Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 2
2 fÁLKINN Bókafregn. ÍSLENSKIR SAGNAÞÆTTIR OG ÞJÓÐSÖGUR. Skrásett hefir Guöni Jónsson. ísafoldarprentsmiS.ja gaf út. Nýlega er komið út III. hefti, af sagnaþáttum og þjóSsögum þeim, sem Guðni magistir Jónsson liefir safnað undanfarin ár, og er þar með lokið fyrsta bindinu, en liefti þessu, sem er 186 hls. fylgir ítarleg nafnaskrá yfir öll þrjú heftin, auk viðauka og atliugasemda við efni hinna tvegg.ja fyrri hefta. Hefti þetta hefst með sögnum um Fjalla-Margrjeti nokkra, bóndadólt- ur úr Flóanum, sem lagðist út og gerðist hið mesta flagð, rændi hændur og gerði svo mikil spell, að ráðin var aðför að henni, eins og F’jalla-Eyvindi. Hún lagðist fyrst út í Hagavíkurhrauni og fluttist síðan i Hengil, upp af Nesjum en loks á Hellisheiði. Og í Svinahrauni lauk æfi hennar á þann veg, að Guð- mundur hóndi i Gljúfri, síðar kend- ur við Krýsuvík beit liana á bark- ann, er fundum þeirra bar saman í grasaferð hans. Segir útgefandi þessa sögu eftir handriti Þórðar Sigurðssonar hins sagnafróða manns á Tannastöðum, og er ósvikinn þjóð- sögustíll á. En um Guðmund á Gljúfri er það vitað, að hann er fæddur í Dölum vestur nálægt 1765, og varð ungur frægur fyrir skifti sin við útilegukött ferlegan, sem vandræði stöfuðu af i Helgafells- sveit. Annars eru flestar sögurnar í safni 'þessu fremur stnttar, en koma viða við, því að m. a. er þarna draugasaga frá síðustu árum, sem gerist vestur við ÁVinnipegvatn. Þarna eru sagnir um Gottsvin, þjóf- inn alræmda, sem eigi eru hermdar í Kambránsmannasögu, og um A- munda í Miðengi. Gerast flestar sög- urnar á suður- og suðvesturlandi. Skrásetning og frágangur allur á þessum sögum virðist vera svo vandaður, að liann mætti verða öðr- um til fyrirrnyndar. Stíllinn er víð- ast hvar þróttmikill og ramíslensk- ur og frásögnin yfiríeitt þannig, að hún hæfir efninu prýðilega. Þetta síðasta liefti sagnaþátta og jrjóðsagna verður tvímælalaust til þess að auka vinsældir safnsins. Frú tíuðrún Torfadóttir próasts- ekkja frá Hólmum, Breiðafirði, verður 70 ára í dag (2. okt.). Æflsaga Krapetkins fursta Þetta er með bestu bókum, sem þýddar hafa verið á íslensku. Ragnar Jóhannesson magister skrifar um hana í Alþýðublaðið 13. sept: „Sjálfsæfisaga Krapot- kins er heillandi lestur. Æfiferill mannsins er óvenju fjölskruðug- ur og frásagnaverður, en hitt er þó mikilsverðara, að sögumaður- inn, sem jafnframt er söguhetjan, er einn af göfugustu öndum öndum mannkynssögunnar, af- burðamaður, sem seint mun fii n- ast. Frásögnin lýsir honum vafa- laust vel, er einföld og ástúðleg, þrungin alvöru og krydduð ljettu gamni. Loks er hún afburða fróð- leg um menningar- og stjórnmála- sögu síðari helmings nítjándu aldar, einkum þó um ástandið í Rússlandi.“ Skemtileg eign. Heppileg gjöf. Fæst í öllum bókaverslunum. Bókaverslun ísafoldar. DODGE og PLYMOUTH model ’41 og ’42. BÍLHJÚPAR (cover) á lager. Berg-staðastr. 58. Sími 4891 QM bök er besta gjöfin, fegursta heimilis- Drýðin. Bestu bækurnar: Stjörnur vorsins, ljóð Tómasar. Sjö töframenn, H. K. Laxness. Edda Þórbergs. í verum, saga Theodórs Frið- rikssonar. Feðgar á ferð, eftir Heðin Brú. Sagnan af Þuríði formanni. Draumur um Ljósaland. rómantísk skáldsaga eftir Þórunni Magn. Sara, heillandi ástarsaga eftir Jó- han Skjoldborg. Einn er geymdur, sögur Ilalldórs Stefánssonar. „Við Iangelda“ ljóð Sig. Grímss. Fást allar í fallegu skinnbandi. Fálkinn flýgur inn á hvert heimili S I K A Hið viðurkenda, þekta steinsteypuefni er nú komið aftur. SIKA gerir steinsteypu og steinstevpuhúð fullkomlega vatnshelda. SIKA veldur efnabreytingum í óbundnu kalki í sement- inu. SIKA verndar steinsteypu og steypuhúð gegn uppleys- andi vökvum. SIKA kemur í veg fyrir hrímmyndun. SIKA er notuð í vandaða steypu. SIKA er notuð til múrsléttunar í steinhúsum. Nánari upplýsingar og notkunarreglur látum vjer í tje. J. Þorláksson & Norðmann skrifstofa og afgreiðsla Bankastræti 11. Sími 1280. FYRIRLIGGJANDI: Ryk og regnkápur [PD REC? B R A N D w SHAKE IT WELL, OPEN IT OUT, PLACE IT NEAR A FIRE M Reqd GUARANTEED WEATHERPROOF MADE IN ENCLAND Nokkrar tegundir fyrirliggjandi og teknar upp næstu daga. NÝJAR SENDINGAR AF Vefnaðarvorum frá Englandi teknar upp næstum DAGLEGA SIG. ARNALDS UMBOÐS- & HEILDVERSLUN. Pósthólf 896. Hafnarstræti 8. Sími: 4950. Bððvar (rá Hnifsdal: Strákarnir, sem struku Þessi skemtilega ðrengjabök er nú komin aftur í bókaverslanir, og kostar kr. 8.00 innbundin. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.