Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Hitstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag AUar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf. Skraðdaraþankar. Hvað tekur við eftir stríðið? Þannig spyrja allar þjóðir og þær þjóðirnar, sem styrjöldin mæðir þyngst á, elcki sist. Það er eðlilegt þó að þær þrátt fyrir annirnar, gefi sjer tóm til að hugleiða þetta. Þær hafa miklu fórnað — blóði og fjármunum, þær liafa grálið tárum og þolað harma. Hví skyldu þær ekki brjóta lieilann um, hvernig eigi að afstýra þvi, að næsta kyn- slóð eigi að þola þær raunir, sem nístu þær sjálfar. Þessvegna leggja vitrustu og hestu menn þesara þjóða sig í lima til þess að finna varnarlyf gegn styrj- aldarbölinu. Þessvegna verja blöðin, sem liafa orðið að draga saman seglin vegna pappírsleysis, álitlegu rúmi í dálkum sínum til þess að ræða um fyrirkomulag heimsins eftir stríðið. Þesvegna eru lialdnar alþjóðastefnur í sama tilgangi. En hvað' gerum við. Hugsum við ráð okkar eftir þessa styrjöld. Eða væntum við nýrrar styrjaldar til þess að forða okkur við því að flosna upp af hólmanum, sem við höfum hygt í þúsund ár? Væntum við þess að ný styrjöld veiti okkur „ástand“ og erlendar innstæður? Er úr vegi að spyrja um þetta? Vita menn ekki, að atvinnuvegir vorir voru ekki samkepnisfærir fyr- ir stríð og vita menn ekki, að land- búnaðarafurðirnar þurfa að „verð- bætast“ til þess að hægt sje að framleiða þær? Jú, víst vita allir þetta, þó að þeir láti eins og þeir viti það ekki, en stingi forsjálninni svefnþorn — eins bg strúturinn hausnum undir vænginn. Blöðin hjerna hafa ekki þurft að færa saman kvíarnar vegna papp- írsleysis. Þvert á móti fæðast hjer með hverju tungli ný blöð og tíma- rit. En flest biöðin verja rúmi sinu frekar í stjórnmálastagl, róg og per- sónulegar skammir en liitt, að ræða um livernig byggja skuli grunninn undir þeirri framtið, sem gengur yfir ísland eins og öll önnur lönd að stríðinu loknu. Og þó eru þessi blöð kölluð landsmálablöð. En hvað er ekki landsmál ef ekki framtíð landsins sjálfs og þær stoðir, sem undir liana eiga að renna? Við megum búast við nýjum við- horfum og nýjum vandamálum eft- ir striðið. Eftir síðasta stríð stóð- um við uppi eins og glópaldar. Á sú saga að endurtaka sig? Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir íslanð Heimsóknin hjá rikisstjóra. Frá v: Stimson ráðherra, Sveinn Björns■ son ríkisstjóri og Leland Morris sendiherra. Úr kvöidboffi W. S. Key hershöfðingja: Frá vinstri: Leland Morris sendiherra, Sveinn Björnsson ríkissljóri, Stimson ráffherra (standandi) Key hershöfðingi og Vilhjálmur Þór ráöherra. Blaðamannaheimsókn hjá Stimson ráðherra. Frá vinstri: ívar Guð- mundsson, Skuli Skúlason, Árni Jónson, Jón H. Guðmundssoon, Björn Björnsson, Bjarni Guðniundsson, Einar Olgeirsson, Jón Helgason, Henry L. Stimson hermálaráðherra, Benedikt S. Gröndal. Valdimar Björsson, Hersteinn Pálsson, Halldór Jónasson, Jón Magnússon og full- trúi ameriksks herblaðs. — Allar Ijósm. eftir: U. S. Army Signal Corps. Henry L. Stimson, hermálaráð- lierra Bandarikjanna, kom i heim- sókn til Reykjavikur að morgni síðastliðins laugardags og dvaldi hjer rúman sólarhring, en hjelt þá áleiðis til Englands, Erindi hans hingað var einkurn það að kynn- ast úmhverfinu lijer og aðbúð hers- ins. Á laugardagsmorgun klukkan tíu gekk hann á fund ríkisstjóra, á- samt Leland Morris sendiherra og Key herstjóra. Talsvert af fólki hafði safnast saman fyrir utan Al- þingisliúsið og vissu fæstir hvað um var að vera, en það hafði vak- ið athygli þeirra, sem framlijá gengu, að við dyrnar stóðu lög- regluþjónar með hvita hanska, en þegar svo er mun oftast vera eitt- hvað á seiði. Hafði ráðherrann talsverða viðdvöl lijá rikisstjóra en þar var og mættur utanríkismála- ráðherrann, af liálfu íslensku stjórn- arinnar. Að loknum þeim fundi skoðaði ráðherrann ýmsar herstöðvar lijer i nágrenninu og kom meðal annars i grafreit Bandarikjanianna hjer og lagði krans á leiði Andrews yfir- hershöfðingja, sem fórst hjer í flug- slysi i vor. Einnig liorfði hann á hersýningu og margvíslegar lieræf- ingar, skoðaði Reykjavíkurliöfn og var m. a. sýnd „Súðin“ eins og hún var útleikin eftir árás Þjóðverja 16. júní. Fóru íslenskir og amerikansk- ir lögregluþjónar jafnan á undan vagni ráðherrans og stjórnuðu um- ferðinni. Að aflíðandi liádegi átti hermála- ráðherrann tal við blaðamenn i að- alstöðvum Keys herstjóra. Heilsaði hann hverjum þeirra um sig með handabandi, en tók síðan til máls og ávarpaði blaðamennina. Kvað hann það hafa vakið athygli sína að blöðin lijer á landi væru alger- lega frjáls, eins og í Bandaríkjun- um og Englandi, en einmitt með því móti yrði sambúð yfirvalda I hverju landi best. „íslensku blöð- in liafa sömu hugsjónir og starfs- aðferðir og blöðin okkar og mjer til ánægju sje jeg að sambúðin við blöðin er einnig góð lijer.“ Þá gat hann þess að erindi sitt hingað væri það, að sjá hvernig hersveitum Bandarikjanna á íslandi vegnaði — en jiað væru þær fyrstu sem sendar liöfðu verið úr landi til þess að verja frelsi og lýðræði —. Er hann var spurður hversu honum litist á landið, svaraði hann fáu um það, öðru en þvi að liann liefði al- drei komið hjer áður og liefði lítið af því sjeð, en gat þess að sjer hefði verið mikil ánægja að koma á fund ríkisstjórans, en þar hefði hann fengið hinar ágætustu viðtökur, og ennfremur að Leland Moitís sendi- lierra hefði hið hesta álit á landi og þjóð. „Mjer virðist sambúðin milli hersins og islensku þjóðarinn- ar vera hin innilegasta og full sam- úðar“, sagði liann ennfremur. „Við í Bandarikjunum metum mikils þá samúð og þann innileik, sem her- menn okkar liafa fundið hjer, og jsg vildi biðja ykkur, blaðamenn, að færa þjóðinni innilegasta þakklæti okkar.“ Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.