Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 10
10
F Á L K I N N
YMGfttf
L&f&NbUftHIR
Vestmannaeyjaför Sólshinsdeildarinnar
Frh.
ViS fórum heim aft drekka, en siSan
niSur í fjöru til að fá bát, því aS viS
ætluSum undir Löngu, en þaS er
baSstaSurinn. ViS fórum þó ekki
í sjóinn þá, en rjerum á bátnum um
höfnina, því aS veSriS var dásam-
legt.
ViS gengum fram á hafnargarS og
upp aS vitanum, snerum siSan viS,
rjerum inn í botn og á milli bát-
anna, sem láu á höfninni. MeS okk-
ur voru systkini úr Eyjum og reri
Gísli, en svo var hann kailaSur.
Hann var meS hatt eins og gerist
og geilgur og baS hann eina af
okkur aS halda á liattinum, til þess
að hann dytti ekki í sjóinn. Þóttist
sú, sem fjekk hattinn og setti liann
upp vera mikil manneskja, en þá
fór systir Gísla að rugga bátnum
og var þá sú, sem með hattinn var
svö hrædd, að liún sló í hattbarðið
svo hatturin fauk út í sjó, og var nú
farið að reyna að ná í hann og
tókst það brátt. Síðan var lialdið
heim.
Um kvöldið var farið í Bió, síðan
heim að sofa og fanst okkur þetta
mjög skemtilegur dagur. Næsta morg-
unn vöknuðum viS kl. 9. VeSrið var
yndislega gott og sterkju hiti. Kl.
10 gengum við upp á Helgafell, en
það er gamalt eldfjall. 1 þessari ferð
voru ekki ailir krakkarnir og ekki
heldur Guðjón; en Gaui var með
okkur eins og í öllum öSrum ferð-
um. Mjer fanst ekkert erfitt að
ganga upp, og er mjög fallegt þeg-
ar upp er komið. Skygni var mjög
gott og bjart yfir öllu. Sáum við
austur að Dyrhólaey, Eyjafjallajökull
og Mýrdalsjökull gnæfðu yfir fann-
hvítir og fagrir. Einnig var útsýn-
ið mjög faliegt yfir eyjarnar og voru
teknar þarna margar myndir. Síðan
var lagt af stað heimleiðis, enda
var komið hádegi; var mjög gaman
að liendast niður fjallið; þó ilt væri
undir fæti^, þvi að mikið var af
lausa grjóti. Kl. 2 fórum við nokkur
í sjóinn undir Löngu, var farið á
litlum árabáti yfir og hann geymd-
ur í fjörunni meðan við vorum að
synda. Við ætluðum aldrei að þora
úti, en þegar jeg var byrjuð aS
synda fanst mjer það ekkert. Þeg-
ar við vorum búin að vera dálitla
stund ofan í, gengum við upp sand-
inn, þar sem fólkið var í sólbaði,
og er það brött sandbrekka inn
undir Heimakletti. Vorum við þarna
til kl. 4 og rerum síðan lieim. Við
vorum orðnar svo svangar að við
gátum ekki ferðast frekar, fyr en
við höfðum drukkið kaffið. Við
sungum kl. 8.30 um kvöldið. En um
kl. 10 fengum við að vita að við
ættum að leggja af stað heimleiðis
kl. 11 um kvöldið með mótorbátnum
Gísla Johnsen. Máttum við nú al-
deilis hraða okkur við að hafa fata-
skifti og taka saman dótið okkar,
en mitt dót var nú ekki mikið. Var
nú farið að borða og drekka eins
og við gátum í okkur látið. Við
komum niður á bryggju laust fyrir
kl. 11, var þá komið fult af fólki á
bryggjuna toil að kveðja okkur. Við
kvöddum með söng, en lirópuðum
siðan ferfalt húrra fyrir Vestmanna-
eyjum, og þær aftur fyrir okkur.
Síðan var farið að veifa fólksfjöld-
anum, alveg sama hver var.
Er við sigldum fram lijá vitanum
var einnig fólk þar. Veðrið var gott
alveg blankandi logn og sljettur
sjór, en dálitil undiralda..
Þegar við fórum fram hjá Elliða-
ey sáum við tvo menn vera að siga
í bjarg, en sá tími var nú að byrja,
þvi að átta menn cru komnir í
Bjarnarey til þess að veiða fugla
og ná i egg. Einn besti sigmaður
Eyjanna heitir Svafar Þórarinsson,
sem almennt gengur undir nafninu
Svahbi í Suðurgarði. Býst jeg við
að lians skemtilegustu stundir sjeu,
er hann er að síga.
Þegar við komum að landi, en
það var undir Eyjafjöllum, varð
að selflytja okkur upp í sandinn
á litlum árabáti.
í fyrsta bátinn fór Helgi kennari
og frú, en þau voru okkur sam-
ferða suður. Þótti okkur gaman að
sjá hvernig farið var í land. Jeg
fór i næsta báti og gekk lionum
ver heldur en þeim fyrri. Við
urðum að biða svo lengi eftir að
aldan skelti okkur upp í sandinn.
Urðu svo skipsmennirnir að hlaupa
með bátnum út i ölduna og stökkva
síðan upp í. Það voru farnar fjórar
svona ferðir. i
Er báturinn fór og skipsmennirnir
kvöddu okkur, hrópuðum við fer-
falt húrra fyrir þeim. Þarna voru
fyrir í fjörunni þrír menn úr sveit-
inni til að taka á móti okkur, voru
þeir með jirjá reiðhesta og tvo kerru
hesta. Ekki ,gátu allir haft þessa
þrjá reiðhesta og urðu ])ví flest að
ganga til bæja, en það var svona
hálftíma gangur. Urðum við að fara
sandana og vaða breiða ósa. En
þegar komið var fyrir þá tók ekki
betra við, þvi að nú óðum við
rauðamýri, þar til komið var upp
að túngarði. Vorum við öll mjög
þreytt, svöng og syfjuð, og urðum
við því fegin að komast í hús.
Okkur var skift niður á tvo bæi
Vesturholt og Austurliolt. Var okk-
ur mjög vel tekið. Fengum við mjólk
brauð og rúgkökur; en rúgkaka er
uppáhaldið mitt.
Við fórum að sofa kl. 3 e. m.
Næsta morgunn vaknaði jeg við
að Guðjón kom i dyrnar á herberg-
inu mínu. Var nú farið að klæða
sig. Vorum við öll búin að fá sokk-
ana okkar þurra og var það mjög
gott. Klukkan að ganga 11 var lagt
af stáð gangandi, þangað sem bíll-
inn beið. Var það rjett fyrir austan
Hvamm. Þegar búið var að koma
okkur fyrir í bílnum, var farið aust-
ur að Skógafossi, en það er um
klukkutíma akstur frá Hvammi. Er
þessi foss mjög tilkomumikill, þegar
staðið er nálægt honum, Er úðinn
svo mikill að maður verður gegn-
votur. Nú var snúið við, sömu leið
til baka, en stoppað á Steinum
og þar neytt matar. Fengum við
hangiðkjöt, en samt ekki Hólsvalla.
Síðan var haldið áfram að Selja-
landsfossi og hann skoðaður. Er
hann fallegur, en frekar vatnslítill.
v Ekki gengum við samt undir foss-
inn. Gaman hefði verið að stoppa
við Gljúfrabúa og Paradísarlielli
og einnig á Markarfljótsbrú, en það
var ekki gert heldur haldið beint
að Þjórsá. Þar var stansað, en þar
er mjög fallegur garður, en lmsið
stendur í eyði og er ljótt að sjá
hvernig búið er að fara með það.
Allar rúður og öll gólf brotin. Við
komumst samt upp á háaloft. Þar
funduin við tvær eiturslöngur, en
þær voru dauðar.
Nú var lagt af stað aftur út að
Aðkomumaðurinn:. — Getið þjer
vísað mjer á gott gistihús hjerna í
bænum?
Bæjarmaðurinn: — Já, jeg ráðlegg
yður að gista á „Hotel Torino“. Þar
fá allir gestirnir ókeypis nudd við
gigt.
— En jeg hefi ekki gigt!
— Þá fáið þjer hana. Hjerna í
bænum eru allir með gigt.
Nútima-œska.
Greta: — Han Pusi sagði, að jeg
væri sú fyrsta og eina, sem hann
elskaði.
Rut: — Já, er han ekki altaf van-
ur að lala svona fallega, blessaður!
Blaðamaðurinn (í viðtali við ní-
ræða kerlingu): — Þjer komuð úr
sveitinni um fermingu hingað i bæ-
inn og nú hafið þjer starfað hjer í
75 ár. Að liverju hafið þjer starfað?
Sú níræða: — Að því að eignast
nægilega peninga til þess að geta
átt heima i sveitinni.
— Er hún Friða altaf að leita
sjer að. fyrirmyndar-eiginmannin-
um?
— Já — það er að segja, liún
hefir strykað yfir „fyrirmyndar“.
l
Lárus: — Hvað mundir þú segja
um að lána vini þínum luttugu
krónur?
Márus: —- Ekkert vildi jeg fremUr
vilja gera. En jeg á bara engan vin.
— Pabbi, — hafa slöngurnar hala?
— Já, drengur minn. Það er það
eina sem þær hafa.
Tryggvaskála. Fengum við þar mjólk
og kökur. Var nú lagt upp í síð-
asta áfangann. Hvergi stoppað fyrr
en í Reykjavík.
Öll liefðum við gjarnan viljað
vera lengur í Eyjum og hugsa jeg
að við hefðum liaft nóg að skoða.
Ekki sáum við Landakirkju. 1 fyrst-
unni var liún bygð sem vigi. Vegg-
irnir afar þykkir og gluggarnir
litlir og kringlóttir. Mun þetta hafa
verið þegar Tyrkjaránið var 1627.
En nú er búið að breyta þessu öllu.
Ekki fórum við upp á Heimaklett.
Hann er 283 metrar á liæð. Alls
staðar var okkur jafn vel tekið
bæði í Eyjum og undir fjöllunum.
Lýk jeg svo hjer þessari frásögn
minni af þessari ógleymanlegu ferð,
og þakka öllum er skemtu okkur
og greiddu veg okkar.
Hafalda.
Hann: — Elskan min! Jeg get ekki
látið raka mig á hverjum degi, því
að það skemmir á mjer liörundið.
Hún: —r Það getur vel verið. En
þegar þú lætuin ekki raka þig á
hverjum degi ,þá skemmir það hör-
undið á mjer.
Kennarinn: — Stíllinn þinn um
hundinn er orði ti) orðs eins og
stíllihn lians bróður þíns.
Kalli: — Já, en við skrifuðum líka
báðir um sama liundinn.
— Heyrðu, livað á jeg að gera til
þess að skerpa minnið, kunningi.
— Lánaðu anjer fimtíu krónur til
þ'ess fyrsta, og sjáðu hvort það dug-
ir ekki.
— Hverjum er hann eiginlega
likur, litli drengurinn yðar?
— Augun eru eins og í mjer, nef-
ið eins og henni móður hans, og
röddin held jeg sje eins og í bíl-
horninu okkar.
Kunningjakona: — Eruð þjer ekki
hrædd þegar þjer sjáið manninn
yðar vera að steypa sjer kolllinýsa
i vjelinni þarna uppi í háa lofti?
Frú flugmannsins: — Sei, sei nei.
Jeg tek altaf peningaria úr vösum
hans áður en liann fer að fljúga.
Ættarmót.
Gestkomandi frú: — Litli dreng-
urinn yðar hefir augun hennar móð-
ur sinnar.
Húsfreyjan: — Já og munninn
hans pabba síns.
Drengurinn: — Já, og buxurnar
hans bróður síns.
/viv/wiviv
Gamlir kunningjar.
Árni: — Jeg hefi eklci sjeð, hann
Sigurð fornkunningja okkar í tutt-
ugu ár. Skilur liann altaf liárið í
miðjunni?
Bjarni: :— Já en skilin eru orðin
tíu sentimetra breið núna.
S k r í 11 u r.
4
--—.......................1