Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.10.1942, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNGSW kLf&N&dRNIR Gullskór drottningarinnar. „Æ, skelfing verkjar mig i fæt- urna,“ sagði drotningin einn daginn þegar hún kom inn, neðan af túni. „Mjer er alveg ómögulegt að ganga á þessum skóm!“ „Hvað er að þeim,“ sagði kongur- inn og leit á fallegu fæturna drotn- ingarinnar, í fínu silkiskónum. „Þegar jeg geng malarstíginn lijerna upp að hallardyrunum þá stingast smásteinarnir gegnum sól- ana og jeg verð svo sárfætt,“ sagði drotningin. „Kauptu þjer þá þykkari skó, gæskan mín, með góðum sólum,“ sagði konungurinn og rjetti fram fæturna, svo að þykku sólarnir lians sæust. Þeir voru úr rostungsleðri. „Já, jiað ætla jeg líka að gera,“ sagði drotningin, og svo sendi hún Jóni hirðskóara orð, og bað hann um að senda betri skó. En þegar hún fjekk þykku skóna frá lionum, jjióttist hún heldur ekki geta notast við þá. „Þeir eru svo þungir og klumps- legir, að jeg verð dauðþreytt að ganga á þeim,“ sagði drotningin. Og allir skór, sem hún reyndi voru jafnslæmir. Annaðhvort voru þeir of.stórir eða of litlir, of þunnir og væflulegir eða of þungir og klumps- legir, og loks fór drotningargarmui - inn að skæla af eintómu ergelsi. „Maður skyldi halda að allir skór í jies.su landi væru í álögum,“ sagði hún. Og það var einmitt það sem þeir voru, en það vissi drotningin ekki og engir nema skógálfarnir, því að það voru þeir* sem liöfðu galdrað alla skóna drotningarinnar og fæl- urna á henni lika. Kongur skógálfanna hafði nel'ni- lega sjeð hina fögru drotningu, einm sinni þegar hún var á gangi út í skógi, og þá sagði liann,, að hver sá, sem gæti náð í þessa drotningu lianda honum fyrir konu, skyldi fá troðfullan sekk af óskahnetum — og þeim sóttust skógálfarnir eftir, því að þið vitið víst, að þegar mað- ur brýtur óskahnetu og óskar sjer einhvers um leið, þá gengur það altaf eftir. Nú var það, að ósköp ljúfur skóg- álfur kom einhvern daginn í höll- ina. Hann var einstaklega geðslegur að sjá, alveg eins og hver annar skósmiður, og hann sagði: „Jeg er hjerna með skó, sem drötningin getur víst notað, þeir eru þunnir og ljettir, en sterkir og gott að ganga á þeim. Má jeg sýna drotn- ingunni ]iá?“ Þerna drotningarinnar heyrði þetta og vísaði skósmiðnum inn til drotningarinnar. Og hún varð hrif- in þegar gesturinn tók fram fagra gullskó og sýndi henni. „Bara að þeir sjeu nú sterkir," sagði hún, og svo lagðist þernan á hnje fyrir framan drotninguna og fór að láta á hana nýju gullskóna. „Jeg verð að reyna þá!“ Þeir voru eins og feldir á fæl- urna á drotningunni og það var einstaklega þægilegt að ganga á þeim. Þeir voru ljettir og mjúkir eins og silki og samt svo sterkir, að drotningin fann ekki til neins, jafn- vel jió hún gengi á eggjagrjóti. Skógarálfurinn fjekk skóna vel borgaða og svo fór liann, en drotn- ingunni datt í hug að labba út i skóg undir eins á eftir. Það voru skórnir, sent rjeðu þeirri ferð, en hún liafði ekki hugmynd um |)að sjálf. Hún gekk lengra og lengra inn i skóginn þangað til alt i einu, að konungur skógálfanna stóð heint andspænis henni. „Velkomin, kæra drotning, nú ált þú að vera hjá mjer, því áð þú nærð skónum þinum aldrei af þjer, og þeir fara altaf með þig þangað sem jeg vil!“ sagði hann. Það stoðaði ekki þó drotningin grjeti og reyndi að komast burt, skórnir hjeldu henni fastri í skógin- um, hún gat ekki ráðið hvert luin fór, því að skórnir rjeðu ferðinni. Iiinn daginn þegar hún sat og var að gráta yfir óhamingju sinni kom lítill skógarálfur, sá sami sein hafði fært henni skóna, og sá hve angurvær hún var. Hann var eigin- lega besta grey,. og nú þótti hon- um slæmt, að hann skyldi hafa orð- ið til að steypa drotningunni íNþessa ógæfu,- svo að hann laumaðist til hennar og hvíslaði: „Vertu ekki reið við mig, drotn- ing, jeg skal lijálpa þjer að sleppa!“ „Hvernig ætli j)ú getir það?“ sagði drotningin. „Skórnir losna aldrei af mjer, og jeg get ekki farið annað en ])angað sem þeir vilja.“ „Jeg kann ráð til að ná þeim af þjer,“ sagði álfurinn. „Jeg skal trúa þjer fyrir þvi. Hlustaðu nú á!“ Svo hvíslaði hann einhverju að drotningunni og þá hló hún og kinkaði kolli. Jú, þetta, skyldi hún gera! Svo fór hún til álfakonungsins og sagði: „Voldugi konungur! Mig verkjar svo undan skónum, þeir eru svo heitir. Jeg ætla að biðja þig um að útvega mjer bát til að róa með mig hjerna niðureftir ánni. Jeg ætla svo að hafa fæturna útbyrðis og láta þá kólna í vatninu.“ „Það máttu gera, ef skósmiðurinn, sem gerði skóna, fer með þjer!“ sagði kongurinn og svo fór droln- ingin, þerna hennar, sem hafði ver- ið með lienni að heiman og lilli skósmiðurinn öll út að róa. Kong- urinn vissi, að skórnir mundu stjórna henni heim aftur, þó hun reyndi að flýja. Þegar þau höfðu róið niður ána og voru komin út úr skóginum, for skógálfurinn að syngja vísu, og í sama bili komu tveir stórir fiskar syndandi og fóru að naga gullskóna drotningarinnar. Þeir voru fastir, en fiskarnir tóku líka fast í og þern- an togaði í drotninguna á móti, svo að lnin dytti ekki útbyrðis. Og ait í einu voru skórnir horfnir. Fisk- arnir syntu með þá eitthvað út í buskann og drotningin var orðin frjáls. Nú fóru þau heim í höll drotn- ingarinnar, öll þrjú, og kongurinn varð afar glaður þegar hann sá konuna sina aftur. Þau fyrirgáfu litla skógálfinum. Hann var skij)- aður yfir-hirðskóálfur og fjekk bú- stað í hallargarðinum, og litlu prins- arnir og prinsessurnar Ijeku sjer ofl við hann því að það var svo gam- an að honum. En gullskórnir sáust aldrei framar. Adamson týnir flibbahnappnum og finnur hann. r~----------------------------------------------- S k r í 11 u r. , _____________________________________________i — Kem jeg of snemma? —- Til hvers? — Jeg átti aö fægja gluggana. -— Augnablik, lofið þjev mjer rjetl að skrifa upp númerið yðar. — Óskaðu mjer til hamingju, Fríða. Hann Ragnar bað mín í dag! — Mig furðar ekkert á því. Hann bað mín í gær, og þegar jeg sagði nei, þá hrópaði hann og sagðist ekki vita sitt rjúkandi ráð — hann væri vís til að gripa til örþrifaráða. — Ilvað á það að þýða hjá yðitr að taka játningu yðar aftur? — Já, herra dómari, verjandinn minn hefir algerlega sannfært mig um, að jeg væri saklaus. — Hún liúsmóðir min er farin að tortryggja mig. — Af hverju heldurðu það? — í gær sagði jeg henni langa sögu af því hvar jeg liefði verið; og hún ljet sem hún tryði henni. <

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.