Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.07.1943, Blaðsíða 14
14 F A L, K r N N STIMSON hermálaráðherra. Frh. af bls. 3. Eigi vildi ráðherrann tala neitt um innrásina á Sikiley, er liann var spurSur um hana. KvaSst ekkert hafa um hana vitað er hann steig út úr flugvjel sinni um morguninn og því eigi vita meira um hana en blaSamennirnir sjálfir. Sömuleiðis varSist hann allra frjetta um hern- aðaráform Bandarikjanna, er hann vr um þau spurSur. „Jafnvel þó aS jeg vissi um. önnur innrásaráform, gœti jeg ekkert sagt um þau. Á stríSstímum fjalla frjettirnar um þaS, sem hefir átt sjer stað, en ekki um liitt, sem mun eiga sjer staS.“ Eigi dró ráSherrann neina dul á, að ísland væri mikilvæg hernaSarstöð, er han nvar spurSur álits á því máli. „Þessvegna erum viS hjer,“ sagSi hann. ViðtaliS við ráðherrann stóð í hálf- tíma, en að því loknu hófust heim- sóknir haps hjá ýmsum herstöðvum. En á laugardagskvöldið hafSi W. S. Key herstjóri boS inni fyrir ráð- herrann og æðstu menn hers og flota. Sátu það boð Sveinn Björnsson rík- isstjóri og ráðherrarnir Björn Ól- afsson og Vilhjálmur Þór, en þeir hafa báðir starfað í samninganefnd ísl .stjórnarinar vestan hafs. Henry Lewis Stimson hermála- ráðherra er maður við aldur, verð- ur 76 ára i september næstkomandi. Lögfræðispróf tók hann frá Har- vardháskóla árið 1889 og hefir síS- an að jafnaði veriS í opinberri þjónustu. Hann varð hæstarjettar- málaflutningsmaður að loknu prófi, siðan opinber ákærandi í New York- ríki, en þar er hann fæddur, og hefir boðið sig fram sem fylkis- stjóra í New York. Hann var her- málaráðherra á árunum 1911—13 og á forsetaárum Hoovers var hann tvívegis ráðherra. Ennfremur var hann umboðsmaður stjórnar sinnar í Nicaragua og landstjóri hefir hann verið á Filippseyjum. Á hann því stórmerkan æfiferil að baki sjer. í Drekkiö Egils-ðl t VJELAVERKSTÆÐI 5ig. SueinbjömssDnar Sími 5753 - Skúlaiúni ö - Reykjavík FRAMKVÆMIR: Vjelaviðgerðir Vjelasmíði Uppsetning á vjelum og verksmiðjum. Gjörum við og gjörum upp bátamótora SMÍÐUM ENNFREMUR: Síldarflökunarvjelar ískvarnir Rörsteypumót Holsteinsvjelar INDVERSKIR HJÚKRUNARMENN sjást lijer að verki á vígstöðvunum í Tunis. Indverjar eru fjöl■ mennir í Afrikuhernaðinuni og gátu sjer liinn ágætasta orðslír. LAUGARNESKIRKJA. Frh. af bls. 5. Þarf eigi að efa, að sala happdrætt- ismiðanna gangi að óskum, og að margt gott fólk vilji veita liðsinni sitt til að greiða fyrir sölu þeirra. Og jjeir munu skifta tugum þúsunda, sem verja vilja 5-króna seðlum, ein- um eða fleirum, til j>ess að fá mögu- leika til að eignast nýtt og fallegt liús. Fálkanum gafst nýlega færi á að litast um í Laugarneskirkju liinni nýju. Hún er ennþá „í umbúðunum“ að nokkru leyti, þvi að enn eru eigi allir rispallar fallnir frá veggj- unum. En áður en talað er um kirkjuna sjálfa skal vikið nokkrum orSum aS umhverfi hennar. Kirkjan stendur á hæsta balan- um í austanverSu Kirkjubólslúni, spölkorn frá Laugarnesveginum. Þar er komin gata, sem heitir Hrísa- teigur, og stefnir skáhalt að norð- anverðu við kirkjuna. Annar vegur á að koma sunnanvert viS kirkjuna, einnig skáhalt frá Laugarnesvegi. Myndast þannig þríhyrningur frá veginum, smábreikkandi upp að kirkj- unni. Þarna á að verSa trjágarður og blóma, þegar fram líSa stundir, og hefir kvenfjelag safnaðarins tekið að sjer að koma þeirri prýði í framkvæmd. En kringum kirkjuna sjálfa verður upphækkun meS tveim- ur stöllum, þannig aS kirkjan breyt- ir mjög útliti til hins betra frá því sem nú er. Anddyri kirkjunnar er rúmgott og er þar á vinstri hönd fata- geymsluklefi. En þegar inn í kirkj- una sjálfa er komiS verSur manni fyrst litið á báðar hendur, því að sem svarar mannhæðar háir gangar, með litlum gluggum eru fram ineð kirkjunni á báða vegu, eins og þeir munu veita athygli, sem sjá kirkj- una aS utan. Þakið er bogamyndaS eða hvelft. Engar svalir eru í kirkj- unni meðfram veggjum, en fyrir vesturenda er söngpallur yfir þvera kirkjuna, og stór gluggi á miðjum gafli. Er svo ráS fyrir gert að að orgelpipunum verði komið fyrir á báða vegu við gluggann en rfótna- borðið standi fyrir miðjum glugg- anum neðanvert. Af söngpalli er stígi upp í turninii, en þaðan er hið fegursta útsýni. Tvær gluggaraðir erú á kirkju- veggjunum. NeSarlega ferhyrndir smágluggar, eins og áður er að vik- ið, sem veita birtu í liin mjóu hlið- arskip, eri ofar mjóir en háir glugg- ar. Mislitt móðugler er í ölluin @Iuggunum og birtan í kirkjunni mjög þægileg, Gert er ráð fyrir, að kirkj- an verði ígul á lit að innan. í kór eru einn gluggi á hvorri WiS en enginn á gafli. Sunnanvert við kórinn er skrúðhús, en að neorð- anverðu gangur niður í kjallara og lítið herbergi. Undir kór og kirkjugólfi innan- verðu er samskomusalur til fundar- halda og safnaðarstarfsemi og sunn- anvert við hann herbergi sóknar- nefndar og bókaklefi. En að norð- anverðu er herbergi fyrir ferming- arbörn og aðstandendur þeirra, alt- arisgesti o. fl. Er sjerinngangur i þessi lierbergi, sem nú eru talin og samkomusalinn, sem mun rúma nær 300 manns, er við kórinn norðan- verðan, auk þess sem gangur er niður úr kirkjunni sjálfri. Þá er þess enn ógetið að undir vestanverðri kirkjunni er m. a. lík- hús, auk þess sem þar verður mið- stöðvarhitun fyrir kirkjuna. Um þessar mundir er verið að ganga frá miðstöðvarlögn i kirkjuna. Að öllu samantöldu er tilhögun kirkjunnar gerð af svo mikilli fyr- irhyggju, að eigi liafa sjest þess dæmi um nokkra kirkju á landinu. Og er þó margt ótalið hjer, sem söfnuðurin hefir í hyggju að gera til þess að prýða kirkjuna, bæði hið innra og ytra. En til þess verð- ur vonandi tækifæri síðar. , Laugarnessöfnuður hefir með stór- hug sínum sýnt og sannað, að hann vill neyta allrar orku sinnar til þess að eignast fallegt guðshús. Og það er vonandi, að fjársöfnunin gangi svo greiðlega, að kirkjubyggingunni geti miðað áfram óhindrað. Ef marg- ar hendur vinna það verk þá verð- ur það ljett. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.