Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 „BUASTRIÐIÐ STENDUR ENN!“ EN NÚ ER FORINGI BÚANNA, SMUTS HERSH0FÐINGI ÖRUGGASTI TALSMAÐUR BRETAVELDIS. EFTIFt EDMUHD STEUEUS. |EG barðist með landsmönnum J mínum gegn Bretum fyrir fjörutíu árum í Búastríðinu. Við börðumst hraustlega, eins og menn aðeins geta barist þegar sjálfstæði þeirra er í veði. En i dag er jeg sannfærður um — og jeg held að sívaxandi fjöldi Suður-Afríkubúa af hollenskum ætt- um, eða Afríkandar, sem við köllum okkur, sjeu sama sinnis og jeg — að framtíð okkar og frelsi sje óaðskilj- anleg frá frá sameiginlegum málstað liins enskumælandi lieims.“ Þetta var inntakið úr því, sem Jan Christian Smuts forsætisráð- lierra Suður-Afríku og driffjöðurin í þátttöku Suður-Afríku í stríðinu, sagði við mig í viðtali, um ástand og horfur. Þetta viðtal fór fram á skrifstofu forsætisráðherrans í þinghöllinni í Capetown. Meðan við vorum að tala saman heyrðist slitlaus liringing — líkt og brunaboði — í rafbjöllunni. „Afsakið mig, en jeg verð að skreppa inn og greiða atkvæði,“ sagði hers- höfðinginn. „Jeg skal verða fljótur ef þjer viljið gera svo vel að bíða.“ Eftir þrjár mínútur var hann kom- inn aftur. Hann er grannur vexti og augun snör og afar blá, liörundið eins og pergament og andlitsdrættirnir fín- gerðir en djúpir eins og ó meinlæta- manni og svo gengur hann með liökuskegg. Smuts hershöfðingi lík- ist málverki eftir hollenskan meist- ara, ekki af algengum manni heldur af frábærum liöfðingja. Hann lieldur fyllilega hollenska svipnum þó hann og forfeður lians liafi átt heima í Afríku meira en hálfa þriðju öld. Þróttur og þrek hershöfðingjans tekur enn fram því, sem tíðkast um marga unga menn. Á hverjum sunnu- degi gengur hann upp á Borðfjall, sem rís þverhnýpt og 3000 feta hátt yfir borgina. Hann segir, að auk lireyfingarinnar þá hafi hið hress- andi loft og tignarlega útsýni yfir borgina og flóann þau áhrif, að hugsanir hans skýrist og skilningur- inn skerpist. Hinn undraverði þróttur og eld- móðurinn og áliuginn sem hann get- ur kveikt lijá öðrum, skýra liina si- vaxandi þýðingu, sem þessi sjötugi hershöfðingi hefir á liermálaráð- slefnum enska heimsveldisins. Hann talaði um það með lirifningu hve miklu Suður-Afríkuherinn liefði fengið áorkað i stríðinu i Abessiníu og sagði hróðugur frá þvi, hvernig sjer hefði dottið i hug að framleiða brynreiðar með því að setja yfir- byggingu úr stáli á Ford-bíla. „Það getur varla lieitið, að farið sje að eyða nokkru af auðæfum okkar,“ segir liann. „Við höfum ein- hverjar auðugustu kola- og járnnám- ur i veröldinni og meira af kopar en Bandaríkin og Canada til samans. En aðalgallinn er sá, að við höfum ekki nóg af hvítum mönnum ennþá, —- aðeins 2.250.000. en hinir inn- fæddu eru tíu miljónir. Þetta stafar af því, að svo margt fólk var hjerna fyrir þegar forfeður okkar settust að í landinu, og af því að þeir inn- fæddu hafa jafnan verið látnir vinna erfiðisvinnuna en hvitu mennirnir bafa verið einskonar höfðingjastjett í landinu. — Þessvegna hefir aldrei verið innflutningur i stórum stil liingað eins og til dæmis til Banda- ríkjanna. En þetta lagast þegar frá líður. „Auðvitað eru einangrunarsinnar hjerna eins og i Bandaríkjunum, —■ Jan Christian Smuts hershöfdingi og forsœtisráfíliSrra. menn sem vilja leiða öll afskifti af slriðinu hjá sjer,“ svaraði liann þeg- ar jeg spurði liann um andstæðinga hans þar syðra. Hjer er fólk eigi ósvipað fólkinu i miðríkjunum í Bandaríkjunum, sem litla nasasjón hefir liaft af málum Evrópu og tel- ur þau sjer óviðkomandi. Og jafn- framt eru sumir Afríkandarnir okk- ar enn að heyja Búastriðið — þ. e. a. s. í ímyndun sinni — alveg á sama hátt og fólk í suðurríkjum Bandaríkjanna þóttist vera að heyja borgarastyrjöldina löngu eftir að hún var liðin hjá. Þessir menn eru andstæðingar Breta án þess að það sje þar með sagt, að þeir sjeu Þjóð- verjavinir. — Og þess má geta,“ bæt- ir hann við, „að Þjóðverjar liafa var- ið miklu fje til áróðurs hjer og fjöldi Þjóðverja á hjer heima og liafa þeir þýska skóla og eigið menn- ingarlíf og vitanlega liafa þeir sam- úð með Þjóðverjum, móðurþjóð sinni.“ Hann nefndi mjer sem dæmi upp á þetta Oswald Pirow, fyrverandi hervarnarráðherra Suður-Afríku, sem skilaði landinu alveg óviðbúnu hvað hervarnir snerti, þegar stríðið braust út. Foreldrar hans voru þýsk og sjálfur var hann uppalinn í Þýska- landi. Jeg spurði þvi næst Smuts liers- liöfðingja um aðgerðir fjelagsskap- arins Ossewa Brandwag sem Pirow ráðherra er kendur við. Þetta er fremur einkennilegt heiti og þýðing orðanna: „brunavörður uxavagn- anna“. Þetta Veit að hollensku frumbyggj- unum, sem til þess að komast undan enskum yfirráðum fluttust upp til fjalla og inn í landið og stofnuðu þar sjálfstæð Búa-lýðvéldi (Oranje og Traansvaal). Þeir stöfluðu bú- slóð sinni og fjölskyldu á uxavagna, svipaða þeim sem landnemar Am- eríku notuðu. Og þar sem þeir voru nætursakir kyntu þeir varðelda,' til þess að vera viðbúnir að verjast árásum. Árið 1937 var liundrað ára afmæli landnámsins haldið liátiðlegt með mikilli viðhöfn og sögulegum sýn- ingum. Ossawa Brandwag varð til upp úr þessari sýningu, sem alls ekki kom nærri stjórnmálaáróðri. Til þess að gera fjelagsskapinn raun- verulegan þá Ijetu þátttakendurnir sjer vaxa skegg. Hjeldu þeir áfram að ganga skeggjaðir þangað til eftir að stríðið liófst. Þá gerði skeggið þá óþægilega grunsamlega, svo að það hvarf. Stefnuskrá fjelagsins er mjög þjóðleg að efni — ítrasta þjóðernis- stefna Suðurafríkubúa, sem berst fyrir fullum viðskilnaði við breska lieimsveldið og stofnun óháðs Af-. ríkuríkis undir forustu Afríkanda. En í byggingu og fyrirkomulagi fje- lagsins eru augljós áhrif frá nasisma og fascisma. Innan fjelagsins eru sjálfboðaliðssveitir, sem hafa æfinga- herbúðir fyrir sig og foringja, sem standa í beinni andstöðu við ríkis- stjórnina. Fylgismenn fjelagsskapar- ins tala mikið um „nýskipun“. Hefir fjela'gið reynt að ná fótfestu meðal opinberra starfsmanna, en þeir mega ekki teljast til þess, nú orðið. Ossewa Brandwag á beinlínis og óbeinlínis sökina á skipulögðum á- róðri gegn þátttökunni í styrjöldinni og hefir beitt sjer fyrir uppþotum. Um þessar mundir eru ýmsir með- limir þess, með prófessor einn í fylkingarbroddi, undir landráða- ákæru — sakaðir um árásarsam- særi á lierstöðvar. Líka eru í Suður- Afríku ýms önnur fjelög, t. d. Grá- stakkar, sem liafa gyðingafjandskap sjerstaklega á stefnuskrá sinni. „Þessi fjelög byggjast einkum á rugluðum æskulýð, sem fálmar eftir fullnægingu óljósra vona og drauma, eins og víða gerist í veröldinni nú,“ segir Smuts hershöfðingi. „Því mið- ur er að jafnaði hægur leikur að af- vegaleiða hann. I dag skiftist heimurinn í tvent, og þar er enginn ineðalvegur milli nasista og and-nasista. Foringjar fje- laga, sem láta eins og þau sjeu lilut- laus, vita jafnan vel hvoru þeir ballast að. — En þrátt fyrir slíka andspyrnu skilst nú sífelt fleirum og fleirum það — af reynslu annara smáþjóða — að Suður-Afríka mundi líka verða gleypt, ef ráðagerðir Hitlers kæmust í framkvæmd. — Suður-Afríkubúar hafa orðið fyrir meiri áhrifum frá Bandaríkjunum en nokkru öðru landi. Jafnvel fólk, sem af gömlum vana forðast alt, sem það heldur vera breskt, virðir álit Bandarikjanna mikils, og þegar það sá að Bandaríkin töldu voðanum stefnt að sjer, og þessvegna liöll- uðust á sveif með Bretum, þá ljet þetta fólk sannfærast. Ræður Roose- velts forseta rjeðu úrslitunum um skoðun fjölmargra Suður-Afríku- manna. — Og við höfum ríka skyld- leikakend með Bandaríkjamönnum. Sjónarmið okkar er það sama vegna þess að við erum hvorttveggja nýj- ar þjóðir með glæsilegum framtíðar- horfuin og við höfum eigi liinn inn- gróna stjettamun, sem ráðandi er i eldri löndunum. Sjóndeildarhringur okkar er víðari.“ Smuts hershöfðingi spurði mig hvað jeg hefði sjeð í Grikklandi, Egyptalandi og Abessiníu. „Jafnvel þó Þjóðverjar tækju Egyptaland mundi stríðið í Afríku halda á- fram,“ sagði liann. „Afríka er stór og talsverð erfið fyrir þá, sem ekki hafa vanist henni. Við lijerna í Suður-Afriku erum einu hvítu mennirnir sem tókst að festa rætur í „svörtu heimsálfunni“. Við eruin harðir í liorn að taka og ef Þjóðverjar reyndu að ryðjast hingað suður, þá mundum við veita örðugara viðnám en við gérðum fyrir fjörutíu árum.“ Um leið og hann kvaddi mig depl- aði hann augunum og sagðist vona, að jeg færi með góðar endurminn- ingar hjeðan úr þessari dimmu og dularfullu álfu. Svo bætti hann við: „Þið Amerikumenn verðið að skilja það nú betur en nokkru sinni fyr, að þið verðið að stiga vel í ístaðið í einni skæðustu og lengstu styrjöld- inni, sem nokkurntíma hefir verið háð. Þar tjáir ekki að doka við á hálfnaðri Ieið.“ Peter Cornelíus. Frh. af bls. G. Enda virðasl áheyrendur þeirra hafa skilið það, að þeir voru livor á sínu sviði, en miklir menn báðir, — ekki hægt að bera þá saman, enda virð- ast jieir liafa notið jafnmikilla vin- sælda báðir hjá söriiu áheyrendum. Aðslaðan liefir þó eflaust verið erf- ið stundum. En það bjargaði miklu í þessu efni, þegar í upphafi, að Cornelius söng ekki tenór-lilutverk fyrst framan af. Röddin hafði verið „lögð“ nokkru lægra, eða fyrir „barý- tón“-lilutverk, — en mjakaðist sið- an, smá saman upp á liærra reg- istur. Og eftir jiað söng Cornelius tenórhlutverkin i öllum Wagners- óperum, sem leiknar voru á kon- unglega leikliúsinu og varð frægur Wagner-söngvari. Einkum höfðu Bretar mikið dálæti á lionum og fögnuðu honum vel þegar hann kom til. Lundúna, en þangað fór liaun um nokkurt skeið á ári hverju og söng í „Covent Garden". Það jók mikið á vinsældir hans í Lundún- u’m, að liann söng þar fyrstur manna á ensku Wagners-hlutverkin Sieg- mund og Siegfrid. 1 Bayruth söng Cornelius við ágætan orðstýr 1900 (Siegmund) og í Stokkhólmi 1908. Cornelius var eldlieitur Wagners- unnandi og álti drjúgan þátt í því að Wagner-fjelag var stofnað í Kaup- mannahöfn. Hann var sjálfur eins og skapaður i hetjuhlutverlc Wagners: Mikill maður á velli, glæsilegur og sópaði mikið að honum á leiksviði, — og röddin þróttmikil. En þó að hann væri mikill og frægur Wagn- er-söngvari var hann ekki síður dáð- ur fyrir meðferð á alþýðlegri tónlist. Kom þá í Ijós, að hjartað var hlýtt og að hann var maður viðkvæmur. Og sjálfum mun honum liafa þótt cngu minna um vert þær vinsældir, sem hann aflaði sjer meðal alþýðu- manna, fyrir Ijúfa meðferð ljettra smálaga, en frægðina, sem hann hlaut fyrir hin stóru hlutverk. Því að Cornelius var fyrst og fremst alþýðumaður og það var yndi hans að gleðja alþýðufólk með söng sín- um. c E KAWiíWtMW r miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.