Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1942, Qupperneq 10

Fálkinn - 04.09.1942, Qupperneq 10
10 FÁLKINN - YMft/W bE/GMbUKHIR Þegar skógurinn laufgaðist Það eru ekki margar hátíðir, s'eni sem skógálfarnir hlakka eins mikið lil og stórhátíðarinnar, sem haldin er þegar skógurinn byrjar að lauf- ast. Auðvitað er Jónsinessuhátíðin meiri/ og þangað koma allir, sem vetlingi geta valdið — álfar, töfra- dísir, dvergar og Jólasveinar, haf- meyjar og jafnvel nornir slæðast þangað líka, — þær eru ekki eins slæmar núna, eins og þær voru í gamla daga. En ef þú spyrð blóm- álfana hvaða dag þeim þyki vænst um, þá svara þeir: daginn sem trjen fara að laufgast! Þetta vissi Kári litli ekki, en samt varð hann glaður eitt kvöldið þegar hann leit á skóginn, sem hafði verið móbrúnn allan veturinn, og sá að græn slikja var komin á liann og blaðhnapparnir voru farnir að springa. Honum fanst hann sjá blöð- in koma út úr þeim. „Á morgun verður skógurinn víst orðinn algrænn/1 sagði mamma hans, „og á sunnudaginn skulum við fara þangað ag borða matinn okkar þar!“ Kári var að liugsa um þetta þeg- ar hann soínaði, og hann mundi það þegar hann glaðvaknaði alt í einu við að tunglið skein inn á andlitið á honum. Hann reis upp i rúminu og leit út, það vár nærri því eins bjart og um miðjan dag og þarna í tunglsljósinu kom hann auga á ofurlitinn snáða, í grænum silkifötum, sem hímdi og virtist vera í öngum sínum. „Hvað gengur að þjer?“ spurði Kári litli. „Ertu loksins vaknaður?“ spurði litli skógálfurinn — því að þessi græni gestur var skógálfur. „Álfa- drotningin bað mig um að spyrja j)ig, livort þú vildir ekki hjálpa okkur, j)ví að við erum í afleitri klípu.“ „Hvert á jeg að koma?“ spurði Kári og þaut út úr rúminu. Sem betur fór var ekki kalt, því að hann var ekki í öðru en röndóttum nær- fötunum sínum og álfurinn vildi ekki bíða eftir, að hann færi í meira. Það lá svo mikið á. „Svoleiðis stendur á,“ sagði álf- urinn, „að við ætlum að lialda slóra dansleikinn okkar i nótt og dansa fram að sólaruppkomu, og við hlökkuðum svo mikið til þess. Spil- ararnir okkar fóru suður í lönd fyrir heilum mánuði, til jiess að læra • nýjustu danslögin af nætur- gölunum og þröstunum. Og svo var ætlast til að storkarnir kæmu með j)á að sunnan aftur, j)egar þeir kæmu heim að verpa.“ „Það var ansi sniðugt,“ sagði Kári — gaman hefði hann haft af að sitja á bakinu á fugli og fljúga hátt yfir toppunum á trjánum og yfir himinhá fjöll og jökla. „Sniðugt og sniðugt ekki, það er ekki aðalatriðið," svaraði álfurinn ólundarlega. „En meiningin málsins ar, að storkarnir komu heim fyrir viku, en höfðu steingleymt að taka með sjer farþegana.“ „Gátuð þið j)á ekki sent neinn lil að sækja spilarana?“ spurði Kári. „Á þessum tima árs? Nei, nú l'ljúga allir fuglar til norðurs, en ekki einn einasti til suðurs. Jæja, við vonuðum í lengstu lög, að svöl- urnar — l)ú veist að þær eru ui- veg nýkomnar -— mundu koma með spilarana, en okkur varð ekki káp- an úr því klæðinu. Þær sögðu, að þeir hefðu verið of þungir fyrir j)ær! Hvað eigum við nú að taka til bragðs? Allir spilararnir okkar sitja ])arna suður í löndunrog leika nýjustu danslögin af öllum lífs og sálarkröftum, en við fáum ekkert að heyra af þeim.“ „Já, l)að er ógaman að lieyra þetta, en hvernig ætti jeg að geta hjálpað ykkur?“ spurði Kári. „Líttu á,“ hjelt álfurinn áfram, „sunnanvindurinn sagði okkur, að ef við aðeins hefðum útvarp ])á ..“ „Rjett!“ sagði Kári. „Við skulum smíða okkur útvarpstæki. Þá get- um við heyrt, j)egar þeir leika á hljóðfærin sín þarna syðra.“ „Já, jeg veit l)að,“ sagði álfurinn. „En líttu nú á hjerna!“ Þeir komu inn í skóginn og þar sat kráka á kvisti, sem kónguló hafði spunnið vef undir. Krákan var með hlustartæki á hausnum og virtist vera ákaflega hissa. „Jeg heyri alt sem þeir leika,“ sagði liún, „en aðeins þegar jeg hefi þetta tilberaverk á hausnum.“ „Já, þarna sjerðu,“ sagði álfur- inn, „Við getum ekki dansað með. hlustartæki á höfðinu.“ „Nú sje jeg hvað við eigum að gera,“ sagði Kári. „Við smíðum okkur lampaviðtæki og setum gjall- arhorn á það.“ Nú komu þarna fleiri áll'ar og Kári sagði þeim fyrir um smiðina á tækinu og þeir smíðuðu jafnóð- um. Fyrir lampa voru notaðir fjór- ir ljósormar, en stór kuðungur reyndist vera ágætt 'gjallarhorn og nokkrar kongulær voru ekki svip- stund að búa til loftnetið. Þetla varð ágætt útvarpstæki enda var það rakt af dögginni, en eins og allir vita hefir dögginn sem fellur á Jónsmessunótt töfrakraft. Og nú heyrðust yndislegir tónar úr útvarps- tækinu — þeir komu frá spilurun- um þarna suður frá. Nú var gleði og gaman og álfarn- ir skeintu sjer og álfadrotningin kom sjálf til að skoða þetta merki- lega áhald, sem Kári hafði smíðað. „Nú gerir ekkert til þó að spil- ararnir okkar sjeu langt í burtu, úr þvi að við getum heyrt þá samt,“ sögðu álfarnir. Og drotningin hjelt þakkarræðu fyrir Kára, af því að hann hafði hjálpað þeim. Loks varð iíári syfjaður, og hann vissi eiginlega aldrei hvernig liann komst heim, en þegar hann vaknaði lá hann í rúminu sinu og sólin skein inn um gluggann. Og alt þetta sumar fann liann ó- venjulega mikið af blómum og jarð- arberjum í skóginum. Það var þakk- læti frá álfunum, sem hann hafði hjálpað. Fálkinn er langbesta heimílisblaðið. — Hvaðan kemur þú svona seinl? — Þú ert þó vonandi ekki afbrýðisanmr? -7— Það er ekki f/ott að vita. fíilda kvenfólkið ij'etnr líka verið farið að vera móðins aftur ntina í „ástandinu". k r í 11 u r. Þei, þei, Lúðvik. Lokaðu fyrir ir titvarpið — þœr eru að skamm- ast inni hjá Hansen. — Iifiyrið þið, blessuð börn. Hversvegna sitjið þið í myrkrinu? — Við ætluðum bara að spara rafmagnið. fírunaliðsmenn og nœrgœtnir menn í senn. — Svona var skrifstofustjórinn umkringdur, meðan konan lians var á Laugavatni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.