Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 06.08.1943, Blaðsíða 10
FÁLKINN ö VNCWtf LE/eN&UKNHt „Hún mamma sagði mér það“ ’C' INU sinni var ungur piltur, sem átti heima langt uppi í sveit og bjó me'ð henni mömmu sinni. Hún var orðin lasburða og lá oft í rúm- inu, og þá varð Óskar — því að svo hjet pilturinn — að sjá einn um heimilið. Og þegar hann átti tóm- stund reið hann körfur úr tágum. Því að liann var iðjusamur, og góð- ur sonur, og mamma lians þakkaði oft guði fyrir, að liafa gefið sjer jafn góðan dreng. En svo fjekk hann, einn góðan veðurdag, skilaboð um, að nú ætti hann að koma og gegna herskyldu. Hún mamma hans grjet yfir því að eiga að missa son sinn að heiman, og Óskar var í öngum sínum yfir að þurfa að skilja við hana. Hver átti nú að sjá um lieimilið? „Bara að jeg hefði svo mikil efni, að jeg gæti leyst þig undan her- þjónustunni,“ sagði mamma. „En hver veit nema hann Konráð frændi minn vilji hjálpa mjer um pening- ana, ef jeg bið hann vel?“ „Nei, mamma,“ sagði Óskar. —- „Reyndu það ekki. Hann er ágjarn- ari en svo að honum dytti það í hug.‘ „Jeg ætla nú að reyna samt,“ hugsaði mamma við sjálfa sig. Og daginn eftir, þegar Óskar þurfti að skreppa í kaupstaðinn, þá fór lnm. Hún staulaðist með tvo stafi heim til Konráðs — þau voru systkina- börn. Og svo bar hún upp erindið. En hann hló og sagði, að strákurinn hennar hefði ekki nema gott af að vera i hernum í nokkra mánuði. En hún Marta gamla, hún hjet Marta, móðir hans Óskars, varð svo reið, að liún vildi ekki meira við hann tala og sneri lieim á leið. Þegar Óskar kom heim sagði hann ,,Jeg mætti honum Konráð frænda,' hann spýtti þegar hann si mig, og HEFNDIN. an og pötuðu með höndunum út í loftið. „Þú hlýtur að vera genginn af göflunum að fara svona með þenn an ágætis mat.“ Pjetur ljet sem hann heyrði ekki rausið í kanúkunum, en jós sam- sullinu í rólegheitum á diskana hjá þeim. „Hvað eigum við að gera við jjennan svínamatl Maðurinn h.lýtur að vera sjóðandi vitlaus! — Það er alveg voðalegt að sjá farið svona með slíkan lierramannsmat." „Já!“ sagði Pjetur og teygði úr sjer. — „Því er líkt farið með rjett- ina, eins og kanúkana sem eiga sæti i klerkasamkundunni í Stóra- þorpi; að hver þeirra út af fyrir sig er ágætur. — En þegar þeir koma allir saman, er heldur lítið varið í þá.‘ S. K. Steindórs. sagði að jeg væri auma rægsnið, að láta hana móður mína staulast á aðra bæi, til jiess að betla peninga lianda mjer. Mig langaði til að berja hann.“ „Reiðstu ekki, drengur minn, þó að jeg gerði þetta,“ sagði hún. „Reiðast? Nei, það er öðru nær, mamma. En mjer þykir leitt, að þú skyldir auðmýkja þig svona. Jeg veit að þú gerðir þetta mín vegna. En jeg held, að jeg viti annað betra ráð. Gamla konan, sem á heima uppi í Jaðri, og við köllum Skógar- mömmu, hefir hjálpað mörgum — það frjetti jeg í dag. Þú veist að ýmsir halda, að hún sje göldrótt, en jeg veit, að hún gerir engum ilt.‘ „Jeg er hrædd um að það stoði ekki neitt að tala við hana.“ „Enginn hefir á spurninni,“ sagði Óskar. Og morguninn eftir fór hann upp að Jaðri. Skógarmamma sat við gluggann sinn. Hún var gömul og hvít fyrir hærum. Hún kom til dyra undir eins og hún sá til gestsins. „Hvert er erindi þitt ,piltur minn?‘ spurði hún Óskar. Og hann sagði frá því, að hún mamma sín væri svo lasburða og að hann ætti að fara í herinn, en hefði ekki efni á að kaupa sig undan herþjónustunni. „Ef þú vilt vinna fyfir mig í dag, þá skal jeg borga þjer vel,“ sagði Skógarmamma. „Það vil jeg gera,“ svarið Óskar, en hugsaði sem svo, að þó liann fengi gott dagkaup, þá mundi það ná skamt. „En fyrst verð jeg að skreppá heim og segja henni mömmu hvar jeg verði, því að annars verður hún hrædd um mig.‘ Skógarmamma kinkaði kolli. — „Gerðu það,“ sagði hún. Eftir nokkra stund kom Óskar aftur, og Skógarmamma sagði hon- um hvað hann ætti að gera. „Þú átt að pæla upp þessa spildu niður að læknum, en farðu gætilega, því að það er mikið af hnullungum þarna, og þá átt þú að tína saman og setja í þennan poka. Líttu nú vel eftir — þá færðu gott kaup.“ Óskar vann af kappi allan dag- inn og vandaði sig. Og um kvöldið var pokinn orðinn fullur af stein- um. „Þú hefir unnið trúlega,“ sagði konan vingjarnlega. „Vinnan þín er mikilla launa virði. Jeg ætla að gefa þjer pokann með öllum steinvölun- um.“ Þó að Óskar hefði fengið hesta uppeldi gat liann ekki að því gert að honum fanst dálítið súrt í brot- ið. En hann þakkaði samt fyrir sig og kvaddi Skógarmömmu kurteis- lega, þegar hann fór. „Opnaðu pokann og sjáðu hvað steinarnir eru fallegir," sagði kon- an. Hann gerði það, af eintómri kurt- eisi, en varð lieldur en ekki glaður, þegar hann sá, að pokinn var full- ur af silfur peningum. Og hann var ljettur i1 spori á leiðinni heim, þó að þokinn væri talsvert þungur. Þetta var miklu meira fje, en hann þurfti til þess að kaupa sig undan herskyldunni. Hann gat keypt eyði- kot í nágrenninu og bygt sjer fall- egt hús. Og svo fjekk hann lækni, sem gat læknað liana mömmu hans. Og þá var ekki hamingjusamara fólk til í allri sveitinni, en hann Ósk- ar og mamma hans. En skamt frá átti heima önnur ekkja, með drenginn sinn. Þau voru bæði hraust og heilsugóð, en nentu ekkert að vinna. Þau betluðu og stálu. Nú heyrðu þau um, að Skógar- mamma hefði hjálpað Óskari, og svo sagði kerlingin við strákinn sinn, að hann skyldi reyna að fara til hennar. Og það gerði hann. En það var komið undir hádegi, þegar liann lagði af stað, því að hann var svo morgunsvæfur. Skógarmamma var úti í garðinum sínum að vökva blóm þegar hann kom.. „Hvert er erindi þitt?“ spurði lnin, og horfði fast á hann, þvi að hann tók ekki einu sinni ofan, þeg- ar liann lieilsaði. „Jeg hefi heyrt að þú hjálpir stundum fátækum,“ sagði stráksi og stakk báðum höndunum í buxna- vasana. „Mjer datt í hug, livort þú vildir ekki hjálpa mjer og henni mömmu.“ „Aldrei gef jeg peninga, en ef þú 'i-vilt vinna hjá mjer, þá þykir mjer það gott. Og jeg borga vel.“ „Vinna?“ sagði strákurinn og þótt- ist móðgaður. Hryggbrot. Hann: — Ungfrú Ragnhildur. Má jeg spyrja yðui' áríðandi spurning- ar? Viljið þjer verða sól lífs míns? Hún: — Já, hvorl jeg vil. Mjer þykir gaman jiví að vita. að þá er jeg tuttugu miljón mílur frá yður. Gömul kona er að hrósa sjer af því hve minnisgóð hún sje: — Það er bara þrent, sem jeg get aldrei munað. Það eru nöfn, andlit og það þriðja er ...... Æ, nú get ejg ó- mögulega munað hvað það þriðja er. Lassi: — Við ætlum að hafa kapp- mót í hnefaleik milli svertingjans A1 Brown og hans Ragga. Jón á að vera svertinginn og Ottó á að vera hann Raggi. Tassi: — Á þá að mála hann Jónsa svartan í framan? Lssi: — ..Nei, sussu nei. En við þvoum honum Ottó, svo að hann verði hvítnr í framan. — Maðurinn minn og jeg lifðum saman í hamingjusömu njónaban.ii í fimm ár. — Nú, en livað skeði svo? — Þá álpaðist liann til að koma heim úr siglingunni. „Já, viltu það ekki? Viltu pæla upp kálgarðshornið þarna niðri við Iækinn?‘ Strákurinn — hann hjet .1 ói —• tók skófluna, fúll á svipinn. „Ekki slcil jeg hvern skrambann kerlingin meinar. Að vera að segja manni að tína steinvölurnar í poka.“ Og svo fór hann að pæla, en henti öll- um steinvölunum í lækinn, og kom heim um kvöldið, með einn stein í pokanum. „Jæja, fæ jeg nú kaupið mitt?“ sagði hann við Skógar- mömmu. „Hvar eru steinarnir?“ sþurði luin. „Jeg fann ekki nerna einn, og hann er hjerna i pokanum.1 „Nú skrökvarðu. Enda ertu ósann- sögull og latur. En jeg skal nú saml fara vel með þig, Jói litli. Sýndu mjer steininn í pokanum. Þú mátt eiga hann.“ Nú slepti Jói sjer alveg. „Er það kaupið fyrir vinnuna í allan dag?“ spurði hann. „Heldurðu að jeg vilji vinna fyrir einni steinvölu heilan dag?“ Og svo fleygði hann pokanuin fram að göinlu konunni. Hún fór með höndina niður í pokann og dró upp skínandi silf- urdal. En Jói horfði á, eins og hann væri orðinn að steini. „Jæja, þarna sjerðu, drengur minn. Svona voru steinarnir, sem þú áttir að safna, en ])ú nentir þvi ekki. Farðu heim og komdu aldrei hingað aftur. Þú átt skilið að svelta, úr þvi að þú nennir ekki að vinna, og svíkst um það, sem þú hefir lofað.“ Glataði sonurinn. Faðirinn: (er að lesa hrjef frá syni sínum) — Kæri pabbi. Jeg er að búast til ferðar og kem heim á sunnudaginn. Mjer líður vel. Viltu gera svo vel að hitta mig rjett fyrir ofan Árbæ, eftir að fer að skyggja, og h'afa með þjer buxur handa mjer. Hatt hefi jeg sjálfur. Verslunarmaðurinn (utan við sig, en er að biðja sjer stúlku) : — Jeg ætla að biðja yður um að muna, ungfrú, að þetta er allra síðasti dag- urinn, sem þetta tilboð stendur! Móðirin: — Hefi jeg ekki sagt þjer það, telpa, að þú átt altaf að líta á klukkuna, um leið og þú lætur eggið ofan í sjóðandi vatn. Dóttirin: — Heldurðu að jeg hafi kanske ekki gert það. Hún var ellefu þegar jeg setti það í, En þú sagðir mjer ekkert um hvenær jeg ætti að taka það upp úr. í dýragarðinum. Dýrahirðirinn: — Þessi risavaxna naðra er svo sterk, að húta getur kirkt stórt naut, ef hún vindur sig utan um hálsinn á því. Frúita (í áhorfendahóp, við mann- inn sinn): — Æ, farðu ekki of nærri henni, Emsi minn. I............................. S k r í 11 u r. _________________I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.