Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 9
fALKINN 9 ENSKAR SPRENGIKULUR TIL MALTA Það er sjaldan minst ú Gíbraltar i þessari styrjöld en þeim mun oftar á Malta. Enginn blettur hnattarins hefir siclt jafn síendurteknum loftárásum og þetta litla eyvirki Breta í Mið- jarðarhafi, rjett við strendur ítaliu, og enginn staður hefir haft jafnmikla þýðingu fyrir yfirráðin yfir Miðjarðarhafinu. Ef Bretar mistu Malta mundu þeir verða magnlausir í Mið- jarðarhafimi. f sumar hefir stúrum brengt að Bretum i Mið- jarðarhafi og verið erfitt að lmlda siglingasambandi við Malla, en þó hefir velvörðum siglingalestum tekist að komast þang- uð, meira eða minna sködduðum. Hjer er verið að skipa sprengi- kúlum um borð í uppskipunarbáta við strendur Malta. Þessi tilhugsun sötti að mjer eins og hitasótl .... mjer fanst þetla mál varð líf eða dauða. Jeg varð að fá að vita vissu mína. TEG varð að fá úr þessú skor- ið! I örvæntingu minni fór jeg út á nýjan leik, flevgði mjer flötum á jorðina, því að það var óhugsandi að standa . . og svo skreið jeg alla leið niður að vatninu. Stormurinn ýlfraði yí'ir mjer ( og í kringum mig. Stundum fansl mjer eins og mjer væri lyft og jeg Ijeki í lausu lofti. Jeg var deyfður og sinnulaus af hamförum höfuðskepnanna .... en loksins komst jeg þó ofan í vörina, þar sem báturinn var vanur að liggja! Hann var allur á balc og burt! En festin hafði verið leyst af manna höndum .... þess sáust eigin merki, að hún hefði slitnað! Jeg hefi enga hugmynd um hvernig jeg komt upp i kofann aftur .... en þegar inn kom settist jeg eins og í leiðslu og reyndi að hugsa um málið í samhengi. Svitinn spratt í stórum drop- um fram á ennið á mjer og jeg gat ómögulega rekið þá sýn úr huga mjer, sem ávalt var að ofsækja mig: Móður Fritz! Hún njeri hendurnar í örvæntingu. Horfði á mig og spurði: Hvar er drengurinn minn? Hvað er orðið af barninu mínu? Þú lof- aðir að gæta hans! Eirðarlaus, eins og rándýr i búri, dikaði jeg fram og aftur um gólfið! Ýlfrið í óveðrinu, hvinurinn og brakið í skógin- um .... skelfingar fárviðrisins ætluðu að gera mig briálaðan .... jeg kendi brennandi löng- unar lil að fleygja mjer út í ofs- ann og reyna að komast upp að Haugaseli! En jeg varð að reyna að hafa stjórn á mjer .... jeg vissi, að þetta var al- veg ómögulegt. Loks kom mók á mig .... jeg lagði aftur augun og revndi að devfa skilningarvitin eins og mjer var unt. Það sem átti að ske varð að ske! í einskonai sjálfsefjun varð alt dimt kring- um mig og í huga mjer. Jeg hlýt að hafa blundað. EGAR jeg vaknaði hafði veðrið lægt nokkuð .... það var níðamyrkur úti, en loftið var ekki eins blýþungt og það hafði verið áður. Jeg kveikti á eldspítu til að sjá livað klukkan vaeri. Rúmlega eitt. Það var líkast og að ó- veðrið hefði lamað mig, því að jeg sat þarna lireyfingarlaus milli svefns og vöku þangað til birta tók af degi. Nú var ofveðrinu alveg slot- að .... morguninn varð bjart- ur og sól á lofti .... nýr dag- ur, sem ekki virtist vera neitt í ætt við hið grimma kvöld og ferlegu nótt, sem liðin var hjá. Jeg gekk úl. Það mátti sjá verksummerki í skóginum eft- hamfarir fárviðrisins. Sterkir stofnar höfðu kubbast í sund- ur, greinar tættar af trjábolun- um og ung trje rifin upj) með rótum og hafði stormurinn fleygt þeim langar leiðir. Vatn- ið var ennþá eins og ólgandi haf, en þó var öldurótið held- ur að stillasl, eins og berserkur eftir hamslaus áflog. Móti vind- inum hafði þekjuna rofið á húsinu. Meðan jeg stóð þarna úti liálfskjálfandi, því að morgun- loftið var svalt, kom drengur- inn ofan úr Haugaseli til að spyrja um, Guðrúnu. Hún hefir ekki komið hingað, sagði jeg lágróma. —- Kom liann Fritz ekki uppeftir til ykkar? — Nei, en húnGuðrúii fór eitt- hvað ein í gærkvöldi, — i átt- ina niður að vatni. Drengurinn gerði sjer víst alls ekki fulla grein fyrir. hve alvarlegur veruleiki þessa máls var, og jeg þorði ekkert að segja. Jeg horfði út yfir vatnið .... hafði örlagaþráður hans spunn- ist á enda þar? Alt í einu rak jeg augun í lítinn, svartan blett hinumegin við vatnið. Hann varð stærri og stærri. Jeg hljóp irtn eftir kík- irnum. Nei, það var ekkert um að villast .... þetta var hátur. Hann færðist nær .... og það sálu tvær manneskjur i honum .... önnur rjeri, hin sat á aft- urþóftunni. Nú sást vel, að þella voru maður og kona! Það voru þau .... það voru Fritz og Guð- rún! Jeg þekti ljósa kjólinn hennar! Stundarfjórðungi síðar komu þau og leiddust upp að húsinu og trölluðu ánægjulega eins og áhyggjulaus börn. Jeg hafði ekki þorað að hiða niðri við vatnið .... jeg var hræddur um, að geðshræringin mundi yfirbuga mig! Fritz horfði hreykinn og brosandi á Guðrúnu og sagði svo: — Má jeg kynna þig unnust- unni minni! Mjer var iskalt svo að jeg skalf þegar jeg spurði: — IJvar voruð þið þegar stormurinn skall á? ■ — Stormurinn? spurði Fritz forviða. — Við höfum ekki verið i neinum stormi. Við vor- um á ungmennafjelagsskemtun niðri í bænum .... Þú mátt ekki styggjast þó jeg byði þjer ekki að koma með mjer .... jeg vildi lielst vera einn með henni Guðrúnu. En nú er jeg búinn að lala við foreldra liennar. Nú fyrst gaf hann sjer tima til að líta almennilegá á mig. - IJvað gengur að þjer. — í guðs bænum hvað hefir komið fyrir? Jeg horfði á hann og botn- aði ekkert í livað liann átti við. Svo tók hann í lrandlegginn á injer og' fór með mig að spegl- inum. Littu á þig, sagði hann svo. Og nú sá jeg, að hárið á mjer var orðið silfurgrátt síð- an í gærkvöldi. Það liðu nokkrir dagar þang- að til jeg var orðinn svo hress, að við gætum haldið áfram eftir áætlun okkar. Afturkastið eftir liina hræðilegu geðshrær- ingu mína var svo ákaft, að jeg var veikur í nokkra daga. Móðir Fritz ljek á als oddi þegar hún sá hann á iw. Jeg hefði helsl ekki viljað segja lienni frá atburðinum við vatn- ið, en livíta hárið kom upp um mig, og jeg varð að gefa skýr- ingu. Nú lifir Fritz i farsælu hjóna- bandi og á þrjá efnilega stráka. En jeg á ennþá minjar eftir hræðilegustu nótt æfi minnar: livíta hárið!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.