Fálkinn - 09.04.1943, Page 14
14
F Á L K I N N
T. h.: Ólafur kon-
ungur í hofi Þórs
T. u.: Enskur
biskup skirir
Gunnhildi konga-
móöur.
ÁSATRÚIN.
Framhald af bls. 5:
staða varð árangurslaus. Jafnvel Ól-
afur digri var gerður heilagur mað-
ur, jjrátt fyrir öll sín svlvirðuverk.
í Svíþjóð komst kristni á löngu
síðar en í Noregi. Ingvi konungur,
sem tók riki 1080 boðaði kristni
með báli og brandi — að boði
Gregors páfa VII. —, en þó var
andstaðan gegn kristninni ekki að
fullu brotin á bak aftur fyr en í
stjórnartíð. Sverkis konungs (d.
1156). Eiríkur helgi eftirmaður
bans fór með her manns til Finn-
lands og drap þar fjölda manns,
áður þjóðin ljeti skírast, 1157.
ísland var eina landið sem tók
kristni blóðsúthellingarlaust.
Átrúnaður feðranna var nú orð-
in hjátrú og villa en í staðinn fjekk
alþýðan afbakaðan kristindóm og
páfa, sem einn hafði lyklavöldin að
himnaríki.
Enginn skilji orð mín svo, að
jeg áliti ásatrúna svo fullkomna að
ekki liafi verið þörf á kristindóm-
inum. Blákaldur sannleikurinn um
það, með hvaða hætti kristnin kom
á norðurlönd, er ekki þannig meint-
ur, en vilji menn kynnast trú for-
feðranna verður maður að skoða
hvernig hún var og hvernig hún var
bæld niður, en ekki vilhaila skrípa-
mynd af henni.
Þrátt fyrir að guðshugmynd ása-
trúarinnar væri i upphafi hrein og
göfug hafði Þórsdýrkunin gengið
svo úr hófi, að það þótti sómi að
hryðjuverkum víkinganna og þessu
skylt var það, hvernig blóðhefndin
náði tökum á mönnum á íslandi á
söguöldinni. Trúbrögðin voru orð-
in þannig, að þau þurftu endur-
nýjunar við. Og einmitt kristnin
með kærleiksboð sitt hafði þarft
erindi að rækja, að draga úr ofsa
aldarinnar. Enda var það kristnin
sem batt enda á víkingaferðirnar.
Það sem gerði viðkynningu ása-
trúar og kristindóms erfiðari en
ella mundi var m. a. það að kristin-
dómurinn var vaxinn upp úr um-
hverfi, sem norðurlandabúar þektu
ekl.i til. Þeir voru vanir að hugsa
sjer að guð opinberaðist í náttúr-
unni — guð var í blómunum, í
fuglasöngnum. Þessvegna bjó þjóð-
trúin til ljósálfa, sein bjuggu i
blómabikurum og sungu í lækjar-
niðnuin. En austurlenska glysið,
gullið og eðalsteinarnir, perluhlið
og gulllagðar götur voru fjarri hug-
arheimi norðurlandabúa. Hvers-
vegna áttu þeir að syngja um sedr-
usvið frá Líbanon en ekki furu og
birki. Og þessu líkt var alt. Það
var ekkert gert til þess að samræma
trúna norrænum hugsunarhætti og
hún varð útlend og yfirnáttúrleg. Og
lielgisiðirnir urðu latneskir —
fólkið átti að tilbiðja guð á máli,
sem það skildi ekkert i. Slíkt trú-
boð gat ekki orðið til þess að gera
manninn betri eða auðga anda hans.
Kristófer Grímsson, búfrœðingur,
Hraunteig 10, verður 50 ára 12.
þ. m.
Márus Júlíusson, trjesmiður, Berg-
staöastræti 22, varö iO ára 5. april.
TVEIR UNGIR LEIKENDUR,
%
Framhald af bls. 3:,
Guðmundur Gunnarsson er ættað-
ur úr Hornafirði, en hefir dvalist
á Akureyri í nokkur ár. Hann ljek
fyrst með Leikfjel. Akureyrar auka-
hlutverk í leiknum „Fróðá“ eftir
Jóhann Frímann, en ekki varð
neitt ráðið af svo smáu viðfangs-
efni að ræða, en þar á eftir fjekk
liann stærri hlutverk til meðferðar
hjá fjelaginu, og kom þá fljótt í ljós,
að hann hafði ótvíræða hæfileika
á þessu sviði, og má liiklaust telja
Guðmund einn af traustustu stoð-
um er leikstarfsemin á Akureyri
hvílir nú á. Meðal eiginleika hans
má t. d. nefna, að hann hefir óvenju-
lega góðan málróm fyrir leiksvið,
er og ágælur söngmaður (bassi),
sem eins og vitað er er nauðsynleg-
ur kostur, er um söngleiki er að
ræða. Helslu hlutverk Guðmundar
á þessum árum hafa verið Moriarty
I „Sherlock Holmes“, Hjálmar i
„Skrúðs'bóndinn", Reiðar sendimað-
ur í „Nýársnóttin“, Bertel í „Þrir
skálkar“ og nú, er þetta er ritað,
hefir hann verið ráðinn til að fara
með hlutverk Arnesar í „Fjalla-
Eyvindi“ er L. A. tekur til með
ferðar.
H. Vald.
Egils ávaxtadrykkir
Stanley-vörur
nýkomar:
Heflar, allar tegundir. — Stálvinklar. — Snið-
mát. — Tommustokkar. — Brjóstborar. —
llamrar, fleiri tegundir. — Tangir allskonar.
Borar, margar stærðir og gerðir. — Skrúfjárn,
fjöldi tegunda. — Rissalir. — Trjeblýantar. —
Stálmálbönd. — Hefiltannir, fleiri stærðin*"—
Sagir, fleiri lengdir og gerðir. — Glerskerar.
— Kíttisspaðar, mjög góð tegund. — Dúkk-
nálar. — Sporjárn, allar stærðir frá 1/8—1%”.
— Svæhnífar. — Þjalir, fjölda teg.
Ennfremur höfum við fyrirliggjandi hið heims-
fræga FRANKLIN TRJELlM óviðjafnanlegt
að gæðum.
Vörur sendar gegn póstkröfu um alt land.
Verslun B. H. Bjarnason
REYKJAVÍK.
± Allt með islenskum skipuni! í
Fálkinn er langbesta heiinilisblaðið.