Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.09.1942, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N UM TURKESTAN MEÐ FÖLSUÐ VEGABREF SÁ hluti Asiu, sem liggur suður að 40. breiddarstigi og nær vestan frá Kaspíahafi og austur í Kína, er með hrjóst- ugustu blettunum á jörðinni skóglaust helti eyðimarka, steppa og fjallgarða, þar sem enginn Evrópumaður getur ferðast til lengdar án þess að sætta sig við ófullkomnustu lífsvenjur og verður að láta sjer lynda að fara á mis við flest þau þægindi, sem hann hefir talið ógerning að vera án. Og þó þykir ibúunum svo mik- ið í landið varið, að þeir verja öllum útlendingum aðgang að þvi með oddi og egg. Það þykja tíðindi, ef hvítum manni tekst að sleppa lifandi yfir Turkest- an. Leiðangrar Sven Hedins hafa dálítið rofið það myrkur, sem hvílt liefir j'fir Mið-Asíu eða löndunum fyrir austan Pamir og Þjóðverjinn Eric Teichmann og enski blaðamaðurinn Peter Fleming, ásamt franskri stúlku, Ella Maillart, hafa farið þar um í leyfisleysi. En af land- inu fyrir vestan Pamir, sem áð- ur var kallað Buchara, hafa menn afar litlar frjettir. En fyr- ir nokkrum árum tókst Austur- ríkismanni einum, Gustav Krist, að komast um landið, og heíir bók hans, „Allein durch ver- hotene Land“, sem kom út ár- ið 1937, verið lesin með mikilli athygli um allan heim.------ Gustav Krist stóð flestum öðrum betur að vígi að fara þessa ferð og þó Jvomsl hann oftar en einu sinni í lífshættu. Hann var nfl. tekinn til fanga af Rússum í heimsstyrjöldinni og fluttur til Austur-Turkestan og Buchara, sem var háð Búss- landi til 1917. Hefir liann áður skrifað bókina „Pascholl Plen- ny“ um þessa fangélsisvist sina., Ilann var þvi allvel kunnugur í landinu þegar liann stalst þangað átta árum síðar. Eftir stríðið var Krist lengi í Turkestan áður en liann kom heim. Þegar til Austurríkis kom var alt orðið svo umbreytt þar, að hann festi ekki yndi og ekki tókst honum beldur að fá atvinnu. Hann hvarf því at't- ur til Austurlanda og gerðist dúkasali hjá persneskum kaup- manni. I einni ferð sinni komst hann austur að Kaspíahafi og af því að afarheitt var, datt honum i hug að haða sig. Þá hitti hann nokkra turkmena af Jomuætt, frá rússneska Tur- kestan og tókst að lækna þá af kvilla sem þeir höfðu og hjarga einum, sem var komin að druknun, með því að gera á honum andardráttaræf ingar. Turkmenar voru honum afar þakldátir fyrir og nú datl hon- um i hug, að gaman væri að koma á fornar slöðvar og kanna landið fvrir norðan Pers - íu. En sovjetstjórnin neitaði honum um innfararleyfi i Jand- ið. Með aðstoð jomudanna tókst honum að útvega sjer falskt vegabrjef frá gömlum kunn- ingja sínum. Og syo fór hann inn í Turkestan sem rússneskur borgari undir nafninu Ferdin- and Steinschneider. Hann varð jomudunum sam- ferða vfir landamærin en eng- inn vörður var j)ar, enda var þarna eyðimörk. Þegar hann lcom til mannahygða var hon- um vel fagnað af höfðingja jomudanna, Alim-Kul. Hjell hann áfram norður yfir eyði- merkur jiangað til hann kom að austurströnd Kaspíahafs, i Kisil-Arwat. En j>að!an hjelt hann austur hina fornu lesta- leið, sem Alexander mikli fór forðum daga með her sinn, og hitti enga manneskju fvr en hann var kominn langt austur í Karakumeyðimörkina. Þar rakst hann á úlfaldalest og lest- armennirnir kröfðust að sjá vegabrjef hans. Ilann .sýndi þeini vegabrjef Steinschneiders með Ijósmynd hans sjálfs og tóku ])eir ])að gotl og gilt og buðu honum fylgd austur um Karakum. Erfiðleikarnir hófust ekki fyr en í bænum Tsjardsjui við Amudarjavatn. Eftir að emír- inn af Buchara hafði hrist af sjer ok Rússa árið 1917 tókst Rússum að vinna þennan hæ aftur eftir hlóðuga hardaga, ár- ið 1920. Samkvæmt nýju sovjet- stjórnarskipuninni er þessi bær undir ráðstjórnarfyrirkomulagi og heitir Usbekistan, en hefir þó heimastjórn, svo að jafnvel Evrópurússar verða að hafa leyfi yfirvaldanna á staðnum til að ferðast um landið. Krist sýndi vegabrjef sitt, kvaðst vera jarðfræðingur í rannsóknar- ferð og sótti um dvalarievfi. En áður en leyfið hafði verið veitt las liann sjer til mikillar skelfingar í rússnesku hlöður- um, að sá ijetti Steinschneider hefði orðið fyrir alvarlegu slysi þar sem hann átli heima — i Ivisil-Arwaf. Segist Krist þá hafa orðið hræddur i fyrsta skifti á æfi sinni og flýtti sjer að ná i farmiða með einu járn- brautinni í Austur-Turkestau og fór til Samarkand, sem einu sinni var höfuðstaður hins al- ræmda víkings Tamerlans Hann skyldi að ekleert gal bjargað nema frek blekking og fór nú til yfirvaldanna. Sagði hann þeim söinu söguna og í Tsjardsjui, að hann væri jarð- fræðingur, óg bauðst til að leita að málmum og olíu fyrir yfir- völdin, ef þau vildu sjá honum 'fyrir áburðardýrum, tækjum og vistum. Embættísmaðurinn sem í hlut átti hafði ekki lesin hlöð- in vel og eftir nokkra umliugs- un fjelst hann á uppástungu Krists. Hann notaði hiðina í Samarkand vel, eins og m. a. má sjá af ljósmyndum hans þaðan. Harin varð að vísu að fara varlega því að ýmsir sem hann þekti síðan liann var her- fangi, voru þarna í borginni. En hann gat ekki staðist þá freistingu að skoða musterið Sjakk-i Sinda, eitt af meistara- verkum byggingalistar Islans- manna, og grafhvelfinguna Gur-Emir, þar sem duft Tamer- lans er geymt undir stærsta nefritsteininum, sem til er í lieiminum, grænum krystalli, en í kring eru útskornir ala- bast-steinar. Enda var Tamer- lan ein af mestu herkommg- tun allra alda og ríki hans náði lil Moskva, Kákasus, Sýríands og Norður-Indlands. En daginn eftir að hann fór í grafhvelfingu Tamerlans gerð- ist æfintýrið. Meðal embættis- mannanna í stjórnarróðinu hafði Krisl þekt Rússa einn, Dossunjanz að nafni, og hafði þessi maður kært hann fyrir gagnbyltingastarfsemi og feng- ið hann dæmdan, árið 1920, en þá hafði Krist komist undan á flótta. Nú hafði Dossunjanz þekt Krist aftur og var hann tekinn fastur og yfirheyrður. En ])að hjargaði honum frá líf- láti, að fjórir gamlir kunningj- ar hans, sem voru i áliti hjá stjórninni, virtu svo mikils gamla vináttu við hann að þeir vitnuðu, að þessi maður væri elcki Krist og var þessi sam- liljóða vitnisburður fjögra manna tekinn gildur. Krist fjekk vistir og föruneyti og slapp óskaddaður frá Samark- and. Nú ferðaðist hann fram og aftur um Ushekistan í sjö mán- uði og þóttist vera að stunda jarðfræðirannsóknir og lengi var hann á ferðum um Pamir- hásljettuna með hóp af kirgis- um með sjer. Af þessum fylgd- armönnum sinum lærði hann margt nytsamlegt, m. a. að hrugga „tarentelsnaps“ sem menn bjóða óvinum sinum á þessum slóðum. Maður nær i nokkrar tarentellur og lætur þær híta i ávaxtahita, sem maður svo lætur í hrennivín. Eitrið úr 30—10 tarantellum er nægilegt í einn lítra af taran- telluhrennivíni, en meðdlmaður þarf ekki nema eitt glas af því til að hníga í valinn. Meðal þeirra sem Krist hitli í l'erðinni má nefna frú Kuli- jevu, sem til 1920 var hjúpuð amhátt hjá grjónakaupmanni einum, en gerðist holsjeviki elt- ir byltinguna og var nú odd- viti í sovjetráðinu í Kerki. Var hún skörungur mikill og vitur; hafði lært að lesa og skrifa fyrir þremur árum og var Kirk hjálpleg í öllu, því að hún trúði þvi, að hann væri í erinda- gerðum fyrir stjórnina. Loks kom Krist í annað sinn til Buehara, sem fram til 1920 var talinn helgur bær. Er borg- in yfir 3000 ára gömul og mesli verslunarstaður Mið-Asíu, næsi á eftir Samarkand. Þarna eru flestir múhameðstrúar og fult af múhameðsmusterum í horg- inni, en innan um eru skólar bolsjevika með sovjetstjörnunni og upphrópuninni „Öreigar í öllum löndum, sameinist!“ Stærsta hyggingin í Buchara er „Örkin“ — höll emírsins, sem hefir verið breytt í eins- konar þjóðminjasafn. Þar eru samankomin öll pyntingatæki emíranna, steglur, lijól, axir, handjárn og risavaxin svipa, sem var tákn valds liinna gömlu harðstjóra. Voru þeir mestu grimdarseggir en elskuðu skraut og girntust glys — um föður siðasla emírsins er það sagt, að á hanasænginni hafi hann lát- ið hálshöggva uppáhaldskonu sina fyrir framan rúmstokkinn sinn, ásamt þremur dætrum sín- um, svo að þær skyldu ekki komast í hendur annara þegar hann væri dauður. Nálægt „Örkinni“ er smnar- Iiöll emirsins, sem heitir „Sjir- hudun“. Er hún ekki eins hrör- leg og „Örkin“. Sá sem sýndi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.