Fálkinn - 26.02.1943, Qupperneq 14
14
F Á L K I N N
Þorgrímur Jónsson 70 ára
Þorgrímur Jóns-
son Laugarnesi
verður 70 ára laug-
ardaginn 27. þ. m.
Hann er fæddur að
Skipholti í Hruna-
mannahreppi og
ólst þar upp hjá
foreldrum sínum,
sem þar bjuggu. —
SöðlasmíSi lærði
hann hjá frænda
sinum Jakobi Jóns-
syni á Galtafellr,
fluttii til Reykja-
víkur vorið 1897 og
setti þar upp verk-
stæði í iðn sinni.
Ári siðar giftist
hann Ingibjörgu
Kristjánsdóttur. —
F.luttu þau lijón
íiokkru síðiar að
Lágafelli í Mosfells-
sveit og fóru að
búa þar. Vorið 1915
fluttu þau að Laug-
arnesi hjer við bæ
og hafa búið þar
síðan, nema hvað
þau hafa leigt jörð-
ina 2 seinustu ár-
in, en eiga þó enn
heimili að Laugar-
nesi. Þau hjón eign-
uðust 7 börn, en hafa orðið fyrir
þeirri sáru sorg að missa tvö þeirra,
uppkomin og gift.
Þorgrímur hefir verið og er enn
hinn mesti fjör og gleðimaöur. Hann
var mikill glímumaður og fjekk 1.
verðlaun fyrir þá íþrótt á þjóðminn-
ingardegi Reykjavíkur 2. ágúst 1897.
Mundi enginn, sem sjer Þorgrím
ætla liann sjötugan, svo kvikur er
hann á fæti og enn stundar hann
iðn sína sem veggfóðrari árið um
kring. Hann er óvenju hagur og
verklaginn, hefir meðal annars stund
að járnsmíðar og er eins og verkin
leiki i höndum hans.
Um það er þó mest vert, að tæp-
lega getur góðviljaðri og greiðvikn-
ari mann, en Þorgrímur er. Get jeg
ekki hugsað mjer annað, en að öll-
um, sem kynnast Þorgrími þyki
vænt um hann. Hann sjer aldrei
eftir því að taka á sig ómak og ó-
þægindi til þess að rjetta öðrum
hjálparhönd, hvort sem þeir eru
honum kunnugir eða ókunnugir. Gest-
risnin er takmarkalaus, enda eru
þau hjón samvalin í því sem ö>ðru.
Hugir fjöldamargra vina, bæði nær
og fjær munu stefna að Laugarnesi
þennan hátíðisdag hins unga öld-
ungs og minnast jafnframt margra
gleðistunda og allskonar vinsemdar,
sem heimiiið er alla tíð svo óspart
á.
A. S.
Halli turninn í Pisa.
.4 miðöldum var hinn forni stað-
ur Písa í Toskana einn af helstu
verslunarbæjum við Miðjarðarhaf og
var stundum líkt við Genúa og Ven-
ezia hvað auðlegð og íburð snerti.
En þegar stundir liðu fram fór Písa
að hnigna því að keppinautarnir,
einkum Firenze, uxu honum yfir
liöfuð; einnig átti Písa i styrjöld-
um, sem fóru illa og loks varð bær-
inn fátækur og aumur. En frá
blómatímum sínum geymir hann
ýmsar byggingar, sem bera þvi vitni,
hvað hann einu sinni var. Þrjár
þeirra eru frægastar: Klaustrið, dóm
kirkjan og halli turninn, og slanda
þær allar nálægt hver annari.. Turn-
inn, sem er átta hæðir, er reistur á
árunum 1174—1350, og eru hring-
mynduð súlnagöng utan um hverja
hæð. Hann er 54% meter á hæð og
hallinn á lionum að utan er W-i
meter — þ. e. munurinn á efstu
brún og jaðri grunnflatarins. Það
hefir verið deilt um, livort turninn
hafi með vilja verið látinn liallast
svona, eða livort grunnurinn undir
honum liafi missígið, og turninn
hallist þessvegna. Hið síðarnefnda ér
sennilegra, þvi að eflaust hefði
turninn verið fallegri, ef hann stæði
lóðrjettur. En frægur er hann orð-
inn fyrst og fremst vegna þess að
hann liallast, þó að hver sá, sem
sjeð hefir hljóti að viðurkenna, að
turninn á ekki fegurð sína hallan-
um að þakka lieldur súlnagöngun-
um, sem eru úr ljósleitum Carrara-
marmara og sýna hin fegurstu lit-
brigði, einkum um sólarlagið. Halli
turninn er klukkuturn (kampanila)
og efst í honum eru sjö klúkkur,
samstiltar.
HÖLLU TURNARNIR í BOLOGNA.
Písa er ekki eini bærinn, sem
getur státað af þvi að eiga hallan
turn, þó að Pisaturninn sje að vísu
frægastur. En víðar eru til liallir
turnar. Turnar þeir, sem þykja
ganga næstir Písaturninum eru
tveir liallir turnar í Bologna, og
heita Torre Garisenda og Torre
Asinelli, eftir húsameisturunum, sem
bygðu þá. Garisenda er lægri, og
hann var bygður þannig að hann
hallaðist,' en Torre Asinelli er 98
metra hár, og hæstur allra turna
sem liallast. Þeir voru báðir bygðir
á tólftu öld.
*** r** f** r+*
Effeltnrninn.
Þegar Alexandre Gustave Eiffel
lagði fram tillögur sínar um að
byggja risavaxinn turn úr stáli,
skömmu eftir 1880, i tilefni af heims-
sýningunni, sem haldin skyld 1889,
mættu þessar tillögur eindreginni
mótspyrnu úr ýmsum áttum og höf-
undur þeirra var hafður að háðii.og
spotti. Flestum fanst sem það væri
óðs manns æði, að ætla sjer að reisa
300 metra háan turn. Því að hæstu
dómkirkjuturnar voru mildu lægri;
t. d. var turn dómkirkjunnar í Köln
ekki nema 160 metrar. Það þótti
einnig líklegt, að svona stálgrinda-
turn yrði ekki til neinnar prýði fyr-
ir sýninguna eða Parísarborg. En
Eiffel stóðst allar mótbárur og turn-
inn mikli var reistur og stendur
enn í dag og þykir borgarprýði.
Ennþá er turninn hæsta bygging
veraldarinnar. Hann er fyrst og
fremst notaður sem útsýnisturn, en
jafnframt sein útvarpsstöð og loft-
skeytastöð og þar eru einnig gerðar
veðuratliuganir. Hægt er að komast
í lyftu á þriðja pall turnsins, sem er
í 276 metra hæð, en þaðan er dá-
samlegt útsýni yfir borgina miklu og
umhverfi hennar, en Signa liðast
eins og silfurrák gegnum borgina.
Ganga má stiga upp á efsta pall
turnsins, en það er ekki hent svima-
gjörnum mönnum, og vindurinn ýlfr-
ar í járngrindunum og skekur turn-
inn, svo að hann hreyfist eins og
flaggstöng í roki.
Egils ávaxtadrykkir
Mynd þessi er frá Oran, hinni miklu hafnarborg í Alsir, sem Bandaríkjamenn tóku í vetur.
Sjer á myndinni yfir höfnina og i baksýn sjest til Atlasfjallanna. Þar er ein besta höfnin
á allri norðurströnd Afriku, að frátekinni Biscrta í Tunis, enda er mikil verslun i borginni.
Hún er bygð af Frökkum og i nútimastil og er því gjöróiik hinum gömlu borgum landsins.
Er ibúalala borgarinnar yfir 160.000 manns og mikill útflutningur, einkum af korni, víni,
kvikfjenaði og málmum. Frakkar höfðu þar lengi herskipalægi og nú hafa Bretar og Banda-
ríkjamenn þar flotastöð, eins og myndin ber með sjer.