Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N LUKKULEITIN ÁSTARSAGA EFTIR LUDWIG BLÚMCKE FRAMHALDSSAGA 10. með öðrum orðum þjófnaður — hreinn og beinn þjófnaður! Mannfýlan! Jiirgensen var i þann veginn að opna munninn og hrópa „Stopp!“ þegar hann komst að þeirri niður- stöðu, að það væri gersamlega tilgangslaust. Það var Hartwig verkfræðingur sem har á- byrgð á fjárreiðum verksmiðjunnar, svo að vitanlega gat dyravörðurinn ekkert sagt við þvi, þó að hann færi í peningaskápinn að næturþeli. Hver veit nema það ætti að senda þessa peninga undir eins um morguninn? Jijrgensen gat béinlínis haft óþægindi af þvi að gera vart við sig, ekki síst af því, að það var grunt á því góða fyrir, milli Hartwigs og hans. Þessvegna lædidst hann á burt aftur eins hljóðlega og hann gat. Hann lieyrði að verk- fræðingurinn fór inn í herhergi sitt aftur, og eftir skamma stund fór hann út. Þrátt fyrir að það var hellirigning . . . . ! Það fanst honum nú grunsamlegt, hvað sem öðru leið. Að öllum líkindum var liann að fara i spila- krána til að hitta kunningja sína. Haraldur Carsten grjet af gleði og faðm- aði bjargvætt sinn, þegar hann kom til hans, seint um kvöldið. Walter hafði aldrei sjeð þakklátari mann. Nú skyldi alt verða gott aftur. Daginn eftir sigldi Ivlausen skipstjóri til London á skipinu sínu, „Friðrik Wel- helm“ og Haraldur gerði ráð fvrir, að hann mundi fá að fljóta með honum, upp á gaml- an kunningsskap. Og hann mundi eflaust geta fengið nokkurra daga fri hjá húsbónd- anum — Haraldur þurfti að heimsækja Barkley-firmað við fyrsta tækifæri, hvort sem var. Þeir sátu og töluðu saman, kunningjarnir, langt fram á nótt. Það var farið að hirta af degi, þegar Jiirgensen heyrði, að Hartwig kom heim. Um morguninn var Hartwig verkfræðing- ur á skrifstofunni eins og hann var vanur og auk þess voru á skrifstofunni skrifari og ung stúlka. Hann var syfjulegur og þreyttur og átti bágt með að hugsa. Honum var ó- mögulegt, að vísa þeirri tilfinningu á bug, að hann hefði gert rangt, og hann einsetti sjer að setja peningana á sinn stað undir eins og Edelgard kæmi aftur heim frá Ham- borg. IJann átti 500 mörk í sparisjóði og þau ætlaði hann að taka út í dag og skila þeim í peningaskápinn. Þá þurfti hann ekki að biðja Edelgard um meira en 1500 mörk. Hann yrði að segja henni rangt til, svo að enginn fengi að vita um ástæður Haralds. Það var hentugast að segja, að hann þyrfti að nota þessa peninga vegna uppgötvunar sinnar. Og með póstinum um morguninn fjekk hann ofurlítið, ilmandi brjef frá Edelgard, þar sem hún skrifaði honum, að liún liefði orðið að bregða sjer til Hamburg fyrirvara- laust út af erfðamáli, sem hún mundi segja honum nánar frá síðar. Hún vonaðist til að vera komin heim eftir 2—3 daga. I fordyrinu fyrir framan vjelasalinn stóð Jiirgensen í morgunmatartímanum og var að hvísla að Riemann ' verkstjóra því sem hann hafði upplifað um nóttina. „Jeg veit að visu, að þjer álítið verkfræð- inginn áreiðanlegan og iðjusaman mann,“ sagði hann og glotti flátt, „en þar fyrir get- ur hann átt tíðar komur í spilakrána. Og það sem fer fram þar er opinbert leyndarmál. Það var yfirsjón af Detlefsen, að trúa hon- um fyrir peningaskápnum. Freistingin vex honum yfir höfuð. Peters kunningi minn, sem jeg hitti áðan, sá í gærkvöldi, að Hart- wig verkfræðingur kom út frá Bartels okr- ara og virtist vera mjög æstur og órór. Hvaða.erindi getur hann hafa átt við Bartels annað en það, að fá lánaða lijá honum pen- inga? Og það er líklegt að hann liafi fengið neitun hjá okraranum og þessvegna tekið peningana traustataki hjá Detlefsen. Finst yður ekki ástæða til, að gefa húsbóndanum í Nauheim hendingu um þetta, hr. Rieman? Á húsbóndinn það ekki skilið af okkur — tveimur elstu starfsmönnunum í verksmiðj- unni? Gamli verkstjórinn stóð með opinn munn- inn og klóraði sjer bað við eyrað. Svo sagði hann stirðbusalega eins og hann átti vanda til: „Þjer eruð flón, Jurgensen! Jeg skal á- byrgjast Hartwig verkfræðing. Detlefsen er hjartveikur og það er hreinasta ónærgætni, að fara að gera honum bylt við að óþörfu. Að minsta kosti er Hartwig ekki strokinn með peningana. Hann veit best sjálfur hvað liann má leyfa sjer.“ Jiirgensen ypti öxlum. „Mjer má svo sem standa á sama. Nú hefi jeg segi yður það, sem jeg sjálfur hefi verið sjónarvottur að, og svo verðið þjer sjálfur að taka afleiðingunum, ef sjóðurinn reynist ekki að vera i reglu.“ Riemann sneri bakinu að honum og geklc hugsandi inn i vjeiasalinn. Hann var mjög handgenginn Amrumshjónunum og mundi taka sjer það nærri, ef sonur þeirra lenti á afvegum. Honum kom ekki til hugar að segja þeim frá þessu, en ef til vill væri það ekki úr vegi, að láta orð falla við Amrum, svo að Hartwig yrði bjargað frá umgengni við þorpara meðan tími væri til. Ef það var satt, að Hartwig hefði verið hjá Bartels þá var það síður en svo góðs viti. Júrgensen fjekk af tilviljun að vita það þennan sama dag, að Walter hefði komið i bankann og tekið út 500 mörk. Það virtist þannig hafið yfir allan vafa, að hann væri í peningavandræðum. Og Júrgensen fanst nú, livað sem öðru leið, að það væri velgerð, að gefa Detlefsen bendingu um þetta. Að minsta kosti væri það áþreifanleg sönnun fyrir því, hve hugað gamli dyravörðurinn ljeti sjer liag fyrirtæk- isins. Og Detlefsen mundi eflaust meta þetta að verðleikum. Honum væri hetra þó hann yrði fyrir geðshræringu i svip, en að verða fyrir stórtjóni síðar meir. Og úr því að Rie- man áleit það ekki ómaksins vert að senda línu til Nauheim, þá skyldi liann — „gamli trvggi dyravörðurinn1 — gera það, hugsaði Júrgensen með sjer. Hver veit nema það gæti gæti orðið til þess að lækka dálítið dramhið í þesum nýja verkfræðingi, sem all- ir hömpuðu svo mikið. Hann hefði ekki nema gott af því, hugsaði Júrgensen með sjer. Sama kvöldið kvaddi Haraldur vin sinn klökkur og lirærður og fór um borð í eim- skipið „Friðrik Wilhelm“. Á sunnudaginu — í dag var þriðjudagur — mundi hann að öllu forfallalausu vera kominn aftur til Wil- « helmstad. VI. KAPtTULI. TITRANDI af eftirvæntingu beið Walter skipakomunnar næsta sunnudag. En árangurslaust. Þegar fór að fjara út, svo að ekki gat ver- ið von á neinu skipi inn á höfnina fyr en um miðnætli, fór hann á leið út að Bólstáð til þess að líta inn til Amrumsfólksins. Edelgard var ennþá í Hamburg, því að henni liefði ekki, með besta vilja, tekist enn- þá að fá úrslit í þessu erfðamáli, hafði hún skrifað i gær. Það skyldi þó ekki vera eitt- hvað annað, sem lijelt í hana þar? Bara að hann gæti trúað þvi, sem hun sagði. Óvissan ætlaði að gera út af við hann, hann hafði ekki stundlegan frið og gat ekki á heilum sjer tekið. Svarið frá einkalevfa- skrifstofunni, sem hann hafði vonast eftir dag eftir dag, kom ekki. Hann þráði að losna við allar efasemdirnar, sem voru í huga hans og ljetu hann ekki í friði —- þráði að fá ró. — Þarna á Bólstað — en þangað var hann kominn eftir röskan tveggja tima gang, andaði einskonar friði á móti honum. Fóst- urforeldrar lians tóku á móti honum með söniu alúðinni og þau voru vön. En trygðar- augu Ingibjargar voru svo angurvær þegar hún horfði á hann. Hann fann livernig blóð- ið streymdi til hjartans þegar liann tók í hendina á henni. Blíðurheimurinn i rödd hennar var eins og smyrsli á svíðandi sár. „Jeg kann ekki almennilega við útlitið þitt, drengur minn,“ sagði Karen frænka og það koniu tár í augun á henni. „Þú hefir reynt of mikið á þig við þessa uppgötvun og ofgert þjer á heilabrotunum. Hvaða gleði hefir þú af því öíju saman ef það kostar j)ig heilsuna?“ Og Bertel gamli var alveg sammála henni og bætti við og andvarpaði: „Guð gæfi að alt þetta strit yrði ekki til ónýtis fyrir þig, drengur minn! En ef illa fer er um að gera að bíta á jaxlinn og ekki að láta hugfallast. Svarið hlýtur að fara að koma.“ „Og svarið verður gott,“ sagði Ingibjörg vonglöð. „Og ef svo ólíklega kynni að fara, að alt gengi ekki að óslcum i þetta skifti, þá tekst það síðar. Blessaður, þú mátt ekki láta lmgfallast, Walter!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.