Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1943, Síða 5

Fálkinn - 16.04.1943, Síða 5
F Á L K 1 N N 5 Austurálma Laugarnesspítala i bjö rtu báli. Til vinstri sjást rústir miöbyggingar hússins, þar sem eld- fyrst hafa komið upp. Austurálman stóð lengst uppi. (Myndina tók V. S. Army Signal Corps). unnn mun Austurálma hússins hrann síð- ast. Það mátti heita hin mesta mildi, að ekki skyldi verða manntjón við svo mikinn bruna sem þennán. Spítalinn var full- ur af sjúklingum, en flestir voru þeir svo sjálfbjarga, að þeir komust af eigin ramleik út. Voru állir komnir út úr liús- inu u'ra'4 mínútum eftir að elds ins varð vart. Flest voru þetta influensusjúklingar og vægt haldnir. Fjöjdi fólks safnaðist á bruna staðinn og lagði bjarmann af eldiqum hátt á loft í nætur- myrkrinu. Hlutverk slökkviliðs- ins varð það eitt að verja ná- læg hús og tókst það vel, því að ekkert þeirrat brann. Hægur kaldi var á meðan liúsið brann. Hjer á myndunum geta menn sjeð brunann á ýmsum stigum. En myndin af spitalahúsinu er frá vígslu þess 27. júlí 1898. Hinar myndirnar eru allar tekn- ar af U.S. Signalkorps. Vesturálma Laugarnesspltala að hrynja. (Myndina tók V. S. Army Sign- al Corps). DEMOSÞENES, mesti mælskumað- ur sinnar aldar i Grikklandi, var bæSi málhaltur og lá lágt rómur á unga aldri, en meS frábæru vilja- þreki tókst honum aS sigrast á þessu. Sagt er aS hann hafi tekiS sjer stein- völur í munn og gengiS meSfram sjávarströnd og brýnt raustina gegn briminu, þegar hann var aS auka sjer raddstyrk. SíSan stundaSi hann mælskulist hjá Isabios, mesta mæl- skumanni Aþenuborgar i þann tiS, og siSan framsagnarlist hjá hinum fræga leikara Satyros. En til þess að láta ekki glepjast af hinurn mörgu skemtunum borgarinnar, meðan á náminu stæði, neyddi hann sjálfan sig til þess að halda sig heima, með þvi frumlega móti að hann rakaði hárið af sjer öðrumegin og settist svo að i kjallaraholu sinni og sat þar og stundaði mælskulistina þang- aS til hárið var fullvaxiS aftur. NOREGSSTRÖND er allra stranda merkilegust i veröldinni, og allra stranda vogskornust. Þegar strand- lengja landsins er mæld stytstu leið milli útnesja er hún 3400 kilómetra löng, en sje hún mæld inn i firði, víkur og voga, þannig að fjöruborð- inu sje fylgt, þá er hún sem næst jafnlöng hálfu ummáli jarðarinnar. Og meðfram ströndinni eru eigi færri en 150.000 eyjar, hólmar og sker! Fyrsta SÍMASKRÁ fyrir LONDON kom út i aprílmánuði 1880. Þar voru nöfn 446 simanotenda, en þeir voru ekki fleiri í stærstu borg heimsins þá. Árið 1933 voru simanotendur i London um 400.000 og nú lætur nærri að þeir sjeu þúsund sinnum fleiri, en i fyrstu útgáfu simaskrár- innar. Mýflugan blakar vængjunum ná- lægt 15.000 sinnum á minútunni. handarkrika 1. Skaðar ekki föt eða kart- mannaskyrtur. MeiSir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- ast undir eins eftirrakstur 3. StöSvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur handar- krikunum þurrum. 4. Hreint, hvitt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið vott- orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þvi að vera skaðlaust fatnaði CREiM DEODORANT stöðuar suitan örugglega A r|r i d’ar svitaotöðv- unarmeðalið sem selst mest . . . reynið dós í dag ARRID Fæst í ollam betrl búðnm ■V Þýska herskipinu Emden mæld- ist hjer forðum, að mesta kunna hafdýpi í heiminum væri ÍOMt kíló- metri og fanst það eigi langt frá Filippseyjum. Yissu menn lengi vel á eftir ekki af meira hafdýpi. Síðar fann hafransóknarleiðangur Paul Bartsch 13% kílómetra dýpi í Atl- antshafinu. Á siðari árum hafa ýmsir ungir visindamenn gert tilraunir á sjálf- um sjer með það, hve lengi menn geti verið án svefns án þess að biða tjón af. Metið í „svefnleysi“ hafði fyrir nokkrum árum 28 ára gamall amerikanskur stúdent. Honum tókst að vaka í 114 tíma. Franz Herz, visindamaður i Wien vakti i 80 tima en þegar á leið átti hann bágt meS að lesa og skrifa, því að liann var farinn að sjá alt tvöfalt. Hins vegar var blóðhiti hans eðlilegur, svo og hjartáslög og andardráttur. Kinverjar hafa raargir hverjir mikla hænsnarækt, enda voru þeir farnir að selja egg i stórum stil til vesturlanda, þar á meðal til Eng- lands. Frægastur allra eggjakonga i Kina var fyrir nokkrum árum maður, sem hjet Yuen Sliing-Chang; átti hann stærsta hænsnabúið i „himneska rikinu“. Hænurnar hans verptu að meðaltali tíu miljón cggj- um á ári.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.