Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.08.1942, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN YNCS/W U/SNblMtNIR Tryltu eldspýturnar. Pú—ú! PaÖ var blásið á ljósið, svo að það sloknaði og Ottó frœndi sneri sjer til veggjar í rúminu. Hann var dauðþreyttur og langaði til að sofa. Þarna í húsinu var grafkyrt; eng- inn var heima nema Ottó l'rændi sjálfur, þvi að frænka og börnin höfðu fengið að fara eithvað i skemtiferð, og vinnustúlkunni hafði verið lofað að fara líka. Og þetta var einmitt augnablikið, sem óþokkans álfurinn hafði beðið eftir. „Hann sagði, að ekki væru nein- ir álfar til!“ hvíslaði álfurinn og leit illilega til stóra mannsins í rúm- inu, sem svaf þar og hraut. „Jeg skal nú sýna lionum hvað satt er i því! Hann er ekki með öllum injalla!“ Álfurinn var á sífeldu iði pg var að hugsa um, hverju hann ætti helst að taka upp á. Til vonar og vara hafði hann tekið með sjer ögn af smyrslinu, sem álfadrotningin notaði til að gera dauða hluti lif- andi með, og hafði borið það á stafinn sinn, og þegar hann snerti eitthvað með stafnum þá varð það tifandi líka. Þessvegna varð eld- spítustokkurinn á náttborðinu hjá Ottó frænda lifandi, þegar álfur- inn strauk hann með stafnum. „Öll herdeitdin i rjetta röð!“ skipaði ein eldspítan og stökk upp úr stokknum. Hinar bröltu upp úr á eftir henni og svo röðuðu þær sjer og gerðu allskonar heræfingar, og skiftust á um að skipa fyrir. En álfurinn var ekki ánægður með þetta. Hann vatt sjer að Ottó frænda og fór að kitla hann á enninu og nef- inu með stafnum sínum, en þá var smyrslið farið af honum, svo að þetta var rjett eins og fluga væri að skemta sjer á andlitinu á Trænda. En af 'því að hann var svo þreyttur þá vaknaði hann ekki, hann strauk bara um andlitið á sjer i svefninum, bylti sjer ofurlítið i rúminu og svaf áfram. En nú varð álfurinn reiður og snaraði sjer fram að ofninum. Nokkrir neistar voru enn á ofnrist- inni og hurðin stóð opin, og þarna inst var kolamoli með glóð í, sem glórði í þarna i dimmunni. Álfur- inn ýtti við kolamolanum og þá flaug hann undir eins fram á góll- ið og á dúkinn. „Það brennur, það brennur!" hrópuðu eldspíturnar og teygðu úr sjer til þess að sjá betur hvað um væri að vera. Álfurinn varð laf- tiræddur; hann var eiginlega ekki neitt slæmur í sjer, þó hann væri dálítill prakkari. En nú liafði liann kveikt í lmsinu og hann gat ekki einu sinni vakið manninn i rúininu, svo að hann gæti slökt eldinn. Hann flýtti sjer út um gluggann og fór nú sem hraðast heim i Álfa- land og sagði drotningunni hvernig komið var. „Skelfing hefirðu hagað þjer bjánalega," sagði álfadrotningin byrst, „en af þvi að þú sagðir mjer frá þessu sjáifur ])á ætla jeg nú ekki að refsa þjer. Jeg var að líta í töfraspegilinn minn og sá hvað eld- inum tiður, og af því að ekki varð neitt tjón að honum þá skaltu nú sleppa í þetta sinn! En þú verður að lofa mjer jiví, að gera svona heimskupör aldrei oítar.“ En hvernig liafði nú farið? Hvað liafði álfadrotningin sjeð? Það voru eldspíturnar, sem björg- uðu húsinu og drápu eldinn. „Eitthvað verðum við að gera,“ hafði eldspítnaforinginn sagt og svo hljóp hann út á gólfteppið. Fjelag- ar hans eltu hann og svo færðu eldspíturnar sig varlega að kolamol- anum, sem hafði brent kringlótt gat á gólfteppið. „Ekki of nærri — niunið þið, að það getur kviknað i ykkur,“ sagði foringinn aðvarandi og eldspiturnar- námu staðar í hæfilegri fjarlægð. Ein þeirra var þó ol' forvitin og þá kviknaði í henni og hún brann upp, eins og góðar eldspitur gera. En hinar urðu lafhræddar um, að eins mundi fara fyrir þeim og þær hörfuðu undan. „Vatnsflöskuna!“ hrópaði ein eld- sþítan. „Getum við ekki borið hana hingað og lielt úr herini á kola- molann?“ „Reynandi væri það!“ sögðu hin- ar og svo fóru j)ær að bisa vatns- flöskunni að brunastaSnum. Þetta var mesta erfiði og nokkrar veikar eldspítur, sem voru grannar, brotn- uðu og dóu, alveg eins og liraustir hermenn á vígvellinum, en liinum tókst loks að mjaka flöskunni að kolamolanum og helta úr henni yf- ir hann. Ssssss! Hvissss! heýrðist þegar vatnið koin á glóðinu og rann út í gólfteppið. Eldspíturnar hjeldu á- fram að liella þangað til glóðin var alveg sloknuð. Þá fyrst roguðust þær þreyttar upp að öskjunni sinni. En álfadrotningin gleymdi ekki hvilíkt liugrekki eldspíturnar liöfðu sýnt. Hún sendi nokkra álfa i liús- ið og þeir báru eldspítnastokkinn, og brotnu eldspiturnar líka, heim tit Álfalands og þar var þeim breytt i álfa, sem fengu það sjerstaka hlutverk að gæta að þvi, að börn kveiktu ekki í þegar þau ljeku sjer að eldspítum — því að það gera mörg börn — því miður! En þegar frændi vaknaði morg- uninn eftir gat hann ómögulega kveikt í vindlinum sínum. „Hvað er orðið af eldspítustokkn- um mínum?“ sagði hann. „Jeg veit, að jeg lagði hann hjá kertastjakan- um í gærkvöldi. Maður skyldi halda, að þeir hefðu komið hingað í nótt, þessir álfar, sem börnin eru að tala um.“ En þegar liann kom auga á kola- molann og vota blettinn kringum liann, og sá vatnsflöskuna standa þar lijá, varð hann alveg hissa og sagði: „Nú verð jeg að viðurkena, að annaðhvort hafi jeg sjálfur gengið i svefni, eða þá að það eru til álf- ar, sem hjálpa okkur þegar við sofum!“ Og þetta heyrði litli álfurinn í Álfalandi og sagði: „Jæja, það var þó gott, að hann trúir að við sje- um til.“ — Leiddu mig ekki, Gvendur, hva'ð heldurðu að hún mamma segði, ef hún sæi okkur. — Þú getur sagt henni, að jeg sje bróðir þinn. Adamson hefir eiginast hund. KAUPIÐ »FÁLKANN« — Þegar við vorum nýtrúlofuð' sagðist þú geta etið mig af eintómri ást, en nú setur þú alt á annan endánn, ef bú finnur eitl hár i súp- unni. — Ilvernig leist þjer á nýja leik- ritið mitt? — Fyrstu þrír þættirnir voru á- gætir, en svo.... — Eti svo hvað? • — Svo vakti konan mín mig. — Hana nú. Þarna fór saxneska postulínið. Það er svei mjer gott að húsbóndinn hefir garnan af sam- setningarþrautum! GRÆNN LITUR er talinn óhollur augunum. Ef menn horí'a lengi á grænan lit, er talið að þeir „sjái grænt“ all-löngu eftir að þeir höfðu græna litinn fyrir framan sig. Ameríkumenn hafa því sumsstaðar tekið græna áklæðið af billiardborðunum og sett öðruvísi litt klæði í staðinn. — Þelta var í sannleika sagt góð- ur maður! >

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.