Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N EIRÍKUR BJARNASON. Frh. af bls. 3. löngu viðurkendur hinn mesti hag- leiksmaður, sem til er í þessari grein. Hversdagslega lætur Eiríkur Htið yfir sjer; hann er maður starfsins og heimilisins fyrst og fremst. Hann hefir lítt liaft sig frammi í opinber- um málum en eins má þó sjerstak- lega geta, sem liann lagði mikln vinnu í og starfaði ósleitilega fyrir árum saman. Það er Lúðrafjelag Reykjavíkur. Þegar Helgi Hélgason snikkari fór af landi burt um alda- mótin síðustu, tók Eiríkur við stjórn fjelagsins og starfaði þar af miklum dugnaði árum saman. Þó þrír aldarfjórðungar sjeu að haki starfar Eirikur enn daglega á vinnustofu sinni eins og ungur væri. Eldsmiðjan er að vísu horfin fyrir nokkrum árum, en í staðinn hefir allskonar vjelum fyrir smágjörvara smíði fjölgað kringum þennan mikla liagleiksmann. Hljóðfærahús Reykjavíkur 25 ára. Elsta sjerverslun Islands í hljóm- list og hljóðfærum er aðeins 25 ára. Lengra er ekki síðan frú Anna Friðriksson stofnaði Hljóðfæraliús Reykjavíkur. Hún hafði í fyrstu hugsað sjer, að þetta skyldi verða pianoverslun með tilheyrandi hljómleikasal, að erlendum sið. Hún iðkaði mikið tón- list sjálf og varð þess fljótt vör, að lijer var lítið að fá af góðum nót- um. En það kom.brátt á daginn, að markaðurinn hjer reyndist ekki nægur til þess að versla eingöngu með ■ nótur og piano. Og stofnfjeð var af skornum skainti — nefnilega andyirði pianós frúarinnar sjálfrar, sem hún liafði liaft með sjer frá Kaupmannaliöfn. Verslunin hóf göngu sína í Templ- arasundi, þar sem „Líkn“ hafði iengi stöð sína síðar, og opnaði 21. nóv. 1916. Þar var verslunin fyrstu tvö árin og gekk sæmilega. í des- ember 1918 fluttist verslunin í Að- alstræti, þar sem Gefjun er nú, og var þar i tvö ár, en fluttist þá á Laugaveg 18. Þár byrjaði frú Frið- riksson leðurvörudeildina, 17. nóv. 1922, vegna þess að hljóðfæri og músíkvörur voru þá taldar til ó- þarfa og innflutningsleyfi fengust elcki. Var ]jví nauðugur einn kostur að taka upp nýja verslunargrein jafnframt. En í æsku hafði frúin kynt sjer leðurvöruverslun heima. Árið 1924 fluttist verslunin i Aust- urstræti 1 og loks í Bankastræti 7, árið 1932. Frú Friðrikssbn var umhugað um, að efla tónlistarlíf bæjarins með því, að fá hingað úrvals fólk er- lent til liljómleikahalda. — Fyrsti söngvarinn, sem kom hingað á henn- ar vegum var Helge Nissen kammer- söngvari, árið 1924, og síðan hafa ýmsir úrvals tónlistarmenn komið hingað á hennar vegum, svo sem Mitnitzki, Wolfi Schneiderhans, Floritzel von Reuter, Marteau og Ignaz Friedmann. Og hugsun frú- arinnar um hljómleikasal hefir að nokkru ræst, þar sem Háskólinn tók á síðastliðnu ári að halda uppi hljómleikum í hátiðasal sínum. Sýndi frúin velvild sína til þess fyrirtækis með því, að gefa Ha- skólanum vandað flygel, nú i haust, til minningar um verslunarafmælið. En það dregur nokkuð úr ánægj- unni af gjöfinni, segir frúin, að hljómbotninn í hljóðfærinu hefir skaddast i flutningunum, og verður ekki hægt að ráða bót á því fyr en hægist um samgöngur á ný. Hjerna er aðeins hægt að gera við þetta til bráðabirgða og nýtur hljóðfærið sín ekki fyllilega, eins og er. — — Hjer að ofan birtist mynd af Hljóðfærahúsinu, þar sem það er nú, og hefir verið siðustu 9 árin. Leðurvörurnar eru nú stór þáttur í versluninni og eru þær mestmegnis innlendur iðnaður og sriiekklegar. Þess má geta, að llljóðfærahúsið gefur út nótur að staðaldri. Bókaíregn. KÍNA — ÆFINTÝRALANDIÐ, eftir Oddnýu E. Sen. Frú Oddný Erlendsdóttir Sen frá Breiðabólstöðum á Álftanesi, sem dvalið hefir hjerlendis nú um skeið, ásamt börnum sínum, liefir haft hetra tækifæri til að kynnast Kín- verjum en líklega nokkur íslending- ur fyr eða síðar. Hún er gift kín- verskum mentamanni, K. T. Sen prófessor í uppeldisfræði við liá- skólann í Amoy í Kína, og hefir sjálf dvalið þar í landi i fimtán ár sainfleytt. Það er að vísu svo, að erfitl er að skrifa nokkuð til lilítar um Kína í einni bók og lienni ekki stórri. Því að Kína er stórt og þjóðin margháttuð. Til þess að kynnast Kína til nokk- urrar lilítar þarf mikið að nema, því að eitt fylki í Kína getur verið á stærð við heilt stórveldi í Eyrópu. ivaktið Þjer hafið hið óviöjafnanlega TlP TOP þvottaduft og MÁNA- stangasápu. Frú Sen hefir tekið þann kostinn að segja einkum frá daglegum hátt- um Kínverja og livað það sje, sem einkum einkennir þá. Hún byrjar bókina með stuttri lýsingu á land- inu, landkostum, veðráttufari, gróðri og dýralífi og lýsir sjerkennilegustu framleiðsluvörum Kínverja: silki og postulíni. Þá kemur kafli um þá þýðingu, sem teið hefir fyrir þjóð- ina, en næsl er sagt frá mannfræði- legum uppruna Kínverja og sögu þeirra, sem skiftist í afmörkuð tímabil, eftir því hvaða keisaraættir hafa ráðið ríkjum þar. Er þetta fróðlegasti kaflinn i bókinni. Sjer- staluir kafli er um kínverska tungu, ærið fróðlegur og um fræðslumál Kínverja nú á dögum. Loks koma kaflar um heimilislíf Kínverja, á- trúnað og lijátrú, skapgerð og liugs- analíf. Aftan við bókina er safn af göml- um kinverskum dæmisögum. Þar er að vísu margt skemtilegt, en manni finst, að fróðlegra hefði verið að fá fyllri upplýsingar um Kína 'nú- límans í staðinn. Maður saknar þess óneitanlega, er maður leggur frá sjer bókina, að hafa orðið lítils vísari um þau málefni og menn, sem uppi eru i Kína núna og liinn merka þátt, sem nú er verið að skrifa í kínverskri sögu. — Útgáf- an er prýðilega vönduð og með miklu af góðum myndum. Steindór Sigurðsson skáld hefir safnað ljóðum til nýrrar bókar, sem væntanleg er á markaðinn núna um mánaðarmótin. Hefir hann gefið út ljóðabók áður, sem varð vinsæl og í ýmsum blöðum og timáritum sjásl stundum Ijóð frá honum. — Nýja kvæðabókin heitir „Við lifum eitt sumar.“ Ofurlitill hluti af upplag- inu verður prentaður á úrvalspappír og geta þeir, sem cignast vilja eitt af þessum eintökum trygt sjer þau með því að skrifa sig á lista í hókaverslun Sigf. Eymundssonar, ísafoldarprentsmiðju og Kron,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.