Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Leiðtogar indverskra sjáUstæðismanna Eftir V. S. Swaminathan. II. Hr. RAJAGOPALARIAR. 17 F. indverskur maður væri l)e'ð- inn að neína þrjá lielslu menn Kongresshreyfingarinnar, mundi hann óhikað nefna Mahatma Gandhi, Pandit Jawaharlal Nehru og Charka- varti Rajagopaliriar ( sem að jai'n- aði er kallaður ,,C.R.“). Hina tvo fyrstnefndu kannast allir Bretar við. En suður-indverski Kongressleiðtog- inn er óþektur maður i 'Bretiandi. C.R. hefir mikið starl' í þjóðar- þágu að baki sjer, eins og hinir tveir. Ásamt þeim nýtur hann þess heiðurs — j)ví að svo er það álitið þar — að hafa verið fangelsaður hvað eftir annað, fyrir aðgerðir í „óhlýðniSmálum“. Og þessi bramíni frá Madras er af yfirvöldunUm tal- inn „fyrirmyndar“-fangi, eins og þeir. Ennfremur ber hann engan kala til Englendinga persónulega, þó að hann sje andvígur stjórnar- háttum þeirra í Indlandi. Og enn er það sameiginlegt með honum og hinuni tveimur, að liánn er lögfræð- ingur, sem gerst hefir stjórnmálamað- ur. En svo er ])að upptalið, sem líkt er með þessum þremur, það, sem greinir Rajagopalariar frá hinum tveimurx vinum lians er það, að hann er ineira en óeigingjarn ætt- jarðarvinur og stjórnmálamaður. Hann hefir sýnt hæfileika sína sem stjórnmálamaður raunverunnar, er hann gegndi forsætisráðherraem- bætti í fremsta flokki Indlands, og vann hann ágæt framfarastörf í þvi embætti. Þess má og geta að í tvo áratugi héfir þessi maður, sem er ættaður frá presum, starfað látlaust og ósleitulega að bættum kjörum bænda og ýmsum fjelagsmálum. Ný- lega gerðist hann svo djarfur að stimpla núverandi stefnu Kongress- flokksins „fánýta", sagði sig úr framkvæmdanefnd flokksins, og bar fram nýja stefnuskrá í fjórum lið- um — þess efnis að stofnaður yrði einskonar samsteypuflokkur; er vinna skyldi að því að ná sam- komulagi við múhameðssinna; stofn- un þjóðlegrar aðalstjórnar i Ind- landi, og koma upp skipulögðu landvarnarliði um alt land, til þess að verjast innrásum, livaðan sem ]iær kæmu. Hugsið ykkur renglulegan, fremur háan, méinlætalegan mann með hátt enni, gleraugu yfir hvössum aug- um, með hár, sem er farið að þynn- ast í hvirflinum, klæddan í heima- ofinn Khadi, með þjóðlegu sniði. Eins og margir aðrir ágætir Ind- verjar hefir C.R. fengið alla ment- un sína í Indlandi; sumpart i hinu framfaramikla ríki Mysore, en síð- ar í Madras. Ungur að aldri varð liann málaflutningsmaður við hæsta- rjettinn í Madras, og fjekk afar mikið að gera í Samem, sem var fæðingarhjerað haus. Harmleikurinn i Amritzar og Rowlatt-lögin rjeðu stefnubreytingu i líli liins rílcá sveita-lögfræðings. C.R. fann sig lcnúðan til þess, árið 1919, að ganga í lið með Gandhi, er þá hafði hafið satyagraha og ó- hlýðnisbaráttu sína. Vinátta þessara manna, sem voru sinn af hvoru landshorni og sinn af hvorri stjett, liafði hinar farsællegustu afleiðing- ar. Devadas, yngsti sonur Gandhis kvæntist dóttur Rajagopalachiarars. C.R. átli fjögur hugðarmál í ver- öldinni, auk þess sem liann gaf út biað Gandhis ,,Unga Indland", þeg- ar Gandhi sat í fangelsi. Hann vildi nema bölvun þá, sem hvílir á hin- um „óhreinu“; uppræta ofdrykkju- böl og eiturnautna, sem svo mikið kvað að meðal alþýðunnar; taka upp spuna, sem ígripavinnu handa fólki, sem stundaði atvinnu, er háð var árstíðum, svo og handa algerum atvinnuleysingjum, og gera Hindúa- mál að opinberu máli þjóðarinnar. Fyrirmyndarþorpið og hressingar- dvalarstaðurinn í Tiruchengode er minnismerki þess, hvað hann hefir gert til þess að bæta kjör bændanna. Einnig hefir honum unnist timi til að skrifa bækur um Sokrates og Marcus Aurelius, og ])ýða ýms rit af sanskrít á taniíl-mál, en ])að er tunga Suður-Indverja. \ C ÍÐAN tókst C.R. að fá fram- 1-3 kvæmdanefnd Kongressflokksins til þess að taka fátt í lcosningum til fylkisþings, samkvæmt lögum 1935, og um miðjan ágúst 1937 er liann orðinn forsætisráðherra Ivon- gressstjórnarinnar í Madras og gegn- ir jafnframt innanríkis- og fjármála- ráðherraembætti. í stjórn sinni ljet liann sjer einkar ant um að bæta hag alþýðunnar Meðal umbóta, sem þetta Kongress-ráðuheyti í Madras kom fram, má nefna: almenn lækk- un á launum ráðherra og æðstu em- bættismanna, þannig að þau svör- uðu betur en áður til gjaldþols þegnanna, umbætur á vinnu og lífs- skilyrðum verksmiðjufólks, áætlun um margra ára fjárhagsáætlun, seni beindist að þvi að ráða bót á fá- tæktinni og atvinnuleysinu, og fram- kvæmd bannlaga, stig al' stigi — þannig að ákveðnar sveitir fái bann við framleiðslu. sölu og notkun á- fcngra drykkja. \T IKU eftir að Japanar fóru í V stríðið lijelt C.R. eftirtektar- verða ræðu fyrir stúdenta háskól- ans i Lucknow og sagði þar meðal annars: „Vissulega getum við ekki vænt okkur framfara meðan við erum undir breskri stjórn .... Að- ferð Gandhis, ofbeldislausa and- staðan .... þarf ýmsra breytinga við, svo að hún hæfi hinum bréyttu aðstæðum, sjerstaklega að því er snertir hervarnir Indlands." Þrem mánuðum síðar, þegar stríðið var komið að landamærum Indlands, skoraði hann á þjóðina að hervæð- ast og verja landið. Japanskur sig- ur, sagði hann, ''mundi ekki færa Indlandi frelsi, heldur mundi land- ið verða rúið enn ósleitilegar en áður. C.R. sjer böl lands síns og hætt- una, sem Indland er statt í, betur en margir aðrir flokksbræður lians, Hann er raunsæismaður og finnur, að Indverjar verða að standa sam- einaðir lil þess að geta varist hætt- ur þær, sem nú steðja að. Tekst þessum C3 ára gamla hugsjóna- manni, sem jafnframt er raunsæis- maður, að sigra í hinni nýju kross- ferð sinni? Mikið veltur á þvi, að hve miklu leyti öðrum áhrifamönn- um í Kongressflokknum og Múha- meðsflokknum skilst nauðsyn þess að standa saman og koma á með sjer sæltum þangað til hættan er liðin hjá. En meira veltur á þvi, hve hratt óvinirnir sækja fram til Indlands. Það getur ekki hjá því farið, að sú sókn valdi sættum milli flokkanna og milli þeirra og stjórn- arinnar. En eitt er víst. Ef C.R. mistekst hlutverk hans, þá er það ekki vegna þess, að hann hafi ekki reynt að koma því fram. FIDELIO. Frh. af bls. (>. ið hinn svívirðilegasti, og vkvalari hans hefir jafnvel lagst svo lágt að fyrirskipa, að matarskamtur hans skyldi minkaður dag frá degi. Og nú er svo komið, að Flórestan er öðru hvoru með óráði. En í ])ess- um óráðsköstum finst honum hann altaf sjá elskulega eiginkonu sína. Leónóra harkar af sjer og fer þeg- ar að stumra yfir fanganum. Ilún hefir haft með sjer ofurlítið af brauði, sem hún gefur honum og vín fær hún hjá Rocco ganda, sem hún dreypir á hann. Og gröfina grafa þau svo eins og fyrir þau hafði verið lagt. Rocco gamli kennir innilega í brjöst um fangann, en liann þorir i engu að breyta á móti fyriræthinum yfirboðara síns af ótta við það, að missa stöðuna eða jafn- vel lífið. Og þegar þau eru búin að grafa gröfina, skipar hann Fídelíó að hafa sig á brott, en fer sjálfur til Pizarrós, til þess að láta hann vita að verkinu sje lokið. Leónóra fer hvergi, heldur felur hún sig og bíður ])ess sem verða vill, ærið kviðin, en staðráðin í því. að bjarga eiginmanni sinum eða deyja með honum, ef ekki er ann- ars kostur. En það sem fyrir Pizarro vakir, er ekki aðeins það, að drepa óvin sinn, Flórestan, heldur ætlar liann sjer einnig að ráða af dögum þá einu votta, sem um ódæðisverk hans vita, Rocco gamla og Fídelio. Hann vill þó ekki drepa Flórestan fyrr en hann sje búinn að láta hann vita, hvers hann sje að gjalda og hver hann sié. Hann livæsir fram- an í Flórestan og greftjar nafn sitt, en um leið og hann reiðir upp rýtinginn og ætlar að leggja tii Flórestans, hleypur Leónóra fram úr fylgsni sínu og bregður sjer fyrir lagið. Þeir verða báðir sem þrumu losnir, Pizarró og Flórestan — og fúlmennið tapar sjer alveg. Leonóra notfærir sjer þetta tækifæri og ógnar Pizarró með skammbyssu. En einmitt á þessu örlagaþrungna augnabliki er blásið i lúður í virkis- garðinum til merkis um, að ráð- lierrann sje að koma. Pizaró er ráð- þrota og getur ekkert frekar að gert, þó að í honum sjóði hefndarheiftin. Ráðherrann tekur þau öll til yfir- heyrslu og kemur honum það harla óvænl að sjá Flórestan vin sinn lifandi og svo illa leikinn, og lætur lian i ljós aðdáun sína á hugrekkx Leónóru. Leónóra leysir sjáif eiginmann sinn úr hlekkjunum, en í hans stað er Pizarro hlekkjaður og leiddur á brott. Og loks er að geta dóttur fangavarðarins. Það er ekki trútt um að liún verði skönnnustuleg, þeg- ar hún sjer hvað henni hefir skjátl- ast hraparlega, en Jaquino lætur sem ekkert sje og tekur þvi fegin- sandega, er lnin gerist blið vrð hann á nýjan leik. Þetta er eina óperan, sem Beeth- oven samdi og er eitthvert hið dá- samlegasta verk, sem samið hefir verið af þessu tagi, eins og vænta mátti. S. INGR. HEIÍSHÖFÐINGI er hæstráðandi tjekkneska hersins i Bretlandi. Jafnframt er hann her- uarnaráðherra tjekknesku stjórnar- innai'. CANADARIDDARAR f VJELAHERNAÐI. Riddaralið fgrri styrjalda hefir að mestu leyti horfið, en í stað jjess eru komnar vjelahersveitir. Þannig er ein frægasta riddáraliðssveit Canadanmnna, „New Brunswick Hussars“ nú i Englgndi og hefir æft sig i notkun vígvjela, og notar aðallega tvwr gerðir skriðdreka, ,,Generat Lee“ og „General Stewart“. Myndin er frá æfingum í Englandi og sýnir hreyfanlega við- gerðastöð. Mennirnir eru að æfa sig i að gera við skriðbeltin á drekunum, en „viðgerðastöðin“ stendur við htiðina á skrið- drekanum. \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.