Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Jaques Norman: IJÚN gal verið á að í>iska tíu "*■ til tólf ára, litla, föla, veiklu- lega telpan nieð stóru spyrjandi augun, sem lijálpaði henni ömmu sinni til að selja vindla og vindl- inga í hiðsal I. flokks við hliðina á hlaðasölunni á St. Lazare- brautarstöðinni. Hún var talandi mynd unglinganna, sem alast upp í ljósleysi og loftleysi. Jeg tók oft eftir henni i fyrra- sumar, og stundum þegar jeg kom of snemma á hrautarstöð- ina drap jeg timann með því að skrafa við hana og liana ömmu hennar. Jeg hafði komist að raun um að þær voru bláfátækar, enn- fremur það, að barnið hafði mist foreldrana snemma, og að gamla konan hafði tekið telpuna að sjer og alið liana upp. Og hún sá ekki sólina fyrir barninu, fremur en allar ömmur. Þegar jeg var á leið upp i sveit lijerna um daginn fór jeg gegn- um hiðsalinn. Þar sat amma gamla ein — og var sorgar- klædd .... „Æ, herra minn,“ sagði hún, „þetta var nú hræðileg ákoma. Jeg skil ekkert í, að jeg skuli vera tórandi ennþá. Blessuð litla telpan mín. IJvað hún var góð og blíð! Sannkallaður sólargeisli frá drotni . ...“ Jeg lirærðist er jeg sá hve ang- urvær gamla konan var og ljet lestina fara frá mjer og hlustaði á það, sem gamla konan vildi segja. „Það var víst í júlímánuði i fj’rra, sem við sáum yður, var ekki svo? Og siðan liafið þjer ekki komið Iiingað. Það var ein- mitt um það leyti sem það byrj- aði. En þetta færðist vfir liana svona smátt og smátt, án þess að maður tæki eftir því. Hún varð grá og mögur, misti matar- lystina og hengdi höfuðið. Og. þá fór jeg að verða hrædd. Hún hafði aldrei verið hraust- bygð. Hún dóttir mín, vesling- urinn, var heldur ekki hraust og dó þegar barnið fæddist. Hún var svo taugaveikluð og tilfinn- inganæm .... og það var engin furða Jjó (ialinettc sækti það til liennar. En jeg var svo um- liyggjusöm .... Ijet mjer svo hugarhaldið um hana, að jeg vonaði að þetta mundi lagast þegar hún þroskaðist. En svo lcomu þessi veikindi.“ „Þjer vitið víst, að við áttum heima hjerna rjett hjá, í Rocher- götu, við leigðum iítið herbergi CALINETTE uppi á 5. hæð. Þar dvöldum við öllum stundum. Það var ofur sjaldan að við tókum okkur frí- stund og gengum um „boule- vardanaa“ eða í Monceau-garð- inum. Hann Millot læknir á lieima i næsla húsi við okkur. Þjer hafið sjálfsagt heyrt hans gelið — hann er einn af frægustu lækn- unum í París. Þegar jeg sá að henni dóttur- dóttur minni fór sílinignandi fór mig að langa til að spyrja hann ráða, en jeg lagði það ekki upp. Það er ekki fátæklingum hent að leita til svo frægra lækna. Jeg veit ekki livernig það at- vikaðist, en líklega hefir einhver af nágrönnunum haft orð á þessu. En svo mikið er víst, að einn morguninn snennna, einmitt þeg- ar við ætluðum að fara að fara hingað, var hurðinni lokið upp og þarna stóð þá enginn annar en Millot, teinrjettur eins og kerti, með bros á vörum og grátt hár og skegg. „Jæja, telpunni líður víst ekki sem best. Það er víst rjett að lofa mjer að líta á liana?“ Hvort hann mátti líta á liana! Mjer fanst einhvernveginn, að þó hann gerði ekki nema að snerta við telpunni þá hlyti lienni að hatna. IJann sneri henni og velti lienni sitt á hvað, liann þuklaði á bakinu og brjóstinu á henni, jafn vandlega og hún væri prins- essa. „Þetta er ekki alvarlegt,“ sagði hann. „En barnið er ekki hraust og þarf að fá eitthvað styrkjandi.“ Og hann réðlagði járn, kínín og hrátt kjöt. Þegar hann var að fara bauð jeg honum horgun fyrir heimsóknina eins og gefur að skilja. En liann vildi eklci heyra á það minst! Vildi ekki toka við neinú. Hjartað í hon- um er eins og rauðagull. Það skuluð þjer segja öllum sem þjer þekkið, og þjer megið bera mig fyrir þvi. Calinette hjelt læknisráðin. Hún skánaði dálítið en ekki mik- ið. Og hún var altaf svo angur- vær. Hún gat setið tímunum saman á stólnum þarna án þess að segja eitt einasta orð; hún horfði aðeins á farþegana sem gengu út og inn og fóru eða komu' með lestunum. Það var eins og hugur hennar væri á ferð langt úti í veröld — færi í fjar- læg lönd með járnbrautunum, sem runnu þarna á teinunum. Svona liðu þrjár vikur. Það var komið fram í miðjan ágúst. Einn morguninn kom læknirinn aftur. „Jæja, hvernig gengur það?“ spurði hann og lagði hattinn sinn formálalaust á kommóðuna. Jeg sagði honum eins og var, að barnið væri altaf svo angurvært og eins og í einhverju drauma- móki. ,Það hlýtur að vera eitthvað sjerstakt, sem hún er að hugsa um. „Jæja, telpa mín, segðu mjer nú livað það er.“ Hann tók Calinette vinalega og setti hana á linje sjer, eins og liann hefði verið faðir henn- ar. „Nei, herra læknir, það gengur ckkert að mjer.“ Hún blóðroðn- oði. „Þarna sjerðu — vissi jeg það ekki,“ sagði læknirinn. „Hvað þýðir að segja frá því úr því að það er ómögulegl hvort sem er?“ „Ertu viss um að það sje ó- mögulegt. Þú getur að minsta kosti sagt mjer hvað það er.“ „Já .... mig langar svo mik- ið .... mig langar svo mikið að vita .... Ferðast ]iað langt hurt, alt þetta fólk?“ „Það er svo mismunandi. Sum- ij- fara ekki lengra en á næstu stöðvar.“ „Er fallegt á þessum stöðv- um ?“ „Ekki finst mjer það nú eig- inlega.“ „En lengra burtu?“ „Lengra burtu?........lá, þar er fallegra. Grænir akrar og skógar og ár. Þá er maður kom- inn út í sveit.“ „Og ennþá lengra burtu .... Miklu lengra burtu? Eins langt og maður kemst?“ „Eins og maður kemst. Já, þá er maður lcominn út að sjó.“ „Út að sjó?“ Hún hafði hlaupið af lmján- um á lækninum og starði hrifin framundan sjer með spentar greipar. „Jæja, þarna komslu upp um þig,“ sagði læknirinn hlæjandi. „Það er sjórinn, sem litlu for- vitnu stúlkuna langar til að sjá.“ IJún roðnaði aftur og tautaði einliver óskiljanleg orð. „Er þetta rjett, Calinette?“ spurði jeg. Hún fór að gráta. „Já, amma. En hvað stoðar það, úr því við getum það ekki hvort sem er.“ „Því ekki það,“ sagði læknir- inn. „Jeg skal tala við stöðvar- s t j ór ann, f r amkvæm da s l j óran n fyrir útsölunum á járnbrautar- stöðvunum og aðra sem þetta mál kemur við. Þá fáið þið báð- ar mánaðarleyfi og ókeypis far. Og livað öðru viðvíkur þá lofið þið vonandi mjer .... þjer meg- ið ekki taka mjer þetta illa upp, þjer fáið það sem lán .... það ar altaf hægt að horga það aftur. Barnið langar til að sjá sjóinn, og það er ekki nema eðlilegt. Farið þið til sjávar og livílið ykkur í mánuð — heilan mánuð — í góða loftinu .... þið skuluð sanna, að þið verðið bæði glaðar og hressar þegar þið komið til haka.“ Og áður en jeg gat við nokk- uð ráðið hafði hann lagt tvo hnndrað franka seðla í lófann á mjer og þotið út úr dyrunum alveg eins og hann hefði drýgt glæp. Sjáið þjer, fyrir svona mánn gæli maður vaðið eld, ef því væri að skifta. Tveimur tímum síðar liöfð- urii við fengið bæði fararleyfi og ókeypis farmiða, og við afrjeð- um að fara daginn eftir. Nóttina þá svaf Calinette ekki mikið. Hún var altaf sílalandi: „Sjáðu amma,“ sagði liún við mig með ísmeygilegustu röddinni sem hún átti í eigu sinni, en jeg hjelt utan um litlu heitu hend- urnar á henni, „þú getur alls ekki hugsað þjer hvað við eigum gott! .... Jeg vildi aldrei minn- ast á það við þig — en jeg liefi ekki átt neina heitari ósk en þá, að komast svolítið í burt frá París .... Jeg er viss um, að það er þessvegna sem jeg er veik. Göturnar, allur liávaðinn og læl- in og svo húsin — mjer finst jeg ekki ná andanum fyrir öllu þessu fargani — mjer fanst jeg vera að kafna. Mundu að jeg hefi aldrei sjeð eða þekt annað síðan jeg fædd- ist .... Hugsaðu þjer, ainraa, í livert skifti sem jeg sá lest aka burt af stöðinni þá lá mjer við að gráta. Það voru sjerstaklega lestirnar sem óku til Trouville, fullar al’ litlum telpum með sjó- hatta og stór net til að veiða fisk í! .... Og á sunnudags- kvöldin þégar alt fólkið var að koina heim með stóra jsýrenu- vendi í liöndunum .... manstu hve ilmurinn af þeim er yndis- legur? Og þegar jeg liorfði á brautarteinana — langa gljáandi brautarteina, sem liðuðust eins og ormar þarna fyrir utan gler- hurðirnar, hugsaði jeg oft: Hvert skyldu þeir liggja? Þeir hljóta að liggja langt, langt í hurt! Mig sundlaði þegar jeg liorfði á þá, jeg gat varla stilt mig um að lilaupa út og fara eftir teinun- um, þessa löngu óendanlegu leið alveg á enda .... út að sjó. Þú hlakkar víst líka til, amma, er ]:að ekki? Þú liefir víst aldrei komið út úr Paris, þó þú sjert nú búin að lifa mörg ár? Hún hló og var Símasandi nærri því alla nóttina, sofnaði ekki fyr en í birtingu og höndin á henni var í lófanum á mjer. Jeg þorði ekki að hreyfa mig,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.