Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
KROSSGÁTA NR. 398
Lárjett. Skýring.
1. borg í Rússlandi, 7. mynniö, 11,
stafir, 13. barnablaðið,15. limur, 17.
gler, 18. erfiði, 19. samtenging, 20.
ríki, 22. frumefni, 24. forsetning, 25.
kraftar, 26. hristast, 28. brúkað, 31.
jurt, 32. kennimerki, 34. eldsneyti, 35.
vatni, 36. aftur, 37. klaki, 39. hvá-
yrði, 40. handlegg, 41. raftæki, 42.
konungur, 45. hreyf, 46. mynt, 47.
sagnmynd, 49. hljóð, 51. rúm, 53.
Indíána, 55. vökva, 56. skemmdar,
58. stráum, 60. drykki, 61. flugur, 62.
reið, 64. flýtir, 65. skammstöfun, 66.
ílát, 68. goðum, 70. viðureign, 71.
ófeitt, 72. menn, 74. drepa, 75. vesæll.
Lóðrjett. Skýring.
1. gjafir, 2. tala, 3. vökvi, 4. mann,
5. heiður, 6, hæfur, 7. keyrðum, 8.
pólsk á, 9. greinir, 10. tappi, 12.
dugleg, 14. kind, 16. spilið, 19. fórn-
argjöf, 21. skelin, 23. höfuðborg, 25.
hvetja, 27. forsetning, 29. jökull, 30.
bor, 31. gull 33. ár, 35. veður, 38. af-
brot, 39. krókur, 43. hróp, 44. lirósi,
47. landsvæði, 48. masa, 50. guð, 51.
býli, 52. frumefni, 54. ung, 55. vegna,
56. ólykt, 57. renna, 59. tignarmerki,
61. fyrirbrigði, 63. tré, 66. veisla, 67.
skel, 68. mjólkur, 69. meiðsli, 71.
titill, 73. mynt.
LAUSN KROSSGÁTU NR.397
Lárjett. Ráðning.
1. torfa, 7. Hólar, 11. ærnar, 13.
pólar, 15. ró, 17. ásum, 18. élið, 19.
ið, 20. flý, 22. að, 24. ið, 25. áli,
26. Agla, 28. ilmað, 31. glöð, 32.
Adua, 34. áin, 35. sónn, 36. Una, 37.
fæ, 39. op, 40. agn, 41. strásykur, 42.
for, 45. að, 46. ar, 47. möl, 49. raun,
51. föl, 53. tröð, 55. æfum, 56. mágar,
58. árum, 60. SIS, 61. ey, 62. of, 64.
gný, 65. in, 66. byrl, 68. ósár, 70. ar,
71. varta, 72. Maron, 74. gráða, 75.
iðnin.
Lóðrjett. Ráðning.
1. Torfa, 2. ræ, 3. frá, 4. ansa, 5.
örm, 6. spé, 7. hlið, 8. óað, 9. LR, 10.
roðið, 12. auði, 14. ólið, 16. ólgan,
19. ílöng, 21. ýlda, 23. smiðshögg,
25. álna, 27. au, 29. lá, 30. an, 31. gó,
33. aftan, 35. spurt, 38. ærð, 39. oka,
43. orfin, 44. raus, 47. mörg, 48. öð-
una, 50. um, 51. fá, 52. La, 54. rá,
55. æsing, 56. myrt, 57. rosa, 59. mýr-
in, 61. eyra, 63. fári, 66. bað, 67. lap.
68. óma, 69. roð, 71. vá, 73. NN.
BÆNDAUPPREISNIN.
Frh. af bls. 5.
hegning, en það þótti of viðurhluta-
mikið að brytja niður bændur úr
heilu amti, og voru því ekki drepin
nema nokkur hundruð, en hinir urðu
að borga liöfuðlausn, í peningum
eða búfje, auk þriggja lóða af silfri.
Voru þeir nú rjettlausir og aumari
en nokkru sinni áður.
En lengi eftir þetta var mikil ólga
í fólki á Vendilskaga. Minning
Skipper Klements lifði lengi. Menn
mintust hans sem frelsishetjunnar.
Ekki vita-menn framar hvernig hann
hefir litið út, þvi að engin mynd er
til af honum. Sendiherra frá Dansig,
sem sá liann í kjallarafangelsinu í
Flensborg, segir að liann hafi litið
út sem úlfur í fangelsi. Á safninu i
Randers er enn til sverð hans, sem
var afar stórt. Og í Álaborg hefir
verið reist likneski hans.
Svona liughreystu þau hann öll 'þrjú og
sýndu saniúð og áhuga. Þau voru lionum svo
nákomin og samúðarfull, alveg eins og eng-
in snurða liefði hlaupið á þráðiún síðan hann
kom lieim frá Englandi.
Það var alstirndur himinn þegar Bertel
gamli spenti liestinn fyrir vagninn til að
aka fóstursyni sínum til Wilhelmstad. Þeir
töluðu ekki mikið saman á leiðinni. En í
huga Walters börðust hinar andstæðustu til-
finningar þarna í kvöldkyrðinni.
„Þó að þú græddir miljónir ])á vrðir þú
aldrei gæfusamur maður,“ lmgsaði hann
með sjálfum sjer.
Ó, að hann hefði ekki hagað sjer svona
fávíslega. Hversvegna ljet hann stjórnast af
ástríðunum í stað þess að lilýða rödd hjarta
síns? Þvi að þrátt fyrir alt var það Ingibjörg
ein, sem átti heima í hjarta hans. 1 tóm-
stundunum leitaði hugur hans altaf til henn-
ar — til þessarar perlu, sem hann hefði
getað náð í ef liann hefði rjett út hendina,
en sem hann liafði gengið fram hjá í blindni.
Mynd Edelgard litaðist upp í hugskoti hans,
og honum varð það æ Ijósara og ljósara, að
lnin var ekki annað en fölsk daðursdrós. Og
hann fann sjálfur, að hann var aumkunar-
verð rola.
Alt í einu hrökk hann við og tók i hand-
legginn á frænda sinum. Amrum tók i taum-
ana og ljet hestinn hægja á sjer. Álútur mað-
ur kom rambandi á móti þeim. Það var Pjet-
ur Tönning. Hann bauð gott kvöld, með hásri
brennivínsrödd.
Bertel Amrum muldraði i hálfum hljóð-
um:
„Nú hefir hann drukkið upp vikukaupið
sitt einu sinni enn, og verður að svelta alla
vikuna. Ræfillinn! Og þó var sú tíðin einu
sinni, að hann hefði getað orðið að manni.“
„Já, ræfillinn!“ Orðin endurómuðu í
Walter. Hver gal sagt nema hann yrði ein-
hverntíma eitthvað þessu líkt? Það lá eins
og mara á sál hans, einskonar grunur um að
liann ætti einhverja skelfingu yfir höfði sjer.
Eða var þetta kanske forboði byrjandi sjúk-
dóms ?“
Amrum bóndi ljel vagninn nema staðar
við verksmiðju Detlefsens. Um leið og hann
kvaddi Walter minti liann hann enn einu
sinni á, að „bíta á jaxlinn“. Svo sneri hann
vagninum og ók til baka. Hófaskellir hests-
ins lieyrðust svo einkennilega vel í nætur-
kyrðinni. Walter stóð hljóður og hlustaði á,
og gekk siðan niður að höfninni.
Nú þyknaði í lofti og stjörnurnar hurfu
fvrir svörtum skýjum. Nokkur göluljós
glórðu i þokunni, eins og gegnum tár. Við
og við brá manneskju fyrir, geispandi varð-
manni eða sjómanni á leið til skips eða nátt-
hröfnum á forboðnum slóðum. Utan af
sjónum heyrðust hásir blástrar þokulúðr-
anna og taktfast áraglamm fiskibátanna,
sem voru að koma að úr róðri. Þarna kom
skip að, fyrir fullum seglum og svo eimskip
lögðu að hafnarbakkanum.
En „Friðrik Wilhelm“ kom ekki.
Morguninn eftir hljóp Walter niður að
höfn á nýjan leik, án þess að liafa sofið dúr
um nóttina. Nú var öðruvísi umhorfs — nú
hlikaði sólin í öldunum, þarna var ys og
þys og fjöldi af skipum lá við hafnarbakk-
ana.
Walter fór inn á skrifstofu eimskipafje-
lagsins og spurði hversvegna „Friðrik Wil-
helm“ væri ekki kominn. Og nú var honum
sagt, að skipið mundi ekki koma fyr en eftir
viku, því að það liefði orðið fyrir vjelabilun
og orðið að fara til Dover og lægi þar.
Þetta þótti Walter ekki góð tiðindi. Hann
hafði gert ráð fyrir því statt og stöðugt, að
skipið kæmi í síðasta lagi í dag, og Haraldur
kæmi með peningana. Walter hljóp lieim í
Verksmiðjuna í von um, að ef lil vill væri
komið símskeyti frá Haraldi. Úr því að hann
kæmi ekki heim á tilsettum tíma gæti hann
sent peningana símleiðis. En þar var hvorki
brjef nje símskeyti og það kom ekki heldur
með síðari brjefburðum um daginn.
Walter hafði ekki stundlegan frið allan
daginn. Honum skildist það betur og betur,
að Haraldur mundi ekki hafa fengið pening-
ana. Og honum var svo órótt, að hanrt gat
ekki fest liugann við störfin og ekki haldið
kyrru fyrir. Hann fann sjálfur, að fólkið í
verksmiðjunni sá að hann var annars hugar
og veitti honum athygli. Og hann gat ekki
horft framan í nokkurn mann og því siður
talað við fólkið. Hugur hans var í uppnámi.
Pfeningana! Peningana . . . . ! Hvar átti
hann að fá peningana?
Hann njeri hendurnar í örvæntingu. Lík-
ast til hafði John Barkley, þegar til átti að
taka, neitað að trúa hinum ljettúðuga vini
sinum fyrir svona miklum peningum, eða
sett skilyrði, sem Haraldur gat ekki gengið
að. Og nú sat Haraldur að öllum líkindum
i London — i jafnmikilli örvæntingu og
Walter var.
Walter stundi liátt. Hann gat ekki talað
við nokkurn mann — ekki trúað neinum
fyrir áhyggjum sínum. Þetta var í rauninni
ekki leyndarmál hans sjálfs heldur leyndar-
mál Haralds. Það var heiður Haralds sem
var i veði. Hann sá nú, hve mikið glapræði
hann liafði drýgt, að taka peningana trausta-
taki. Árangurslaust reyndi hann að finna til-
tæki sínu afsökun og málsbætur — að hann
hefði gert þetta til þess, að forða besta vini
sínum frá að drýgja sjálfsmorð og steypa