Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 6
G
FÁLKINN
LITLA SAG AN. —
J. II. Rosny:
SUSANNA LITLA.
|EG sá Súsönnu litlu nálægt tiu
** sinnum á ári. Hún átti heima hjá
Clementínu frænku minni en þar
hafði eini maðurinn sem iifði af
hennar ætt komið henni fyrir —
gamall, gigtveikur og brjóstþungur
frændi. Hún var 12—13 ára gömul
þegar jeg tók eftir henni í fyrsta
skifti.
Hún liafði stór, spyrjandi augu
og feiknaþjett og mikið liár og var
þetta liennar eina prýði. Handlegg-
irnir voru mjóir eins og njólar,
hálsinn langur og magur, fæturnir
lygilega grannir og kinnarnar litlar
og sognar. En þrátt fyrir útlitið
þótti mjer mjög vænt um Súsönnu
litlu og hún endurgalt það með vöxt-
um og vaxtavöxtum. 'Hún var ein-
staklega góð í sjer, ofurlítið afbrýð-
issöm, nokkuð einþykk, en samt geð-
feld telpa; hún var ein þeirra, sem
ckki lætur vináttu sína bregðast.
Þegar jeg heimsótti Clementínu
frænku í litla sveitahúsinu hennar
vjek Súsanna aldrei frá mjer, hún
eíti mig hver sem jeg fór. Hún ark-
aði áfram eins og úlfshvolpur og
]ji eyttist aldrei. Það var jeg sem
þurfti stundum að hægja á mjer á
heimleiðinni.
Þessar göngur voru einkar skemti-
legar. Súsanna litla kunni ósköpin
öll af liindurvitna- og helgimanna-
sögum og hafði hugmyndaflug til
að geta sagt þær skemtilega. Hve
oft hefi jeg setið á trjedrumbi og
hlustað á spaugilegar og sundurlaus-
ar frásagnir hennar.
Árið 1892 varð jeg alvarlega ást-
fanginn af Bertu Clairfons. Hún var
há og frið stúlka með fjólublá augu,
og hafði tekið mig fram yfir tvo
aðra biðla. Skömmu fyrir trúlofun-
ina sagði jeg Clementínu frænku
frá áformi mínu.
Og jeg varð ekki lítið hissa er
frænka min kom í heimsókn til mín
tveimur dögum síðar ásamt Súsönnu
litlu, ekki sist af því að' frænka
hafði ekki farið að heiman í síðast-
liðin fimtán ár.
— Þú skalt ekki halda að það sje
jeg, sem er að heimsækja þig, held-
ur er það telpuanginn hún Súsanna.
Mjer var ómögulegt að halda i hana,
.... það er eins og hún sje orðin
djöfulóð ....
— Já, jeg má til að tala við yður,
sagði Súsanna .... — og um mjög
alvarlegt mál ....
Jeg horfði á þessa tryggu kunn-
ingjastúlku mína og lá við að fara að
ldæja. En þá tók jeg eftir einhverju
svo einkennilegu í augunum á henni
að jeg þagði.
— Jeg þarf að tala við yður, sagði
hún ágveðin..
Jeg ætlaði að ypta öxlum cn ein-
beittur vilji litlu kunningjastúlkunn-
ar minnar virtist hafa fengið vald
yfir mjer, og að vörmu spori vorum
við komin á eintal. Hún beið ekki
eftir því að jeg spyrði heldur sagði
hún með fastri rödd, um leið og
hún strauk fellingarnar úr kjólnum
sinum:
— Jeg er komin til að tala við
yður um trúlofun yðar. Jeg læt
yður vita, að jeg hefi á móti þessum
ráðaliag ....
— Nei, er það satt? sagði jeg
háðslega.
— Já, hjelt lnin áfram .... jeg er
á móti honum af hug og sál. Jeg
þekki þessa löngu daðursdrós ....
jeg hefi verið með lienni í sex vikur
samfleytt einu sinni þegar lnin var
i sveitinni rjett hjá okkur. Hún er
ekki einnar tóbakspípu virði! Hún
er mesti sjergæðingurinn á jarðríki
.... og hún gerir yður óhamingju-
saman. Jeg vil ekki hafa að þier
giftist henni!
—- Viltu það ekki, Súsanna, sagði
jeg og var eiginlega frennir forviða
en reiður. Skelfingar bjáni ertu Sús-
anna mín.
— Nei, það er jeg ekki, það eruð
þjer sem eruð bjáni! Ef þjer bind-
ist þessari stúlku er það ekkert betra
en þó að þjer gæfuð þorpara aleigu
yðar. Og jeg hefi ákveðið að það
skuli ekkert verða af þessu .... og
það verður ekkert af því!
Hún liafði staðið upp og þramm-
að fram og aftur um gólfið eins og
æst ljón; stundum nam hún staðar
fyrir framan mig og starði á mig
leiftrandi augum.
— Jæja, sagði jeg, ergilegur og
forviða i senn .... svo það verður
ekkert af því! Það sýnist svo sem
þú haldir að þú ráðir einhverju
um þetta.
— Já, það geri jeg nefnilega!
sagði hún áköf .... Ef þjer giftist
þessari sjergóðu drós .... þá ætlar
liún Súsanna litla að fyrirfara sjer.
Æ, hlæið þjer ekki — mjer er. blá-
köld alvara!
Það fór um mig skjálfti. Jeg hafði
þekt járnvilja þessa barns nokkur
ár og jeg skildi, að þetta var ekki
aðeins hótun. Jeg hætti l)ví að svara
henni eins og barni og rödd mín
var hvorki kaldhæðin nje nöpur
þegar jeg sagði:
— Hvaða rjett þykist þú hafa til
að skifta þjer af mínum högum?
— Jeg þykist liafa rjett til þess
af því að mjer þykir vænt um ýður.
Það gerir ekkert til þó jeg verði
óhamingjusöm en jeg líð ekki að
þjer verðið óhamingjusamur.
— Þetta er firra! hrópaði jeg. —
Þú ert gengin af göflunum. Hvernig
ætti það að ske, að þú yrðið ó-
hamingjusöm þó að jeg gifti mig?
— Af því að jeg hefi hugsað mjer
að verða konan yðar.
— Þetta er nú enn vitlausara en
alt hitt! sagði jeg .... þú ert ekki
nema tólf ára, Súsanna litla ....
og svo .... og svo ....
— Og svo er jeg svo ljót! Hahlið
þjer að jeg viti það ekki. En það
gerir ekkert til. Jeg er komin í þenn-
an heim til þess að láta mjer þykja
vænt um yður og til þess að yður
þyki vænt um mig og jeg geti gert
yður hamingjusaman. Bíðið þjer í
fimm ár .... og svo skuluð þjer sjá!
Hún talaði með svo miklum hita
og lirifningu að liún var beinlínis
sannfærandi. Jeg reyndi að róa hana
og koma fyrir hana vitinu, en það
var árangurslaust. Hún sat við sinn
keip og liótgði að fyrirfara sjer.
Clementína frænka og Súsanna
fóru heim í einveruna. Jeg reyndi að
verða rólegur eftir þetta uppþoþ en
tókst það ekki nema að nokkru leyti.
En jafnframt fanst mjer eins og hula
færi af augunum á mjer. Áður hafði
jeg aðeins sjeð alla kosti Bertu en
nú fór jeg að gefa henni nánari gæt-
ur. Og gallarnir, sem Súsanna litla
hafði bent á, urðu ávalt stærri og
stærri og jeg var nú ekki lengur í
vafa um, að Berta var sjergóð og
harðbrjósta, þrátt fyrir fallegu aug-
un. Allur töfraljóminn hvarf af
henni eins og i einni svipan og nú
leit jeg liana víst í líku Ijósi og jeg
mundi liafa sjeð hana að loknum
hveitibrauðsdögunum. Ást min kóln-
aði og hvarf smátt og smátt og jeg
sá fram á, að jeg átti ekki annars
úrkostar en að liverfa á hrott sem
skjótast. Jeg rauf trúlofunina og fór
á burt.
Fimm ár voru liðin. Mjer hafði al-
drei dottið gifting í hug siðan. Tvisv-
ar á ári heimsótti jeg Clementínu
frænku og Súsönnu. Eftir að jeg
sagði Bertu upp hafði Súsanna sent
mjer miða og lýst ánægju sinni yfir
ráðabreytninni, en siðan liafði liún
aldrei á þetta minst. Við gengum um
engi og skóga eins og i gamla daga
og jeg hafði gaman af að heyra hana
segja frá. Jeg tók eftir hvernig hún
breyttist og hugsaði með mjer: Getur
það hugsast að hún verði falleg?
En hún varð ekki falleg. Hún
tognaði, en hún þreknaði ekki nje
varð blómlegri i kinnunum. Þegar
luin var seytján ára fór jeg til aust-
urlanda til þess að sjá með eigin
augum hvort pyramídarnir væru eins
stórfenglegir og orð var á gert eða
Jerúsalem væri tilkomumikil borg.
Jeg er nú á þeirri skoðun, að ferða-
fólk geri ávalt of mikið úr því sem
það sjer. Að minsta kosti var jeg
lítið lirifinn en mikið þreyttur þeg-
ar jeg kom heim um vorið og fór
að liugsa um, hvort jeg ætti ekki að
gifta mig og stofna heimili.
PetEr CDrnElíus.
1865—1934.
Það liefir stundum verið um mikla
söngvara svipað og kvikmyndastjörn-
urnar, að þeir liafa „fundist" liingað
og þangað og við hin óhklegustu
störf, eða verið „uppgötvaðir“, eins
og það er stundum nefnt. Þeir liafa
þá verið búnir að eyða mörgum ár-
um og jafnvel áratugum lil náms og
starfa, sem ekkert liafa ef til vill átt
skylt við hlutverk það, sem þeim
var ætlað í lífinu, og margir þeirra
sennilega aldrei látið sjer í hug
koma, að þeir myndu nokkurntíma
verða frægir menn, — en frægðin
staðið álengdar glottandi að heimsku
þeirra.
Þannig var þetta um Peter Corn-
elius, hinn fræga og ágæta hetju-
tenór Dana. Hann var fæddur 4.
jan. 1805 og uppalinn i sveit, —' á
Lerbjerggaard skamt frá Fredens-
borg og honum var ætlað að fást við
landbúnaðarstörf. Honum var komið
fyrir til náms í mjólkurbúi, skömmu
eftir fermingu og skyldi hann læra
til lilýtar alt það, sem að meðferð
mjólkur lýtur, verða „Mejerist“, eins
og það er nefnt á dönsku. En ekki
undi /Cornelius því til lengdar. Hann
vildi komast til höfuðborgarinnar.
Og til Kaupmannahafnar komst
hann, liðlega tvítugur, og gerðist
þar fyrst einskonar „lijálpar-kokk-
ur“ í hóteleldhúsi og undi því þó
ekki heldur þegar til kom, þvi að
hann vildi helst sjá meira og fleira
af „lífinu“ en tækifæri gafst til í
eldhúsinu. Og svo komst hann fram
til fólksins og bar því matinn í stað
þess að búa hann til, — og var
miklum mun ánægðari með sitt hlut-
skifti. Siðast var hann þjónn á „á
Porta“ gildaskálanum, sem margir
íslendingar kannast við, — við
kóngsins Nýjatorg. Og mjer er sem
jeg sjái hann þar, þann stóra og
þreklega mann, strunsa á milli borð-
Einn dag siðdegis, í apríl, sat
jeg heima hjá mjer í þessum huðleið-
ingum þegar drepið var á dyrnar
já mjer. Þjónninn kom inn með nafn-
spjald og rjett á eftir kom liá og
grannvaxin stúlka inn, með hárið
sett upp í hnút í lmakkanum. Augu
hennar Ijómuðu eins og þúsund
stjörnur og jeg þekti undir eins
augnaráðið, sein í senn var við-
kvæmt og skipandi. Hinsvegar þekti
jeg ekki mjúkar og fallegar kinnarn-
ar og rjóðar varirnúr.
Þegar ung og falleg stúlka kemur
á rjettri stund kenuir von og liam-
ingja með henni. Nú kom hún eins
og hún væri kölluð. Jeg horfði töfr-
aður á hana og hrópaði:
— Er sem mjer sýnist — ert þetta
þú, Súsanna?
— Já, það er jeg, svaraði hún með
klukkulireinum hlátri. — Mjer fanst
orðið mál til komið að jeg kæmi.
Af svip liennar Ijómaði gamla
hreinskilnin og einurðin og svo hjelt
hún áfram, án þess að fara hjá sjer:
— Nú fanst mjer orðið að jeg væri
ekki Ijót .... og nú gæti jeg kanske
gert þig hamingjusaman. Þessvegna
kom jcg.
Hún stóð rjett hjá mjer og rjetti
l'ram silkimjúka liöndina.
Ástin svall í brjósti mjer og jeg
fann að sú ást mundi aldrei jiverra.
Að dagurinn sem Súsanna yrði kon-
an mín hlyti að verða fegursti dag-
ur æfi minnar.
anna, með bakka í báðum höndum
í liáa lofti, brosandi til hægri og
vinstri sínu breiða brosi — og
löðursveittan, — því að altaf var
Gornelius sveittur. Tónlistarmenn og
leikarar voru lieimagangar í „á
Porta", og Cornelius varð brátt
kunnugur ýmsum þeirra. Stundum
var þar glatt á hjalla i þessum hóp,
eftir lokunartíma, og það vildi þá
til, að Peter tæki af sjer þjónsgrim-
una og leyfði sjer að vera maffur
eins og hitt fólkið, — og „tók þá
lagið“. Og þannig vildi það til að
hann „fanst“, eða öllu lieldur að
einhverjir þessara listamanna hjálp-
uðu honum til að finna sjálfan sig.
Cornelius liafði fádæma mikla rödd
og fagra, og þegar búið var að sann-
færa liann um það, af mönnum sem
hann treysti, að hann myndi geta
átt glæsilega framtið fyrir sjer sem
söngvari, fleygði hann svuntunni og
pentudúknum fram i eldhús og fór
að læra. Kennarar hans í Kaup-
mannahöfn voru þeir Nyrop og
Rosenfeld, en síðar stundaði hann
söngnám bæði í París og Berlín.
Það var þröng í konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn, þegar
„þjónninn á „á Porta““ söng þar í
fyrsta skifti (22. maí 1892). Margir
könnuðust við hann í sjón og marga
kunningja átti hann og mikil var
eftirvæntingin. En Cornelius brást
ekki vinum sínum og þeim, sem
livatt höfðu liann til að leggja inn
á þessa braut, og hann var hyltur
þetta kvöld svo, að alt ætlaði um
koll að keyra. Söng hann þá tóreadór-
hlutverkið í „Carmen“. Söng hann
síðan i kgl. leikhúsinu nær óslitið
i þrjá áratugi og tveim árum betur.
Árið 1924 hætti hann að syngja, enda
var hann þá farinn að bresta þol,
þó af miklu væri að taka.
Þeir störfuðu lengi samtímis við
leikhúsið, Herold og Cornelius og
bar eklci á öðru en að vel færi á
með þeim og að livor hjeldi sínu.
Frh. d bls. 11.
Theodor Árnason
Merhir tónsnillingar lífs og liðnir: