Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1942, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.09.1942, Blaðsíða 14
14 1-ÁLKlNN „ÞETTA EIÍ ÆTLAÐ ÞJÓÐVERJUM!“ Myndin sýnir hlaða af flugvjelasprengjum, líkum beim, sem notaöar hafa verið í hinum stóru loftárásnm fíreta á |mskar borgir. Verksmiðjan, sem jjessi mynd er tekin úr, frumleiðir aðeins þessa einu tegund af sprengjum, en fliigvjelarnar liafa vitanlega margar íegundir meðferðis. En bað scm er raunalegra við þessa styrjöld en allar aðrar er þetta, að hún bitnar eigi síður á fólki utan hersins en hermönnunum sjálfnm. Þetta er ,,der loiale Krieg“ — siríð tdlra við alla. Þá voru einvígin betri í gamla duga! FYRSTA FLOTASTÖÐ U.S.A. í EVRÓPU. í febrúar í vetur var fuilgerð hin íyrstu flotastöð Banda- ríkjamanna i Evrópu, nfl. við slrönd Londonderry í Norður- írlandi, og hafði hún verið sex mánuði í smíðnm, en er talin hin besla útbúna flotastöð, sem til er í verötdinni. Aður en Bandaríkjamenn f.óru i stríðið höfðu ensk herskip siglt bœki- stöðvarlaust frá Londonderry lil þess að gegna störfum sínum i Atlantshafinu, en um það bil sem flotastöð þessi varð full- gerð var Ameríka komin i stríðið, og nú eiga skip þeirra einnig innhlaup í hinni nýju flotastöð. — Mgndin sýnir am- eríkanska og enska sjóliða takast i hendur yfir borðstokkinn, sínn af hvorum kafbát, er liggja samhtiða i flotastöðinni. FRÁ SVÍÞJÓÐ. Frh. af bts. 3. unum er lokið. Það eru einnig nokkrar vonir um, að um 50.000 smálesta skipastóll frá Svíþjóð fáisl gefinn laus til þess, að flytja mat- væli og aðrar nauðsynjar frá Banda- ríkjunum og Canada til Grikklands. Hafa samningar um þetta dregist á langinn, en ekki vonlaust að þeir lakist. SVÍAR ELSKA KONUNG SINN. Hinn 6. júní siðastliðinn hjeldu Svíar iiátíðiegan þjóðardag sinn, „Flagans dag“, með samkomum um iandið þvert og endilangt. Þessi dag- ur sýndi ljóslega, eins og síðustu Fiaggdagar Svía, hve eíning þjóð- arinnar er sterk. í Stockholm var hátíðin hájdin úti á léikvanginum mikla á Norrmalm í viðurvist hins aldna konungs Svía, sem var hy.ltur innilega af mannfjöldanum, sem fagnaði því að sjá konunginn aftur, brosandi og hressan, eftir nokkurra mánaða legu eftir alvarlegan upp- skurð. Konungurinn ók í viðhafnar- vagni frá liöll sinni og hafði fólk hópast saman meðfram veginum alla leið. Nokkrir ráðherrar sænsku stjórn- arinnar hjeldu rieður víðsvegar um landið þennan dag, og lögðu þar einkum áherslu á, að Svíar væru staðráðnir í því, að halda áfram nú- verandi ldutleysisstefnu sinni. „Við höfum kosið okkur hlutleysisstefn- una til þess að varðveita frelsi okk- ar,“ sagði sænski hervarnaráðherr- ann i ræðu sinni. „Og aðeins sú þjóð, sem ræðst á okkur mun verða óvinur okkar. En ef ráðist verður á okkur munum við verja okkur af allri getu okkar.“ Ellilaun oo örorkubætur Umsóknum um sllilaun og örorkubætur fyrir árið 1943 skal skilað fyrir lok september- mánaðar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu borgar- stjóra, Pósthússtræti 7, herbergi 26 3. hæð alla virka daga kl. 10—12 og 2—5 nema laug- ardaga eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fvlla út eyðublöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sjerstaklega beðnir að vera við því búnir að gefa upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá 1. okt. 1941 og um framfærsluskylda venslamenn sína (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra, maka). Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið 1943 og hafa ekki notið þeirra árið 1942 verða að fá örorkuvottorð hjá trúnaðarlækni Trygg- ingarstofnunar ríkisins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu ári þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð nema þeir fái sjer- staka tilkynningu um það. Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, alla virka daga nema laugardaga. Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á rjettum tíma, mega þeir húast við því, að þær verði ekki teknar til grsina. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK. ♦ ♦ Fálfeinn er langbesta heimilisblaðið. SKÓLABÖRN SVÍA EIGA AÐ VERJA LANDIÐ. í fyrrahaust ákváðu sænsku rikis- völdin að taka upp svonefnda „varn- arþjónustu" í sænskum skólum, sem miðaði að því, að gera æskulýðinn færari en ella til þess að starfa, ef hættu bæri að höndum. Undir- búningur undir þetta starf er sum- part fólginn í fræðilegum leiðbein- ingum og sumpart verklegum, bæði fyrir stúlkur og pitta, og veit bæði að almennum og fræðilegum efnum. Eldri piltarnir í skólunum eru æfð- ir i skotfimi, handsprengju-kasti,' heræfingum o. s. frv., en þessar æfingar iðka aðeins J)eir, sem óska þess sjálfir. Altir drengir og stúlk- ur, etdri sem yngri fá tilsögn heima- varnarliðsins í þvi, hvernig eigi að slökkva i eldsprengjum, veita særð- um bráðabirgða-aðhtynning, svo og í því að koma hættuboðuin milti staða, koma sjer fyrir í útilegu, ef um flótta er að ræða frá heim- kynni sínu, rata ókunnar ieiðir o. s. frv. Telpum er einnig kend hjúkr- un sjúkra, til þess að gera þær fær- ar um að veita hjálp á ilta stödd- um heimilum. Hingað til hafa foringjar úr hern- um annast kenslu hinna eldri piita í því, sem að hermensku lýtur. En til þess að gera skólakennarana einnig færa um að taka þátt í þess- ari kenslu eins og kenslu í ])ví, sem áður var nefnt, hefir stjórnin efnt lil námskeiða fyrir kénnáranna í hinum hernaðarlegu greinum, jafn- framt liinum greinunum. Æfingarn- ar eru eins raunhæfar og liægt er. Undir leiðsögu liðsforingja eru kennararnir látnir læra alt. sem að innrásarvörnum týtur, alt frá þvi að setja upp tjald og veita særðum Lráðabirgða-aðhlynningu og til |)ess, að táka mannlega á móti fallbtífar- liermönnum. •— Kvenforingjar taka einnig jjátt í þessum æfingum, þó að starf þeirra eigi éinkum að bein- «st að sjúkrahjúkri(n, brottflutn- ingsráðstöfunum og því um líku. MEÐALHÆÐ SVÍA VAXANDI. Samkvæmt yfirliti, sem gert liefir verið upp úr skýrslum um liæð sænskra nýliða úndanfarin 50 ár (allir eru mældir þegar þeir eru skráðir í herinn), er hún nú 5 sentímetrum meiri nú en hún var fyrir 50 árum. Meðalhæð sænskra hermanna var 169,0 cm. árið 1891, en var orðin 174,4 cm. árið 1939. Athugun þessi -sýndi einnig, að líkamlegt atgerfi og héilbrigði sænskra hermanna vera stórum betri nú en var fyrir 50 árum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.