Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 09.04.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N WUftJMI U/&NMRMIR Skeifurnar galdramannanna. Einu sinni var ungur og duglegur járnsmiður, sein hjet Hinrik. Þegar hann hafði lært allt, sem meistar- inn kunni, tók hann saman dótið sitt, tróð j)ví ofan í bakpoka og fór út í heiminn eins og aðrir svein- ar, til þess að upplifa eitthvað nýtt og læra meira. Þegar hann hafði farið um mörg lönd kom hann eitt kvöld í stóran skóg. Hann gekk lengi um skóginn til þess að leita sjer að gistingu. Þá heyrði hann undarlegan söng og sá ljós í glugga í litlu húsi, og þegar hann kom nær sá hann þrjá eldgamla karla, sem voru að hræra í potti, en sungu á meðan og voru ákaflega skjálfraddaðir. „Yið erum svo gamlir og örvasa, hvernig eiguin við að fara að smíða skeifuna?" sagði einn þeirra. Þegar Hinrik heyrði þetta sagði hann: „Ef þið þurfið að láta smíða eitthvað, þá skal jeg gera það —- því að jeg er útlærður smiður.“ Ivarlarnir urðu mjög glaðir og buðu honum að koma inn í kofann og fá að borða. Svo sögðu þeir hon- um, að þeir yrðu endilega að fá smíðaða skeifur, fjórar skeifur. — Þeir sýndu honum járnið og alt sem með þurfti, og Hinrik tók eftir að járnið var svo undariega gljáandi. Nú var kveikt upp i smiðjunni og Ilinrik smíðaði fyrstu skeifuna. En undir eins og hún var búin glóði hún eins og lýsigull. „Þetta var skrítið," hugsaði Hinrik, og svo byrjaði hann á næstu skeifunni. Hún varð að silfri, þegar hún var fullsmíðuð, en þriðja varð að rauð- um eir. En sú fjórða breyttist ekki — það varð járnskeifa. Þegar smíðinni var lokið var Hinrik visað lil sængur, en þegar hann vaknaði morguninn eftir voru ailir karlarnir horfnir og skeifurnar lika. Hinrik gekk lengi, iengi, þangað til hann kom út úr skóginum, og nokkrum dögum síðar kom hann í stóra borg, og þar átti kongurinn heima. En hvar sem Hinrik leit, þá sá hann ekki annað en svartklætt fólk, og ailir voru svo raunalegir, svo að Hinrik gat ekki á sjer setið að spyrja: „Hvað gengur að ykkur. Hvers vegna eru allir svona hryggir?" „Það er ástæða til þess,“ svaraði einhver. „Veistu ekki hvað galdra- kariarnir í sjömílna-turninum hafa gert?“ „Jeg hefi aldrei lieyrt þá nefnda, og heldur ekki sjö-mílnaturninn,“ svaraði Hinrik. „En það er best að þið segið mjer betur frá þessu.“ „Þá skal jeg segja þjer að sjö mílur úti í hafi er klettur og á hon- um stendur hár turn, sem við köli- um sjö-milnaturn. Þar eiga þrír gamlir galdrakarlar heima, sem við höfum verið lausir við til þessa, því að þeir voru svo gamlir að það tók ekki að gera þeim mein. En nú liafa þeir eignast hest, sem getur stokkið beina leið úr landi og upp í turninn, og síðan þeir fengu þenn- an hest ræna þeir öllu unga fólkinu hjeðan, og láta það þræla hjá sjer.“ Hinrik fjell illa að heyra þetta um galdramennina, því að honum duttu undir eins í hug gömlu menn- irnir þrír, sem hann liafði smiðað skeifurnar fyrir. Og svo fór hann að spyrjast fyrir um, hvernig hest- urinn væri járnaður. „Það er nú saga að segja frá því,“ sagði maðurinn. „Hann er með eina gullskeifu, þvi að jeg sá það sjálfur í morgun, þegar galdramenn- irnir rændu prinsessunni.“ Enginn maður i kongsríkinu vissi livað til bargðs skyldi taka, þvi að ómögulegt var að komast út í sjö- mílnaturninn, og jafnvel þó að skip gætu komist úl að klettinum var ómögulegt að komast upp í turninri fyrir jrví, vegna þess að ekki var innangengt í turninn nema ofan frá. Hinrik afrjeð að reyna, hvort hann gæti ekki hjálpað veslings fólkinu og máske frelsað prinsessuna. Hann hjelt þess vegna niður að sjó og setti sjer upp smiðju i þorpinu þar. Þaðan bjóst hann við að geta sjeð, hvað ferðum galdrakarlanna liði, og hvort hestur sæist stökkva úr turninum. Nú leið og beið, en svo kom að því, að hann sá hest koma af stökki niður í fjöruna, rjett hjá smiðjunni. En það var ekki galdrakarl, sem á honum sat, lieldur var það þjónn, og hann var bæði dólgslegur og flón. Um leið og hesturinn kom niður í fjöruna losnaði gullskeifan undan honum, og þjónninn varð lafhrædd- ur. Hann tók upp skeifuna, fór til Hinriks og sagði: „Flýttu þjer að járna hestinn minn, annars drep jeg þig!“ Hinrik ])óttist verða hræddur og svaraði: „Sjálfsagt, herra minn!“ En liann var svo lengi að kveikja upp í smiðjunni, að þjónninn varð óþolinmóður. „Farðu og fáðu þjer malarbita í kránni meðan jeg er að þessu,“ sagði Hinrik, „þá líður timinn fljótar.“ Þjóninum fanst það heillaráð og flýtti sjer á burt, en nú dró Hinrik allar hinar skeifurnar undan liest- inum og járnaði hann með öðrum, venjulegum járnskeifum, sem hann hafði þó forgylt, forsilfrað og kopar- lniðað, svo að þjónninn gat engan mun sjeð á þeim, þegar hann sett- ist á bak og reið hurt. Undir eins og hann var farinn settist Hinrik á bak svarta klárn- um sínum, sem hann hafði járnað með hinum skeifunum, svo að nú gat hann stokkið — það var skeif- unum að þakka en ekki hestinum. Hann flaug á hestinum út á sjó og beint upp á þakið á turninum. prinsessan á gangi ásamt nokkrum Þar var garður á þakinu og þar var umum stúlkum, sem galdramennirn- Gesturinn: — Drengurinn yðar virðist hafa fengið brennandi þekk- ingarþorsta að erfðum, frú. Frúin: — Já, þorstann hefir liann erft frá honum föður sínum, en þekkinguna frá mjer. Lisa: — Hún Gunna getur ekki sagt aukalekið orð án þess að gera of mikið úr öllu. Dísa: — Reyndu að spyrja hana hve gömul hún sje. WIVWIVM — Getiö þjer ekki lesiö, maöur? Það' er stranglega bannaö að veiða hjerna í vatniny.1 Kennarinn: — Þú áttir að reikna þessa líkingu með tveimur óþe^tum stærðum, Pjetur. En mjer er ekki grunlaust" um, að þú hafir reiknað hqna með tveimur, sem þú þektir nir höfðu rænt. Þegar þær sáu Hin- rilc urðu þær mjög glaðar. Hinrik flýtti sjer að læsa dyrunum að her- berginu, sem galdramennirnir svát'u i, og svo tók hann prinsessuna og tvær stúlkurnar og þau fjórmenntu til lands. Þarna svifu þau eins og í flug- vjel og lentu svo í fjörunni, en þar safnaðist fólk utan um þau og fagn- aði þeim með húrrahrópi. Hinrik fór hverja ferðina eftir aðra út i turninn og sótti alt fólkið og dýr- gripina, sem galdramennirnir höfðu rænt. Og þegar alt var komið í land dró Hinrik allar skeifurnar undan hestinum og fleygði þeim langt út i sjó, svo að enginn gæti náð i þær framar og notað þær örðum til bölvunar. Jeg veit ekkert, hvernig galdra- körlunum leið, þegar þeir vöknuðu, og enginn hefir heyrt neitt um af- drif þeirra. En Hinrik giftist fall- egu prinsessunni, og öllu fólki í landinu þótti vænt um liann, því að þó að hann væri bara járnsmið- ur, þá hafði liann sýnt, að hann var bæði hygginn og áræðinn, og það var meira virði en peningar. Egiis ávaxtadrykkir —• Veistu það, Déri, að nú hefir þú eignast nijjan litlabróður? — Hvaö eigum við þá aö gera við þann gamla? Drekkiö Egils-ðl u

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.