Fálkinn - 02.01.1942, Síða 9
FÁLKINN
9
í það, muldi ofan í það vínarbrauð
og bar þetta svo fram á undirskál
fyrir Berhálsu. Meðan hún var að
matast bjó jeg um hana i tómu fata-
kistunni minni og þegar jeg hafði
horft á hana um stund fylgdi jeg
henni til sængur og fór sjálfur að
hátta, þvi að jeg var þreyttur.
„Góða nótt, Berhálsa,“ sagði jeg,
um leið og jeg lagði aftur kistulokið
og setti tvö bindi af Oehlenschlager
á milli, svo að loftrifa skyldi vera
á. „Nú skulum við sjá til hvað við
gelum gert á morgun.“
„Klúkk!“ sagði Berhálsa niðri i
kistunni.
Morguninn eftir vaknaði jeg við
tvenskonar hljóð. Annað var ákaft
gagg neðan úr kistunni en hitt var
rödd ungfrú Mortensen fyrir utan.
Hún barði i sífellu á dyrnar.
„Haltu þjer saman, Berhálsa,“
sagði jeg skíthræddur og vatt mjer
fram úr rúminu.
„Hansen heyrið þjer ekki!“ hróp-
aði Mortensen. „Hvað er eiginlega
á seiði? Hafið þjer hænu inni hjá
yður?“
Jeg svaraði ekki, en ýtti hausn-
um á Berhálsu, sem var kominn
upp um rifuna undir lokinu, til
baka, og lokaði kistunni. Og nú
var hljótt í þeirri átt.
„Hansen!“ glumdi fyrir utan
dyrnar. „Jeg heimta að þjer svarið.
Hvað er þetta eiginlega með þessa
hænu? Ef þjer ljúkið ekki upp þá
sendi jeg eftir smið og þjófalykli.“
Smið! Það fór hrollur um mig
— og svo fann jeg ráðið.
„Ha, ha, ha, ha! Ha, ha, ha, ha,
—æ æ, ha, ha — þetta er ljómandi!“
hló jeg eins og vitlaus maður.
Jeg lijelt áfram að hlæja meðan
jeg smeygði mjer í buxurnar og
svo opnaði jeg. Þar stóð Mortensen
og saup hveljur eins og eftir
krampakast.
„Hva — hva — hvað á þetta að
þýða?“ sagði hún gapandi. „Hafið
þjer hænsni í herberginu?“
Jeg hló svo mjer lá við köfnun.
„Æ, nú Ijek jeg á yður, ungfrú
Mortensen!" stundi jeg. „Ha, ha, ha,
ha .... svo þjer hjelduð að þetta
væri hæna?“
Hún var æstari en svo að hún
gæti svarað.
„Þjer hjelduð það. — yður þýðir
ekki að neita því!“ sagði jeg sigri
hrósandi. „Þá er jeg fullkominn —
þá get jeg byrjað á sirkus."
Byrja .... sirkus? Hvað meinið
þjer, maður?“ spurði hún vand-
ræðaleg.
„Jeg ætla að sýna mig í dýra-
eftirhermum. Maður græðir ekki
nóg á að yrkja. Þó ekki væri nema
vegna liúsaleigunnar sem jeg skulda
yður, þá veitir manni ekki af auka-
tekjum. Þessvegna hefi jeg verið
að æfa mig í dýraeftirhermum. Jeg
gelti prýðilega, hrín eins og kyn-
bótasvin, kvaka eins og dúfa, jarma
eins og fráfærulamb og rym eins og
flóðhestur — mjer gekk verst með
hænuna. Nú liafið þjer gefið mjer
vitnisburð án þess að vita af þvi.
Þakka yður kærlega fyrir, ungfrú
Mortensen. Kærlega!“ Jeg tók i
hendina á henni og þrýsti hana
innilega — svo stýrði jeg henni
eins og pramma út úr herberginu og
aflæsti.
Berhálsa var dálítið eftir sig eft-
ir veruna í kistunni meðan lokið
hafði verið aftur, en virtist komast
i samt lag þegar hún hafði fengið
litlaskattinn. Loks setti jeg hana í
stóra pappaöskju með mörgum göt-
um á lokinu og svo löbbuðum við
út fyrir bæ, í grasbrekku þar sem
jeg tjóðraði Berhálsu með seglgarns-
spotta. Sjálfur settist jeg spölkorn
frá og fór að yrkja kvæðaflokk til
konunnar, sem jeg vona að einhver
vilji prenta þegar hann er búinn.
. . . . jeg tók tit fótanna og hljóp eins og hnndeltiir á burt.
Svona liðu nokkrir dagar og jeg
get með sanni sagt, að innileg vin-
átta varð með okkur Berhálsu. Við
fórum snemma á fætur á morgana
og flýttum okkur út áður en Mort-
ensen vaknaði af næturblundinuin
— en eitt kvöldið kom hún mjer
í opna skjöldu er hún sagði:
„Jeg hefi sjeð það út um glugg
ann minn, að þjer eruð altaf með
stóra pappaöskju undir handleggn-
um þegar þjer farið út á morgnana,
Hansen, Má jeg, án þess að vera
forvitin, spyrja: hvaða askja er
þetta, sem þjer skiljið aldrei við
yður?“
„Jeg hefi fengið umboð,“ sagði
jeg. „Jeg gat hvergi selt dýraradd-
irnar mínar. Fólkið hjerng i bæn-
um hefir ekkert vit á list.“
„Hvað er það, sem þjer seljið?“
spurði hún — líklega án þess að
vera orðin forvitin enn.
„Possementsvörur!“ svaraði jeg.
(Jeg hefi aldrei orðið þess visari
livað „possementvörur“ er, en þetta
orð hefir verið í huga mjer siðan
jeg var strákur).
„Jæja,“ sagði hún. „Þjer hafið lík-
lega eitthvað upp úr því?“
„Possementsvörur eru það besta
sem maður getur selt!“ svaraði jeg
— og hugsaði jafnframt til þess, að
Berhálsu var ekki enn farið að
verða ljóst, hvað maður gat látið
á stofugólf og hvað ekki.
En lengi getur vont versnað. Það
byrjaði með því að Mortensen
spurði mig livort jeg hefði fengið
niðurgang. „Eins og það geti ekki
komið fyrir allá!“ — en í gær sagði
hún berum orðum:
„Jeg skil ekki hversvegna þessi
ólykt er inni lijá yður, Hansen.
Það er alveg eins og maður komi
inn í sorpkjallara.“
Jeg hefi eflaust fölnað, en jeg
ljet mjer ekki skjöplast og sagði:
„Já, jeg veit það, ungfrú Morten-
sen. En jeg hafði ekkert upp úr
„possementinu", svo að nú er jeg
farinn að selja ýmsar efnagerðar-
vörur, meðal annars meðal gegn
veggjalús.“
Jeg var daufur í dálkinn þegar
jeg hafði liáttað Berhálsu um kvöld-
ið. Allskonar ömurleikakendir fóru
um mig. Jeg liafði áhygur út af
Berhálsu, hún hafði orðið mjer til
vandræða — og þessvegna var mjer
annara um hana en nokkru sinni
áður. Hvernig mundi þetta fara?
Jeg spurði sjálfan mig að þvi. Jeg
sat lengi lijá kistunni, þar sem Ber-
hálsa svaf, og braut heilann, en
varð litíu nær.
Það var rigning þegar jeg lauk
upp augunum í morgun. Grá ský,
og við og við þeytti vindurinn
visnu laufi fyrir utan gluggann.
Þegar jeg var í þann veginn að
taka Berhálsu upp úr rúminu sinu
var barið á dyrnar.
„Það er jég, Hansen," heyrði jeg
Mortensen segja. „Þjer verðið að
Ijúka upp. Jeg ætla að setja upp
hrein gluggatjöld lijá yður áður
en jeg fer út.“
„Jeg er ekki kominn á fætur,“
reyndi jeg að malda í móinn.
„Hvað gerir það til. Jeg sje ekki
neitt. Flýtið þjer yður. Jeg stend
hjerna með þunga tjaldstöng!“
Það varð ekki hjá þessu komist.
Jeg smeygði Berhálsu í flýti ofan í
kistuna aftur og lagði lokið alveg
aftur. Svo fór jeg í nokkrar flíkur
og lauk upp.
Hún var eilifðartíma að koma
fyrir gluggatjöldunum en loks var
hún búin og fór og undir eins og
hún var komin út aflæsti jeg hurð-
inni og fór að kistunni til að
frelsa Berliálsu úr prísundinni.
En þá varð blóðið í mjer að ís.
Fistan hafði skollið í lás og lykill-
inn að henni var brotinn. Skeggið
þversum i skráargatinu og ómögu-
legt að Ijúka upp! .... Jeg ljet
skeika að sköpuðu og endasentist
fram til ungfrú Mortensen.
„Berhálsa!“ hrópaði jeg. „Lykill-
inn brotinn! Ómögulegt að opna
kistuna! Berhálsa kafnar! Hjálp!
Hjálp!“
„Hvað segið þjer?“ sagði liún og
náfölnaði — hún hjelt víst að jeg
væri orðin vitlaus. „Lykillinn —
kistan — Berhálsa? Hvaða Ber-
hálsa?“
„Berhálsa" stundi jeg. „Hænan
„Nú, hænan? Svo að þjer voruð
þá farinn að búa með hænu. Mikil
ósvífni .... að leyfa sjer þetta í
mínum húsum!“
Eftir tæpa minútu stóð jeg í
Frh. á bls. 15.