Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 13
f ÁLKINN 13 „Hm, sjáðu nú til, Stubbur .... án þess að mjer komi það nokkuð við .... langar mig til að gefa þjer dálítið heilræði.“ Hann þagnaði skyndilega. „Nei — það er best að sleppa því.“ „Það fer að verða sæmilega dimt,“ sagði sjómaðurinn. „Ó, já.“ Tom kinkaði kolli. „Þú ættir að geta lagt upp eftir svo sem hálftima.“ „Það er nú hæpið.“ Sjómaðurinn tók upp úrið. „Eftir klukkutíma gæti jeg trúað.“ Hann fletti frá sjer treyjunni og byrjaði að lineppa frá sjer skyrtuna. Líttu nú á, Tóm. Ef jeg skyldi fara illa út úr þessu máli .... þá verður þú að .... “ Haltu áfram,“ sagði Tom. „Já, jeg efast ekki um, að þú munir liafa auga með Vallí, og ef eitthvað kæmi fyrir, sjáðu til . . . .“ Hann tók hendina úr barmi sjer og kom þá í ljós breitt belti. „Og ef svo færi, gæti það komið sjer vel að hafa nóga peninga handa á milli.“ Tom stóð nú upp og sagði: „Gáttu frá þessu aftur. Gáttu frá því segi jeg! Jeg á nóg af þessu rusli sjálfur. Hvað heldurðu að jeg sje?“ Hann ldó við og rjetti upp hendina til þess að þagga niður í fjelaga sínum. „Jeg veit það, jeg veit það. Jeg lít ekki út fyrir að vera neinn burgeis! þjer er vorkunn, þólt þú haldir, að jeg lifi á potta og pönnuviðgerðum einum saman .... en þar skjátlast þjer, sonur sæll. Jeg hefi þær aðeins að yfirvarpi, til þess að geta lifað lífinu eftir eigin geðþótta. Jeg braska með hitt og þetta. Stundum sel jeg tryppi, stundum hunda, ellegar jeg kemst yfir smá landskika og sel þá svo aftur. En jeg fer mjer hægt að öllu, skilurðu .... sá :sem víða flækist, kemst á snoðir um sitt af hverju. Nei, eigðu þína ptninga sjálfur, Stubbur. Við getum altaf gert upp ieikningana seinna, þegar málið er útkljáð .... En hvers vegna í dauðanum gengurðu með alt þetta fje á þjer, drengur? Komdu því heldur í banka!“ Sjómaðurinn hló. Satt segir þú Carnegie. En hvernig á jeg að koma því þangað — núna á jeg við? Það eru líka aðeins tveir dagar síðan jeg kom heim.“ „Á—á!“ sagði Tom undrandii. „Jeg gæti trúað, að það væri laglegur skildingur í þessu belti þínu.“ „Það stendur heima .... svona hjer um bil .... tja, dálaglegur skildingur eins og þú segir. Og jeg er ekki sofandi að þeim kominn.“ „Jeg rengi þig ekki, sonur sæll.“ Tom hallaðist upp við borðið og sneri höfðinu liægt í áttina að litla glugganum. „Það er orðið býsna dimt,“ varð honum að orði. Myrkrið færðist nú óðum yfir; svartir skuggar teygðust úr hornunum fram á mitt gólfið, þar sem óljóst mótaði fyrir hús- gögnunum og mönnunum, sem reyktu píp- ur sínar þöglir og hljóðir. Myrkrið varð æ svartara og þögnin æ dýpri með hverri mínútunni sem leið. Um síðir reis sjómaðurin úr sæti sínu með hvatlegri hreyfingu, sem stakk undar- lega í stúf við hina löngu kyrsetu. Það heyrðist skrjáf í myrkrinu um leið og hann girti sig beltinu innan klæða. Það liafði dinglað á hnjánum á honum eins og eins og dökkleit líflaus slanga frá því er hann tók það af sjer. Tom stóð einnig á fætur. „Ertu þá tilbú- inn ?“ „Já, það er ekki seinna vænna.“ „Hvað verðurðu lengi?“ spurði Tom. Hann teygði fram höfuðið og reyndi á- rangurslaust að sjá sjómanninn betur, en hann reis eins og stór, svartur skuggi fyrir framan liann, svartari en myrkrið sjálft. „Hvað jeg verð lengi?“ endurtók sjó- maðurinn. „Það get jeg ekkert sagt um. Bíddu rólegur þangað til jeg kem.“ All í einu barði Tom liægri hnefanum í vinstri lófann á sjer svo að kom hár smellur. „Hvað gengur á?“ i„Þar kom það!“ hrópaði Tom himinlif- andi. „Bet fer með þjer!“ „ Hvaða ... .‘ byrjaði sjómaðurinn. „Tja, því ekki það,“ sagði hanii svo. „Það væri ekki svo vitlausl. Heldurðu að hún hlýði mjer?“ ‘ „Hún gerir það. Jeg kem henni í skilning um það.“ Fleira sagði liann ekki, en gekk rakleiðis að hurðinni, opnaði og hleypti Betty inn fyrir. Hún settist róleg við lilið húsbónda síns og horfði á liann spyrjandi á meðan hann kveikti á olíulampanum sem stóð á borðinu. Skuggarnir tvístruðust. Sjómaðurinn depl- aði augunum móti birtunni; han furðaði á þvi, live lcofin var.í raun og veru litill; klukkustundum saman hafði hann nú setið setið hreyfingarlaus; hugur lians hafði reikað eirðarlaus um óravegu, þótt liann sireittist á móti, en nánasta umhverfið stækkaði og víkkaði i vitund hans. Honum var það mikill hugarljetlir að vakna á ný til meðvitundar um þennan litla, notalega stað, sem andaði lilýju og öryggi; en jafn- framt því, fann hann enn betur hve illa honum liafði liðið i myrkrinu og aðgerða- leysinu og varir hans kypruðust háðslega við umhugsunina. IJann varð þess nú Var, að Tom lá fyrir framan hundinn og skrafaði við hann. „Heyrðu, Stubbur! kallaði hann. * Sjómaðurinn gekk til þeirra. Tom rjetti út hendina og klappaði fótlegg sjómanns- ins. „Með honum!“ sagði hann og klapp- eði lionum aftur. „Með lionum!“ Hann smelti fingrum og Betty staulaðist á fætur og þefaði af legghlífum sjómannsins. „Með lionum!“ sagði Tom enn einu sinni. „Taktu nú við henni. Hún veit livað við á .... og henni er slrax orðið vel við þig. Það er svo sem auðsjeð.“ Sjómaðurinn kraup á knje og gældi við hundinn góða stund. Hann strauk á honum eyrun og talaði stöðugt í lágum, dimmum, nærri því sönglandi tón, en orðin, sem hann notaði voru hrærigrautur úr ótal tungumálum, fæst þeirra prenthæf, en höfðu tilætluð álirif. Tom sat við borðið og hlustaði á. Þegar Betty lyfti stóra hausn- um til þess að sleikja kinn sjómannsins sagði hann: „Þú hefir svei mjer gott lag á hundum!“ Það var hlátur i röddinn, en jafnframt örlítill sár broddur, sem hann tók ekki eftir sjálfur. En sjómaðurinn kímdi góð- látlegá í laumi. Svo stóð hann upp: „En livað verður nú um telpuna? Þú verður að vera hjer uppi við, fyrst jeg tek Betty með mj er .... “ „Hún kann held jeg best við sig ein — sem stendur. Hún sagðist vera syfjuð. Ef til vill segir liún það satt, ef til vill ekki. Hún kærir sig hvort sem er ekki um annan fjelagsskap en ....“ „Það er þá alt í lagi,“ greip sjómaður- inn fram í. Hann litaðist um í kofanum og gekk svo i áttina til dyra — þar staldraði hann við og mælti: „Jeg sendi Bet á undan mjer, þegar jeg sný heimleiðis. Þá veistu að jeg er ekki langt undan.“ „Ágætt,“ sagði Tom. „Vertu blesaður á meðan — og gangi þjer vel “ „Blessaður á meðan! Komdu Bet!“ Hurðin lolcaðist á hæla þeirra og Tom varð einn eftir. Hann ljet fallast niður á stólinn, er sjómaðurinn hafði setið á og starði hugsandi á, dyrnar. Svo blístraði hann lágt og raunalega. En sjómaðurinn og Betty lijeldu leiðar sinnar út i dimma, heita sumarnóttina. Þau þokuðust þögul áfram i skjóli trjánnna er vörðuðu Mallowveginn alla leið upp á hæðarbrún. Á göngunni var sjómaðurinn ekki að hugsa um verkið, sem beið hans. Hann vissi raunar, að hann hefði átt að liugsa um það. En liann vissi líka af reyilslunni, sem hann hafði fengið þennan dag, að það var ekki til neins að ætla sjer að beina hugsunum sínum á neinar aðrar brautir, en hið flókna völundarhús, sem þær þrálátt og ósjálfrátt hringsóluðu í og snerust um .... Um morguninn hafði hann með sjálfum sjer verið að reyna að spretta fingrum kæruleysislega að sögu Toms, er sýndi, að konan, var ekki annað en auðvirðilegur og ákafur Júdas, er átti silfrinu álit sitt að þakka. En fingurnir hreyfðu sig ekki. Skynsemi hans og tilfinn- ing sögðu honum skýrt og skorinort, að í þessu máli var ekki unt að sætta sig við annað en augljósa skýringu. Þær sögðu honum meira að segja, að liann hefði reyndar verið heppinn; liafði liann eklci notið yndislegrar konu, sem var gott, og svo fengið að vita, hvernig liún var í raun og veru, nógu snemma til þess að koma i veg fyrir það, að hún skaðaði hann, og það var enn betra. Nú, var það ekki svo? sögðu skynsemin og tilfinningin. Auðvitað var það svo. Hvaða ástæða var þá til að ergja sig? Hví skyldi liann ekki vera þakk- látur forsjóninni? Hann hafði fengið nægju sína af illu og fögru og ekki haft annað en ánægjuna af því sjálfur; og rjett eins og þetta væri ekki nóg, hafði nú borist upp í liendurnar á honum hin unga, góða og elskulega stúlka æfintýrsins, sem drengi dreymir um áður en dýrseðlið færi yfir- liönd; dreymir um, en sjaldan .... sár- sjaldan finna. Þetta voru nú skynsemin og tilfinning- in. En meira býr í mannshuganum en þær. Þar er líka frelsandi náð imyndunarafls- ins; þar er kýmnin; og þar eru liundrað og eitt sáðkorn annara ónefndra liæfileika, sem að vísu eru erfiðari að lienda reiður á en skynsemin og þó raunverulegri og meiri en hún; eitthvað, sem rnenn óljóst finna og geta ekki gefið nafn, en stund-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.