Fálkinn - 04.09.1942, Page 8
Donald S. Aitken: AGNIÐ
CARLSLAKE fanst maðurinn
ískyggilegur í útliti þegar
í stað. jÞar var eitlhvað, sem
vakti beyg og; ýmigust, en hann
gat ekki sagt hvað það var.
Ef til vill var það þessi ein-
kennilegi ávani mannsins að
loka augúnum til liálfs þegar
hann sagði eitthvað. En, eins og
Carlslake sagði eftir á, getur
maður ekki synjað fólki sjálf-
sagðrar gestrisni úti í frumskóg-
um Kenya aðeins af því, að
maður kunni ekki við augun í
því.
Carlslake stóð fyrir utan kof-
ann sinn og var að teygja stórt.
flekkótt nöðruskinn á þerrifjöl
þegar maðurinn kom niðan frá
ánni. Hann var hár vexti —
meira að segja hærri en C.arls-
lake — og að sama skapi þrek-
inn. Hann var fótgangandi og
eftir útlitinu að dæma hafði
hann átt í hrakningum. Óhrein
khakiskyrtan hans var gauð-
rifin og vöðvamiklir handlegg-
irnir með rispum eftir trjá-
greinar og hann hafði ekki rak-
að sig lengi. Þrátt fyrir burð-
ina virtist hann ljemagna og
hann slagaði þegar hann kom
heini að kofanum.
. Carlslake lagði frá sjer fjöl-
ina með nöðrubjórnum. Það
lýsti honum vel að hann byrj-
aði ekki á því að spyrja gest-
inn óþarfa spurninga. Hann
bauð honum bara að koma inn
og þvo sjer. Og um leið bar
hann fram undistöðugóða mál-
tíð.
Gesturinn hámaði í sig mat-
inn og sagði ekkert um sinn.
Svo leit hann til Carlslake og
lygndi aftur augunum.
„Þjer munuð vera Nöðru-
Carlslake?“ sagði hann.
Carslake krosslagði langar
bífurnar og hallaði sjer upp að
dyrastafnum.
,,Já,“ sagði hann og brosti
hlýlega. „Fólk mun kalla mig
því nafni.“ Svo spurði hann
með forvitnishreim: „En hvern-
ig fóruð þjer að geta yður þess
til?“
Maðurinn svolgraði stóran
teyg af teinu. Hann smjattaði
þykkum og lostfullum vörun-
um.
„Jeg heiti Potter,“ sagði hann.
„Jeg kem frá Kongo. Þar tala
allir um yður. Þeir segja að
þjer vitið meira um nöðruveið-
ar en nokkur annar maður í
allri Afríku.“
Carlslake svaraði gullhömr-
unum engu. Hann var þannig
gerður að honum var litið um
lofið gefið.
„Komið þjer heina leið það-
an?“ spurði hann.
„Já..“
„Aleinn?“
Gesturinn hafði etið nægju
sína. Hann ýtti frá sjer disk-
inum.
„Já,“ svaraði hann. Svo fór
liann að handleika tebollann
og leit niður, undir lygndum
augnalokunum. „Jeg reyndi að
kaupa fílabein þar. En burðar-
mennirnir mínir gerðu samsæri.
Þeir struku eina nóttina og
höfðu byrðarnar með sjer. Svo
jeg stóð einn eiftir.“-
„Hversvegna sneruð þjer yð-
ur ekki til belgisku lögreglunn-
ar?“ spurði Carlslake. „Hún
mundi hafa náð í burðarmenn-
ina fyrir yður.“
Potter hrein fyrirlitlega. „Jeg
er hundleiður á Afríku,“ sagði
liann með áhersíú. „1 tuttugu
ár hefi jeg unnið í sveita míns
andlitis til þess að safna sæmi-
legri fúlgu. En nú á jeg ekki
annað en garmana á skrokkn-
um á mjer. Nú ætla jeg að kom-
ast til sjávar — jeg hefi fengið
mig fullsaddan á Afríku!“
Það varð augnabliks þögn.
Carlslake fór að velta fyrir
sjer livað lægi hak við þessa
sögu mannsins. Upp á vissan
máta var hún ekki trúleg. Eftir
dálitla stund tók Potter aftur
til máls. Nú var öll heift horfin
úr röddinni.
„En hvernig hefir yður geng-
ið?“ spurði hann. „Þó að þjer
veiðið ekki nema helminginn
af þeir nöðrum sem þjer segið,
þá hljótið þjer að stórgræða.“
„Nöðruhamirnir eru ekki
eins verðmætir og þeir voru,“
svaraði Carlslake vai’færinn.
Hann langaði ekkert til að segja
frá sínum högum. Honum datt
í hug að Potter væri ef til vill
að fitja upp á þessu í þeim til-
gangi að bjóðast til að gerast
fjelagi hans í nöðruveiðunum.
En honum skjátlaðist.
Gesturinn sat um stund og
smádreypti á teinu. Svo lvfti
hann hendinni og strauk um
órakaðan kjammann.
Á morgun held jeg áfram
niður með ánni,“ sagði hann.
„Hafið þjer nokkuð á móti að
jeg verði lijerna í nótt?“
„Þjer getið verið hjerna þrjá
—fjóra daga ef þjer viljið,“
svaraði Carlslake. „Yður veitir
ekki af að livíla yður. Það er
þreytandi leið hjeðan gegnum
frumskóginn niður að sjó.“
-----Skömmu eftir miðnætti
vaknaði Carlslake alt í einu.
Hann opnaði augun, starði upp
í þakið á svölunum og furðaði
sig á að liann skyldi hafa vakn-
að. Hann hlustaði.
Neðan frá ánni lieyrðist suð-
ið i miljónum af skordýrum.
Og einhversstaðar í fjarska
heyrðist sjakall, sem spangól-
aði ofur raunalega að tunglinu.
Carlslake vissi að hann hafði
ekki vaknað við neitt af þess-
um hljóðum þau voru svo
venjuleg þar um slóðir. En í
sama hili heyrði hann óljósl
síirg við höfðagaflinn á rúm-
inu. Ósjálfrátt þreif hann hend-
inni til skammbyssunnar.
En hann náði aldrei til henn-
ar.
Eitthvað þungt kom þjótandi
fram úr myrkrinu og hitti höf-
uðið á honum með heljarkrafti.
Hann sá stjörnur fyrir augun-
um á sjer. Svo færðist meðvit-
undarleysið yfir liann eins og
mjúk slæða. Það dró úr honum
allan mátt og hann lá hreyfing-
arlaus.
Þegar hann fjekk meðvitund-
ina aftur lá hann úti í horni i
kofanum. Fæturnir voru reyrðir
saman með snæri og hendurn-
ar bundnar á bak aftur.
Hann opnaði augun hægt.
Hann fjekk ofbirtu í augun af
sterku sólskininu, sem lagði inn
um dyrnar.
Það var alt á tjá og tundri
í kofanum. Gólfið alþakið öskj-
um og kössum, sem liafði ver-
ið rifið upp og innihaldinu
fleygt út í allar áttir. Stórt,
mauratryggt koffort hafði sætt
sömu meðferð. Borðið var al-
þakið í skjölum, sem höfðu ver-
ið i skrifmöppuni hans.
Mitt í þessu róti sat Potler
ofur rólegur með krosslagðar
fætur í stólnum og var að
reykja vindling. IJann hljes
reykjarstrók upp í loft og
brosti til Carlslake.
„Það gleður mig að sjá að
þjer hafið loksins raknað við,“
tautaði liann. „Jeg var farinn
að verða hræddur um, að jeg
hefði slegið of fast.“ Hann hló
viðbjóðslega. „Jeg hefi umgeng-
ist svertingja svo lengi, skiljið
þjer, að mjer hættir við að
halda að hauskúpan á þeim
hvílu sje sterkari en hún er.“
Carlslake tókst með mestu
erfiðismunum að setjast upp.
„Hrakmenni!“ sagði hann
hvast og litaðist um í kofanum.
„Hvað er það eiginlega sem
þjer viljiS ?“
Potter ljet það ekkert á sig
fá. „Jeg var að leita að dálitlu,“
sagði hann. „Jeg gat ekki fund-
ið það og þessvegna beið jeg
eftir að þjer röknuðuð úr rot-
inu. Þjer getið sagt mjer hvar
þeir eru — jeg á við demant-
ana, skiljið þjer.“
Carlslake hrökk við. Hvernig
í ósköpunum hafði Potter kom-
ist að því — ef Roget hefði
ekki kjaftað frá?
Hann liorfði rólega á þorp-
arann.
„Demanta?“ spurði hann og
lyfti brúnunum. „Jeg er nöðru-
veiðari — je,g sýsla ekki með
gimsteina. Hversvegna haldið
þjer ......“
Potter sýndi á sjer óþölin-
mæði.
„Eyðið þjer ekki tímanum í
að reyna að neita,“ svaraði
hann. „Roget, franski verslun-
arerindrekinn, var lijerna fyrir
fáeinum vikum. Hann kev])ti
alla nöðrubjórana sem þjer áll-
uð — meira en árs veiði. Og
hann borgaði j'ður með óslíp-
uðum demöntum. Jeg fjekk að
vita þetta hjá einum af svert-
ingum Rogets. Hvar eru stein-
arnir?“
Carlslake beit á vörina. Hann
sá að hann var í klípu. Þarna
lá hann þrælbundinn og hafði
enga von um að sleppa., Næsti
hvíti maðurinn átti lieima
fimtíu enskra mílna leið frá
.honum.
„En ef jeg neita að segja yð-
ur frá því,“ sagði hann kæru-
laus.
Það vottaði ekki fyrir brosi
á andliti PotterS. Augun voru
eins og ofurlitlar rifur.
„Ef þjer gerið það þá kveiki
jeg í kofanum,“ sagði liann.
„Jeg brenni yður inni og svo
hætti jeg á að reyna að finna
gimsteinana í öskunni á eftir.“
Carlslake var ekki í vafa um,
að Potter mundi ekki láta sitja
við orðin tóm heldur gera eins
og hann hótaði.
„En ef jeg segi yður hvar
þeir eru?“ sagði hann.
„Þá farið þjer skynsamlega
að ráði yðar.“ svaraði Potter.
Ágirndin skein út úr illmann-
legum augunum. Hann hjelt á-
fram: „Auðvitað skiljið þjer að
mjer er ómögulegt að gefa yð-
ur algerlega frjálsan. Jeg verð
að fá tíma til að komast undan.
Jeg skil yður eftir bundinn
lijerna. Hver veit nema einhver
ferðalangur rekist hingað til
yðar, eða að yður takist að losa
af yður fjötrana.“
„Með öðrum orðum,“ svaraði
Carlslake kaldranalega, „þjer
látið mig velja um að vera
drepinn straks eða seigdrepasl
úr liungri.“
Polter stóð upp. Það var
kaldur, ósveigjanlegur svipur á
andlitinu.
„Þjer getið kallað það hvað
sem þjer viljið," sagði hann og