Fálkinn - 28.08.1942, Blaðsíða 4
4
f ÁLKINN
Windsor Castle sjeð norðan yfir Thames. Nálœgt miðju t. d. Normanniski
turninn, frá 108t>, en til hægri sjest St. George-kapellan.
St. George-kapellan stendur i öðrum hallargarðinum i Windsor Castle og er
ein fegursta kirkjubggging í Englandi. Iljer sjest á aðra htið kirkjunjiar.
BUCKINGHAM PALACE
OG WINDSOR CASTLE
I. BUCKINGHAM PALACE.
^UM nöfn eru svo kunn, a'ð niað-
nefnir þau umhugsunarlaust.
Eitt þessara nafna er Buckingham
Palace, og þó mun ekki einn Eng-
iendingur af þúsund vita, hvers-
vegna konungshöllin er nefnd
Buckingham Palace. En ástœðan er
sú, að þarna bygði fyrstur manna
liöll (árið 1705) lítt kunnur kön-
ungsstallari, sem kom s.jer í mjúk-
inn hjá Önnu drotningu og hlaut
af lienni tign og völd, sem hertogi
af Buckingham. En sú tign hvarf i
móðu eins og höllin, sem hann
bygði. En nafnið lifði.
Buckingliam stendur í vestan-
verðum St. James Park á landsvæði,
sem var afgirt 1609 og átti að verða
mórberjatrjágarður, þegar James
konungi fyrsta hugkvæmdist að
skáka siikigerð ítala með því að
flytja mórberjatrje og silkiorm til
Englands. Landið iiafði ávalt verið
eign krúnunnar, en ýmsum var
leigður afnotarjettur af því. Þegar
Georg konungur III. tók ríki árið
17(50, keypti hann húsið sem stóð
í mórberjagarðinum og gaf brúði
sinni, Karlottu drotningu í morg-
ungjöf, því að henni geðjaðist ekki
að konungshöliinni, sem þá var St.
James Palace. Þarna i húsinu fædd-
ust langflest börn hennar, en þau
voru fimtán alls. í ]iá daga gekk
þessi bústaður jafnan undir nafninu
Queens House — Drotningarhúsið
—. Opinberar veislur voru haldnar
í St. James Palace sem áður, en sú
höll er aðeins 300 metra frá Drotn-
ingarhúsinu sem var.
Þegar elsti sonur Karlottu drotn-
ingar tók ríki, árið 1820, endur-
bygði hann liöliina svo rækilega,
áð það er ekki á færi annara en
sjerfræðinga að sjá, livað eftir var
af gömlu höllinni. Húsameistarinn
var hinn hugkvæmi listamaður Jolin
Nash, sem bygði margt í Englandi,
svo sem Regent Street, Brighton
Pavillon, Royal Lodge í Windsor og
önnur fræg hús. Eldri höllin hafði
verið úr tígulsteini, en sú nýja var
bygð úr höggnum steini, og sætti
það mótmælum í þinginu, sumpart
vegna þess hve byggingin varð dýr
og sumpart þótti sú hlið hennar
ljót, sem út að garðinum sneri.
George IV. dó áður en byggingin
yrði fullgerð; arftaki hans í hásæt-
Eftir Owen Morshead, bókavörð í Windsor Castlc.
Bucking'ham Palace er aðalbústaður Englakonungs í
London. En skamt fyrir ofan London, á höfða við ána
Thames stendur annar konungsbústaður, sem á sjer
frægari sögu: Windsor-kastali. Þar var bústaður Vil-
hjálms I., hins sigursæla, sem lagði undir sig England
á 11. öld. Og þar hafa konungar löngum búið síðan,
sumir hverjir lengur í Windsor en öðrum höllum. Hjer
segir Owen Morshead, kgl. yfirbókavörður í Windsor,
ágrip af sögu þessara tveggja konungsbústaða. —-----
inu sat jafnan í Windsor Castle, svo
að það var ekki fyr en Victoría
drotning tók ríki, að Buckingliam
Palace varð konungshöll. Þegar hún
tók ríki, 1837, flutti liún inn í liöll-
ina, sem síðár hefir verið hinn
viðurkendi konungsbústaður í Lond-
on. Að vísu l'ara karlmannamóttök-
ur konungsins enn fram í St. James
Palace, en liirðsamkvæmin eru liald-
in í Buckingham Palace, siðan 1868.
Þá hafði Pennethprne, l'rændi Nash,
Þessi mgnd er tekin af Buckingham Palace frá hinu breiða strœti The Mall.
Sú hlið hallarinnar, sem veit út að þessu stræti þykir fremur þungbúin en
Ijettara tniklu yfir bakhliðinni, sem snýr að St. James Park. Á svölunum
gfir hallardgrunum, þar sem súlurnar tvœr standa, kemur konungsfjöl-
skyldan fram fyrir almenning við háliðleg tækifæri, svo sem við krýning-
una 1937. Á flaggstönginni má jafnan sjá, hvort konungur býr í höliinni
eðu annarsstaðar þá stundina. Þegar hann er heima blaktir konungsfáivnn
— fíogal Standard — jafnan á stönginni.
hygt við höllina stóran danssai, sem
hæfði vel þessum samkvæmum. Vict-
oría drotning hafði mist mann sinn
árið 1861 og harmaði hann svo
mjög, að hún tók ekki þátt i gleði-
samkvæmum í mörg ár. Þegar hirð-
samkvæmin voru flutt úr St. James
Palace í Buckingham Palace þurfti
hún ekki að sýna sig á almanna-
færi til þes's að komasl á samkvæm-
in, og flýtti það fyrir þvi, að sam-
kvæmissalurinn mikli væri bygður
við Buckingham Palace.
Eftir því sem fjölskylda Victoriu
drotningar stækkaði reyndust húsa-
kynnin ónóg. Ilúsið liafði verið
teiknað fyrir Georg IV. og hann
liafði litla fjölskyldu, en Victoría
og Albert áttu níu hörn. Þessvegna
vorti tvær álmur hygðar út i Sl.
James Park árið 1850, úr aðaibygg-
ingunni, sem sjesl hjer á myndinni
(lítiil hluti af annari áitnuni sjest
lengst til liægri). í forgarði hallar-
innar hafði staðið hinn frægi Mar-
marabogi — Marble Arc — gerður
af John Nash til minningar um sigr-
ana við Trafalgar og AVaterloo, en
nú var iiann fluttur og settur á
norðausturhorninu á Hyde Park,
ar sem hann stendur enn.
Eins og Buckingliam Palace er nú
orðið (að undanteknum skemdun-
um, sem á ])ví hafa orðið í stríð-
inu) er það hinn veglegasti kon-
ungsbústaður. Út um hallargiuggana
sjást turnar Westminster Abhey og
Parliament House gnæfa við him-
inn bak við trjálundi eins fegursta
garðsins í London, en hið breiða
stræti, The Mall, gengur annars
vegar fram hjá höllinni frá Trafalg-
ar Square. Þegar þýðingarmiklir
viðhurðir gerast, hvort heidur þeir
eru i ætt við sorg eða gleði, safn-
ast hundruð þúsunda af fólki kring-
um höllina, til þess að votla sam-
úð sina.
Garðurinn, sem er að hallarbaki
er hvorki meira nje minna en 15
hektarar að flatarmáli. Þar eru
stórar, sljettar flatir, vaxnar flau-
elsmjúku, grænu grasi, og þar liðast
tjörn í bugðum. Þegar maður lítur
til hállarinnar og stendur fyrir
handan tjörnina, þá er hún ekki
eins þungbúin á svip, eins og sú
hliðin, sem að götunni snýr. Höllin
getur skákað fegurstu húsum i Eng-
landi hvað fegurð snertir. Hvá'ð
herbergjaskipun inni snertir, þá
her höllin menjar smekks Georgs
/