Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 því að jeg var svo hrædd um að vekja hana, en jeg hað þess heitt og innilega, að guð vildi hlessa þetta fvrsta ferðalag okkar. Daginn eftir fórum við með 12-lestinni til Yport, sem er sjáv- arþorp milli Fecamp og Etretat — þjer kannist víst við það, lierra minn! Hvað hún var sæl og ljómaði af gleði, undir eins og við kom- uni inn í brautarklefann! Hún þrýsti nefinu upp að rúð- unni og slarði út í sífellu og alt- af sá hún eitthvað nýtt, sem hún liafði gaman af. „Sjáðu, amma, fallegu ána og stóra skóginn þarna .... og engið þarna, þakið gulum og rauðum blómum .... það eru vist valmúur þetta .... en hvað þetta er yndislegt engi .... og svo stórt .... og blómin svo mörg .... En þetta er þó ekki sjórinn, og það er sjórinn sem jeg hlakka mest til að sjá .... Heldurðu að við komum þang- að ekki bráðum? Æ, heyrðu, amma, tekurðu ekki eftir þvi sem jeg er að segja . . og líturðu ekki einu sinni á alt þetta fallega .... ertu sofandi, amma? Barnið liafði rjett að mæla, jeg liafði sannast að segja blund- að. Jeg' var svo þreytt og Iiafði sofið svo lítið nóttina áður .... og svo verð jeg að játa, að þessi engi, skógar og blóm var mjer eiginlega alveg sama um .... það var það sama upp aftur og aftur. Nei, þá vil jeg heldur skrúðgarðana hjerna inni í horg- inni, Þeir eru ekki nærri eins stórir en miklu fallegri. En hless- uðu barninu þótti svo gaman að þessu og það var aðalatriðið, var ekki svo? Við komum lolcs til Yport eft- ir langan akstur í pósvagni. Það var langt liðið á kvöld og orðið aldimt. Við gátum eklci sjeð haf- ið. Þeir sögðu að það væri fjara. Það heyrðist aðeins veikt sog í fjarska, likast andardrætti. Við urðum að fara að hátta og híða næsta dags. Calinette lá við að fara að gráta og hún svaf lieldur elcki þessa nótt. Hún var óróleg og' óþolin, eins og eitthvað óvenju- legt væri í vændum. Það var varla orðið hjart af degi þegar lmn dró mig með sjer niður í fjöruna. Undir eins og hún kom auga á sjóinn hrópaði liún: „Ó!“ og stóð eins og slvtta, óhreyfanleg og eins og gróin við jörðina. Svo tók liún báðum höndum yfir andlitið steinþegj- andi og fór að gráta. Þvilík áhrif sem alt þetta liafði á liana, herra minn! .. . . Alveg eins og á hana móður liennar. Mjer fanst þetta raunar fallegt lika, en ekki nærri eins stór- fenglegt og jeg liafði lnigsaö mjer. Óendanlegt. Það er hægast að segja það! En það er þó ekki óendanlegt, úr því að maður get- ur sjeð hvar það endar. Við sáturn þarna lengi á sæ- börðum klettum og störðum á stóra græna vatnið með mörgu bátunum. Það lá við að Calinette yrði reið þegar við áttum að fara að borða. Mjer kom þelta á óvart því að hún var áð jafnaði ljúf og eftirlát, en nú var eins og hún væri gerhrevtt; augun voru gljáandi, litur kominn í fölar kinnarnar — það var eins og sjórinn liefði enliver dulin áhrif á hana, liún gat ekki slitið sig frá honum og talaði við liann eins og manneskju. „En hvað þú ert indæll! .... Hvað jeg elska þig! .... Hvað jeg elska þig! Og hún sendi sjónum koss á fingrunum. Þessi taumlausa aðdáun var óeðlileg og mjer fór ekki að verða um sel. Síðdegis fórum við upp í kletta. Þaðan sýnist hafið tals- vert stærra, en maður getur þó sjeð livar það endar. Calinette neyddi mig lil að vera þar upp frá þangað til sólin var gengin lil viðar. Þetta var nákvæmlega eins og eldsvoði og minti mig á brunann mikla i La Yillette fyr- ir tíu árum. Það fór að livessa og verða kalt. Það var kominn tími til að fara heim. „Æ, amma, ofurlitla stund ennþá .... Augnablik ennþá. Jeg verð að sjá þetta einu sinni enn.“ Og enn kysti hún á fingurna og endurtók á meðan: „En hvað þú ert indæll .... Hvað jeg elska þig!“ Jeg fór að verða hrædd við þetta dimma haf, sem ljet öld- urnar hníga og lvfti þeim aftur, alveg eins og manneskja sem dregur andann. Hún Calinette mín var svo ósköp lítil þarna sem liún sat á klettabrúninni í gráa kjólnum sínum, með hárið i lögðum og studdi liönd undir liökuna og starði út á liafið .... „Komdu nú, Calinette. Við verðum að fara heim. Mjer er alvara.“ Ilún andvarpaði um leið og hún stóð upp. Meðan við vorum að ganga niður hliðina var Calin- ette altaf að líla við. Hún var niðursokkin i sínar eigin hugs- anir og gekk þögul við hliðina á mjer .... Jeg var orðin af- brýðissöm við hafið og hataði það .... Mjer fanst það vera að taka telpuna mína frá rnjer .... fansl jeg verða að berjast við hafið um hana. Hún hafði enga matarlyst um kvöklið og var ekki laus við hita þegar hún fór að hátta. Vitan- lega hafði hún orðið innkulsa. Jeg sauð bolla af yllitei handa henni og lilúði vel að henni í litla rúminu hennar, sem stóð upp að rúminu mínu. Jeg var úrvinda af þreytu, eins og þjer getið víst skilið. Jeg veit ekki hve lengi jeg svaf en jeg vaknaði við að mjer var kalt. Jeg opnaði augun og leit undir eins eftir Calinette. Rúmið henn- ar var tómt. Jeg reis upp í of- boði og livað sje jeg? Barna- barnið mitt stendur berfætt i stuttum náttkjólnum og hallar sjer út um gluggann og starir út á sjóinn! „Hvað ertu að gera þarna. Ertu gengin af göflunum? Reyndu að hypja þig upp í rúm aftur!“ Jeg reyndi að koma lienni burt úr glugganum, en hún ríghjelt sjer með báðum höndum. „Ó, amma! Líttu á, þarna er hún! Líttu á, amma!“ Og með skininni hendinni benti liún á sólina, sem var að gægjast upp fyrir klettabrún- ina til hægri eins og eldrauð kaka og varpaði langri ljósrák vfir spegilsljett hafið. „Komdu nú, annars slær að þjer! Heyrðu það?“ Jeg tók hana með valdi og lagði hana upp í rúm og lokaði glugganum. Hún biður mig og grátbænir að ýta rýminu til, svo að liún geti sjeð sólina og hafið úr rúminu. Og jeg verð að láta undan henni. Jeg hefi altaf látið undan lienni. Jeg varð að taka á öllum mín- um fortölum til að halda henni í rúminu. Hún fleygði af sjer ábreiðunum, æpti og öskraði og ljet eins og óviti. „Sjerðu hana, amina, stóru sólina? Sjáðu hvernig liún rís, hvað hún rís fljótt! Það er eins og hún fljúgi upp á festinguna! Hvernig alt baðast í geislunum! Klettarnir, fjaran, bátarnir, her- bergið okkar .... alt .... alt!“ Og hún var í sífellu að senda sjónum kossa á fingrunum. Alt í einu þagnaði hún og sagði: „Æ, hvað mjer er kalt!“ Hún fjekk ofsaháan hita, en cn það var ekkert tiltökumál jafn flónslega og hún hafði hag- að sjer. Hún var þyrst og hend- urnar voru eins og glóð. Hún lá grafkvr með lokuð augu, eins og hún mókti. Jeg gerði orð eftir lækni. Hann kom klukkan ellefu. „Þetta er mjög alvarlegl," sagði liann — „mjög alvarlegt, senni- lega lungnabólga . ... “ „Drottinn minn! Drottinn minn! Hún Calinette mín! BÍessað barnið!“ Hún bylti sjer sitt á hvað í rúminu og sogin heyrðust neð- an úr lungum. Um fjögur-leytið vaknaði hún og sagði: „Ainrna!“ Jeg tók í liendina á henni. Hún bar hendina á mjer upp að kinn- inni á sjer og gældi við hana eins og liún var vön, en svo slepti hún henni, leit út um glugann og sagði: „En hvað hún er falleg og stór .... nærri því of stór .... Mjer fanst okkur líða betur í litla lierberginu okkar lieima í Paris .... En livað þetta er und- arlegt! .... Mjer finst jeg fljúga .... já, jeg hefi vængi eins og stóru livítu fuglarnir sem hring- sóla í loftinu upp vfir klettunum .... jeg liækka .... jeg liækka .... 0, hvað jcg er komin hátt .... og livað alt í kringum mig Ijómar og glampar .... Svona talaði hún i óráði í tvo tima, en ekki mintist hún einu orði á mig, gömlu ömmu sína. Jeg vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Sólin var að hníga í sæinn. Á sama augnablikinu og hún hvarf, settist telpan upp i rúminu, sperti upp augun, rjetti fram liendurn- ar eins og hún ætlaði að grípa sólina, og hvislaði: „Æ, nei, ekki strax. Lofðu mjer að sjá hana lengur .... lengur!“ Síðasti sólargeislinn var horf- inn. Þá leit Calinette á mig, blítt og ástúðlega eins og forðum, svo að jeg komst við, og sagði: „Amma — amma mín góð!“ Augun voru galopin, en hún hreyfði sig ekki framar. Hún var liðin. Æ, hvað vildi hún lika út að sjó? Hversvegna ljet læknirinn þetta eftir henni? Hann gerði það auðvitað í bestu meiningu .... en náttúran og hreint sjó- loftið .... eins og þeir kalla það, er víst gott fyrir ríka fólkið, en við hin, sem aldrei komum í það —- við þolum það ekki .... það drepur okkur!“ — — Og gamla konan Iiorfði tárvotum augum út um gler- hurðirnar, út á brautarteinana, langa, gljáandi brautarteinana sem liöfðu lokkað hana Calinette hennar út í veröldina, og valdið dauða henriar. fíád' til að hemja barnið meðan fjölskyldan spilar bridge.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.