Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N STORMURINN EFTIR P. LYKKE-5EEST \ AÐ er venjnlega talið öfga- fult og elcki ætlast til, að því sje trúað bókstaflega, þeg- ar svo er komist að orði, „að hárið verði grátt á einni nótt“ .... en þetta getur samt stund- um komið fyrir, og jeg hefi sjálfur upplifað það. Við Fritz vorum saman í gönguferðum þetta sumar; hann var tuttugu og tveggja ára og stúdenl úr máladeild, ötull og elskulegur fjelagi, skapgoliur og glaðlyndur. Hann var einka- sonur ekkju eftir fulltrúa i stjórnarráðinu, en hjá henni hafði jeg leigt herbergi í fjög- ur ár. Hún hafði átt annan son, en hann druknaði eitt sinn í sumarferðalagi .... út af þess- um sorglega athurði hafði frúin orðið hjartveik og taugaveikl- uð og kveið ávalt öllu og hafði beyg af öllu. Mjer var því alls ekki ljett í skapi, þegar jeg tók Fritz með mjer í sumarferðina. Ef satt skal segja þá liefði jeg helst viljað losna við það, en hann var altaf að suða í mjer og gráthændi mig um, að lofa sjer að slást í ferðina, svo að jeg ljet loksins undan honum. EGER við lögðum af stað, einn fagran morgun i júli var mjer alls ekki jafn ljett innanbrjósts eins óg jeg átti vanda til, þegar jeg var að leggja upp i sumargöngur mín- ar. Þetta var í fyrsta skifti, sem Fritz lagði í göngu, um hið stór- hrotna og víðáttumikla fjalla- ríki Jötunheima, og hver einasti dagur var honum sem nýtt himnaríki og fullnæging glæst- ustu æfintýra. Hálendið á til töframátt, sem enginn sá getur orðið ósnortinn af, sem einu sinni hefir kynst fjallgöngum. Eftir tíu daga göngu í sam- feldu sólskini um æfintýraríki Jötunheima og suður úr þeim niður í Jungsdal, koinum við hraustir og útiteknir niður í sæluhúsið okkar i Hallingdaln- um. Sæluhúsið stóð við vatn, sem var fimm kílómetra langt, um tveggja kílómetra breitt og djúpt eins og sjálfur útsærinn. Jeg þekti umhverfið mætavel og vissi, að þegar rok kemur þarna á vestan, verður svo fer- legt öldurót á vatninu, að það hvolfir hvaða bát sem vera skal, eða hrýtur hann í spón. Frændi minn liafði oft varað mig við því að róa út á vatnið, ef út- lit væri fyrir verðrahreytingu .... og jeg Ijet þessa aðvörun ganga áfram til Fritz. Sæluhúsið stóð við vatnið þar sem dalurinn að vestan gengur niður að hliðinni á þvi. Fyrir sunnan vatnið lá aðal þjóðvegurinn í kaupstaðinn og var stytst að komast á veginn með því að róa yfir vatnið. En ofar í dalnum, rjett hjá smá- hýli, sem heitir Haugasel, lá mjór fjallstígur niður i kqup- stað — 'miklu verri og fast að því helmingi lengri en þjóð- vegurinn. ípYRSTA daginn fórum við að finna fólkið i Haugaseli og sömdum við það um að fá hjá því mjóllc og fleiri nauð- synjar. Haugasel var hjáleiga frá stærri jörð, sem heitir Haug- ar og er lengra undan. Sumur- inn áður, þegar jeg hafði verið þarna í sumarleyfinu, hafði gömul kona frá Haugum hús- forráðin í Selinu, en nú var hún dáin og í hennar stað stjórnaði dóttirin frá Haugum búskapnum þarna, ásamt konu og stálpuðum dreng. Þessi unga stúlka hjet Guð- rún, hraustleg og falleg stúlka, glaðlvnd og skemtileg. Það kom mjer alls ekki á óvart, að Fritz hældi henni á hver reipi á leið- inni heim, eftir fyrstu heim- sókn okkar í Haugaseli. Því að Guðrún var sannast að segja eins og mynd, sem vel hefði hæft með öllum rómantískum sögum og ljóðum um hláeygðu selstúlkuna, sem syngur og trall- ar við störfin sín. Okkur hafði samið um, að við skyldum skiftast á um að fara upp að Haugaseli á morgn- ana til að sækja vistirnar til dagsins .... en Fritz hafði lag á að koma því þannig fyrir, að það varð hann einn, sem fór þessar sendiferðir. Hann roðn- aði eins og skóladrengur þegar jeg fór að erta hann með því einn daginn, að hann væri að minsta kosti helmingi lengur að ganga þenpan spöl, en þeg- ar vfð fórum háðir saman, fyrsta daginn. En jeg ljet sem jeg tækf ekkert eftir hve vand- ræðalegur hann varð .... að vísu liafði jeg lofað móður lians hátíðlega, að liafa gát á honum .... en þau loforð gátu tæp- lega náð til þess, að jeg liefði ekki af honum augun þegar hann færi á stefnumót? Og þegar hann fann lijá sjer löng- un til þess á kvöldin að reika upp stíginn, þá ljet jeg altaf eins og jeg tæki ekkerl eftir því. Við höfðnm komið í sælu- húsið á laugardagskvöldi og vikan leið áður en okkur varði. Á föstudagskvöld, einmitt þeg- ar Fritz var að leggja npp i kvöldgönguna sína, fór jeg að troða dótinu okkar ofan i bak- pokana, því að okkur hafði komið saman um, að leggja af stað heimleiðis á laugardags- morgunn. Fritz dokaði við snöggvast og tautaði eitthvað, sem.ómögu- legt var að skilja. Loks gat hann stamað, hvort ekki væri liægt að skjóta heimferðinni á frest þangáð til á mánudaginn? Jeg svaraði honum með sem- ingi .... Veðrið hafði verið svo yndislegt það sem af var, að það væri gaman að enda ferð- ina í sömu blíðunni. En að lok- um fanst mjer að það væri rangt að hafa þetta af honum, og fjelst á að híða til mánu- dags. Þakka þjer mikið vel fyr- ir, sagði Fritz alvarlegur. — Jeg skal segja þjer það síðar, hvervegna mig langar til, að verða hjerna ofurlítið lengur! Og svo lagði liann af stað í kvöldferðina sína .... en jeg skellihló undir eins og hann var kominn í hvarf. Ástfangið fólk er og verður altaf eins! Það heldur, að allir aðrir sjeu mállausir og heyrnarlausir. OVO kom sunnudagskvöldið ^ .... sem óhjákvæmilega átti að verða siðasta kvöldið! Þegar Fritz lagði af stað i kvöldgönguna sína ljet hann orð falla um það, að liann yrði ef til vill dálítið lengur í burtu en vanl væri. Þegar hann var farinn sett- ist jeg og fjekk mjer skemti- lega bók, sem jeg hafði fundið í bókahillu frænda míns, en inn- an skamms svrti all í einu svo að, að dimt’ varð á svijjstundu. Jeg fjekk einkennilegan sling fyrir lijartað og lagði frá mjer bókina. Jeg stóð upp til þess að gá til veðurs, en í sömu svipan buldi stormhviða á húsinu, svo að veggirnir skulfu. Þelta kom eins og sprenging, himininn sortn- aði .... og' i einu vetfangi var dynjandi fárviðri skollið á um allan dalinn. Loftið var þykl eins og grautur úr þoku, liagli og regni, vindurinn livein og ýlfraði. Jeg varð smeikur um að sæluhúsið mundi ekki stand- ast þetta veður en klessast sam- an ofan yfir mig og merja mig lifandi. Lolcs varð þessi tilfinning svo rik í huga mjer, að jeg æddi úl úr húsinu; en jafnskjótt og jeg kom úl þreif stormsveipur mig og þeytti mjer eins og fisi nið- ur að ólgandi og svellandi vatn- inu. Jeg gat ekki náð andanum og lá við köfnun, en samt komst jeg til baka, og með mestu erf- iðismunum tókst mjer að kom- ast inn aftur og loka hurðinni á eftir mjer. Jeg var talsvert vanur of- viðri upp til fjalla .... en al- drei hafði jeg upplifað neitt þessu líkt! Alt í einu setti að mjer þessa einu tilhugsun, með svo miklu ofboði, að mjer fanst jeg kenna til: Hvar var Fritz? Jeg reyndi að sefa sjálfan mig .... hann mundi auðvitað vera uppi í seli hjá Guðrúnu. En ef þau hefðu nú gengið eitthvað úl .... þó ekki væri nema stutt- an spöl upp í fjöll? Þá voru þau í hættu stödd! Einhverskonar húgboð minti mig á að líta niður að vatninu, þangað sem háturinn var vanur að standa. Jeg hafði sjálfur hundið liann ramlega við stór- an stein um eftirmiðdaginn! En nú sá jeg hann ekki! Jeg flýtti mjer að ná í kíkirinn minn og kíkti þangað, en jeg slcalf svo mikið á höndunum, að jeg gat varla haldið á kíkirnum. Það var að vísu mjög þykt í lofti og maður sá lítið frá sjer .... en jeg gal þó sjeð greinilega, að háturinn var eklci þarna lengui'. Einn veikur möguleiki gat verið sá, að veðrið hefði brotið bátinn i spón eða feykt honuni út á vatnið ... en svo gat hitt líka hugsast, að Frilz hefði tek- ið bátinn og róið út á vatnið með Guðrúnu!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.