilskaga þeg- ar að honum. Herrasetrin norðan Limafjarðar voru lögð í ösku. Stig- ur Krumpen biskup varð að fela sig í bakaraofni en bændur tóku fjórar jarðir sem hann átti og frilla hans, Elísabet Gyldenstjerne, „týnd- ist“ í sviftingunum. Bændur tóku og Börglum-klaustur og fjölda herra- garða. Uppþotið breiddist suður eft- ir Jótlandi og nú söfnuðu aðals- menn liði undir forustu Eriks Bann- ers og Holgers Rosenkrants í Árós- um en þeir biðu ósigur og Roseii- krapts fjell ásamt mörgum aðals- mönnum en suinir voru liandteknir. Bændur brendu flest aðalsmanna- setur kringum Jftanders og Hobro og virtust nii horfur á, að hinn ný- kjörni konungur, Kristján III., mundi vehða að liröklast frá völdum. Um þessar mundir var Johann Rantsau i ófriði við Lybikumenn. En er þeir sömdu frið sneri Rantsau öllum her sínuin til liðveislu við aðalsmenn og rak bændaherinn á flótta við Varde og tók Ringköbing en daginn eftir Holsterbro og Vi- borg, en þar hafði Skipper Klement liaft aðalstöðvar. 17. des. kom Rant- sau til Álaborgar og drap alla borg- arbúa sem til náðist og ljet sveina sína ræna bæinn. Klement flýði en bóndi einn framseldi liann til Rant- sau og fjekk búgarð að launum. Var Klement nú settur i dyblissu i Flens- borg og síðan fluttur stað úr stað og limlestur og pindur til sagna uns hann var tekinn af lífi á Vje- bjarnaþingi 1536 og líkið brytjað í fernt og sett á steglur, en liausinn á blýstjaka og. blýkóróna á, honurn til háðungar. í 49 hjeruðum mistu bændur allan rjett til jarðeigna. Sem uppreisnar- menn voru þeir sekir um dauða- Frh. á bls. 13. Uppreisnarbœiuiur umkringja aðalsmann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.