Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N STÓRSKOTAHRÍÐ í GABES-SKARÐI. / náttmyrkri eyðimerkurinnar i Tunis þruma fallbyssur 8. hersins og blossarnir lýsa upp nágrennið. Hjer er á 'A þumlunga fallbyssa að verki við að skjóta á virki andstæðinganna. - LITLfl 5RBfln - Hvílíkt bros Þorleifur fór að heiman um haust- ið, þegar alt var að sölna. Hagarnir voru fölir, grasið bleikt og blóm- in fallin. Og fólkinu fœkkaði í sveit- inni. Með hverju skipi fór nýr og nýr hópur til Reýkjavíkur. Sigrún kvaddi hann á hryggj- unni. Hún hjelt í liendi hans nokkur andartök, ástheit og viðkvœm. — Hann árnaði henni allra heilla með fögrum orðum. Hún sagði bara: „Vertu sæll!“ og brosti. — Hvílíkt bros. Undur þótti honum vænt um þetla bros. Og um Sigrúnu líka. Skyldi hún vita jjað? Ekki vissi hann hvort hún unni honum. En brosið hennar var elskulegt. Það var honum helgidómur. Þorleifur var sjóveikur. Hann reyndi að sofna, en gat það ekki. Hann lagði höfuðið í lægri enda rúmsins, en alt kom fyrir ekki. Hann gekk af og til upp á þilfarið, hóstaði, seldi upp og andaði að sjer hreinu lofti. Svo fór hann niður aftur. Hann lagðist fyrir og hugsaði um alt, sem hann ætlaði að gera. Og um alt, sem hann átti að baki. — Hann mintist foreldra sinna og systkina, hestanna heima, starfanna, hlátranna. Hann mintist alls, sem kvddi liann. Hugurinn staðnæmdist við brosið á bryggjunni. Honum varð hægra. Hann fann til einhverr- ar vellíðunar. Þetta bros færði honum frið og hamingju. Og hann sofnaði. Þorleifur varð hrifinn af Reykja- vík. Hann kunni vel kætinni, til- breytingunni. Altaf sá liann eitthvað nýtt. Alsstaðar voru búðir og bilar, skraut og skemtanir. Þorleifur bjó hjá frænda sínum, ætlaði að lesa utan skóla og taka gagnfræðapróf um vorið. Hann las, en naut ekki lestursins. Gatan ögraði honum, út út. Hann þekti marga menn að heiman í Reykjavík. Þar voru jafnaldrar hans, vanir höfuð- staðnum og skemtunum hans. Þeir sýndu lionum, livar gleðinnar var að leita. Hann fylgdi þeim, út frá bókum sínum, fortíð og fyrirætl- unum. Þorleifur sat inni i Nýja Bíó. — Hann horfði á kvikmynd af æsku- brekum æfintýramanns, sem þráði meiri æfintýri og fór til Amerku. Yngismeyja kvaddi hann við skips- fjöl. ,,Farvel!“ — Þorleifur sá ekki meira af myndinni. Hann sat um stund, en vissi ekki um neitt, nema brosið á bryggjunni. Svo stóð hann upp, hægt og varlega, og gekk út. — Næstu viku las hann meira en mánuð á undan. Seinna sat hann inni á Hótel Borg. Hann sat við hlið eins af kunn- ingjum sínum. Vínflaska og glös stóðu á borðinu. Þessi vinur hans liafði verið í útlöndum, notið margs, en sjeð fleira. Hann sagði snildar- lega frá dásemdunum. Þorleifur hlustaði hugfanginn. Þeir dreyptu í vínið. Það örvaði frásögnina og heillaði þann, sem hlýddi. „í Neapel sá jeg fallegasta bros, sem jeg hefi sjeð.“ Þorleifur spratl á fætur. Honum var brugðið. Hann gat ekki setið kyrr. Hann mundi hvernig Sigrún brosti. Brosið hennar gerði hon- um órótt í kvöld. Hann fór heim, en kunninginn sat eftir. Næstu daga fylgdi Þorleifur ekki vini sinum til Borgar. Nú sat hann með kenslubók í Algebru í staðinn fyrir vínglasið. Aftur var Þorleifur inni á Borg. Það var dynjandi dans. Hann tók þátt í gleðinni, naut hljómsins og hreyfinganna. „Ich bin ja heute’ so gliicklich.“ Það hljómaði í eyrum lians og húga, þangað til að hann raulaði vísuna á islensku. „Nú er mjerr glatl í geði, — i geði, geði. Jeg man ei meiri gleði en mjer er veitt í dag. í glensi jeg hoppað gæti, — jeg gæti, jeg gæti, og sifelt syng af kæti hið samá gleðilag. Trarararara, trararara. Krkkar, nú er jeg þó kátstur, sko Trarara, trararara. Yrði það alla tíð svo-------“ Hann var að dansa við frænku sína. Hún leit á hann og hló. „Þú ert farinn að syngja. Hvar ertu með hugann? Einhversstaðar úti á þekju — eða úti á bryggju?“ — Bryggju! Hann tapaði sporinu, af- sakaði sig, leiddi stúlkuna til sæt- is, og gekk út. — Það var í síðasta sinn sem hann skemti sjer á Borg. Þorleifur var á leið að taka próf. Hann gekk eftir Laugaveginum, þög- ull og hugsandi. Honum var órótt. Hann kveið fyrir prófunum. Stund- um hafði hann slegið slöku við nám- ið, þótt hann læsi oft vel. Hann ótt- aðist, að liann tapaði sjer á próf- inu. Hann var ekki nógu viss, ekki nógu djarfur, ekki nógu kaldur. — Tvær stúlkur mættust við hlið lians. „Góðan daginn, Sigrún!“ sagði önnur. Þorleifur leit við. Hann þekti ekki stúlkuna, en nafnið þekti hann. Og brosið og kveðjuna, sem altaf fylgdi því nafni. Hvílikt bros! Það færði honum kjark og sigurvissu. hugsaði bjartara. Hann lyfti höfði, stikaði stærra, Öll prófin voru búin. „Þjer haf- ið tekið mjög gott próf, Þorleifur Helgason," sagði rektor. „Jeg vænti j>ess; að þjer verðið í Mentaskól- anum næsta vetur, og mjer væri sönn ánægja að mega nú þegar bjóða yður velkominn. Ilvað segið þjer um það?“ „Jeg veit það ekki,“ sagði Þor- leifur. „Ætlið J)jer máske að halda áfram að lesa utan skóla?“ spurði rektor. „Jeg veit ekki,“ svaraði Þorleifur. „Þjer vitið það síðar og Menta- skólinn bíður yðar.“ Rektor gekk burt. En Þorleifur var með hug- ann við brosið, sem hafði ljómað fyrir augum 'hans í öllum prófun- um. Það var styrkur hans, vonir og vilji, Ljettir i Dal stóð lengi fyrir utan gluggann liennar Sigrúnar. En Þor- leifur sal inni hjá henni. Móðir hennar hafði fylgt honum þangað og lokað á eftir honum. Sigrún stóð upp. Þau heilsuðustt „Nú er jeg kominn heim,“ sagði hann og Iagði handlegginn utan um hana. „Velkominn,“ sagði hún og brosti. Hvílikt bros! Guðmundur að vestan. Egils ávaxtadrykkir Á aðalfundi: Forstjórinn (við dyravörðinn á hótellinu, þar sem á að halda aðal- fundinn): — Nú, er enginn af þessum ösnum, sem eiga að koma lijer, kominn ennj)á? Dyravörðurinn: — Nei, lierra for- stjóri. Þjer eruð sá fyrsti. Sviar era að hækkai vexti Svíar og Skotar hávöxnustu menn veraldar? Síðan um miðja 19. öld hefir með- alhæð Svía farið vaxandi, og þessu heldur enn áfram, samkvæmt því sem sænslci vísindamaðurinn, próf. Sten Wahlund segir, en hann hefir rannsakað margt, þessu viðvíkjandi. Það er alkunn staðreynd að Sví- ar eru meðal liávöxnustu manna heims, segir Wahlund prófessor. Á fyrstu áratugum 20. aldarinar hef- ir meðalhæð Svía verið kringum 174 sentimetrar. Norðmenn og Finn- ar eru litlu lægri, og Danir eigi heldur langt undan, en meðalliæð þeirra var um Jmð bil 169 sm. Hol- lendingar eru einum sentimetra lægri eða svo, en Skotar eru um það bil eins liávaxnir og Svíar eru. En forðum daga var líkamshæð Svía miklu lægri en nú er. Þetta verður m. a. sannað af brynjunuin, sem enn eru til í sænskum söfnum frá fyrri öldum. Þær voru gerðar á tiltölulega stutta menn. Úr graf- menjum, sem fundist hafa i Sviþjóð frá steinöldinni hefir reynst tækl að ákvarða, að meðalliæð Svía hef- ir verið 164—-165 sm. á því tima- skeiði, og fram á járnöld liefir Sví- inn liækkað um 2—3 sentimetra, og þá orðið jafnoki, að vaxtarhæð, meðalmannsins, sem bygði Evrópu um miðbik 1-9. aldar. Alt bendir i Jiá átt, að Svíinn liafði verið í aft- urför frá því á miðöldum og fram á síðustu öld, en J)á skeður það, að hann hækkar úr 165 sm. árið 1840, upp í 168 árið 1870. Árið 1914 er hann orðinn 172 sm„ en 173 sm. árið 1943. Sðasta talan byggis á mælingum þeim, sem gerðar eru árlega á nýliðum J)eim, sem teknir eru í landvarnarliðið. Orsökina til þessa vaxtarauka, að frátöldu því, að lífskjörin liafa batn- að, telur próf. Wahlund vera eink- um þá, að samgönguskilyrðin hafu hafi batnað, milli landshlutanna. Þetta hefir valdið því, að ýmsir arf- gengir eiginleikar þjóðhlutans hafa blandast, Jiannig að Jijóðarsamrun- inn liafi komist á æðra stig. Full á- stæða er til liess að halda, að Jjjóðin haldi áfram að vaxa, Jió ekki ótak- markað, því að hámark líkamshæð- arinnar mun segja til sín, Jió að við vitum ekki hvar Jiað er, segir liinn sænski vísindamaður. Samfara Jjroskun líkamsvaxtarins hefir mannsæfin ávalt verið að lengj ast í Svíjijóð. Þannig hefir liin síð- asta mannsæfi lengst úr 47.8 árum frá því á fyri helmingi 19 aldar, upp í 72,2 ár á timabilinu 1931—35, er þetta talin mjög eftirtektarverð lfslenging. Á árunum 1920—30 stóð meðalæfin í stað, í Svíþjóð, og var nálægt 71 ár, en vöxturinn, sem siðar kom, heldur enn áfram. Fækk- un mannsláta er einkum afleiðing þeirra framfara, sem læknisvisindin og fjelagsmálaskipun hafa látið af sjer leiða. En eigi að síður eru því takmörk sett hversu gamall maður- inn verður, og liessvegna bætir próf. Wahlund Jivi við ritgerð sina, að Svíinn megi ekki fara að mynda sjer, að hann verði til þess að bjóða byrginn honum Metúsalem eða hon- um Goliat. Þessi grein, sem komin er í Fálk- ans hendur frá sænsku alþjóða Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.