Fálkinn - 04.09.1942, Page 1
H EYBAN DSLEST
Það er farið að líða á sláttinn, og svo mun fara í sumar eigi síður en áður, að bændum mun þykja mikið undir því komið, að
síðustu vikurnar færi þeim þurt veður og góða nýtingu. Því aðaldrei hefir verið meiri þörf á því en nú. Víðast hvar um land
liefir aldrei verið meiri fólksekla en einmitt núna í sumar, og jafnvel á stórjörðum hefir bóndinn verið eini karlmaðurinn,
sem gengið hefir til sláttar. Hinsvegar varð spretta svo góð, undireins eftir að sláttur byrjaði, að enginn — að minsta kosti
hjer sunnanlands — kvartar undan grasleysi eða engjavöntun. Því er það, að góð veðrátta í þessari viku getur bjargað f jölda
búpenings frá því, að týna lífinu í haust. — Hjer að ofan er falleg mynd af heybandslest, eftir Edvard Sigurgeirsson Ijós-
myndara á Akureyri.