Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.11.1941, Blaðsíða 4
F Á L K I N N Til vinstri: Marteinn Lúter. — / miðið: Uppreisnar- bændur brytjaöir niður. — Til hægri: Thomas Miincer guðfræðidoktor og fyrv. aðstoðarprestnr. TOMAS AtVNCER ¦ nsonrLcJx rrn C" •71 ITtflXQoft BÆNDAUPPREISNIN í ÞÝSKALANDI OG DANMÖRKU. r^ANSKIR bændur hafa eigi unað ¦^*^ vel hag sinum undir stjórn Þor- valdar Staunings og stundum verið að halda æsingafundi og heimta kjarabætur. Á þessum fundum vitna þeir stundum í Skipper Klement og bændauppreisnina á siðskiftaöldinni. En fáir muna nú Skipper Klement þó að vísu hafi nýlega verið reist standmynd af honum í Álaborg, á 400 ára afmæli þess að hann var hengdur. BVER VAR SKIPPER KLEMENT? Það hefir jafnan verið einskonar dularhjúpur yfir þessu nafni og enn- þá eru menn eigi sammála um hvers- konar persóna hann hafi verið og hvort liann eigi standmyndina skilið. Klement var tekinn af lífi sem upp- reisnarmaður, sem afvegaleiðari lýðs- ins, er hann hafði æst upp gegn aðli og ijensherrum. Það voru Jjens- lierrarnir sem bælu þessa byltingu niður og handtóku Klement og lögðu hann á gaddabrík, ' fylgismönnum hans til varnaðar. Skipper Klement^ var hvorki greifi, landeigandi nje* veiðimeistari heldur nýtísku bylt- ingasinni, sem var svo ógæfusamur að vera nokkrum hundruð árum á undan sínum tíma. Á hans tíð hafði heimurinn ekki tekið þeim efna- hagslegu stakkaskiftum að hann væri viðbúinn að skilja hugsjónir Klem- ents. Siðbótin — hin andlega barátta gegn rómversku kirkjunni — átti rót sína að rekja til efnahagsbreyt- inga einstaklinganna í þjóðfjelaginu. Það var farið að bóla á iðnaði í ljensherralöndum miðaldanna. Stór- kostlegar uppgötvanir höfðu verið gerðar (púðrið og prentlistin) og verslunin, sem elti iðnaðinn, hafði myndað borgarastjett, sem var í and- stöðu við ljensmannarjettindin. Púðr- ið olli því, að virkjaborgir ljens- mannanna voru ekki óvinnandi framar. Prentlistin þýddi, að klerka- stjettin hafði ekki lengur einkarjett á lestri og mentun. Hin byrjandi verkaskifting gerði einnig vart við sig hjá mentamönnunum. Ný lög- fræðingastjett tók embættin frá klerkunum. En undir .öllum öðrum stjettum stóðu bændurnir. Á þeim Jifðu allar hinar stjettirnar: furstar, aðalsmenn, "klerkar, embættismenn og borgarar. Það kom út á eitt hvort bóndinn var þræll fursta, aðals- manns, klausturs eða bæjarfjelags. Hann var allstaðar vinnudýr, ofur- seldur dutlungum liúsbænda sinna. Lengstum varð liann að þræla fyrir þá, en af því, sem hann aflaði í fri- stundunum varð hann að greiða tí- und, rentur, skatta, Iierkostnað. Hann T. v.: Trjeskurðar- mynd af jóskum uppreisnarmanni. — T. h.: Johannes Ranz, hershöfðingi þriggja Danakonunga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.