Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 asar. En á eftir samsöngnum var skólastjórinn, Morten Han- sen vanur að gefa fólkinu súkkulaði og stóð móðir lians, frú Ingibjörg Hansen. ósköp litil, gömul kona, á kjól með kappa á höfðinu, fyrir veiting- unum. En daginn eftir var skól- anum sagt upp og svo ko$n sum- arfríið og geta víst flestir getið því nærri, að þó að skólinn væri góður, þá var samt friið enn betra. Kenslustundum sínum varð Jónas að haga, eins og jeg sagði frá áðan, vegna starfa sinna sem organleikari. Einn dag í viku fór hann fram á Nes, vana- lega gangandi, en stundum man jeg eftir honum riðandi, þegar vond færð var. Öll störf sín rækti hann með sömu alúð og kenslustörfin, býst jeg við, að hann hafi sjaldan vantað við orgelið, enda voru fáir til að hlaupa í skarðið og altaf var liann fremstur í flokki söng- manna sinna við hverja útför í bænum. Hann liafði liaft ljóm- andi fallega bassarödd, þegar hann var ungur, en var orðinn skjálfraddaður, á síðari árum, enda þá orðinn aldraður mað- ur. Jeg man að mamma sagði, að það hefði skemt rödd lians, að syngja upp i kirkjugarði, hvernig sem viðraði og er það ekki ólíklegt. Jónas var k\æntur maður, hjet kona hans Margrjet. Þau áttu litið hús á Laugaveg 3, þar sem nú er hús Andrjesar And- rjessonar klæðskera. Húsið var bikað og sneri gafli að götunni. Margrjet kona Jónasar var ein þeirra húsmæðra, sem aldrei kom út fyrir dyr. Þær önnuðust heimilisstörf sín og hirtu ekkert um umheiminn. Jeg sá liana að- eins einu sinni. Móðir mín sendi mig í einhve’jum erindum heim til Jónasar og þá kom kona hans til dyra. Jeg sá hana hvorki fyr nje síðar. Aldrei heyrði jeg neinn hafa orð á því, þó að konur kæmu aldrei und- ir hert loft, Þetta var svo al- gengt á þeim árum. Þau hjón áttu tvo syni, Helga og Jón. Helgi var farinn til Ameríku fyrir mitt minni, en Jón var á pósthúsinu þegar jeg var lítil. Þeir hræður munu háð- ir hafa verið söngelskir menn og um Jón hefi jeg heyrt, að hann hafi haft svo næmt söng- eyra, að með fádæmum hafi verið. Var liann líkur föður sínum að ytra útliti, en minni og smágerðari og því ekki eins svipmikill og hann. Ekki var hann reglumaður á borð við föður sinn, því að hann var mjög drykkfeldur. Mun faðir hans af þeim orsökum hafa gengið í Good-Templararegl- una og ætlað að reyna að hjarga syninum, en ekki kom það að tilætluðum notum. Aldrei heyrði jeg að Jónas hefði nokkru sini drukkið sjálfur. En þegar í Regluna var komið starfaði liann þar af sömu alúð og annarsstaðar, gegndi embætt- um alla tíð og var ætíð fyrsti maður á sinum stað, stundvísin og reglusemin brást aldrei. Jón- as átti einnig dóttur á efri ár- um, sem Margrjet heitir. Er hún gift kona hjer í bænum. Hann mun hafa verið vel efn- aður maður, þvi að hvorttveggja var, að hann mun hafa haft allgóðar tekjur og ekki notaði hann þær í óhóf og óreglu og ekki hefir kona hans víst verið kröfuhörð. En honum fanst eng um koma það við, þó að fjár- hagur sinn væri góður, eins og rjett var. Jeg man eftir einu atviki, sem benti til þessa. Einu sinni var safnað samskotum í stúkunni, sem hann var í, gaf hann ætíð til þeirra hluta, eins og aðrir. Var gengið um sal- inn með samskotabauk. Tók Jónas þá gríðarstóra buddu upp úr vasa sínum, fleytifulla af peningum. Kom liálfpartinn á hann, þegar hann sá að hann hafði tekið skakka buddu. Hló hann þá og sagði: „Nú ætlaði jeg að fará að stela úr sjálfs míns hendi, þetta er nú það, sem aðrir eiga. En þarna er mín og tók upp litla buddu með smápeningum í og gaf úr henni. Var þá ekki laust við að bros- að væri að gamla manninum. Hann var einkennilegur mað- ur í sjón, góður meðalmaður á hæð, feitur og ákaflega þrek- inn, rjóður í andliti, nokkuð nefstór, en ekki til lýta, því að andlitið var stórt og þoldi það vel, með snjóhvítt hár og kraga- skegg og fór það vel við rjótt andlilið, hann var eftirtektar- verður og minnisstæður maður. En minnisstæðastur er hann mjer, þegar komið var inn í skólastofuna á skammdegis- morgnana og kehnarinn stóð við púltið í lampaljósinu og alt stefndi að sama rnarki, ofnhit- inn, lampaljósið og kennarinn sjálfur, að gera skólastofuna lilýlega og kenslustundirnar ynd- islegar í endurminningunni. Jónas varð bráðlcvaddur i október 1903, 63 ára að aldri. Manni mínum og mjer þótti skarð fyrir skildi þar sem hann var, því að háðum þótti okkur vænt um þennan gamla vin okkar og kennara og held jeg að svo liafi verið um fleiri lærisveina hans. Laugarneskirkja endurreist Þeir sem stund- um koma inn fyrir bæinn munu hafa veitt þvi eftirtekt að ofarlega á Kirkju bólstúni er risin kirkjubygging, eigi langt frá skólanum i Laugarneshverfi. Þetta er hin nýja kirkja Laugarnes- safnaSar, sem nú er fullsteypt og kom in undir þak — arftaki hinnar fornu Laugarneskirkju, sem lögð var ni'ður fyrir nálega 140 ár- um. Hinni nýju kirkju hefir verið valinn staSur þann- ig, aS hún sje sem mest miSsvæSis í aSal þjettbýli sókn- arinnar. En annars nær sóknin alla leiS upp aS Lækjarbotn- um og er lang víS- áttumest sókn þeirra fjögurra, sem hinu gamla Reykjavikur- prestakalli var skift haustiS 1940. -----Þegar dómkirkjan i Reykja- vík var bygS mun um 900 sálir hafa veriS í öllu prestakallinu. Þeg- ar bæjarbúar voru orSnir yfir 30.000 manns var það augljóst, að hin gamla dómkirkja nægSi engan vegiun þeim fjölda, sem auk þess var dreifSur langt suSur á Seltjarn- arnes og inn aS ElliSaám. Einkum var þaS erfiSleikum bundiS fyrir hiS marga fplk, sem sest hafði aS hjer fyrir innan bæinn, á Kirkju- sandi, í Sogamýri og BústaSaholti aS eiga hvergi kirkju nær en niSri í miSbæ. Þörfin fyrir nýja kirkju hjer fyrir innan bæinn var orSin svo knýjandi, að árið 1936 — fjór- um árum áSur en Reykjavíkursókn var skift — var hafist handa um aS koma á safnaSarstarfsemi i hinni fjölmennu bygS. Var þá ráSinn þangaS síra GarSar Svavarsson, nú- verandi prestur Lauganessóknar, til þess aS halda uppi guSsþjónustum, barnaguSsþjónustum og almennri safnaðarstarfsemi. Þetta var eins- konar deild innan Reykjavikur- safnaSar og var í fyrstu gert sem tilraun En sú tilraun tókst svo vel, að henni var haldið áfram og starf- semin óx og dafnaSi. Samvinnan milli prests og safnaðar varS hin ákjósanlegasta, og innan safnaSar- ins koinu fram menn og konur, er sýndu það i verki aS þeim var á- hugamál, aS koma málinu i þaS horf aS þarna risi upp sjálfstæSur söfnuSur, sem eignaSist sina eigin kirkju. AnnaSist sjerstök nefnd innan safnaðarins aS undirbúningi þess máls í samráSi viS sóknarnefnd Dómkirkjunnar, og fjekk m. a. frum- drætti aS væntanlegri Laugarnes- kirkju. Því aS um nafn varð ekki deilt. Hjer var verið að vinna aS endurreisn hins forna Laugarnes- safnaSar. Þegar sóknarskiftingin í Reykja- vík hafSi veriS ákveSin var gerSur fullnaSaruppdráttur af kirkjunni, á skrifstofu húsameistara ríkisins. Samkvæmt uppdrættinum átti kirkj- an aS taka 300 manns i sæti, en undir kirkjugólfi skyldi verSa sam- komusalur og fleiri vistarverur. Kirkja sú, sem nú er risin, er bygS samkvæmt þessum uppdrætti, og hófst bygging hennar i ágúst 1941. Þá var verSlag alt og vinnu- laun farið aS stórhækka, þó frek- ar yrSi síðar, og var þetta þvi örSugt verkefni, ekki stærri söfn- uSi (en i honum mun vera um ti- undi hluti allra Reykjavíkurbúa. SöfnuSurin hlaut af hálfu Dóm- kirkjunnar rúmlega 66 þús. kr. i sinn hlut, er safnaSarskifting fór fram, en áSur hafSi honum borist ýmsar gjafir. En þetta var eigi nema lítill hluti af því, sem þarf til aS fullgera kirkjuna, þvi aS verð henn- ar uppkominnar er áætlaS eigi minna en hálf miljón króna. Var þvi efnt til fjársöfnunar meS happ- drættum og hefir söfuSurinn þann- ig fengiS rúmlega 200.000 krónur alls, og hefir þaS nægt til þess, sem enn hefir verið gert af kirkju- unni, nfl. aS steypa hana og gera hana fokhelda. Og ýmsar rausnar- legar gjafir hafa sóknarmenn og enda utansóknarmenn líka, látið af hendi rakna. En ennþá vantar meira en helm- ing kostnaSarins við kirkjubygging- una. Til þess aS safna fé til full- gerðar kirkjunnar, húðunar hið ytra og innra, málningar, skreytingar og innanstoklcsmuna og frágangs á sam- komusal og öðruin herbergjum í kjallara, hefir sóknarnefndin því efnt til happdrættis um eftirsóknar- verða eign: nýtt íbúðarhús, vandað og smekklegt. Var það smiðað i vet- ur fyrir atbeina sóknarnefndarinnar og ýmsra einstaklinga. Síðastliðinn sumardaginn fyrsta veitti dóms- málaráðuneytið leyfi til þess aS halda happdrætti um húsiS og er sala miðana nú hafin fyrir nokkru. Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.